Fréttablaðið - 05.12.2008, Page 8

Fréttablaðið - 05.12.2008, Page 8
8 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR SKOÐANAKÖNNUN 64,3 prósent segj- ast nú vilja að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusam- bandið, samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök iðnaðarins (SI). 23,9 pró- sent segjast vera andvíg viðræð- um og 11,8 prósent segja hvorki né. Í októberkönnun SI sögðust 62,4 prósent vilja að hafnar verði aðild- arviðræður. 22,2 prósent voru því andvíg og 15,4 prósent sögðu hvorki né. Yngsti aldurshópurinn, 16-24 ára, er mest andvígur aðildarvið- ræðum, en ekki er mikill munur hjá öðrum aldurshópum. Þá er meiri stuðningur við aðildarvið- ræður á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Ef litið er til fjölskyldu- tekna eykst stuðningurinn við við- ræður eftir því sem tekjur hækka. Minnstur stuðningur er meðal þeirra sem eru undir 250 þúsund krónum í fjölskyldutekjum á mán- uði, en mestur meðal þeirra sem eru með milljón eða meira. Ef litið er til menntunar er stuðningurinn minnstur meðal þeirra sem hafa grunnskólapróf en mestur meðal þeirra sem hafa háskólapróf. Jafnframt var spurt um viðhorf gagnvart aðild og sögðust 47,3 pró- sent vera hlynnt aðild, 31,8 pró- sent segjast vera andvíg aðild en 20,9 prósent eru hvorki né. Í októb- er sögðust 51,8 prósent vera hlynnt aðild, 27,1 prósent vera andvíg og 20,9 prósent hvorki né. Meginlínan, greind eftir aldri, búsetu, fjölskyldutekjum og menntun er sú sama og þegar spurt var um aðildarviðræður. Mestur stuðningur er við að taka upp evru á Íslandi. 67,7 prósent segjast vera því hlynnt, 18,0 pró- sent eru því andvíg og 14,2 prósent segjast hvorki né. í október voru 63,8 prósent hlynnt upptöku evru, 20,5 prósent andvíg og 15,7 pró- sent hvorki né. Ekki er marktækur munur eftir kyni, búsetu eða fjölskyldutekjum, en yngsti aldurshópurinn er helst andvígur upptöku evru, og fólk með framhaldsskólapróf en þeir sem hafa háskólapróf helst fylgj- andi upptöku evru. Könnunin var netkönnun sem framkvæmd var 20. til 30. nóvem- ber. Úrtakið var 1115 manns 16-74 ára. Svarhlutfall var 64,1 prósent. svanborg@frettabladid.is Fleiri vilja viðræður en færri aðild Stuðningur við aðildarviðræður í ESB hefur aðeins aukist frá fyrra mánuði, samkvæmt nýrri könnun Samtaka iðnaðarins. Jafnframt vilja fleiri nú evru. Fækkun hefur orðið meðal þeirra sem vilja aðild. SKOÐANAKÖNNUN Ef skoðanakannanir Capacent Gallup eru skoðaðar, annars vegar fyrir Samtök iðnaðarins (SI) um viðhorf til Evrópusambandsins og hins vegar Þjóðarpúlsinn sem sýnir fylgi flokkanna, sést klárlega að í október, þegar fylgi Sjálfstæðisflokksins fór að dala verulega minnkaði einnig áhugi þeirra stuðningsmanna sem eftir eru á Evrópusambandinu. Fylgi flokksins hefur dalað mikið vegna efnahagskreppunnar en þetta samhengi bendir einnig til að þeir Evrópusambandssinnar sem áður studdu Sjálfstæðisflokkinn hafi nú yfirgefið flokkinn, að minnsta kosti tímabundið. Stuðningur Evrópusambandssinna í flokknum jókst aðeins í nóvember, miðað við október. Minnkandi áhugi í október getur einnig skýrst af því að þá var mikil umræða um að Evrópusam- bandið hefði neytt Ísland til samninga um innstæðutryggingar. Minnstur stuðningur er við aðildar- viðræður, aðild og upptöku evru meðal sjálfstæðismanna í könnunum Capacent fyrir Samtök iðnaðarins. Miðað við síðustu Evrópusambands- könnun SI er fylgi Sjálfstæðisflokksins um 23 prósent, fylgi Samfylkingar er um 33 prósent, fylgi Vinstri