Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 6
íliííl'ii'í! FÓSTUDAGUR U. JÚNÍ 1982 6 stúttar f réttir j •- . _ „ - - - . ■ Dyrhólaey. ■ m --- .e- . , ■- ;• Yfir 1.000 manns daglega um Dyr- hólaey þegar ásókn er mest V-Skaftafellssýsla: „Á undanförnum árum hefur fuglalífi í Dyrhólaey hrakað mjög vegna ört vaxandi umferðar ferðafólks um varptímann, auk þess sem gróður hefur nokkuð látið á sjá. Að sögn heimamanna fer fjöldi ferðafólks yfir þúsund þá daga, sem ásókn er mest. Hefur þetta m.a. leitt til þess að lundinn fær litinn frið til að rækja hreiður sin og unga og algengt er að steypt sé undan æðarfuglinum“, segir í frétt frá Náttúruverndarráði þar sem tilkynnt er um lokun Dyrhólaeyjar fyrir allri umferð frá 5. til 25. júní n.k. Þessi ákvörðun er tekin i samráði við ábúendur í Dyrhólahverfi. Þeim sem hyggjast leggja leið sina um Suðurland á þessu tímabili eru send vinsamleg tilmæli um að virða þessa lokun, sem sögð er neyðarúrræði. Öllum verði hins vegar heimilt að njóta fuglalífs Dyrhólaeyjar frá 25. júní. Og í skjóii fyrrnefndra aðgerða komi það vonandi til með að verða fjölskrúðugra en ella. -HEI Framsóknar- og sjálfstædis- menn áfram med meiri- hluta í Borgarnesi Borgarnes: Ný sveitarstjórn í Borgar- nesi kom saman til fyrsta fundar þriðjudagskvöldið 1. júni. Meirihluti verður áfram i höndum Framsóknar- manna og Sjálfstæðismanna. Gisli Kjartansson, dómarafulltrúi var kjörinn oddviti og Georg Hermanns- son aðstoðarkaupfélagsstj., vara- oddviti. Húnbogi Þorsteinsson verð- ur áfram sveitarstjóri. í Borgamesi komu fram þrír listar til sýslunefndar við sveitarstjórnar- kosningarnar 22. maí og hlaut B-listinn lang flest atkvæði eða 367, sem er rúmum 100 atkvæðum fleira en H-listi sem kom næstur. í sýslunefnd var því kjörinn Elís Jónsson og Gisli V. Halldórsson til vara. -HEI MErfidleikarnir mega ekki smækka okkur” Sigluljörður: „Vist eru erfiðleikar framundan, en þeir mega ekki smækka okkur. Þeir mega ekki fækka plöntunum. Þeir mega ekki bitna á vinnu æskunnar að gróður- setningu og umhirðu um allan lifandi gróður. Slíkt eru mannbætandi störf og fegrandi fyrir Siglufjörð", segir Jóhann Þorvaldsson hjá Skógræktar- félagi Siglufjarðar. hann bendir jafnframt á að sú staðreynd að skagfirsk æska eigi stóran hluta að gróðursetningu trjáplanta i skóg- ræktarlandið á Siglufirði hafi vakið verðskuldaða athygli utan Siglufjarð- ar. Skógræktarfélag Siglufjarðar hef- ur um 30 ára skeið unnið að því að koma upp trjáreit í hluta af Skarðdalslandi, sem Jóhann segir að eigi að verða og verði unaðsreitur Siglfirðinga um ókomin ár. Af því starfi sé unglingavinnan þó einn merkasti þátturinn, en hún hafi nú farið fram um 25-30 ára skeið. Fyrstu árin hafi þetta verið sjálfboðavinna, en siðustu árin sem unglingavinna á vegum bæjarins. Hátt á annað hundrað unglinga hafi á þessum árum tekið þátt í þessu starfi, aðallega á aldrinum 11-15 ára. Ungmennin hafi gróðursett mestan hluta hinna um 80.000 trjáplantna i Skarðdalsgirðingu. En auk þess unnið að umhirðu, grisjun og viðhaldi girðingar. „Þetta er ung- lingavinna sem ekki má falla niður", segir Jóhann. -HEI Veiðarnar byrja 15. í Veidivötnum Landsveit: „Veiðarnar í Veiðivötn- um byrja 15. júni“, svaraði Sigríður Theódóra, húsfreyja í Skarði á Landi er Tíminn spurði hana hvort veiði- mennirnir væru ekki farnir að streyma um hlað hjá henni. Heldur sagði hún þó kalt þar innfrá ennþá (4.júní) en alveg orðið fært. -En hvernig hefur tiðarfarið verið i Landsveitinni? „Fyrir svona viku leist mér ekkert orðið á það. En svo hlýnaði skyndilega um miðja síðustu viku og hefur verið yndislegt veður siðan og gróðrinum farið vel fram. Að visu er þó aftur að verða of þurrt, þar sem ekki hefur komið dropi úr lofti“, sagði Sigríður Theódóra. -HEI „KVENNAATHVARF SETT A LAGGIRNAR — talið að á annað hundrað konur komi á Slysa- varðsstofuna árlega vegna meiðsla af völdum sambýlismanns eða maka ■ Gert er ráð fyrir að á annað hundrað konur komi árlega á Slysavarðstófuna vegna meiðsla sem þær hafa hlotið af völdum sambýlismanns eða maka. Þetta kemur fram í skýrslu sem Samtök um kvennaathvarf hafa látið vinna, en samtökin voru stofnuð í Reykjavík 2. júni. Markmið samtakanna er að koma á fót og reka