Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 04.07.1982, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1982 i síðustu viku birtist hér i blaðinu fyrri hluti greinar eftir bandarískan blaðamann um ó- venjulegt morðmál í smáþorpinu Skid- more í Missouri. Ken Rex McElroy var skotinn til bana á aðalgötu þorpsins um hábjartan dag og stór hluti íbú- anna stóð aðgerðar- laus hjá. Morðingj- arnir hafa ekki fundist enn. Er far- ið var að rannsaka málið k om ýmislegt óvænt í Ijós. Þorps- búar héldu þvi sem sé fram að þeim hefði stafað mikil ógn af McEIroy sem hefði verið hinn versti fauti og hald- ið þeim í heljar- greipum óttans. Yfirvöldin hefðu hins vegar sýnt hon- um ótrúlega linkind og þvi litu þorps- húar svo á að morð- ingjamir hefðu i rauninni aðeins ver- ið að framfylgja réttlætinu. Málið reyndist þö ekki aðeins vera spum- ingum hvenær borg- urunum er heimilt að grípa til vopna og verja sig. Fyrr- nefndur blaðamað- ur, Carl Navarre, komst að því við rannsókn á málinu að maðkur var i mysunni. Þrír atburðir urðu einkum til þess að vekja ótta þorpsbúa við McElroy. Árið 1976 fullyrti bóndi nokkur að McElroy hefði skotið á sig algerlega að ástæðu- lausu. McElroy þrætti fyrir það og var að lyktum sýknaður fyrir dómi sökum þess að engar sannanir lágu fyrir. 1980 varð það á hinn bóginn sannað að McElroy skaut á Ernest Bowenkamp, kaupmann i Skidmore en frásögnum þeirra bar ekki saman um hvernig það hefði viljað til. Bowenkamp sagði enga ástæðu hafa verið fyrir verknaðinum aðra en ofbeldishneigð McElroys, en McElroy kvaðst hafa skotið í sjálfsvörn. Seint og um síðir var hann dæmdur sekur um skotárás og átti yfir höfði sér nokkurra ára fangelsi. Snemma i júli 1981 segja þorpsbúar að hann hafi farið um götur í Skidmore og ógnað þorpsbúum með byssu, hótað að drepa alla þá sem vitnuðu gegn honum en mál hans var þá fyrir áfrýjunarrétti. Skotið var á fundi i ráðhúsi þorpsins þann 10. júlí og voru þar mættir flestir helstu borgararnir. í miðjum umræðum um hvað gera ætti við McElroy fréttist að hann væri staddur á veitingahúsi hinum megin götunnar og þustu fundarmenn miklu. McElroy hætti i skóla áður en hann lærði að lesa og skrifa en lagðist i flakk og vann ýmis almenn verka- mannastörf. 1953 sneri hann aftur til Skidmore en það sama ár var Bobbie Dick, bróðir hans, dæmdur i fangelsi fyrir að stela komi af nágranna sinum. Næstu 20 árin flakkaði McElroy um héruðin i nánd við Skidmore og vann fyrir börnum sínum af þremur hjóna- böndum með því að versla með búfénað og húsgögn. Loks settist hann um kyrrt í Skidmore með Trenu og hóf ræktun hlaupahunda. Nú, rúmum átta árum síðar, er Trena McElroy 24 ára gömul ljóska, hrokkin- hærð og föl. Er hún var 14 ára og samband þeirra McElroys hófst hlýtur hún að hafa verið stórkostlega falleg. íbúar Skidmore benda á að 1973 kærðu foreldrar Trenu, fyrir hennar hönd, McElroy fyrir nauðgun, misþyrmingar og ikveikju og segja það gott dæmi um ofsa hans og ruddaskap. Hún segir hins vegar að hún hafi sagt saksóknara að McElroy hefði nauðgað sér og brennt hús foreldra hennar vegna þess að hún hafi viljað neyða hann til að giftast sér. fyrir nauðgun og misþyrmingu á bami (þ.e.a.s. Trenu) brann hús McNeely hjónanna til gmnna og brennuvargs- ákæra var varpað á McElroy. Daginn þar á eftir fullyrti frændi Trenu að McElroy hefði hótað að skjóta hann og þannig bættist sifellt á ákæralistann. Þegar hér var komið sögu var þrek Trenu fyrir bí, hún fékk taugaáfall og lá nokkra mánuði á geðveikraspitala. í millitiðinni skildi McElroy við konu sina og er Trena hafði næst