grænna um 28 prósent, fylgi Framsóknarflokks um fimm prósent og fylgi Frjálslynda flokksins um þrjú prósent. Um sjö prósent myndu kjósa eitthvað annað. - ss Sjálfstæðiskjósendur og viðhorf til Evrópusambandsins: Áhugi á ESB dalar í minnkandi fylgi HLYNNT(UR) EÐA ANDVÍG(UR) AÐILD AÐ ESB 100 80 60 40 20 0 HLYNNTUR HVORKI NÉ ANDVÍGUR Skv. könnunum Capacent fyrir SI 2008 jan feb maí jún júl sep okt nóv 44,1% 50,2% 44,7% 51,7% 34,3% 25,8% 28,4% 31,8% 21,7% 24,0% 26,9% 20,9% VIÐHORF KJÓSENDA SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKS GAGNVART AÐILDAVIÐRÆÐUM 60 50 40 30 20 10 0 ágú04 feb 05 ágú 05 feb 06 ágú 06 feb 07 ágú 07 jan 08 maí 08 jún 08 júl 08 okt 08 nóv 08 Hlutlaus Styður ekki Styður Skv. könnunum Capacent fyrir SI ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 Dúnúlpur frá The North Face Jólatilboð 25% afsláttur HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 1 Hvað kostar árgjald fyrir bílastæðakort í miðbænum eftir hækkun? 2 Hvaða Spaugstofumaður hefur sótt um græna kortið? 3 Hvaða spænsku handknatt- leikslið hafa spurst fyrir um Loga Geirsson? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 EVRÓPUMÁL Ekki er útilokað að Ísland geti fengið inngöngu í Evr- ópusambandið á undan Króatíu, að því er Evrópufréttavefurinn Eur- Activ.com hefur eftir Olli Rehn, stækkunarmálastjóra ESB. „Tíma- ramminn fyrir inngöngu Króatíu og hugsanlega Íslands fer eftir framvindu aðildarviðræðna og innleiðingu ESB-löggjafar [í umsóknarríkjunum],“ segir hann. Rehn ítrekar það sem hann hefur áður sagt um að EES-aðildin geti stytt verulega leiðina fyrir Ísland inn í sambandið, vegna þess hve stór hluti löggjafar ESB hefur þegar verið lögleiddur á Íslandi. Rehn segir enn fremur að hann telji ekki að nokkurt ESB-ríkjanna 27 myndi hafa neitt á móti inn- göngu Íslands. „Ég finn til samúð- ar með íslensku þjóðinni, ég finn til samstöðu með henni og ég býst við að eftir að deilan varðandi inni- stæðutryggingar hefur verið til lykta leidd muni ekkert aðildarríki setja sig upp á móti því að Ísland sæki inn í ESB,“ segir hann. Rehn leggur líka áherslu á mikil- vægi þess að áður en ný ríki fái inngöngu takist ESB að koma í gildi þeirri uppfærslu á stofnana- og ákvarðanatökukerfi sambandsins, sem gerast átti með Lissabon-sátt- málanum, en fullgilding hans er í uppnámi eftir að Írar höfnuðu henni í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní. En hann bætir við að hann sé sannfærður um að lausn finnist á því máli áður en aðildarviðræðum lýkur við Króatíu - og Ísland ef því er að skipta. - aa Stækkunarmálastjóri ESB tjáir sig um aðildarhorfur: Ísland gæti tekið fram úr Króatíu OLLI REHN Stækkunarmálastjóri ESB ítrekar að EES-aðildin geti stytt verulega leiðina fyrir Ísland inn í sambandið. KANADA, AP Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, gekk í gær á fund Michelle Jean landstjóra, sem varð við beiðni hans um að þingi verði frestað til 26. janúar. Þar með bjargaði Harper lífi minnihlutastjórnar sinnar, því næstkomandi mánudag hugðust stjórnarandstæðingar leggja fram vantrauststillögu á þingi. Fullvíst þótti að sú tillaga hefði hlotið samþykki, og þar með væri stjórnin fallin, aðeins tveimur mánuðum eftir að kosið var til þings. Stjórnarandstaðan sakar Harper um að hafa ekki brugðist nægilega við efnahags- vandanum. - gb Forsætisráðherra Kanada: Forðar sér und- an vantrausti STEPHEN HARPER Forsætisráðherra Kanada gengur á fund landstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.