kvennaathvarf, fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða likamlegs ofbeldis á heimilum, en jafnframt munu konur sem verða fyrir nauðgun eiga aðgang að athvarfinu. Ennfremur stefna samtökin að því að vinna gegn ofbeldi með þvi að koma af stað opinni umræðu og rjúfa þann einangrunar og þagnarmúr sem reistur hefur verið um ofbeldi á heimilum. Stofnfundur samtakanna var vel sóttur og tæplega 130 manns skráðu sig stofnfélaga, en samtökin eru þannig byggð upp að bæði er um að ræða virka þáttöku í starfsemi þeirra starfshópa sem vinna að verkefnum fyrir félagið og einnig geta félagasamtök og einstakling- ar orðið styrktarfélagar. Þess má geta að Starfsmannafélagið Sókn var meðal stofnfélaga, og fleiri verkalýðs og kvennasamtök hafa sýnt áhuga á að veita Kvennaathvarfinu liðsinni. Langstærstur hluti kvennanna sem höfðu orðið fyrir ofbeldi á heimilum höfðu orðið fyrir árás maka eða sambýlismana, og einnig kemur fram i skýrslunni sem unnin var eftir sjúkra- skrám Slysavarðstounnar, að margar þeirra hlutu mikla áverka. Sjaldan er beitt hnifum eða öðrum verkfærum, en oftast beitt handafli. Hliðstæðar kannanir og slysavarð- stofukönnunin i Reykjavík hafa verið gerðar i Kaupmannahöfn og Þránd- heimi, og þær benda til þess að tíðni og einkenni ofbeldis sé svipað í þessum þrem löndum. Einstaklingar og félagasamtök geta gerst stofnfélagar fram til 19.júní, en fyrsti félagsfundur samtakanna verður haldinn i Sóknarsalnum að Freyjugötu 27, fimmtudaginn 10. júní kl. 20.30 og þar verður hægt að skrá sig i samtökin og starfshópa. Fulltrúar Samtaka um kvennaathvarf eru til viðtals alla virka daga að Hallveigarstöðum (sími 18156) frá kl. 17-19, en auk þess hafa samtökin opnað giróreikning nr. 44442-1. SVJ ■ Davið Oddsson borgarstjóri veður í land með einn tittinn. Tímamynd GE Elliðaárnar opnaðar: DAVÍÐ FÉKK LAX Úttekt gerð á fjár- hags- stöðu borgar- innar ■ Borgarstjórn samþykkti á fundi í fyrri viku með samhljóða atkvæðum að gerð skuli úttekt á fjárhagsstöðu Reykjavikurborgar með sama hætti og gert var sumarið 1978, eftir borgar- stjórnarkosningarnar þá um vorið. Verður reynt að fá sömu aðila til að framkvæma úttektina og þeim falið að kanna sömu atriði og þá. Tillaga þessi var borin upp af borgarfulltrúum Framsóknarflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags, og er tilgangur hennar að fá samanburð um viðskilnað fyrrverandi meirihluta i fjármálum borgarinnar, og svo aftur við skilnað siðasta meirihluta sjálfstæðis- manna, sem féll í kosningunum árið 1978. -kás ENGAN ■ Elliðaárnar voru opnaðar með pomp og prakt i gær en ekki er hægt að segja að veiðin hafi verið mikil fyrsta daginn. Síðdegis í gær hefði enginn lax náðst úr ánni en nokkuð hafði veiðst af urriðum, sem veiði- mennirnir kölluðu reyndar „krata“ sin á milli. Manna fengsælastur var Aðalsteinn Guðjónssen sem fékk 4 urriða, Davið Oddsson fékk 3 urriða og Gunnlaugur Pétursson einn. Flestir urriðanna fengust á Breiðunni eða 6 stykki en einn fékkst í Holunni og einn í Móhyl. Allir fiskarnir voru á bilinu 1-2 pund að stærð. Nýi borgarstjórinn fékk þvi ekki lax fyrsta daginn, eins og raunar aðrir veiðimenn. Að visu má geta þess hér að Gunnar Eydal var að landa einum 3 pund „ódrætti“ eins og það var kallað þvi menn greindi á um hverrar tegundar sá fiskur væri. Veiðimenn munu vera sárreiðir vegna þess að urriða var sleppt i ánna og Elliðavatn og segja að hann skemmti fyrir laxveiðinni, raunar taka sumir svo djúpt i árina að urriðinn eyðileggi Elliðaár sem laxveiðiár. -FRI Tvær nefndir Evrópu ráðs funda á íslandi ■ Hingað til lands komu í fyrradvöld tvær af fastanefndum Evrópuráðs, Landbúnaðarnefnd og Visinda-og tækninefnd, ásamt starfsmönnum nefnd- anna, alls 65 manns. Munu nefndirnar þinga hér fram á morgundaginn. Forseti borgarstjórnar, Albert Guð- mundsson hélt nefndum þessum, þing- mönnum, borgarfulltrúum og fleirum veglegt hádegisverðarhóf á Kjarvals- stöðum i gær, en í hófinu voru alls um 200 manns Sjávarútvegsmál heyra undir Land- búnaðarnefndina og mun undirnefnd á vegum hennar sem hefur með fiskveiði- mál að gera, funda hér í dag og á morgun. Tækninefndin fór í heimsókn til Svartsengis í gær, þar sem hún kynti sér hitaveitu Suðumesja. -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.