Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 9
H A U S MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2008 O P N U V I Ð T A L stýrum þeim sjálf, líkt og tókst á þessum tíma.“ Þórarinn: „Höfuðviðfangsefn- ið er að móta sýn og stefnu sem er trúverðug í okkar eigin augum og annarra. Núna er þörf á pólitískri forystu og þarf að horfa á hvernig hagsmunum Ís- lands verður best borgið bæði í bráð og lengd og hvaða tækifæri við þurfum að nýta okkur betur. Ég tel að sátt þurfi að verða um að nýta orkulindirnar sem mest við megum næstu árin. Þar höfum við forskot á aðrar þjóð- ir. Einnig þarf sátt um hvernig við getum tengst einhverju öðru myntsvæði. Eftir á að hyggja held ég það hafi verið mikil mis- tök að halda að við gætum verið með sjálfstæða mynt sem lyti hreinum markaðslögumálum. Það hefði þurft svo feikilegan aga til að byggja upp gjaldeyris- varasjóð sem staðið hefði getað að baki henni.“ Ari: „Við erum náttúrulega ekki með þann aga sem þarf, hvorki hvað varðar vinnumark- að eða efnahagsstjórn. Eins og staðan er núna þá erum við ekki tæk inn á evrusvæðið, jafnvel þótt við sammæltumst um að þangað vildum við fara.“ Þórarinn: „Á milli fimm og tíu aðildarríki Evrópusambands- ins fá ekki enn aðild að mynt- bandalaginu af því þau uppfylla ekki Maastricht-skilyrðin og fjarstæða að ímynda sér að við fengjum með einhverjum hætti flýtimeðferð fram yfir aðildar- ríki Evrópusambandsins. Þarna er því engin skyndilausn. Við þurfum hins vegar að geta séð ljósið fram undan og stefnt í það. Við þyrftum þá að vera með það sem skilgreind mark- mið að ætla að nýta svo og svo mikið af orku næstu árin og að við ætlum að stefna að því að ganga í Evrópusambandið og uppfylla að minnsta kosti skil- yrði fyrir því að fá tekið upp evruna.“ Í VEISLULOK SLOKKNA LJÓSIN Í ÖLLUM SALNUM Ari: „Við þurfum ef til vill að endurskoða okkar mál. Upp á síðkastið hefur til dæmis komið í ljós að margt af því sem við töldum okkar helstu styrk- leika, líkt og sveigjanleiki og svo framleiðis, reynist kannski bara vera veikleiki og við þurf- um að sammælast um á hvað við ætlum að leggja áherslu. Þar er orkan augljós kostur. Staðan er líka orðin helst til ankannaleg þegar hér má helst ekki veiða fisk og ekki nýta orku. Á hverju ætlum við þá að lifa? Þetta ligg- ur því í pólitísku forystunni og því hvernig vinnumarkaðurinn leysir sín mál í vor. Það versta sem hægt væri að gera væri að búa þar til kjarabætur úr engu með peningaprentun, líkt og við gerðum til margra ára fyrir þjóðarsátt og kannski í og með síðan, því stöðugt er verið að hækka laun umfram fram- leiðniaukningu sem náttúrulega gengur ekki til lengdar.“ Þórarinn: „Það er náttúrulega nákvæmlega það sem hefur gerst. Viðskiptahallinn hefur byggst upp í ótrúlegar hæðir og það á sér vitanlega bæði skýr- ingu í tímabundnum fjárfest- ingartoppi og því að launahækk- anir hér og kostnaðaraukning hefur verið miklu meiri hér en í öllum nálægum löndum. Því miður erum við ekki töfra- menn, að minnsta kosti ekki í þeim mæli að geta byggt mikið úr engu. Efnið í þjóðarsáttina er að viðurkenna að við höfum skammtað okkur kjör umfram það sem framleiðslan stend- ur undir. Það hefur verið voða gaman í veislunni, auðvitað mis- gaman eftir hópum, en þegar ljósin eru slökkt þá slokknar, jú, í öllum salnum. Þess vegna sitj- um við öll í þessu saman.“ En getur einhver sátt orðið um að keyra upp framkvæmdir á nýjan leik og keyra í nýja rússíbana- reið þar sem sjá má fyrir sér við- líka niðursveiflu á eftir og núna ríkir? Þarf ekki að horfa til lengri tíma og meiri stöðugleika? Þórarinn: „Við þurfum að læra af því hvað misfórst núna. Við höfum nú á sársaukafull- an hátt fengið að læra að í al- þjóðlegu viðskiptaumhverfi þar sem mörk athafnasvæða eru að þurrkast út er krónan of lítil til þess að þjóna hagsmunum fyr- irtækja og einstaklinga, og þess vegna ríkisins. Um þetta deila menn í raun og veru ekki lengur. Við verðum að fá stöðugri gjald- miðil og við verðum að halda áfram að treysta regluumhverfi hér þannig að menn grípi ekki um höfuðið þegar Ísland er nefnt í samhengi við lánamál eða fjár- festingar. Það mun taka tíma að endurvinna það traust.“ Ari: „Þá má ekki loka á þá möguleika sem við þó höfum út af einhverjum öðrum ástæðum. Við þurfum að meta það hvort við til dæmis höfum efni á að nýta ekki orkuna. En kjarninn í því sem við er að etja er ekki ósvipaður þótt tímarnir séu nú aðrir. Þetta snýst um að halda aga og halda uppi þokkalegri hagstjórn. Því miður erum við ekkert mjög góð í því. Árið 1990 tók vinnumarkaðurinn af skar- ið og þessi samtök tóku að sér að deila og drottna. Auðvitað voru það fyrst og fremst Ásmundur [Stefánsson] og Þórarinn sem tóku að sér að gera það, þar lá þunginn. Þessi samtök drógu vagninn og sem betur fer ýttu margir líka. Það var hins vegar ekki þannig að hugmyndirnar kæmu úr stjórnarráðinu eða við ríkisstjórnarborðið. Það var bara miklu meiri þörf sem knúði á um að frumkvæðið kæmi annars staðar frá. Núna erum við hins vegar í þeirri stöðu að vinnu- markaðurinn er miklu veikari en hann var og maður sér ekki fyrir sér að aflið komi úr þeirri áttinni.