Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.01.2009, Blaðsíða 4
4 4. janúar 2009 SUNNUDAGUR Vorönn hefst mánudaginn 5. janúar Láttu drauminn rætast ! Einkanám. Hóptímar-námskeið. Allir aldurshópar velkomnir. Börn 6-18 ára geta notað frístundakort Í.T.R. Ármúli 38 / við Selmúla S: 5516751 6916980 pianoskolinn.is pianoskolinn@pianoskolinn.is VIÐSKIPTI Einkahlutafélögum sem hafa það hlutverk að kaupa og selja hlutabréf, svokölluðum eignarhaldsfélögum, hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Ávinningurinn af því að færa hlutabréfakaup í slík félög er aðal- lega að takmarka á persónulega ábyrgð eigendanna, segir Vil- hjálmur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Samtaka fjárfesta. Eignarhaldsfélög voru um 1.150 talsins í lok árs 2004, en eru nú ríf- lega 3.300. Fjöldinn hefur tæplega þrefaldast á fjórum árum. Afar lítill skattalegur ávinning- ur er af því að stofna eignarhalds- félög, í stað þess að sýsla með hlutabréf á eigin kennitölu, segir Vilhjálmur. Ekki sé heldur mikil þörf á því að stofna slík félög til að halda yfirsýn yfir hlutabréfaeign. Slíka yfirsýn geti menn fengið með einfaldari hætti með því að stofna vörslureikning í einhverj- um af bönkunum. Um þriðjungur af útlánum við- skiptabankanna voru til hlutafjár- kaupa eignarhaldsfélga, segir Vil- hjálmur. Með því hafi eigið fé bankanna verið þurrkað upp. Hann segir þó varla við stjórn- völd að sakast, það hafi átt að vera bankanna að passa upp á sjálfa sig. Þeir hafi haldið áfram að lána eign- arhaldsfélögum fyrir hlutabréf- um, með veði í bréfunum. Afleið- ingarnar geti allir séð eftir hrun bankakerfisins. Oft verður til flókin keðja eigna- tengsla þegar eignarhaldsfélög eiga í öðrum eignarhaldsfélögum, segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. „Maður áttar sig oft á tíðum ekki alveg á því hvers vegna þessi eignatengsl eru höfð svona flók- in,“ segir hann. „Það geta verið á því tæknilegar skýringar, en stund- um virðist það vera til að fela aðkomu einhverra aðila að félög- um, þó ekki sé hægt að fullyrða um það.“ Hægt er að rekja eignatengsl í gegnum mismunandi eignarhalds- félög, þó oft á tíðum geti keðjan orðið flókin með krosseignatengsl- um og aðkomu margra félaga. „Það er orðið ótrúlegt í íslensku atvinnulífi hvað eignatengsl eru mikið á kross. Þetta gerir auðvitað allt eftirlit miklu erfiðara. Það er vinna í gangi hjá ríkisskattstjóra þar sem verið er að greina hverjir eru raunvörulegir eigendur 300 stærstu félaganna á Íslandi, og það er gríðarlega erfitt að finna út úr því,“ segir Skúli Eggert. Erfiðast er að rekja keðju eigna- tengsla ef að henni koma erlend félög, sem illmögulegt getur reynst að fá upplýsingar um, segir Skúli Eggert. Jafnvel þó til að mynda fáist upplýsingar um félag skráð í Lúxemborg getur eigandi þess félags verið annað félag, sem skráð er í öðru landi sem jafnvel veitir enn minni upplýsingar. „Maður veltir fyrir sér af hverju menn eru með eignarhald í gegn- um erlenda aðila,“ segir Skúli Egg- ert. Tvær ástæður vegi þar lang- samlega þyngst. Annars vegar séu menn að dylja einhvers konar slóð, eignatengsl eða eignarhald. Hins vegar sé um skattalegar ráðstafanir að ræða. Slíkt geti verið fullkomlega lög- legt, en þessar ráðstafanir geti einnig orðið ólöglegar sé ekki greint frá eignarhaldinu á skatt- framtali. brjann@frettabladid.is Eignarhaldsfélög takmarka ábyrgð á hlutabréfakaupum Fjöldi einkahlutafélaga sem hafa þann eina tilgang að sýsla með hlutabréf hefur þrefaldast á síðustu fjór- um árum. Mikil krosseignatengsl í íslensku atvinnulífi gera eftirlit miklu erfiðara segir ríkisskattstjóri. 