Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.09.1982, Blaðsíða 13
 Fimm á EM í Aþenu ■ Evrópumeistaramót í ijálsum íþróttum verður haldið í Aþenu í Grikklandi dagana 6. - 12. septem- ber næstkomandi. Islendingar hafa löngum tekið þátt í Evrópumótum og oft náð þar frábærum árangri. Má í því sambandi nefna að ísland var meðal fremstu þjóða í stigakeppn- inni í Brússel árið 1950 Þar báru hæst afrek Evrópumeistaranna tveggja Gunnars Huseby, sem var yfirburðasigurvegari í kúluvarpi og Torfa Bryngeirssonar sem sigraði í langstökki og varð að sleppa þátt- töku í úrslitum í stangarstökki vegna þess að keppt var í báðum greinum á sama tíma. Nú fara fimm keppend- ur frá íslandi til Aþenu: Þórdís Gísladóttir, Oddur Sigurðsson, Óskar Jakobsson, Einar Vilhjálms- son og Jón Diðriksson. Um sama leyti verður haldið Evrópuþing frjálsíþróttamanna í Aþenu og munu þeir Örn Eiðsson og Sigurður Björnsson mæta þar sem fulltrúar Islands. Hann kostaði hálfa milljón ■ Eins og fyrr hefur verið greint frá í blöðum festi Arsenal kaup á Lee Chapman frá Stoke. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum krafðist Stoke þess að fá 600.000 £ fyrir kappann, en það þótti þeim Arsenal- mönnum fullmikið af því góða og stungu upp á 250.000 £. Þess vegna varð að leggja málið fyrir sérstaka matsncfnd enska knattspyrnusam- bandsins og niðurstaða hennar varð sú, að Arsenal þurfti að punga út litlum 500.000 £ fyrir Chapman og er það bara dágóður peningur. Hver tekur við? ■ Nú hefur Bob Paisley fram- kvæmdastjóri Liverpool lýst því yfir að hann hyggist láta af störfum eftir það keppnistímabil sem nú er nýlega hafið. Þá hafa menn farið að velta vöngum yfir því hver taki við starfi hans og hafa ýmis nöfn verið nefnd, en ekkert eins oft og nafn John Toschack, sem stýrt hefur Swansea með frábærum árangri á undanföm- um árum og leitt þá á beinni braut neðan úr fjórðu deild og upp í þá fyrstu. Ekki skaðar að Toschack er fyrrverandi leikmaður með liði Liverpool og á þar vissar rætur, sem hann myndi þá losna við að rækta. • Þórsarar á uppleið I 2. deildarlið Þórs frá Akureyri steig stórt skref í átt til hinnar fyrirheitnu fyrstu deildar er þeir sigruðu lið Fylkis á Laugardalsvelli á mánudagskvöld. Þór sigraði með tveimur mörkum gegn engu og var það Guðjón Guðmundsson sem skoraði bæði mörkin. Þar með era litlar líkur á félagið sem Guðjón lék áður með í knattspymunni og hyggst leika með í handknattleik í vetur FH nái að endurheimta sæti sitt í 1. deild, en þeirféllu síðastliðið haust. Árni meiddist ■ Við greindum frá því hér í blaðinu í gær að lið Tindastóls frá Sauðárkróki hafi sigrað Selfoss í 3. deild. Þjálfari Tindastóls er sem kunnugt er Ami Stefánsson fyrr- verandi landsliðsmarkvörður og leik- ur hann í markinu hjá þeim Tindastólsmönnum. I byrjun leiksins á laugardag varð Ámi fyrir meiðslum og varð að yfirgefa völlinn, en að athuguðu máli kom í Ijós að þau era ekki alvarlegri en svo, að hann kemur til með að verða með í slagnum gegn Víði á Sauðárkróki á laugardaginn. Mæta Hollendingum á Laugardalsvelli í kvöld ■ Landsliðs íslands og Hollands munu mætast á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 18:30. Leikurinn í kvöld er liður í Evrópukeppni landsliða, en þar leika íslendingar í riðli með Hollandi, Spáni, írlandi og Möltu. Einn leikur hefur verið háður í riðlinum milli Möltu og íslands og sigruðu Möltubúar með tveimur mörkum gegn einu eins og flestum er enn í fersku minni. íslendingar léku sinn fyrsta landsleik gegn Hollendingum á Laugardaisveííi í júní 1961 og sigruðu fslendingar þá með fjórum mörkum gegn þremur. Þess má geta að það var áhugamannalands- lið Hollendinga. Næst mættust þessi lið árið 1976 og þá sigruðu Hollendingar hér á Laugardalsvelli með einu marki gegn