Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.07.2008, Blaðsíða 6
6 29. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR KJÖRKASSINN VIRKJANIR Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun hafa legið niðri síðan árið 2002. Breyttar aðstæð- ur við orkuþörf og Norðlingaveitu réðu því að virkjunin var sett á hakann. Skipulagsstofnun gaf út leyfi fyrir vorið 2001 og strax það ár hófust framkvæmdir að stöðvarhúsinu. Sjö kílómetra aðkomuvegur var lagður upp að fyrirhuguðu stöðvarhúsi, sprengt fyrir húsinu og klettastálið steypusprautað og Tungnaá var brúuð. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Lands- virkjunar, segir að óvissa með Norðlingaölduveitu á sínum tíma hafi haft áhrif á að framkvæmd- um við Búðarháls var hætt. „Þá breyttist orkuþörfin, en virkjunin hafði verið hugsuð til að sjá stækkun álvers Norðuráls fyrir orku. Þeir sneru sér hins vegar til samkeppnisaðilans og við vorum ekki tilbúin til að lækka verðið,“ segir Þorsteinn. Aðalstífla Búðarhálsvirkjunar mun liggja þvert yfir farveg Köldukvíslar. Þá verður Tungnaá einnig stífluð og við það myndast sjö ferkílómetra inntakslón; Sporðöldulón. Reiknað er með að virkjunin geti orðið allt að 120 MW og leggja þurfi 17 kílómetra langa 220 kV háspennulínu vegna hennar. Í matsskýrslu framkvæmdaaðila með verkinu kemur fram að svæðið við Búðarás væri nokkuð sótt af ferðamönnum, einkum yfir sumartímann. Nauðsynlegt væri að koma góðum upplýsingum til ferðamanna. Ekki er að sjá nein upplýsinga- skilti við geilina fyrir stöðvarhúsinu sem staðið hefur tóm í sex ár. Hátt raforkuverð er forsenda þess að verið er að huga að Búðarhálsvirkjun nú. „Virkjunin er álitlegur kostur í samhengi við þá miklu eftir- spurn sem er eftir orku núna. Heldur dýrari virkjun getur verið hagkvæmur kostur ef raforkuverð er hátt,“ segir Þorsteinn. Spurður hvort menn hafi farið af geyst af stað í framkvæmdir, í ljósi þess að gryfjan hefur staðið tóm, segir Þorsteinn svo ekki vera. „Menn töldu þetta vera skynsamlega ráðstöfun og þetta væri ekkert sem hlypi frá okkur. Við höfum ekki talið annað en að það verði af framkvæmdum, ef ákveðið verður að falla frá þeim munum við rækta svæðið upp.“ Skipulagsstofnun gerði í sínum úrskurði kröfu um að gróðurlendi sem tapaðist vegna lónsins yrði bætt. kolbeinn@frettabladid.is Búðarhálsvirkjun er álitlegur kostur á ný Framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun hafa legið niðri í nokkur ár. Hátt orkuverð eykur líkur á að hún verði að veruleika. Gæti orðið á undan Þjórsárvirkjunum. ÞORSTEINN HILMARSSON BÚÐARHÁLSVIRKJUN Lón virkjunarinnar, Sporðöldulón, verður allt að sjö ferkílómetrar. Virkjunin getur framleitt allt að 120 MW. GRYFJAN Stöðvarhús Búðarhálsvirkjunar verður í þessari risa- vöxnu gryfju. Hún hefur staðið auð í sex ár. MYND/KJARTAN PÉTUR SIGURÐSSON/PHOTO.IS Stykkishólmur Borgarnes Sparaðu hjá Orkunni í dag! SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is -2 krónur í Stykkishólmi í dag! Afsláttur er veittur af almennu verði Orkunnar sem er 170,1 kr. á 95 okt. bensíni og 188,0 kr. á dísel. M.v. verð 29. júlí 2008. LÖGREGLUMÁL Betur fór en á horfðist þegar maður féll um tvo metra niður af lyftara við störf við Kárahnjúkavirkjun síðdegis á sunnudag. Verið var að lyfta manninum með lyftara þegar slysið átti sér stað en þá var hann að vinna að vegg í Hraunaveitu að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögreglu- þjóns á Seyðisfirði. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað en reyndist lítið slasaður að sögn Óskars. Rannsókn málsins stendur yfir hjá lögreglu. - ht Vinnuslys við Kárahnjúka: Féll tvo metra niður af lyftara MÓTMÆLI Sjö meðlimir umhverfis- hreyfingarinnar Saving Iceland voru handteknir við aðgerðir á Skarðsmýrarfjalli á Hengilssvæð- inu í gær. Um tuttugu mótmælendur stöðvuðu vinnu við jarðhitaborun Orkuveitu Reykjavíkur vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar í mikilli þoku á tólfta tímanum í gær að sögn Miriam Rose, tals- manns hreyfingarinnar. Höfðu þau stöðvað vinnu á svæðinu í að minnsta kosti klukkustund þegar lögregla kom á staðinn að sögn Miriam. „Við viljum mótmæla útþenslu framkvæmdanna hér á Hellisheiði og einnig fjárfestingum Orkuveit- unnar í Jemen,“ segir Miriam en í því skyni hengdu mótmælendur upp fána með áletruninni „Orku- veitu Reykjavíkur burt frá Hellis- heiði og Jemen“. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni á Selfossi höfðu tveir hinna handteknu hlekkjað sig við jarð- borinn Tý og fimm stóðu í vegi fyrir hjólaskóflu og neituðu að yfirgefa svæðið. Aðrir hlýddu fyrir mælum um að fara af vinnu- svæðinu. Þrjár konur og fjórir karlar voru handteknir, þar af sex útlend- ingar af mismunandi þjóðerni. Til stóð að yfirheyra fólkið í gær. - ht Umhverfishreyfingin Saving Iceland mótmælti framkvæmdum á Hellisheiði: Sjö mótmælendur handteknir MÓTMÆLENDUR HANDTEKNIR Lögregla handtók sjö liðsmenn umhverfissamtak- anna Saving Iceland sem mótmæltu Hell- isheiðarvirkjun á Skarðsmýrarfjalli í gær. INDLAND, AP Fjörutíu og fimm létust og hundrað sextíu og einn særðist þegar að minnsta kosti sextán sprengjur sprungu í indversku borginni Ahmadabad á laugardaginn. Lítt þekktur íslamskur hópur sagðist bera ábyrgð á árásunum. Hópurinn sendi tölvupóst á nokkrar indverskar fréttastofur fimm mínútum áður en sprengjurnar sprungu. Þar stóð: „Í nafni Allah … finnið ógn dauðans!“. Lögregla réðist í gær inn á heimili bandarísks ríkisborgara í Mumbaí og tók þaðan tölvu sem hún segir að pósturinn hafi verið sendur úr. Lögregla gefur ekki upp hvort maðurinn sé grunaður um aðild að árásunum. - gh Leitað hjá Bandaríkjamanni: 45 biðu bana í sprengjuárás FÓRNARLÖMB ÁRÁSARINNAR Margir Indverjar hafa fallið í sprengjuárásum hryðjuverkamanna síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAK, AP Nærri fimmtíu manns fórust samtals í tveimur sprengjuárásum í Írak í gær. Önnur árásin var gerð á píla- grímaför sjía-múslima í höfuð- borginni Bagdad en hin á útifund Kúrda í borginni Kirkuk. Árásin í Bagdad kostaði meira en 30 manns lífið og var sú mannskæðasta síðan 17. júní, þegar bílasprengja varð 63 manns að bana. Árásin í gær var gerð þegar þúsundir sjía héldu að helgri byggingu í norðanverðri borginni til að minnast dýrlings frá áttundu öld. Flestir hinna látnu voru konur og börn. - gb Sprengjuárásir í Írak: Kostuðu tugi manna lífið Finnst þér textinn við nýtt lag Baggalúts, Þjóðhátíð ´93, ósmekklegur? Já 28,2% Nei 71,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú á útihátíð um verslun- armannahelgina? Segðu þína skoðun á visir.is. MANNRÉTTINDI Íslandsdeild Amnesty International hefur ályktað um að Kína hafi svikið loforð um umbætur í mannrétt- indamálum fyrir Ólympíuleikana. Í ályktuninni segir að leiðtogar heimsins eigi ekki að samþykkja að Ólympíuleikar fari fram í skugga kúgunar og ofsókna. - vsp Amnesty ályktar um ÓL: Kína hefur svikið loforð Gæsluvarðhald staðfest Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Þorsteini Kragh, athafnamanni og Hollendingi, sem grunaður er um að hafa flutt 190 kílógrömm af hassi inn til landsins var staðfestur í Hæstarétti í gær. DÓMSMÁL PALESTÍNA, AP Pyntingum hefur fjölgað töluvert í fangelsum Palestínumanna, bæði á Vestur- bakkanum og á Gazasvæðinu. Þetta fullyrða tvenn mannrétt- indasamtök, palestínsku samtökin Al Haq og alþjóðlegu samtökin Human Rights Watch, sem hafa höfuðstöðvar í New York. Undanfarið ár hafa sveitir Fatah á Vesturbakkanum og sveit- ir Hamas á Gazaströnd handtekið hundruð pólitískra andstæðinga sinna. Talið er að tuttugu til þrjátíu prósent fanganna beggja vegna hafi mátt sæta pyntingum. - gb Mannréttindabrot í Palestínu: Pyntingum á föngum fjölgar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.