Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.05.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupurn nýlega bíla til niðurnfs Simi (91 ) 7 - 15-51, (91 ) 7 - 80-30. TTT-ITATA T TT7I SkefTl III UV6gÍ 20 rrrjUU nr , Kópavo^i Mikið úrval Opió virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafé/ag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Simi 36510 mm ■ Vestur á býr Einar Patreksfirði Einarsson, handlaginn maðurá efri á- urn sem föndrar við smíði góðra gripa í ellinni. Hann sýndi Tímamanni sem var á ferðinni þar vestra ný- lega# suma gripa sinna, þar á meðal þrjá sem vöktu mesta athygli undir- ritaðs, agnarlitinn sel tálg- aðan úr maghogny og virð- ist gæddur þessu einkenni- lega lífi sem menn heillast af þegar þeir horfa i augu sela — selur með sál. Ann- ar var forn kistill, útskor- inn og svo var steinflaga þar sem á var máluð þjóð- saga. ■ Einar Einarsson á bak vift húsiö sitt, þar sem hann hefur hengt upp steinblt, sem Vestfiröingar kalla rcyndar „stennbit” til herslu. TfmamyndSV PENINGAKISTILL HALLDORU RfKU OG SEUIR MED SAL — rabbad vid Einar Einarsson á Patreksf irdi Einar segir frá. „Þaö voru tröllkonur, systur sem bjuggu sin i hvoru fjalli, ég man ekki hvaöa fjöll þaö voru, en önnur kallaöi til hinnar og beiddi aö lána sér pott. „Til hvers þarftu pott?” segir hin. „Ég ætla aö sjóöa i honum mann” „Hver er hann?” segir hin. „Hann Gissur, Gissur frá Lækjarbotnum.” Og þarna er hann Gissur á hestinum og þeir veröa báöir svona hræddir þvi hann veit aö þaö á aö fara aö sjóöa hann.” Einar er svolitiö svartsýnn á aö list á heimilunum eigi framtlö fyrir sér. „Um aldamótin var smiðurá hverjum bæ”, segir hann, „en nú held ég aö þaö sé aö deyja út. Heimilisiönaöurinn er aö hverfa”. Þar sem blaöamaöur er aö handfjatla agnarlitinn sel 1 skorinn i kjörviö og varla stærri en litlifingur smárrar handar kemur kona Einars, Úlafla Ólafs- dóttir og segir: „Hann var meö smákubb og henti honum og ég sagöi, nei tálgaöu heldur eitthvaö úr honum. Hann sat bara þarna viö boröiö og hann tekur jú spýt- una og fer aö tálga og þetta varö úr þvi.” Þaö kemur á daginn aö menn hafa mjög falaö selinn af Einari, enda er gripurinn óvenju fallegur og „lifandi”. En Einar segir: ,,Ég treysti mér ekki til að gera annan og vil þess vegna ekki láta þennan.” Og svoer þaö kistillinn. „Mér var gefinn hann”, segir Einar. „Ef sá sem gaf mér hann heföi lifað núna, væri hann um nirætt. Hann var alinn upp á Felli i Tálknafirði og hann sagöi mér að þegar hann var aö alast þar upp sem barn, heföi kistillinn veriö aö flækjast þar svo illa farinn aö enginn vildi eiga hann. Þá var bú- iö að mála hann grænan. Svo flyst þetta fólk frá Felli að Lambeyri og kistillinn meö. Þá sagðist hann hafa geymt i honum skotfæri 1 mörg ár. Svo flyst þessi maður hingað til Patreksfjarðar og verður útgerðarmaöur hér og byggöi sér hús hérna niöur undir fjörunni til aö beita I linuna og svoleiöis. Þar sé ég þennan kistil og þar stóöu niörl honum tveir smuroliubrúsar og botninn var oröinn gegnsósa af ollu. Og ég spyr hann hvort ég megi nú ekki eiga hann. Jú hann hélt þaö nú”, segir Einar og hlær. Svo heldur hann áfram. „En þaö var erfiöast aö ná af honum málningunni. Ég var búinn að fá alls slags efni sunnan úr Reykjavik sem áttu að leysa upp málningu en þaö vann ekkert á þvi. Ég skóf hann svo all- an meö hnlf.” Þau hjónin segja svo bæöi og eru sammála: „Þetta var oröið svo ógurlega ljótt”. Kistillinn er orðinn mjög gisinn og Einar hefur fellt lista I rifurnar og skorið I þá svo útskurðarmunstriö haldist. Og svo halda þau áfram með sög- una: „Sumir halda aö þetta sé peningakistill Halldóru riku sem bjó á Felli og margar sagnir eru til um. Hún var uppi fyrir eitt- hvaö á þriöja hundrað árum. Þaö er ekkert ósennilegt a.m.k. er kistillinn