Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 13.12.2008, Síða 12
12 13. desember 2008 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL „Ég keypti mér vörubíl um mánaðamótin júlí/ ágúst í fyrra á 2,2 milljónir og greiddi 1 milljón út. Síðan keypti ég varahluti og gerði við hann fyrir um 1,5 milljónir. Samkvæmt útreikningum Lýsingar er upp- tökuverð bílsins nú 3,4 milljónir, en matsverð ekki nema 441 þús- und krónur,“ segir Jón Heiðar Erlendsson, sem segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Lýs- ingu. Þessi mikli munur skýrist á því sem heitir hjá fyrirtækinu „aðfinnslur til lækkunar“ en í til- felli Jóns Heiðars nemur sú upp- hæð tæplega 3 milljónum króna. Stærstur hluti þeirrar upphæðar, 2,4 milljónir, er kostnaður á við- gerð sem Lýsing lætur fram- kvæma hjá Frumherja. Ofan á það bætist 15 prósenta niðurfelling, eða 510 þúsund. Jón Heiðar fékk lánafyrir- greiðslu fyrir bifreiðinni, malar- vagni og gröfu. Í október, þegar síðasta tækið var keypt, hafði hann greitt 4,5 milljónir út en skuldaði um 6,5 milljónir. Nú skuldar hann fyrirtækinu 9,4 milljónir samkvæmt útreikning- um þess. Jón hefur beðið um skýringu á viðgerðarkostnaði varðandi tækin en engar fengið. Hann fullyrðir að grafan sé í fínu ásigkomulagi en engu síður nemur viðgerðarkostn- aður við hana 300 þúsund krónum. Malarvagninn metur Lýsing á 1.785 þúsund krónur, en telur hann þarfnast viðgerðar upp á 633 þús- und krónur. Samkvæmt skriflegum svörum frá Lýsingu á viðskiptavinur að fá sundurliðun á áætluðum viðgerðar- kostnaði sem kemur til verðlækk- unar. Kostnaðurinn stafi af því að leigumunurinn sé ekki í því ástandi sem til er ætlast. Halldór Jörgens- son, forstjóri Lýsingar, segir að 15 prósenta niðurfellingin sé byggð á reynslu, þetta væri kostnaður sem Lýsing yrði fyrir. Hann segir að þegar viðskiptavinir samþykki uppgjör sé tækið ekki lengur á þeirra ábyrgð. Endanlegt söluverð þess hafi því ekki áhrif á skuld- ina. Við spurningu um hvort Lýsing ætti hlut í endursöluaðilum erlend- is sendi Halldór svarið N/A, sem útleggst „Not applicable“, sem þýðir „á ekki við“. Að lokum segir hann fyrirtækið hafa farið eftir tilmælum stjórnvalda um að ganga ekki fram af fullum krafti gegn þeim sem eru í vanskilum. kolbeinn@frettabladid.is Viðgerðarkostnaður Lýsingar sagður hár Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing leggur oft háan viðgerðarkostnað á bíla og tæki sem tekin eru upp í skuld án þess að sundurliða kostnaðinn. Viðskiptavin- ur fékk 2,4 milljónum lægra greitt fyrir bíl en ekki skýringar á viðgerðinni. ÓSÁTTUR Jón Heiðar keypti vörubíl fyrir 2,2 milljónir og gerði við hann fyrir 1,5. Lýs- ing metur hann á 3,4 en segir að gera þurfi við hann fyrir 2,4 milljónir. Sá kostnaður fæst ekki sundurliðaður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HALLDÓR JÖRGENSSON SJÁVARÚTVEGUR Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum kann- ar þann möguleika að vinna síld til manneldis þrátt fyrir að hlutfall af farminum sé sýkt af Ichthyophon- us. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri segir að sýkingin valdi einungis útlitsgalla á síldinni en geri hana ekki óhæfa til neyslu og því sé skynsamlegast að kanna möguleik- ana á því að fá sem mest fyrir hana í stað þess að fara með allt í bræðslu. „Við ætlum að skoða möguleikana og sjá hvort við getum tínt út skemmd flök í vinnsluferlinu,“ segir hann. „Og þótt það þýði auka mannskap þá er það bara hið besta mál. En þetta yrði gert í samvinnu við alla; kaupendur og yfirvöld, svo það er ekki verið að blekkja neinn. Við verðum einfaldlega að kanna alla möguleika á því að vinna sem mest verðmæti úr því sem við höfum, ef einhvern tímann er ástæða til þess þá er það nú.