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 4000 3000 2000 1000 0 Fj öl di FJÖLDI EIGNARHALDSFÉLAGA 561 624 740 913 1.147 1.630 2.128 2.868 3.334 Sífellt algengara er að hlutabréfa- eign einstaklinga sé færð inn í eignarhaldsfélög. Tilgangurinn getur verið margvíslegur. Til dæmis geta eigendur eins eignarhaldsfélags verið nokkrir, og þannig geta við- skiptafélagar átt saman hlut í félagi í gegnum eignarhaldsfélag. Eignarhaldsfélag er afmörkuð tegund einkahlutafélaga. Þau hafa þann eina tilgang að kaupa, selja og eiga hlutabréf í öðrum félögum. Samkvæmt skilgreiningu Fyrirtækja- skrár veita þess konar hlutafélög enga þjónustu, og framleiða ekki neitt. Kostnaðurinn við að stofna einkahlutafélag eru 88.500 krónur. Að auki þarf stofnandi að leggja félaginu til hlutafé, að lágmarki 500 þúsund krónur. Fari eignarhaldsfélag í þrot gilda sömu reglur og um einkahlutafélög almennt, segir Skúli Eggert Þórðar- son ríkisskattstjóri. Ef gjaldþrotið er talið eðlilegt og félagið einfaldlega á ekki fyrir skuldum takmarkast kröfur við hlutafé félagsins. Ekki er hægt að ganga að þeim sem stofnuðu félagið til að innheimta kröfur sem félagið á ekki fyrir. Á þessu er þó undantekning. Ef grunur leikur á að einkahlutafélagið hafi verið stofnað í þeim tilgangi að láta það fara í þrot er hægt að ganga að eiganda þess. Slíkt getur þó verið erfitt að sanna, segir Skúli Eggert. ÁBYRGÐIN EKKI MEIRI EN HLUTAFÉ STANGVEIÐI Ritstjórn veiðivefsins votnogveidi.is telur að leyfa eigi vetrarveiði í þeim ám sem byggja á hafbeitarlaxi. „Í stuttu máli þá eru þarna í Rangárþingi ár sem eru smekk- fullar af laxi sem er ekkert í þess- um venjulega fasa að hrygna til að halda uppi stofni af eigin ramm- leik. Ef til eru veiðimenn sem vilja eyða góðviðrisdögum á vetri til að bleyta færi hvers vegna ætti ekki að leyfa slíkt einmitt á þessum slóðum?“ segir á votnogveidi.is í tilefni frétta Fréttablaðsins af veiði á þremur löxum í Ytri-Rangá á nýársdag. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að ólöglegt er að veiða lax í haf- beitarám eftir 31. október. Á vot- nogveidi.is segir að hafa ætti mun rýmri veiðitíma í hafbeitarám á borð við Rangárnar: „Náttúruleg hrygning í ánum er lítil og skiptir í besta falli engu máli fyrir laxagöngur árinnar. Þær eru framleiddar af manns- höndinni. Maður sér fyrir sér laxa í Rangánum berja sporðunum í sandbotninn og svo fljóta hrognin áleiðis til hafs. Þetta á ekkert skylt við eðlilegt og náttúrulegt lífríki. Rangárnar eru tilbúnar laxveiðiár sem dekka stóran markhóp veiði- manna. Sem slíkar eru þær frá- bær viðbót í flóruna hér á landi. En hvers vegna ættu menn þá að vera með einhverja viðkvæmni gagnvart löxum þeirra?