Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.10.2008, Blaðsíða 6
6 21. október 2008 ÞRIÐJUDAGUR BÚSETA Leiguverð hefur gefið eftir um fimmtán til tuttugu pró- sent frá því í ágúst að mati Svans Guðmundssonar, löggilts leigu- miðlara hjá Húsaleigu.is. „Frá því eftir verslunarmannahelgi hefur orðið geysileg aukning á bæði leigjendum og íbúðum til leigu hjá okkur. Umferð um vef- inn hefur tvöfaldast á milli mán- aða á þessum tíma,“ segir hann. Hann bætir við að meira komi inn af eignum en leigjendum einmitt núna. Það rekur hann meðal ann- ars til þess að leigjendur bíði átekta þar sem þeir búist við lækkandi verði. Guðlaugur Örn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri leigumiðlun- arinnar Leigulistans, segist merkja gríðarlega aukningu í framboði eigna. Sú þróun hafi átt sér stað frá því um síðustu ára- mót. Eftirspurnin aukist ekki að sama skapi. „Nú erum við með á skrá margfalt fleiri íbúðir en í fyrra. Þær voru yfirleitt um 250. Núna eru þær yfir sjö hundruð.“ Hann segir þá grundvallarbreyt- ingu hafa orðið á leigumarkaðn- um að nú séu margir leigusalar um hvern leigjanda. Það hafi verið öfugt ekki alls fyrir löngu. Grundvallarbreyting er því að verða á leigumarkaðnum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands hafa um 80 til 85 prósent íslenskra fjölskyldna og einstaklinga verið í húsnæði í eigin eigu. Tíu til fimmtán prósent hafi hins vegar verið í leiguhúsnæði. Viðbúið er að þetta breytist. Gera má ráð fyrir að stærri hópur en nokkru sinni muni leigja í stað þess að kaupa íbúð á næstu miss- erum. Gert er ráð fyrir að framboð íbúða verði áfram töluvert meira en eftirspurnin. Þar spilar meðal annars inn í að margir sem hafa keypt nýjar íbúðir hafa ekki náð að selja þær gömlu og neyðist til að leigja þær út. Þá eru verktakar að koma inn á markaðinn með íbúðir sem þeir hafa ekki náð að selja. Nær ómögulegt er að segja til um hversu margar íbúðir eru til leigu í Reykjavík. Hvergi er slíkt yfirlit að finna. Félagsmálaráðu- neytið heldur utan um allar umsóknir um húsaleigubætur. Það gefur hins vegar engan veg- inn rétta mynd af fjölda leigu- íbúða, enda margir sem gefa leiguna ekki upp til skatts og enn fleiri sem sækja ekki um húsa- leigubætur. holmfridur@frettabladid.is BLOKKIR VIÐ MIKLUBRAUT Í REYKJAVÍK Bæði eftirspurn og framboð eftir leiguhús- næði í Reykjavík hefur tekið kipp á undanförnum mánuðum. Framboðið er þó meira en eftirspurnin og því er spáð lækkandi leiguverði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Barist um leigjendur Leiguverð hefur lækkað um fimmtán til tuttugu prósent frá því í ágúst segir eigandi Húsaleigu.is. Leigumiðlanir merkja gríðarlega aukningu á framboði leiguhúsnæðis. Grundvallarbreyting er að verða á leigumarkaði í Reykjavík. Hefur þú hætt við utanlands- ferð vegna kreppunnar? Já 45,3% Nei 54,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú að Bretar sjái um loft- rýmiseftirlit við Ísland? Segðu þína skoðun á STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs, furðar sig á að stjórnvöld hafi óskað eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áður en leitað var til nágranna- ríkja. Sú staðreynd sé til vitnis um að ríkisstjórnin hafi játað sig sigr- aða enda jafnan litið svo á að aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé síðasta úrræðið sem ríkisstjórn- ir hafi til að koma efnahags- og peningamálum sínum í lag. Steingrímur segir erfitt fyrir þróuð ríki að undirgangast skil- mála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins enda hugsi sjóðurinn ekki um hagsmuni almennings. „Ég hef grun um að hann ætlist til að við greiðum allar óreiðuskuldir bank- anna í útlöndum, hann þvingi fram að vextir verði áfram háir og beiti sér fyrir því að lítill sem enginn halli verði á ríkissjóði. Þessi atriði eru óhagfelld almenningi,“ segir Steingrímur. Í gær birtist grein eftir