“ Hann segir Vinnslustöðina hafa nú þegar fryst um 3.500 tonn sem sé álíka og fryst var alla síldarvertíð- ina í fyrra. - jse Möguleiki kannaður á að vinna síld til manneldis þrátt fyrir sýkingu í stofninum: Vilja tína skemmdu flökin úr FRÁ SÍLDARVINNSLU Leitast er við að fá sem mest verðmæti fyrir silfur hafsins þó ichthyophonus hafi þar sett strik í reikn- inginn. SIGURGEIR BRYNJAR KRIST- GEIRSSON HAFNARFJÖRÐUR Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði undirbúa stofnun atvinnu- og þróunarseturs sem á að taka til starfa fljótlega eftir áramót. Anna Sigurborg Ólafs- dóttir, þjónustu- og þróunarstjóri bæjarins, segir að samstarfshóp- ur vinni nú að málinu. „Við erum að skoða húsnæði sem kemur til greina,“ segir hún. Anna Sigurborg segir að markmiðið sé að fólk geti komið saman og deilt hugmyndum. „Við vonumst til að þarna myndist sprotafyrirtæki og ætlum að veita aðstöðu fyrir þau. Við verðum líka með námskeið, ráðgjöf og fyrirlestra. Í raun verður þetta staður þar sem allir geta komið, ekki bara þeir sem hafa misst vinnuna.“ - ghs Hafnarfjörður: Setja á fót atvinnusetur EFNAHAGSMÁL Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að leita eftir heimild til 5 milljarða króna lántöku til að brúa lánsfjár- þörf samkvæmt fjárhagsáætlun 2008. Boðinn verður út skuldabréfaflokk- ur í íslenskum krónum. Málið var kynnt í borgarráði á fimmtudag. Ólafur F. Magnús- son borgarfulltrúi lagðist gegn lánveitingunni, nema tryggt væri að féð færi í að tryggja hagsmuni almennings, gjaldskrár og störf starfsmanna svo dæmi séu tekin. Borgarráð áréttaði þá að lánið sé til að standa skil á skuldbinding- um þessa árs, ekki til nýrra framkvæmda. - kóp Stjórn Or vill lánsheimild: OR vill taka 5 milljarða lán ÓLAFUR F MAGNÚSSON FÉLAGSMÁL Nýju bankarnir hafa ekki enn mótað sér fasta stefnu í styrktarmálum gagnvart íþróttafé- lögum, listamönnum og gagnvart menningarfélögum og má búast við að þau mál skýrist ekki fyrr en á næsta ári. Már Másson, upplýsingafulltrúi hjá Nýja Glitni, segir að verið sé að vinna að því að móta stefnuna og leggja drög að stefnumótun. Ekki liggi enn fyrir hvað bankinn muni setja í þennan málaflokk á næsta ári. Í Nýja Kaupþingi er stjórnin með málið til skoðunar og búist við að styrkjastefnan verði tekin fyrir í stjórninni í upphafi nýs árs. Í Nýja Landsbanka er málið í skoðun. Gömlu bankarnir styrktu íþróttir og menningu hérlendis fyrir hundruð milljóna á ári hver banki. Búist er við samdrætti á næsta ári. - ghs Nýju bankarnir: Móta sér nýja styrkjastefnu STJÓRNMÁL Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins, er hlynntur því að laun þingmanna og embættismanna verði lækkuð. Breyta þarf lögum um kjararáð svo hægt sé að lækka launin. Frumvarp þar um liggur fyrir þinginu. Guðjón telur að þingmenn eigi að ákveða eigin laun – ekki kjararáð. „Það er aumingjaskap- ur að við gerum þetta ekki sjálf.“ Þá vill hann að laun forsetans lækki líka. Frumvarpið nær ekki til hans þar sem laun forseta eru stjórnarskrárvarin. „Ég vil ekki skilja forsetann útundan. Og hvað sem stjórnar- skránni líður vil ég fá hann á fund og spyrja hann hvernig hann ætli að sameinast þjóðinni í launa- lækkunum.“ - bþs Guðjón A. Kristjánsson: Forsetinn lækki líka í launum ALÞINGI Dráttarvextir lækka um 4 prósent, samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Er breyting- unni ætlað að „draga úr kostnaði fyrirtækja og heimila vegna óhóflegra hárra dráttarvaxta, sem leitt getur til mikilla greiðsluerfiðleika og komið í veg fyrir að aðilar geti komið sér út úr fjárhagsvandræðum“, eins og segir í athugasemdum frum- varpsins. Dráttarvextir eru nú 25,5 prósent. Reiknað er með að tekjur ríkissjóðs lækki um tæpar 700 milljónir á næsta ári, verði frumvarpið samþykkt. - bþs Greitt fyrir lausn úr vanda: Dráttarvextir lækki um 4% d d d d AFMÆLISVEISLA Hvítabjörninn Wilbär beið ekki boðanna og réðst af áfergju á „afmæliskökuna“ sína nú í vikunni. Starfsfólkið í dýragarðinum Wilhelma í Stuttgart í Þýskalandi útbjó handa honum íshnullung í tilefni dagsins, fylltan af góðgæti, ávöxtum og fiski. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.