“ - gar Umdeild laxveiði á nýársdag vekur umræður meðal stangveiðimanna: Vilja veiða hafbeitarlax að vetrarlagi FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Þau tíðindi að veiðst hefðu þrír laxar á Ytri-Rangá á nýársdag vöktu hörð viðbrögð. INDLAND, AP VarnarmálaIndlands segir ekkert aðyfirlýsingar pakistanskrvalda um væntanlegar aþeirra gegn pakistönskumhryðjuverkamönnum, semárásum á borgina MúmbaIndlandi fyrir nokkrum v„Yfirlýsingar skipta ekAthafnir skipta máli. Þeirsanna sig í verki,“ segir ráann, A.K. Antony.Pakistanar hafa handtekminnsta kosti tvo menn, seer að hafi skipulagt árásirnásamt því að ráðast til atlöggóðgerðasamtökum, sem tahalda hlífiskildi yfir hryðjusamtökunum Lashkar e Taíb Indverjar um Pakist Segja yfirlý ar ómarktæ að frá stu aldar. Einnig hefur vitund um mikilvægi fræðslu til sjómanna og slysavarna eflst á undanförnum árum, segir á heimasíðu Siglingastofnunar. - shá Flugumferð í Bandaríkjunum:Níu múslimum vísað frá borði 1 0 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 KÚBA, AP Raúl Castro Kúbuforseti spáir því að byltingarstjórn landsins muni endast í önnur fimmtíu ár. Hann fagnaði því á nýársdag, ásamt landsmönnum, að hálf öld væri frá því bróðir hans, Fidel Castro, steypti einræðisherranum Fulgencio Batista af stóli.Fidel var hvergi nærri. Hann hefur haldið sig til hlés frá því hann veiktist fyrir næstum hálfu þriðja ári. Efnahagur Kúbu er illa staddur eftir náttúruhamfarir á árinu en landsmenn vonast til að samskipt-in við Bandaríkin muni batna eftir að Barack Obama tekur við forsetaembætti þar síðar í mánuðinum. - gb Byltingarafmæli á Kúbu: Lofar fimmtíu árum í viðbót RAUL CASTRO Hélt hátíðarræðu á sama stað og bróðir hans lýsti yfir sigri fyrir hálfri öld. NORDICPHOTOS/AFP su mikið tjón vþó að einhverjar rakhafi orðið, auk þess gólfum hafi skemmsEngin röskun varðgistihússins, enda öllannarri og þriðju hæ ÚKRAÍNA, AP Stjórnir Úkraínu ogRússlands eiga nú í áróðursstríðút af gasviðskiptum landanna. Úkraínustjórn fullyrðir að gassem streymir eftir l ið l Gasdeila Rússa og Úkraínu Úkraína leitar til Evrópuríkja RÚSSAGAS Í UNGVERJALANDI Ungvur verkamaður fylgist með gasstreymfrá Úkraínu. NORDICPHOT VEIÐI „Ég get ekki betur séð en það sé kolólöglegt að veiða á þessum tíma og til þess fallið að grafa undan þessu almenna siðferði sem maður vill sjá í veiðum, að menn virði bráð sína og láti hana í friði þegar hún er að hrygna eða er nýhrygnd,“ segir Sigurður Guð-jónsson, forstjóri Veiðimálastofn-unar. „Á þessum tíma er laxinn að komast í göngubúning og þá á að láta hann í friði. Og það er í anda laganna.“ Sigurður talar hér um frétt sem birtist í blaðinu í gær, þar sem Kristján Þ. Davíðsson, veiðimaður og framkvæmdastjóri gamla Glitnis, sagði frá feng sínum í Ytri-Rangá, en ekki í Eystri-Rangá, eins og stóð ranglega í blaðinu. Hann fór til veiða á nýárs-dag og fékk þrjá laxa með félaga sínum. Kristján sagðist hafa fengið leyfi veiðivarðar og í fréttinni sagði að veiði í hafbeitarám, ám þar sem fiskur er ræktaður af mönnum, væri leyfileg á þessum tíma. Þær upplýsingar fengust hjá starfsmanni Lax-ár, sem leigir út veiðileyfi við árnar.Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir engan vafa á að laxveiði sé bönnuð eftir 30. september, en í hafbeitar-ám sé hún leyfileg allt til 31. okt-óber. Þetta sé því skýlaust brot á lögum: „Þetta athæfi, að vera að veiða lax á þessum tíma er hlutusem við ilj Fiskistofu segir mennina ekki hafa haft leyfi. „Þeir eru þarna greinilega ekki að veiða sam-kvæmt lögum,“ segir hann.Matthías Þorsteinsson, veiði-vörður í Ytri-Rangá i að veiða þarna“. Hann vilji hvorki gefa upp nafn hans né félaga síns til að forða þeim frá klandri. „Við töldum okkur ekki vera að brjótlög en f i Laxveiði ólögleg á þessum árstíma Talsmenn Fiskistofu, Veiðimálastofnunar og Landssambands veiðifélaga segja að laxveiðar í Rangánum séu ólöglegar eftir 31. október ár hvert. Framkvæmda-stjóri gamla Glitnis veiddi þar lax á nýársdag með félaga sínum. KRISTJÁN MEÐ FENGINN Veiðimaðurinn var ánægður með fenginn og ófeiminn við að sýna hann. Laxveiði er hins vegar ekki leyfileg á þessum árstíma. