Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 24.07.2008, Blaðsíða 60
40 24. júlí 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > KOMDU Í CLUELESS Fregnir herma að tölvuleikir byggð- ir á myndunum Clueless, Mean Girls og Pretty in Pink séu væntanlegir á mark- aðinn. Tölvuvæddi fataskápurinn hennar Cher, sem flestar stelpur hefur dreymt um á einhverjum tímapunkti, gæti því loks orðið að einhvers konar veruleika. Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Connelly hefur verið valin nýtt andlit snyrtivörurisans Revlon. „Jennifer er nýmóðins, full af orku og bráðgáfuð kona. Hún er metnaðarfull móðir, eiginkona og leikkona og hefur náð árangri á öllum sviðum lífsins og það á upp á pallborðið hjá Revlon,“ sagði talsmaður fyrirtækisins um samninginn. Jennifer mun kynna snyrtivörurnar á alþjóðamarkaði en samhliða því mun hún taka þátt í ýmsum uppákom- um á vegum fyrirtækisins og góðgerð- armálum á þess vegum. Connelly nýtt andlit Revlon Vinur Rosettu, yfirgefnu eigin- konu Balthazars Getty, sagði við slúðurkonunginn Perez Hilton á dögunum að Balthazar og Rosetta hefðu ekki verið skilin að borði og sæng þegar hann hóf samband sitt við Siennu Miller, líkt og Sienna heldur fram. Balthazar og innanbúðarmenn hans sendu frá sér tilkynningu á dögunum þar sem hann útskýrir samband sitt við Siennu. „Rosetta er miður sín. Yngsta barn hennar og Balthazars er ekki nema átta mánaða gamalt,“ sagði vinur Rosettu. Tjáir sig í fyrsta sinn Gjörningahópurinn Stígis ákvað að ljúka sumarstarfi sínu hjá Hinu húsinu með stæl en þau skipulögðu óvænt dans- og söngatriði í Kringlunni í anda feluleikhúss, seinasta föstudag. Um 20 manns tóku þátt í uppá- tækinu sem kom Kringlugestum skemmtilega á óvart. Stígis hefur þannig komið aftan af fólki með listsköpun sinni í allt sumar. „Þetta var náttúrlega alveg stórkostlegt,“ sagði einn meðlima Stígis, Snæbjörn Brynjarsson. Atriðið átti sér stað við undirspil Skver, en danshópurinn Kvik sá um að semja dansinn. „Skyndi- lega rann allt í eitt stórt dans- og söngvamyndaatriði. Fólk áttaði sig ekki alveg á því hvað gerðist fyrr en það var búið.“ Að atriðinu loknu hvarf mannskapurinn með öllu, eins og ekkert hefði gerst. - kbs Úr þurru SPRATT FRAM Dansatriði birtist óvænt í Kringlunni seinasta föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Innflutningsfyrirtækið Karl K. Karlsson hélt á dögunum heljar- innar golfmót fyrir nokkra útvalda viðskiptavini. Guðlaugur Guð- laugsson, markaðsstjóri hjá K. Karlssyni, segir að mótið hafi gengið vonum framar. „Mótið kall- ast Stella Artois-golfmótið og er fyrir þá viðskiptavini okkar sem eru með bjórinn til sölu. Við lékum svokallaða átján holu Texas Scramble þar sem tveir og tveir spila saman, annar vanur golfari og hinn óvanur.“ Um sjötíu manns mættu til að taka þátt í mótinu og lék veðrið við mannskapinn. „Það var blíðskaparveður og tuttugu stiga hiti, þannig að við gátum ekki verið heppnari með veðrið,“ segir Guðlaugur. Hópurinn byrj- aði daginn á undirstöðugóðum morgunverði að hætti Jóa Fel og síðan var keyrt með rútu upp í Kiðjaberg þar sem golfmótið var haldið. „Vertarnir stóðu sig marg- ir hverjir mjög vel og þeir voru flestir mjög ánægðir með mótið. Þetta er árlegur viðburður hjá okkur og nú er það orðið svo að færri komast að en vilja.