Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 34
útlit smáatriðin skipta öllu máli SPENNANDI HERRALÍNA Ný herralína frá Issey Miyake hefur litið dagsins ljós. Línan ber nafnið Intense og er ilmurinn bæði ástríðufullur, kraftmikill, dulur og mjög karl- mannlegur. Ásamt ilminum er fáanleg Intense sturtusápa, after shave- rakakrem og svitalyktareyðir. Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir á 101 Hárhönnun „Þau áhrif sem við sjáum í dag eru alls staðar að, úr öllum tímabilum, og það er svolítið verið að blanda saman svolitlu af hverju. Það er búið að vera mikið um sítt hár og svo mjög stutt, en núna er millisíddin að koma meira inn, bæði með afger- andi og mjúkum línum. Topparn- ir halda áfram að vera miklir, en það er að fær- ast meiri mýkt yfir þá,“ segir Þór- hildur. Þessa dagana er ég persónulega að fíla hippalegra lúkk með kæru- leysislegu yfirbragði, með síðum, léttum toppum sem ná nánast ofan í augu í stað þessara sveru stíl- hreinu toppa. Hefðbundnar stríp- ur eru nánast dottnar út og með haustinu verða litirnir dýpri og meira afgerandi. Ég ekki sam- mála því að það séu bara annað- hvort heitir eða kaldir litir allsráð- andi hverju sinni, en litirnir eru að dökkna og það eru að koma þess- ir djúpu, súkkulaðibrúnu, ginger og svolítið orange-litir sem eru áreynslulausir og í kaldari kantin- um,“ segir Þórhildur að lokum. Skjöldur Eyfjörð á Hár og tískuhúsinu 101 Skjöldur „Allar klippingar og litir munu þyngjast með haustinu og þá dekk- ir fólk yfirleitt hárlitinn meira. Við eigum eftir að sjá meiri mín- imalisma, einfalda, fallega og stíl- hreina hluti. Svo verða öfgarn- ir í hina áttina með mun meira „freaky“ hári,“ segir Skjöldur. „Það munu koma inn tæknilegar klippingar og fólk er farið að fíla meira að vera með öfgakenndari klippingar og minni lit. Sem betur fer erum við komin í þannig tísku að fólk er farið að velja sjálft hvað það vill og mér finnst konur vera orðnar djarfari við að fá sér ein- hverjar geggj- aðar klippingar í staðinn fyrir síða ljósa hárið. Ég held að svona muskutónar verði inn í vetur, sambland af köldu og heitu. Það verður lítið um fíngerðar strípur og meira um stóra litaða fleti inni í hárinu, jafnvel alveg á skjön við hárlitinn sjálfan,“ segir Skjöldur að lokum. Ásgeir Hjartarsson á Supernova „Síðir toppar með skyggingu verða áberandi inn í haustið. Það verða miklar styttur í öllu hárinu og mismunandi síddir í gangi, en mér finnst hárið vera að styttast,“ segir Ásgeir. Klipping og litir vinna mikið saman hvað varðar heildar- útlitið og hárið á fyrst og fremst að undirstrika lífsstíl og sjálf- stæði hvers og eins.“ Klassík, „street style“ og „glamour“ eru þrjú lúkk sem verða áberandi í haust. Klassísk er annaðhvort dökkt eða ljóst hár, smokey og brúnir tónar. „Street style“ eru litir í ljósum hreinum tónum með miklum andstæðum og hreyfingu, en það sem einkenn- ir glamúr er rúbínrautt, tígris- auga, súkkulaði, karamella, mink- ur og refur. Hvað varðar greiðslur finnst mér glamúr og 70‘s tískan vera svolítið áfram. Greiðslurn- ar eiga að vera hreinar, fágaðar og fallegar, en ekki úfnar eða með áberandi túperingar,“ segir Ás- geir að lokum, en hann er um það bil að öðlast TIGI Bed head-kenn- araréttindi og mun miðla þekk- ingu sinni hérlendis á komandi mánuðum. Áhrif úr öllum áttum einkenna hárið í haust Heitustu haustklippingarnar Þórhildur Ýr Jó- hannesdóttir seg- ist vera mikið fyrir hippalegra lúkk með kæruleys- islegu yfirbragði þessa dagana. Skjöldur Eyfjörð segir konur vera orðnar djarfari að fá sér einhverjar geggjaðar klipp- ingar. Ásgeir Hjartarson segir klippingu fyrst og fremst eiga að undir- strika lífsstíl og sjálfstæði hvers og eins. 1. „Agyness Dean klippingin hefur verið dúndur í sumar og heldur ef- laust áfram inn í haustið. Þetta er ekta klipping fyrir fólk með sjálfstraust og fer fólki með frekar hjartalaga andlit,“ segir Ásgeir Hjartarson á Supernova. 2. Blake Lively úr Gossip Girl með síðan topp tekinn til hliðar, en toppar með ýmsu móti verða áfram vinsælir í haust og hefðbundnar strípur víkja fyrir meira afgerandi og djúpum litum. 3. Rihanna hefur heldur betur vakið athygli fyrir klippingu sína og er í miklu uppáhaldi hjá Skildi Eyfjörð. 31 2 Opið 10-18 virka daga, Laugardaga 11-16 Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri. Vönduð blanda fiski- og kvöldvorrósarolíu sem eflir og styrkir: • Hugsun • Einbeitingu • Sjón • Hormónajafnvægi Einstakt gegn lesblindu og ofvirkni. Hentar fólki á öllum aldri. Fæst í fljótandi formi og hylkjum í lyfja- og heilsuverslunum. Efalex er einstök samsetning úr hreinni kvöldvorrósarolíu og fiskiolíu sem innihalda þrjár mikilvægar fitusýrur, DHA, AA og GLA ásamt tveimur öflugum andoxunarefnum, E-vítamíni og tímían olíu sem vinna saman að viðhaldi lífsnauðsynlegra fitusýra í líkamanum. Nægt magn þessarra olía í líkamanum stuðla að skarpari hugsun og betri einbeitingu sem eykur færni okkar til þess að læra. Auglýsingasími – Mest lesið 8 • FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.