örugglega úr hennar búi. Sumir segja að þetta sé llkt útskuröarstilnum Bólu-Hjálm- ars” skaut ólafia inni samtalið en Einar sagöi: „Þetta er nú ekki nákvæmnisvinna auöséö aö munstriö hefur ekkert veriö dreg- iö upp, bara skorið eftir auganu.” Slöan förum viö niöur I kjallara að skoöa aðstööuna þar sem Ein- ar föndrar viö aö renna ýmsa gripi við frumstæöar aöstæöur til aö gefa vinum og vandamönnum. SV Fimmtudagur 13. mai 1982 fréttir Játaði aðild að fjölda innbrota ■ Sautján ára piltur var úrskuröaöur I allt aö viku gæsluvaröhald aö beiðni rannsóknar- lögreglu rikisins I gær. Pilturinn hefur játaö viö yfirheyrslur aö eiga aðild aö fjölda innbrota sem framin hafa veriö i Reykjavik og nágrenni aö undan- förnu. Er nú veriö aö rannsaka hvort hann hafi ekki verið viöriö- inn fleiri afbrot. Pilturinn var upp- haflega handtekinn vegna innbrotsins á kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins viö Lindargötu 9 I Reykjavik. —Sjó. Rúmlega 800 at- vinnuleysisdagar í apríl ■ Atvinnuleysis- dagar á landinu öllu voru 8.270 I april. Þaö svarar til þess aö 382 hafi verið atvinnu- lausir allan mánuðinn og er um 0.4% af mannafla á vinnu- markaönum. Skiptingin milli kynja var þannig aö 55% at- vinnuleysingjanna voru konur en 45% karlar. Veruleg fækk- un varö á atvinnu- leysidögum frá mars- mánuði, en þá voru þeir 13.401. Sama hlut- fall var I atvinnuleys- inu nú og I aprfl I fyrra. Um allt land skánaöi atvinnuá- standiö I april frá þvi sem var I mars, nema á Siglufiröi. Þar jókst atvinnuleysi og var litiö framboö á vinnu fyrir konur. Aðalá- stæöa þess er stöðvun Siglósfldar. A höfuö- borgarsvæöinu voru skráöir 2.299 atvinnu- leysisdagar i aprfl, en voru 4.620 I mars. Af þeim dögum, sem skráðir voru I april á höfuöborgarsvæöinu voru 1.197 hjá konum, en 106 einstaklingar voru skráöir. I Vestmannaeyjum og á Vestfjöröum var ekkert atvinnuleysi i april dropar Galli á gjöf Njarðar ■ Njöröur Njarövik sagöi I Morgunpóstinum I gær, aö Rithöfundasam- bandiö heföi engin af- skipti af úthlutun úr launasjóöi rithöfunda. Mörgum brá I brún, þvl fyrir rúmlega ári safnaöi Njöröur sjálfur undir- skriftum undir mótmæii til alþingis, þar sem þess var krafist aö Rit- höfundasambandiö héldi þeim rétti aö tilnefna stjórn Launasjóðsins, en þá stóö til aö breyta um tilhögunog tilnefna stjórn Launasjóösins á öörum grundvelli, vegna þess aö menn töldu galla hafa komiö fram á gjöf Njarð- ar. Talar ekki við hvern sem er! ■ Þeir sem horföu á Fréttaspegil sjónvarpsins siöasta föstudag furðuðu sig á þvl meö hverjum hætti tekiö var á álmálinu margumtalaöa. Þar ræddi fréttamaöur viö þá Ragnar Halldórsson, for- stjóra tSAL, og Hjörleif Guttormsson, iðnaöar- ráöherra, hvorn I slnu lagi, en mörgum þótti eðlilegri framgangsmáti aö Hjörleifur og Ragnar heföu skipst á skoðunum innbyröis. Nú höfum viö haft spurnir af þvl, aö þaö var hreint ekki fréttamannin- um aö kenna aö viö misst- um af þvi sem heföi getað oröið skemmtilegt ein- vigi, heldur Hjörleifi. Þannig munu nefnilega mál hafa verið vaxin, aö fréttamaöurinn ætlaöi aö leiöa fjandvinina saman, en Hjörleifur þvertók það meö öllu, — sagöist ekk- ert hafa viö Ragnar að tala. Og ekki nóg meö þaö, — heldur mun Hjör- leifur hafa beöiö sjón- varpsmenn aö koma mál- um þannig fyrir aö hann þyrfti ekki svo mikið sem aö hitta Ragnar I sam- bandi viö útsendingu þáttarins! Viö höfum hinsvegar engar spurnir af þvi hvort Hjörleifur hafi neyöst til aö berja Ragnar augum á bllastæöinu framan viö sjónvarpshúsiö. Krummi ... heyröi aö ástæöan fyrir þvi hve margir frambjóö- endanna voru ankanna- lega mjóróma I sjónvarp- inu á sunnudaginn heföi veriö sú, aö þeir áttuöu sig ekki á þvi aö um kapalsjónvarp var aö ræöa, og heföu stigiö á kapalinn...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.