“ Eftir hið hörkuspennandi golf- mót var snæddur kvöldverður á veitingastaðnum Rauða húsinu og verðlaun voru veitt fyrir bestu frammistöðuna. „Í fyrsta sæti urðu þeir Davíð hjá skemmti- staðnum Vegas og Ragnar hjá Samskipum. Seinna um kvöldið var svo dregið úr skorkortum um ferð fyrir tvo til Leuven í Belgíu, þar sem Stella Artois-bjórinn er framleiddur, og var það Ólafur á Vegamótum sem var svo heppinn að vinna þá ferð,“ segir Guðlaugur að lokum. En til gamans má geta að þeir félagar Kormákur og Skjöldur á Ölstofunni höfnuðu í fimmta sæti. - sm Vertar kepptu í golfi Söngkonan Jessica Simpson hélt sína fyrstu tónleika þar sem hún söng svokallaða sveitarokks- söngva á dögunum. Stúlkan mætti í stuttum gallabuxum með kúrekahatt og í kúrekastigvélum en þrátt fyrir það fór söngur hennar ekki vel í tónleikagesti sem létu óánægju sína í ljós með því að púa á söngkonuna. Einn tónleikagestanna sagði að Jessica hefði einfaldlega ekki verið nógu góð. „Ég heyrði ekki sveitarokks- hljóminn í henni, hún er ekki nógu góð til þess að syngja hérna.“ Púað á Jess- icu Simpson GOTT MÓT Sigga Boston og Raggi í Botnleðju, til hægri á myndinni, kepptu fyrir hönd Boston bar. UPPÁKLÆDDIR Kormákur og Skjöldur, til vinstri á myndinni, höfnuðu í fimmta sæti á mótinu. Í Miami er þessa dagana enn þá meira um fáklæddar stúlkur en venjulega, því þar stend- ur nú yfir tískuvika sem helguð er baðfatatísku. Ef marka má myndirnar virðast sundbol- ir enn vera í sókn, en þeir ruku upp vinsældalistana á síðasta ári. Sundbolir í sókn Litagleðin var allsráðandi þegar baðfatatískan var kynnt í Miami nú í vikunni. Sundbolir af öllum gerðum voru fyrirferðarmiklir á sýningarpöllunum og skrautlega mynstruð bikiní einnig áberandi. Þá virðist einnig nokkuð vinsælt að blanda saman mynstrum í bikiníum og nota skrautlegar buxur við einlitan topp. Þær sem eiga bunka af bikiníum inni í skáp geta því prófað sig áfram. LITAGLEÐI OG MUNSTUR Söngkonan Britney Spears hefur fengið hrós í fjölmiðlum síðustu daga fyrir að vera aftur farin að líta vel út. Í síðustu viku var svo loksins gengið frá deilum hennar um umgengnisrétt fyrir syni sína. Það virtist sem sagt allt líta vel út fyrir vandræðagemsann Britney. En þá er hún ekki lengi að skemma allt saman fyrir sjálfri sér. Allt er nú á öðrum endanum í Bandaríkjunum eftir að myndir náðust af Britney reykjandi ofan í tveggja ára son sinn, Sean Preston. Á myndunum, sem birst hafa í fjölmiðlum víða um heim, sést Britney á sundfötum á heimili sínu í Beverly Hills í Kaliforn- íu. Hún kveikir sér í sígarettu með soninn sér við hlið. Drengurinn verður forvitinn um hvað mamma hans er að gera og tekur upp kveikjarann og ætlar sér að taka upp sígarettupakkann líka, en þá stöðvar Britney hann. Bandarískir fjölmiðlar gera mikið úr því að óbeinar reykingar séu slæmar fyrir börn á þessum aldri, þær auki líkurnar á eyrnasjúkdómum, bronkítis, astma og öðrum öndunarsjúkdómum. Víst má telja að þetta hjálpi Britney Spears ekki við að reyna að vinna aftur hylli aðdáenda sinna sem margir hafa snúið við henni baki vegna hegðunar hennar síðustu misseri. Britney reykir ofan í börnin ENN EINN SKANDALLINN Bandarískir fjölmiðl- ar hafa birt myndir af Britney Spears reykjandi fyrir framan son sinn. NORDICPHOTOS/GETTY Líkt og Sienna Miller, hefur Brad Pitt hótað að fara í mál við hvern þann sem birtir myndir af honum, Angelinu og börnum þeirra við leik við heimili fjölskyldunnar í Frakklandi. Lögmaður hjónanna sagði að myndirnar væru klárt brot á einkalífi fjölskyldunnar og að hver sem mun birta þær eigi yfir höfði sér kæru. Fyrirtækið sem seldi myndirnar til tímarita hefur samþykkt að dreifa myndunum ekki frekar og hefur jafnframt beðið hjónin afsökunar fyrir ónæðið. Myndir afturkallaðar Tímaritið Star Magazine greindi frá því á dögunum að eiginmaður leikkonunnar vinsælu, Söruh Jessicu Parker, hefði haldið framhjá henni með mun yngri konu. Í greininni stendur að Matthew Broderick hafi hitt unga rauðhærða stúlku á bar fyrr á árinu og í kjölfar þess hafi þau farið að hittast á laun. Vinkona stúlkunnar á að hafa leyst frá skjóðunni og sagði hún að Matthew og rauðkan hefðu hist reglulega alveg frá því að þau kynntust á barnum. Sarah og Matt- hew hafa verið gift í ellefu ár og eiga saman soninn James Wilkie. Broderick hélt framhjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.