Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 10
10 1. september 2008 MÁNUDAGUR RV U n iq u e 0 9 0 8 0 1 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Á kynningarverði Svansmerkt RV hreinsiefni með ferskum ilmi. UM HVERFISMERKI Svansmerkt RV hreinsiefni - með ferskum ilmi Á tilboði í september 2008Svansmerktar Lotus Professional pappírsvörur20 % afsláttur best „Það er auðvitað að fá alltaf Vildarpunkta þegar maður notar kortið sitt, bæði heima og erlendis.“ er útgefandi American Express® á Íslandi Tvöfaldi r Vildarpu nktar í septem ber Gildir af allri velt u Flugeldaverksmiðja springur Fimmtán létust og sex særðust í sprengingu í flugeldaverksmiðju í Innri-Mongolíu í norðanverðu Kína á laugardaginn, að sögn yfirvalda. Kínverskar flugeldaverksmiðjur eru alræmdar fyrir að vera hættulegar. KÍNA NOREGUR Sex norskir þingmenn hafa fengið ofgreiddan lífeyri sem jafngildir alls rúmlega níutíu millj- ónum íslenskra króna síðustu árin, samkvæmt skýrslu frá norsku ríkis endurskoðuninni. Í hópnum er Kjell Magne Bondevik, fyrrver- andi forsætisráðherra Noregs. Hugsanlegt er að sexmenningarnir verði kærðir til lögreglu eða að einhver utanaðkomandi verði feng- inn til að rannsaka málið. Kjell Magne Bondevik fékk ofgreiddan lífeyri eftir setu sína á norska þinginu fyrri hluta ársins 2006. Hann var á þeim tíma í tuttugu prósenta starfshlutfalli við friðar- og mannréttindamiðstöðina í Osló og hafði árslaun upp á 1,2 milljónir íslenskra króna. Síðari hluta ársins 2006 jókst starfshlut- fall hans og um leið tekjurnar. Líf- eyrir hans hefði því átt að falla niður fyrir allt árið. Hann endur- greiddi lífeyrinn að hluta en Ríkis- endurskoðunin telur hins vegar að hann hafi átt að greiða allt til baka. Í skýrslu norsku ríkisendur- skoðunarinnar er á stjórn lífeyris- sjóðs stórþingsins gagnrýnd harð- lega og talið að hún hafi ekki farið eftir sínum eigin reglum á réttan hátt. Stjórnin hafi látið það við- gangast að lífeyrisþegar hefðu hærri tekjur hluta af árinu ef líf- eyririnn væri greiddur út á öðrum hluta ársins. Fyrrverandi þingmenn undir 65 ára fá 66 prósent af fullum þing- mannslaunum, einnig ef aldur og þingseta er samtals meira en 75 ár. Þingmenn mega hafa smá auka- tekjur en það er á þeirra ábyrgð að láta vita af aukatekjum og ekki er fylgst sérstaklega með því. Eftir 65 ára aldur geta þingmenn haft ótakmarkaðar tekjur í viðbót við lífeyrinn. - ghs Kjell Magne Bondevik og fimm aðrir fyrrverandi þingmenn í Noregi hugsanlega kærðir til lögreglu: Níutíu milljónir í ofgreiddan lífeyri ÁTTI AÐ ENDURGREIÐA ALLT Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, fékk ofgreiddan lífeyri árið 2006. FALSAÐAR EVRUR Í BOGOTÁ Lögreglu- maður í Bogotá í Kólumbíu stendur vörð um falsaða 500 evru seðla sem fundust í kjallara húss í borginni. Föls- uðu seðlarnir nema 11,2 milljónum evra, eða jafnvirði nærri 1,3 milljarða króna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTUN Talsverða óánægju má greina í svörum foreldra um leik- aðstöðu barna þeirra á skólalóðum í borginni. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr nýjustu niðurstöðum viðhorfskönnunar sem lögð var fyrir úrtak forráðamanna barna í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Þetta er í fimmta sinn sem við- horf forráðamanna grunnskóla- barna í borginni er kannað á átta árum og telur Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðisflokks- ins og formaður Menntaráðs meg- inniðurstöður hennar ánægjuleg- ar. Óánægjuraddir vegna aðstæðna á skólalóðum telur hann vel skiljanlegar en af þeim 2.592 foreldrum sem svöruðu spurn- ingu um hve ánægðir þeir væru með skóla- lóð barns síns kváðust rúmlega 35 prósent þeirra, eða 918, mjög eða frekar óánægð. „Þessar skólalóðir hafa margar hverjar verið vanræktar í allt of langan tíma og á ferð minni um borgina hef ég séð nokkrar lóðir þar sem aðstaða er óviðunandi,“ segir Kjartan en fullyrðir að stefnt sé að því að bæta þennan þátt. Það sé mjög mikilvægt, ekki síst í ljósi aukinnar umræðu og þekkingar á mikilvægi leikja og tómstunda barna. Meðal annarra niðurstaðna úr könnunni er að aðeins hefur dregið úr ánægju foreldra í Reykjavík með grunnskóla barns síns frá því árið 2000 en þá var hlutfall þeirra foreldra sem voru mjög eða frek- ar ánægðir með skóla barnsins rúmlega 81 prósent. Nýjustu nið- urstöður sýna hins vegar að heildaránægja er 77 prósent. Skýrsluhöfundar benda á að þegar skoðaðar séu breytingar frá fyrri mælingum standi nokkrir þættir upp úr sem hafi breyst verulega milli kannana. Meðal þeirra þátta er að hlutfall foreldra sem telja námslegar kröfur sem gerðar eru til barna þeirra vera hæfilegar hefur hækkað úr 67 pró- sentum árið 2000 í 76 prósent nú. Á sama tímabili hefur hins vegar hlutfall foreldra sem telur aga í skólanum vera hæfilegan farið úr 63 prósentum í sjötíu prósent en í sömu andrá má benda á að nú telja tæplega þrjátíu prósent að agi sé ekki nægilega mikill. Ánægja forráðamanna með umsjónarkennara hefur mælst mikil í könnunum en hlutfall þeirra foreldra sem eru annað hvort mjög ánægðir eða frekar ánægðir með umsjónarkennara barns þeirra hefur verið um það bil áttatíu prósent. karen@frettabladid.is Nauðsynlegt að bæta skólalóðir í borginni Niðurstöður nýrrar viðhorfskönnunar til forráðamanna barna í grunnskólum Reykjavíkur eru almennt mjög jákvæðar. Lítil ánægja er þó með leikaðstöðu á skólalóðum og segir borgarfulltrúi þau mál hafa verið vanrækt allt of lengi. KJARTAN MAGNÚSSON Innbrotahrina í Seljahverfi Brotist var inn í bíl í Seljahverfi í gær og rafmagnsverkfærum og bakk- myndavél stolið. Segja má að inn- brotahrina eigi sér stað í Seljahverfi því að sjö innbrot hafa verið í bíla og hús síðustu þrjá sólarhringa. LÖGREGLUMÁL LEIKJUM ÞARF AÐ GERA HÆRRA UNDIR HÖFÐI Aðstaða á skólalóðum borgar- innar er á mörgum stöðum óviðunandi. Myndin tengist efninu ekki með beinum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Á þessu ári var ákveðið að Framkvæmda- og eignasvið myndu verja 250 milljónum króna í endurbætur á skólalóðum. Framkvæmdir hafa tafist, meðal annars vegna tíðra meirihlutaskipta í borginni, en meðal þeirra skóla- lóða sem brýnast þótti að bæta voru: Vogaskóli Vesturbæjarskóli Hólabrekkuskóli Langholtsskóli Laugalækjarskóli Foldaskóli Fellaskóli ÓVIÐUNANDI SKÓLALÓÐIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.