samband við hann bað hann hana að giftast sér. Hún samþykkti það og er saksóknari fékk giftingarvottorðið i hendur lét hann allar ákærur niður falla nema kærana um vopnaburð og ógnanir en af þeirri kæra var McElroy sýknaður, þó frændinn bæri vitni móti honum. Hvað brunann varðar segir Trena að bilun i rafmagnsleiðslum hafi valdið honum. „Þeir ofsóttu hann af því þeir öfunduðu hann“ „Lögreglan var alltaf að ofsækja manninn rninn," segirhún. „Þeirhötuðu hann af þvi þeir voru alltaf að reyna að klina einhverju á hann en tókst aldrei. j«<Wi þangað. Er McElroy sá liðssafnaðinn lét hann undan síga, rólegur þó, og settist uppi bíl fyrir utan veitingahúsið þar sem kona hans beið hans. Bæjarbúar stóðu og horfðu á þegar að minnsta kosti tveir menn hófu skothrið með þungum rifflum. McElroy lést samstundis en konu hans, Trenu, var kippt inn i banka staðarins þar sem konur þorpsins biðu átekta. „Við áttum engra annarra kosta völ,“ sagði ein þeirra við Trenu. í fullan hálftíma stóð bill McElroys úti á götunni og sundurskotið lík hans undir stýri en enginn þorpsbúa hafði fyrir þvi að kalla á lögregluna. Er hún kom loks á staðinn kváðust þorpsbúar ekki hafa hugmynd um hverjir skutu á McElroy enda þótt Trena héldi því statt og stöðugt fram að a.m.k. annar byssumannanna hefði verið úr einni virtustu fjölskyldu þorpsins. Ólæs og óskrifandi farand- verkamaður Blaðamaðurir, n heyrði margar og ljótar spgur í Skidmore um illmcnnsku McElroys, ekki sist í garð konu sinnar sem þó syrgði hann innilega. En hann heyrði líka aðrar sögur. Um íbúa þessa héraðs sem lengi hefðu dundað sér við að taka menn af lifi án dóms og laga og oft fyrir litlar eða engar sakir. Hann einsetti sér að kanna ævi McElroys nákvæmlega og tekur frásögn hans hér við. Ken Rex McElroy fæddist árið 1934, einn 13 barna farandverkamanns sem hafði sest að i Skidmore i Kreppunni Óvenjuleg saga eiginkonu McElroys Samband þeirra hófst haustið 1972 þegar McElroy var 38 ára en hún 13. McElroy var vinur stjúpföður hennar, Ronnie McNeely, og hafði þekkt Trenu frá því hún var smábarn. Er hún komst á táningaaldur gerðist hún skotin i McElroy og reyndi allt hvað af tók að vekja athygli hans á sér, með þeim afleiöingum að hann bauð henni dag nokkurn að skreppa með sér til nágrannabæjarins St. Joe. Eftir að hafa verslað og skemmt sér við hitt og þetta enduðu þau daginn á móteli sem skirt var eftir Jesse James sem skotinn var í bakið í St. Joe. Þetta haust fóru þau að minnsta kosti sjö sinnum á fund Jesse James ogum jólin varTrena með barni. Trena átti enga ósk heitari en að giftast McElroy, ekki aðeins til að bamið eignaðist föður heldur og vegna þess að hún elskaði hann - en hann var þá giftur maður. Er barnið fæddist fyrir tímann, í mai, lagðist hún í þunglyndi enda vora framtíðarhorfumar ekki bjartar. Hún var 14 ára, bláfátæk, ógift (sem i „Bibliubeltinu" skipti ansi miklu máli) og leitaði til félagsmálastofnunar. Þar þurfti hún að tilgreina föður bamsins og þar sem samfarir við unglinga undir 16 ára voru þá ólöglegar i Missouri leið ekki á löngu uns saksóknari kom í heimsókn. Það tók hann ekki langan tima að sannfæra hana um að besta leiðin til að nappa McElroy i hjónaband væri að vitna gegn honum. Dagfnn eftir að McElroy var ákærður Ken hafði þá að fíflum. Þá ögraðu þeir honum og hann lét aldrei i minni pokann. Annars töluðu allir illa um Ken og út af þvi byrjuðu öll vandræðin. Fólk tók mark á öllum sögunum sem það heyrði þó það hefði ekkert séð sjálft. Það trúði lýginni. Eins og daginn þegar hann var drepinn, þá sagði fólk að hann hefði verið með hlaðna byssu. Ken snerti aldrei byssuna. Þetta var forngripur sem hann hafði keypt og einhver vildi fá að sjá byssuna hjá honum. Hún var ekki einu sinni hlaðin og Ken snerti hana aldrei.