Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.07.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR SUMAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Elvar Þór Karlsson er ungur maður í toppformi, sem tók þátt í 100 kílómetra hlaupi á dögunum. Elvar Þór Karlsson, sautján ára nemi við Verslunarskóla Íslands, hefur mikinn áhuga á líkams- rækt og heilsusamlegum lífsstíl. Hann hefur þó ekki verið jafn áhugasamur um hreyfingu alla tíð. „Ég hafði aldrei mikinn áhuga á íþróttum hérna áður fyrr, en fyrir tveimur og hálfu ári ákvað ég að taka mig taki, styrkja mig og reyna að koma mér í form. Boot Camp varð fyrir valinu,“ útskýrir hann. Elvar við- ur kennir að mjög erfitt hafi verið að byrja en smám saman hafi áhuginn aukist og líkamsræktin orðið skemmtilegri. Elvar segist nú vera háður hreyfingunni en hann hljóp ásamt fimmtán öðrum 100 kílómetra hlaup í síðasta mánuði. „Við þurft- um að klára hlaupið á innan við fimmtán klukkustundum og við vorum tveir úr Boot Camp sem hlupum þetta á rétt innan við tólf tímum. Þetta gerðum við nánast án þess að stoppa nema til þess eins að næra okkur.“ Elvar æfir í Boot Camp þrisvar til fjórum sinnum í viku en hina daganna hleypur hann og lyftir. Hann varð Íslandsmeistari í kraft- lyftingum í hópi átján ára og yngri í febrúar síðastliðnum og hefur einnig keppt í styttri hlaupum. „Ég hef líka þrisvar hlaupið maraþon. Það er vont á meðan á því stendur en það er mjög góð tilfinning að klára,“ útskýrir hann. Samhliða líkamsræktinni hugs- ar Elvar mikið um mataræðið; hefur sjálfur lesið sér vel til um mat ásamt því að fá ráðleggingar hjá Boot Camp. Hann passar sig að borða alltaf á þriggja tíma fresti og spáir mikið í bæði prótín- og kolvetnisneyslu. Elvar segist vera á því að Boot Camp hafi breytt lífi sínu. „Þegar ég byrjaði í Boot Camp fyrir tveim- ur og hálfu ári þá gat ég varla hlaupið tvo kílómetra,“ segir hann og bætir við að hann gæti í fram- tíðinni allt eins hugsað sér að læra eða vinna við eitthvað sem tengist líkamsrækt. klara@frettabladid.is Vatt kvæði sínu í kross Elvar Þór Karlsson telur Boot Camp hafa breytt lífi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GOTT Í GRILLVEISLUNA ÍTR leigir út hjólbörugrill í veislur og annan mann- fagnað. SUMAR 3 ÞINN RÉTTUR er yfirskrift nýrra pistla frá Tryggingastofnun ríkisins sem munu birtast mán- aðarlega í Allt-inu. HEILSA 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.