Fréttablaðið - 29.09.2008, Page 29

Fréttablaðið - 29.09.2008, Page 29
MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2008 5ekvador ● Á Bókasafni Kópavogs verða sýndar kvikmyndir frá Ekvador dag- ana 4. til 11. október í fjölnota salnum Kórnum. Kvikmyndakynning- in er í tengslum við Suður-amerísku menningarhátíðina sem fram fer í Kópavogi 4. til 12. október. Kvikmyndirnar sem sýndar verða eru: La tigra frá árinu 1990 eftir Camilo Luzuriaga en hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga, meðal annars sem besta myndin á Film Festival í Cartagena í Kól- umbíu árið 1990. 1809-1810 Mientras llega el día frá árinu 2004 eftir Camilo Luzur- iaga. Þetta er ástarsaga byggð á sannsögulegum atburðum þegar konunglegi spænski herinn undir stjórn Arredondo hershöfðingja barði á uppreisnarmönnunum gegn spænska landstjóranum. Myndin Que tan lejos frá árinu 2006 eftir Tania Hermida verður einnig á dagskrá og svo myndin Paella con ají frá árinu 2006 eftir Galo Urbina en sú mynd fjallar um félagslegu hliðina á málefnum ekvadorskra innflytjenda á Spáni í byrjun 21. aldarinnar. Auk þessara kvikmynda verða sýndar fræðslumyndir um Ekvador og munir frá landinu settir upp í sýningarskápum bóka- safnsins. Tónlist bæði frá Ekvador og öðrum löndum Suður-Ameríku verður síðan leikin af geisladiskum á þriðju hæðinni. Bókasafnið er opið mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 10 til 20, föstudaga frá klukkan 11 til 17 og laugardaga og sunnudaga frá klukkan 13 til 17. - rat Kvikmyndir á safni Í Molanum verður hægt að kynnast mannlífi, matargerð og spennandi kvikmyndum frá Ekvador. Matarhefð Ekvador verður kynnt á matarkvöldi í Molanum, menn- inga- og tómstundamiðstöð ungs fólks, miðvikudagskvöldið átt- unda október. Gestum og gang- andi býðst þá að kitla bragð- laukana með smáréttum frá veitingastaðnum Vox að hætti matreiðslumeistarans Rolando Guapisaca. Í Ekvador er rík matarhefð sem má að hluta til rekja hins fjölbreytta hráefnis sem heima- menn hafa aðgang að vegna legu landsins að Kyrrahafinu og ann- arra landgæða. Sjávarréttir og súpur, kjötréttir og úrval græn- metis skipa stóran sess ásamt hrísgrjónum og maís. Á matarkvöldinu munu auk þess íslenskir skiptinemar sem hafa farið til Ekvador á vegum AFS á Íslandi spjalla við gesti um upplifun sína og reynslu af landi og þjóð. Auk þess munu Ekvadorar búsettir á Íslandi koma og ræða ríka menningar- arfleifð sína og lífið í Ekvador og á Íslandi. Daginn áður verður hægt að hita upp á sérstöku kvikmynda- kvöldi en þar verða tvær ekvad- orskar kvikmyndir, sem báðar hafa unnið til fjölda viðurkenn- inga og verðlauna sýndar. Fyrri myndin eftir leikstjór- ann Tania Hermida er frá árinu 2006 og nefnist „Svo miklu fjær“, eða „Qué tan lejos“. Þetta er sam- tímakvikmynd sem fjallar um tvær ungar konur sem þurfa að komast til borgarinnar Cuenca. Þegar áætlunarbíllinn bilar grípa þær til þess ráðs að gerast putta- ferðalangar. Seinni myndin er eftir leikstjór- ann Camilo Luzuriaga og nefnist á íslensku „Mínútum fyrir dag- renningu“, eða „Mientras llega el día“. Í henni segir frá tveim- ur elskendum sem fyrir tilviljun lenda í hringiðu stríðsátaka milli konunglega spænska hersins og uppreisnarmanna en þess má geta að myndin er byggð á atburðum sem áttu sér stað á árunum 1809- 1810 í Ekvador. Fyrri myndin verður sýnd klukkan 20. en hin síðari klukkan 21.30. - ve Matur og spennandi myndir í Molanum Í Ekvador er rík matarhefð og gefst gestum og gangandi kostur á að kitla bragðlaukana í Molanum með smáréttum frá veitingastaðnum Vox að hætti matreiðslumeistarans Rolando Guapisaca. Heimamenn hafa aðgang að fjölbreyttu hráefni vegna legu landsins að Kyrrahaf- inu og annarra landgæða. Bókasafn Kópavogs býður upp á kvikmyndasýningar frá Ekvador á Suður-amerísku menningarhátíðinni. F R É T TA B L A Ð IÐ /V A L L I

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.