“ Er ég var í Skidmore tveimur mánuðum eftir morðið var Trena enn undir lögregluvemd og raunar bjó hún ekki á staðnum heldur í nágrannabæ. Eftir að hún fullyrti að Del Clement, meðlimur í einni rikustu familiu Skidmore, hefði verið annarbyssumann- anna fengu margir ættingjar hennar hringingu frá mönnum sem sögðu ekki til nafns en ráðlögðu henni að breyta sögu sinni og halda kjafti. Einnig var sagt að þeir sem drápu mann hennar myndu ná sér niðri á henni lika. Yinum og ættingjum McElroys hótað Skömmu eftir morðið fékk einn besti vinur McElroys, húskarlinn Lester Doss, svohljóðandi bréf: „Þetta er eina aðvöranin sem þú færð. Við eram búnir að fá nóg af þinum líkum. Ken var sagt að fara en tók ekki mark á þvi. Komdu þér út úr héraðinu meðan þú getur. Þú hefur fengið aðvöran. Við viljum enga þjófa eða óróaseggi hér.“ Annar vinur McElroys, sem sagður er hafa stundað nautgripaþjófnað, var numinn á burt af vopnuðum mönnum, farið með hann upp í sveit og hann hengdur i næsta tré. Hann var að visu leystur niður áður en hann dó en er ennþá með branamerkið eftir reipið um hálsinn. Honum var sagt að ef hann væri ekki farinn á brott innan viku yrði hann hengdur aftur - og þá fyrir fullt og allt. Hann hafði ekki einu sinni fyrir þvi að hafa samband við lögregluna. Og viku eftir að McElroy var drepinn var Alice Woods, fyrram kona hans, á leið heim til St. Joe eftir heimsókn til móður McElroys i Skid- more. Á veginum milli bæjanna var bill hennar stöðvaður af ókunnugum mönnum. „Veistu ekki að það er hættulegt að keyra um upp i sveit i bíl McElroys?“ sagði einn þeirra. Woods hafði frétt af fyrri hótununum í garð vina McElroys og var með haglabyssu með sér i bílnum. Hún ógnaði mönnunum með byssunni og þeir höfðu sig möglandi á braut. Nokkram vikum síðar nam svartur jeppi staðar fyrir framan hús hennar og óþekktir menn hófu skothríð yfir höfuð barna hennar sem voru að leik i Hvað gerðist 10. júlí 1981 þegar Ken McElroy var myrtur að viðstöddum flestum bæjarbúum? — Seinni hluti garðinum. Um sama leyti hófust nafnlausar símhringingar, henni var skipað að hætta að „gera vesin“. Hún þraukar þó enn á sama stað. „Það vora allir að pestera Ken,“ segir hún mér. „Þeir vora öfundsjúkir út i hann og höfðu svo sem ástæðu tii þess. Meðan þeir þurftu að vinna hörðum höndum þá hafði hann lag á að græða pening með hausnum á sér. Þeir þoldu ekki að einhver gæti haft það gott án þess að hann væri sifellt að strita eins og þeir, og þá sögðu þeir að Ken stæli nautgripunum þeirra. En það var aldrei neitt sem benti til þess. Samt vora þeir á eftir honum, þeir og lögreglan. Þeir bara gátu ekki látið hann i friði. Heldurðu að ef kona Del Clements hefði sagt að McElroy hefði skotið hann að þá hefðu þeir ekkert gert í málinu?" Hún þagnar en heldur síðan áfram: „Lögin segja að morð sé morð, hvað sem það tautar og raular. Og Ken var myrtur og 30 manns sáu það. Lester Doss fékk hótanir, ég hef fengið hótanir en samt hefur ekkert verið gert.“ „McElroy meiddi aldrei nokkurn sem ekki var að atast í honum“ En það era ekki aðeins vinir og ættingjar McElroys sem lifa við ótta um þessar mundir. íbúamir í Skidmore era einnig hræddir - hver við annan. Allir vita að hann er ofur viðkvæmur lygavefurinn sem hingað til hefur komið i veg fyrir ákæra í málinu og það þarf í raun ekki nema eitt vitni til að málið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.