Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1982 fréttir Málin skýrast á fundi ráðherranefndarinnar um efnahagsmál: „UÓST HVflÐfl ATRIDI SAMKOMUlflG NÆST UM” — segir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins ■ „Á þessum fundi skýrðust málin verulega og Ijóst liggur fyrir um hvaða atriði samkomulag næst um“ sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra í samtali við Tímann, en ráðherranefnd sú er komið hefur verið á laggirnar og ræða á um efnahagsað- gerðir hélt fund í gær. Steingrímur vildi ekki að öðru leyti greina frá því sem fram fór á fundinum í gær, málin væru á viðkvæmu stigi og hann ætti eftir að greina þingflokki Framsóknarflokksins frá málunum eins og þau lægju fyrir nú en þingflokksfund- ur mun verða haldinn síðar í vikunni. Aðspurður um hvort bráðabirgðalög um vísitölumálin hefðu komið til umræðu á þessum fundi sagði Steingrím- ur svo ekki vera. „Hinsvegar er ljóst að skerðing sú sem ASÍ samdi um á sínum tíma og kemur til nú um mánaðamótin verður að ganga á alla línuna" sagði Steingrímur. - FRI. Tvö hross drápust er þau hlupu fyrir bfl ■ Tvö hross drápust samstundis þegar þau hlupu framan a Hla/er-jeppa sem ekiö var eftir þjöðveginum skammt vestan við Foss á Síðu í Vestur-Skafta- fellssv slu laust eftir miðnættið í fv rrinótt. Kla/ernum. sem cr bílaleigubill, var ekið veslur þjóðveginn. I’egar hrossin urðu hans vör fældusl þau, en attuðu sig ekki betur en svo að þau hlupu á móti honum og beint framan a hann. Að sógn lögreglunnar á kirkjuhæjarklaustri, var hóggið mikið. Bla/erinn stórskemmdist að framan við höggið. I jeppanum voru þrír erlendir ferða- menn og einn íslendingur. F.kkert þeirra sakaði. -Sjó. Bifreiðaeftirlitið í Keflavík: Tugum þúsunda króna stolid Hröpuðuí Botnsúlum ■ Tveir björgunarsveitarmenn úr Ingólft t Reykjavík slösuðust þegar þeir voru við æfíngar í Botnssúlum í Hvalfjarðarbotni á sunnudag. Gengu þeir á Botnssúlur ásamt nokkrum félögum sínum í Ingólfi. A niðurleið skrikaði þeim fótur í sjó- skafli og runnu þeir um 150 metra niður í gil. í fyrstu virtist sem þeir væru alvarlega slasaðir og var sótt þyrla úr Reykjavtk til að koma þeim á sjúkrahús. Þegar þyrlan kom á vettvang voru björgunarsveitarmenn- irnir famir af staðnum. Var þá búið að koma þeim í bíl, sem flutti þá á sjúkrahús. Meiðsli mannanna eru ekki talin alvarleg. Fengu þeir báðir að fara heim af sjúkrahúsinu t' gær. - Sjó. ■ Tugum þúsunda króna var stolið þegar brotist var inn á skrifstofu Bifreiðacftirlitsins í Keflavík um helgi- na. Peningamir voru geymdir í læstri hirslu á skrifstofunni. Hirslan var brotin upp og em það einu merkin sem þjófurinn skildi eftir sig. „Þetta voru skráningargjöld og pen- ingar sem fengust fyrir númerasölu,“ sagði Baldur Júlíusson, forstöðumaður Bifreiðaeftirlitsins í Keflavik í samtali við Tímann í gær. Baldur sagði, að það væri allsendis óljóst hvernig þjófurinn komst inn í húsið. Hann hafði ekki þurft að brjóta upp neinar hurðir. Aðspurður um hvort þjófurinn hefði haft lykla í fórum sínum, sagðist Baldur ekkert vilja um það segja. „Hér eru engar skemmdir sjáanlegar aðrar en þær sem urðu á skúffunum, sem peningarnir voru geymdir í,“ sagði Baldur. Ennfremur sagði hann að ekki væri alveg ljóst hversu há upphæð það var sem úr hirslunum hvarf. „Hins vegar er það ljóst, að hér var um nokkra tugi þúsunda að ræða,“ sagði Baldur. - Sjó. ■ Eins og sjá má er Blazerinn mikið skemmdur eftir áreksturinn við hrossin. KOLS YRUHLEÐSLA N #■ Jóhann P. Jónsson verður á hringferð um landið í ágúst á eftirtöidum stöðum, til að þjónusta og yfirfara allar gerðir slökkvitækja, selja og veita almennar ráðleggingar varðandi slökkvitæki. Eigendur slökkvitækja geta fengið tæki sín yfir- farin við bílinn.Bændur,notið tækifærið og fáið tæki ykkar yfir- farin. KOLSÝRUHLEÐSLAN SF. Seljaveg 12 - Sími 13381 Þjónustu og söluferð 11. ágúst Vopnafjörður kl. 12.00 11. ágúst Þórshöfn kl. 18.00 12. ágúst Raufarhöfn kl. 10.00 12. ágúst Kópasker kl. 15.00 13. ágúst Húsavík kl. 10.00 14. ágúst Mývatn kl. 13.00 14. ágúst Laugar kl. 16.00 16. ágúst Akureyri kl. 09.00 17. ágúst Dalvík kl. 10.00 18. ágúst Ólafsfjörður kl. 09.00 19. ágúst Siglufjörður kl. 09.00 20. ágúst Hofsós kl. 11.00 20. ágúst Varmahlíð kl. 16.00 21. ágúst Sauðárkrókur kl. 13.00 22. ágúst Blönduós kl. 10.00 23. ágúst Hvammstangi kl. 10.00 24. ágúst ísafjörður kl. 09.00 25. ágúst Bolungarvík kl. 10.00 26. ágúst Þingeyri kl. 11.00 26. ágúst Bíldudal kl. 17.00 27. ágúst Patreksfjörður kl. 09.00 28. ágúst Flókalundur kl. 11.00 28. ágúst Bjarkarlundur kl. 16.00 28. ágúst Búðardalur kl. 19.00 29. ágúst Stykkishólmur kl. 10.00 29. ágúst Grundarfjörður kl. 18.00 30. ágúst Ólafsvík kl. 10.00 31. ágúst Borgarnes kl. 10.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.