Fréttablaðið - 21.12.2008, Page 1

Fréttablaðið - 21.12.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 21. desember 2008 — 349. tölublað — 8. árgangur dagar til jóla3 Opið til 22 LEIKSKÓLABÖRN RÆÐA UM JÓLIN Kannski eru jólasveinarnir með galdralykil?22 FÓLK Allar frægustu svítur höfuðborgarsvæðisins eru bókaðar um áramótin. Nóttin á þeirri dýrustu, forsetasvítunni á Nordica Hilton, kostar 125. þúsund krónur. Sprengjugleði þjóðarinnar hefur dregið ferða- menn hingað til lands árum saman og árið í ár verður ekki undan- tekning á því. Þau hótel sem Fréttablaðið hafði samband við eru öll nær fullbókuð. - fgg/sjá síðu 38 Gamalárskvöld: Allar svítur eru bókaðar SVEITARFÉLÖG Skuldir þúsunda ein- staklinga við sveitarfélag sitt eru í innheimtu hjá innheimtufyrirtækj- um, til dæmis Intrum eða Moment- um. Í slíkri innheimtu bætist við kostnaður fyrir skuldarann. Hafn- arfjörður er eina sveitarfélagið af þeim fimm stærstu sem skiptir ekki við slík fyrirtæki. Ýmiss konar gjöld eru í inn- heimtu; fasteignagjöld, gatnagerðargjöld, leikskólagjöld, gjöld fyrir frístundaheimili og skólamáltíðir í grunnskólum, svo eitthvað sé nefnt. Hjá Reykjavík eru 6.000 kröfur í innheimtu hjá Momentum og úti- standandi skuldir nema 570 millj- ónum króna. Fjöldi greiðenda gæti verið minni þar sem hver og einn gæti átt fleiri en eina skuld. Í Kópavogi eru skuldir 98 ein- staklinga í innheimtu upp á 6,3 milljónir króna. Þar að auki eru 23 fyrirtæki. Aðeins er ein krafa á hvern greiðanda samkvæmt upp- lýsingum frá bænum. Akureyrarbær á útistandandi 37 milljónir í ógreiddum gjöldum sem eru í innheimtu. Fjöldi mála er 774, en þær kröfur deilast á 368 einstaklinga. Stærstur hluti upp- hæðarinnar, um 17 milljónir, er vegna fasteignagjalda, en 6,5 milljónir vegna leik- og grunn- skóla. Í Garðabæ eru 70,2 milljónir í innheimtu hjá innheimtufyrir- tækjum, í 113 kröfum á 85 ein- staklinga. Í flestum tilfellum er um að ræða fasteignagjöld, en stærsta krafan er vegna gatna- gerðargjalda. Tekin hefur verið sú ákvörðun að hætta að senda gatna- gerðargjöld í milliinnheimtu. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að ástæða þess að ekki sé skipt við inn- heimtufyrirtæki þar á bæ sé tví- þætt. Reiknað hafi verið út að varðandi vanskil á fasteignagjöld- um sé hagkvæmara að sveitar- félagið innheimti sjálft dráttar- vexti. „Svo er um að ræða alls kyns viðkvæma innheimtu, félagsíbúð- ir, skólamáltíðir og fleira. Þetta er mjög vandmeðfarið og við viljum stýra því hvernig meðferð hvert mál fær. Það getur þurft að taka tillit til sérstakra aðstæðna og þá má ekki vera þessi fjarlægð.“ - kóp Sveitarfélög ganga hart að skuldurum Þúsundir krafna sveitarfélaga á einstaklinga eru í innheimtu hjá innheimtu- fyrirtækjum. Hjá fjórum stærstu sveitarfélögunum nemur upphæðin um 683 milljónum króna. Hafnarfjarðarbær skiptir ekki við innheimtufyrirtæki. BYGGÐ Á ÓGEÐFELLDRI EIGIN REYNSLU Steinar Bragi Guðmunds- son rithöfundur hefur vakið mikla athygli fyrir skáldsögu sína Konur. HELGARVIÐTAL 20 matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]desember 2008 Súkkulaði-pavlova Sonju B. Guðfi nnsdóttur Gersemar fyrir augaðKonfektgerð í nærri aldarfjórðung Sívinsælt sælgætiKaka að hætti Svandísar Kristiansen Rjómaostahringurmeð rifsberjum Áb i FYLGIR Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 0 -3 -2 00 VINDASAMT Í dag verður allhvöss eða hvöss norðaustanátt suðaustan til annars strekkingur. Snjókoma suðaustan og austan til annars él á víð og dreif. Víðast vægt frost. VEÐUR 4 Á SKÍÐUM SKEMMTI ÉG MÉR Opið var í Bláfjöllum í gær og er þessi síðasta helgi fyrir jól fyrsta helgin sem opið er í Bláfjöllum í vetur. Færi var gott og þeir ekki sviknir sem mættu á staðinn. Útlit er gott fyrir skíðaiðkun í dag. Skíðasvæði voru einnig opin á Akureyri og á Sauðárkróki. FRÉTTABLÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.