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Segðu skoðun þína á Vísir.is FÓLK Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fer í geisla- meðferð á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í vikunni. Sam- kvæmt tilkynn- ingu frá utanrík- isráðuneytinu er um að ræða lokahnykk meðferðar sem hófst í lok september þegar Ingibjörg Sólrún gekkst undir aðgerð til að fjarlægja heilaæxli. Ingibjörg Sólrún heldur utan á fimmtudag en gert er ráð fyrir að hún verði frá vinnu í þrjá til fimm daga. - kh Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Fer utan í geislameðferð INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR INDLAND, AP Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, sagðist í gær vona að stjórnvöld í nágrannaríkinu Pakistan sjái að sér og handtaki og framselji þá einstaklinga, sem grunaðir eru um mannskæð hryðjuverk í Mumbai á Indlandi í nóvember í fyrra, svo hægt verði að rétta yfir þeim. Indversk stjórnvöld telja líkur á að hryðjuverkamennirnir, sem bera ábyrgð á dauða 172 manna í árásunum, séu Pakistanar sem hafi fengið þjálfun í heimalandinu. - jab Þrýstir á stjórnvöld í Pakistan: Vill fá hryðju- verkamennina VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. -2° 0° -9° -6° -2° 2° 1° 0° 0° 1° 13° 12° -2° 5° 20° 4° 26° 12° Á MORGUN Hæg norðlæg eða breytileg átt. ÞRIÐJUDAGUR Hæg breytileg átt. 1 2 1 2 1 4 5 0 6 3 2 2 2 4 5 7 6 5 2 6 5 6 -1 4 -1 0 2 6 1 -1 -2 2 FÍNT VEÐUR TIL ÚTIVISTAR Það verður hægur vind- ur á landinu næstu daga og ekki fyrr en á miðvikudag að það fer að blása. Á morgun verður úrkomulítið en á þriðjudag má búast við slyddu eða snjókomu norðan- og austan til. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður VIÐSKIPTI Sir David Jones, stjórn- arformaður bresku íþróttavöru- verslunarinnar JJB Sports, settist nær forstjóranum, Chris Ronnie, eftir áramótin en vonast er til að þeir stýri henni saman til grænni haga. Aðrar breytingar voru gerðar í stjórnendateymi versl- unarinnar. Rekstur JJB var mjög erfiður á síðasta ári. Chris Ronnie keypti tæpan þriðjungshlut í JJB Sports í félagi við Exista fyrir 24 millj- arða króna um mitt ár 2007. Gengi bréfa í versluninni stóð þá í 275 pensum á hlut. Afleit staða í breskri verslun hefur hins vegar höggvið stór skörð í afkomuna og gengið hrunið um 98 prósent síðan þá. - jab Nýir stjórnendur hjá JJB: Fleiri við stýrið Í blaðinu í gær birtust gamlar niður- stöður á fylgi stjórnmálaflokkanna úr þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi eru Vinstri græn með 29 prósent atkvæða, Samfylking 28, Sjálfstæðisflokkur 25, Framsókn 7,5 og Frjálslyndir tæp 4 prósent. LEIÐRÉTTING GENGIÐ 02.01.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,1348 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121 121,58 175,74 176,6 168,69 169,63 22,637 22,769 17,338 17,44 15,57 15,662 1,327 1,3348 185,86 186,96 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.