“ Þórarinn: „Núna stendur kraf- an á stjórnmálamennina að hafa forystu um að móta sýn um það, hvernig við komumst aftur á fast land og getum hafið uppbygg- ingu á ný. Þeir verða að gera það algerlega skýrt, að ríkisvaldið ætlar að tryggja stöðu banka- kerfisins og sýna það í verki. Bankakerfið er lífæð atvinnu- lífsins og vantrú á bönkunum kemur beint fram í gengi krón- unnar, hækkandi skuldum fyr- irtækja, rýrnun eiginfjár, gjald- þrotum og atvinnuleysi. Það er því engra kosta völ. Ríkisvald- ið verður að standa fast að baki bönkunum og vonandi með þeim árangri að endurvekja tiltrú er- lendis, krónan styrkist og bank- arnir verði á ný uppspretta vel launaðra starfa, hagnaðar og skatttekna. En trúverðugleikinn kemur ekki bara með talandan- um, það þarf aðgerðir, sjálfsagt sársaukafullar á vettvangi fjár- mála ríkis og sveitarfélaga þar sem trúlega mun þykja erfitt að aðlaga útgjöldin að tekjunum. Svo verða ríki og borg að taka höndum saman um sóknarsýn í orkumálum. Ekki gengur lengur að hver tali þar út og suður.“ Ari: „Núna erum við náttúru- lega með óvenjulega mikinn stjórnarmeirihluta í ríkisstjórn og ætti það ekki að draga úr möguleikunum á því að taka á málum. Komi stjórnarflokkarnir sér saman um eitthvað á maður erfitt með að sjá að aðrir geti verið mikið á móti því. Það eru því allir möguleikar á því að ná utan um stöðuna með þeim hætti.“ LYFTU ÞUNGU HLASSI Ari Skúlason, fyrrverandi hagfræðingur ASÍ, segir í viðtalinu hér að engum blöðum sé um það að fletta að þeir Ásmundur Stefánsson og Þórarinn V. Þórarinsson séu hinir eiginlegu höfundar þjóðarsáttarinnar árið 1990. Hér sjást þeir félagar koma samferða á sáttafund. Vegna starfa sinna nú sem ríkissáttasemjari sá Ásmundur sér hins vegar ekki fært að ræða aðgerðir í efnahagsmál- um dagsins í dag. MARKAÐURINN/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Samningarnir sem undirritaðir voru milli samtaka atvinnurekenda, verkalýðsfélaga og bænda í febrú- arbyrjun árið 1990 mörkuðu tíma- mót í efnahagslífi þjóðarinnar. Þeir hlutu enda strax nafnið „Þjóðar- sátt“, en að samningunum stóðu öll félög launþega utan Bandalags há- skólamanna. Markmið þjóðarsáttar- innar var að draga hratt úr verð- bólgu og tryggja atvinnuöryggi. Í viðtali við Fréttablaðið í tilefni af 15 ára afmæli sáttarinnar árið 2005 sagði Ásmundur Stefánsson ríkis- sáttasemjari, sem var forseti Al- þýðusambands Íslands þegar samn- ingarnir voru gerðir, að ekki væri hægt að ofgera því hvað tímamót- in hafi verið mikil við gerð samn- inganna og hversu miklu þau hafi breytt, hvort heldur sem það væri fyrir kjör almennings eða atvinnulíf í landinu. „Við vorum búin að kljást við látlausa veltu verðhækkana og launahækkana um mjög langan tíma,“ sagði hann, en sú víxlverkun hafi grafið undan fyrirtækjarekstri með þeim hætti að langtímaáætlan- ir voru nánast útilokaðar. „Svo var staðan náttúrlega vonlaus fyrir al- menning sem mátti eiga von á að missa allt út úr höndunum ef ekki var spilað rétt á verðbólguna.“ Ásmundur sagði breytinguna árið 1990 hafa búið til stöðugleika í verð- lagi og atvinnurekstri, auk þess sem eftir hana hafi verið hægt að gera kjarasamninga til mun lengri tíma en áður. Hann lagði hins vegar áherslu á að þjóðarsáttin hafi átt sér langan aðdraganda og alls ekki verið svo að einhverjir örfáir menn hafi lokað sig saman og ákveðið að um- breyta öllum hlutum. „Gerð var al- varleg tilraun til að fikra sig í þessa átt í samningum árið 1984. Árið 1986 var líka gripið til víðtækra aðgerða sem ekki gengu upp en endurspegl- uðu engu að síður vilja manna til að koma sér út úr vítahringnum,“ sagði hann og taldi að ómögulegt hafði verið að gera ámóta átak nema með breiðum vilja alls staðar að úr sam- félaginu. ÁSMUNDUR STEFÁNSSON Viðfangsefnið var víxlverkun launa og verðlags: Þjóðarsáttin var forsenda stöðugleika í verðlagi og atvinnulífinu ÞJÓÐARSÁTTARSAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Samningarnir um þjóðarsáttina voru undirritaðir 2. febrúar árið 1990. Frá vinstri talið eru þarna Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Haukur Halldórsson, formaður Bændasamtakanna, Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.