Stein- grím í norska dagblaðinu Aften- posten þar sem hann óskar eftir aðstoð norskra stjórnvalda svo Ísland þurfi ekki á hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að halda. Aðspurður segir Steingrím- ur hafa fengið talsverð viðbrögð við greininni, ekki síst frá norsk- um blaðamönnum. Steingrímur kveðst vita að norsk stjórnvöld myndu taka vel í ósk um að aðstoða Íslendinga en þau aðhafist ekkert nema formleg málaleitan berist. - bþs Segir skilmála gjaldeyrissjóðsins óhagfellda og undrast forgangsröð stjórnvalda: Ríkisstjórnin játar sig sigraða STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON telur skilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins óhag- fellda almenningi. NOREGUR Björg Þórhallsdóttir, myndlistarmaður í Noregi, hefur aflýst myndlistarsýningu í Reykjavík vegna kreppunnar. „Það er ekkert vit að setja fullt af peningum og orku í ferðalag til Íslands til að halda sýningu þegar fólk óttast að geta ekki keypt bleiur,“ hefur norska ríkisútvarp- ið eftir henni. Íslenskir listamenn munu finna fyrir kreppunni á undan öðrum. „Björg Þórhallsdóttir ætlar að bíða með sýninguna í nokkur ár en hún er samt bjartsýn fyrir hönd íslenskra listamanna,“ segir í frétt norska ríkisútvarpsins. - ghs Fjármálakreppan: Listamaður af- lýsir sýningu BÓLIVÍA, AP Evo Morales, forseti Bólivíu, fór í fararbroddi mótmælagöngu inn í höfuðborg- ina La Paz, þar sem tugir þúsunda stuðningsmanna hans kröfðust þess að þjóðþing landsins efndi til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Nýja stjórnarskráin myndi veita frumbyggjum landsins aukin völd. Stjórnarskrárbreyt- ingin fæli einnig í sér að Morales mætti bjóða sig fram til endur- kjörs þegar núverandi kjörtíma- bil rennur út. Sjálfur er Morales úr röðum frumbyggja sem lengi hafa mátt lúta yfirráðum hins auðuga minnihluta afkomenda aðfluttra Evrópumanna. - gb Tugir þúsunda Bólivíubúa: Krefjast þjóðar- atkvæðagreiðslu FORSETINN Í FARARBRODDI Evo Morales í mótmælagöngu. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Stoðir óskuðu í gær eftir framlengdri greiðslustöðvun til 20. janúar næstkomandi en þriggja vikna greiðslustöðvun félagsins rann út í gær. Héraðsdómur hefur vikufrest til að afgreiða málið. Samkvæmt síðasta uppgjöri voru skuldir 265 milljarðar króna. Þrír stærstu lánadrottnar Stoða eru Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn en vegna þjóðnýtingar þeirra og erfiðleika hafa lítil færi gefist til að fara yfir vandamál fyrirtækis- ins. Búist er við að sú vinna fari fram næstu daga. - ovd Vandamál bankanna tefja: Stoðir áfram í greiðslustöðvun UMHVERFISMÁL Hægt verður ráðast í tilraunaboranir við Kröflu og Þeistareyki næsta sumar, þrátt fyrir úrskurð umhverfisráðherra um heildstætt mat á umhverfis- áhrifum vegna álversframkvæmda á Bakka. Þeistareykir ehf. og Landsvirkj- un hafa til þessa talið að úrskurður ráðherra tefði tilraunaboranir um eitt ár. Skipulagsstofnun hefur nú sent Þeistareykjum ehf. og Landsvirkjun bréf, þar sem fram kemur að leggja þurfi fram tillögu að matsáætlun til stofnunarinnar fyrir rannsóknarboranirnar. Stefán Thors skipulagsstjóri segir að þar með verði hægt að bora við Þeistareyki og Kröflu næsta sumar. - shá Skipulagsstofnun: Grænt ljós á til- raunaboranir LÖGREGLUMÁL Lögregla og tollverðir á Keflavíkurflugvelli fengu til meðferðar mál þriggja manna í gær. Einn þeirra kom frá Ósló í Noregi og óskaði hann eftir hæli við komuna til landsins. Annar maðurinn framvísaði skandin- avísku vegabréfi og kom hann að sögn lögreglu að öllum líkindum frá Svíþjóð eða Danmörku. Þriðji maðurinn kom frá París en hann, ásamt öðrum manninum, var á leið til Torontó í Kanada. Rann- sóknarlögregla fer með mál mannanna. - ovd Lögregan á Keflavíkurvelli: Þrír hælisleit- endur í Keflavík ÞEISTAREYKIR Boranir eiga að hefjast næsta sumar. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.