engu. 1979 léku Hollendingar aftur á Laugardalsvelli og þá sigruðu þeir með fjórum mörkum gegn engu. Þá hafa liðin tvívegis leikið í Nijmegen í Hollandi og Hollendingar sigrað í bæði skiptin, fyrst með fjórum gegn einu og síðan 3-0. Hollendingar eru nú mikið til að skipta um landslið og eru margir þekktir kappar hættir að leika landsleiki, menn sem sumir hverjir voru taldir meðal fremstu knattspymumanna heimsins. Þá koma ekki hingað nú Frans Thijssen, sem leikur með Ipswich og Arnold Muhren, sem hingað kom á dögunum með liði Manchester United. Hingað kemur hins vegar Hans van Briuklen, sem leikur með Nottingham Forest. Sé litið yfir leikmannahóp Hollend- inga eru þar nokkur vel þekkt nöfn og einnig aðrir sem ekki hefur enn skotið upp á stjörnuhimininn. Þekktastur hér á landi er án efa fyrrverandi félagi Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Standard Liege Simon Tahamata. Hann er í hópi bestu sóknarleikmanna í Belgíu og raunar í Evrópu. Þá má nefna annan Kerkhof tvíburabróðurinn Willy van der Kerkhof, en hann leikur með liði PSV í Hollandi, van der Korput sem leikur hversu litlar breytingar verða á landslið- inu milli leikja. En að öllum líkindum kemur uppstillingin til með að vera eitthvað á þessa leið: markvörður: Guðmundur Baldursson varnarmenn: Trausti, Marteinn, Sævar, Örn miðvallarleikmenn: Janus, Atli, Arnór, Ómar sóknarmenn: Lárus, Pétur. Þetta er líklegasta uppstillingin og sannast sagna lítur þetta lið út fyrir að vera sterkt á pappírnum og vonandi verður sú raunin einnig inn á vellinum í kvöld. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.30 og hann dæmir Englendingur Warrel að nafni. Forsala aðgöngumiða verður frá klukkan 12.00 á hádegi við Útvegs- bankann og einnig á Laugardalsvelli. Fólki er eindregið ráðlagt að tryggja sér miða í tíma, því biðraðir fyrir leikinn eru hvímleiðar og gætu orðið til þess að fólk missti af hluta leiksins. Það er rík ástæða til að hvetja fólk til að fjölmenna á völlinn í kvöld. Landsliðið er vel skipað leikmönnum sem hafa mikla reynslu og hafa sýnt margir hverjir hæfni sem gefur okkur tilefni til bjartsýni. ■ Fréttaritara Tímans hafa borist upplýsingar um hver verði uppstilling landsliðsins gegn Hollendingum í kvöld. Sú ágiskun sem er hér birt að ofan er greinilega ekki fjarri lagi, þar sem liðið verður skipað öllum sömu leikmönnum í sömu stöðum, nema hvað Þorsteinn Bjarnason leysir Guðmund Baldursson af hólmi í markinu og í stað Ómars Torfasonar leikur Karl Þórðarson á miðjunni. Þetta er mjög sterkt lið eins og fyrr er sagt og vonandi fjölmennir fólk í Laugardalinn í kvöld til að hvetja landann til sigurs og ef ekki til sigurs þá a.m.k. til að viðunandi árangurnáist gegn þessu sterka liði. Það er alveg ljóst að Hollendingarnir með Torino á Ítalíu og Metgod sem leikur með Haarlem. Landsliðshópur íslands er skipaður eftirtöldum leikmönnum í leiknum í kvöld: GuðmundurBaldursson, Fram 8landsl. Þorsteinn Bjarnason ÍBK 14 landsl. Arnór Guðjohnsen Lokeren 9 landsl. Atli Eðvaldsson Fortuna D. 27 landsl. JanusGuðlaugss. FortunaK. 241andsl. Karl Þórðarson Laval 14 landsl. Pétur Ormslev Fortuna D. 13 landsl. Marteinn Geirsson Fram 63 landsl. Sævar Jónsson C.S. Brúgge 9 landsl. Trausti Haraldsson Fram 17 landsl. Viðar Halldórsson FH 17 landsl. Sigurður Lárusson ÍA 7 landsl. LárusGuðmundss. Waterschei 71andsl. Ómar Torfason Víkingi■ 7 landsl. Gunnar Gíslason KA 3 landsl. Örn Óskarsson ÍBV 21 landsl. Það er ekki úr vegi að velta aðeins fyrir sér hvemig Jóhannes Atlason þjálfari stillir liðinu upp í kvöld. Það er fremur auðvelt sé hliðsjón höfð af því ■ Simon Tahamata munu leggja sig alla fram í leiknum í kvöld, menn eru að reyna að festa sig í sessi í liðinu hjá þeim, sem stafar af því að segja má að hálfgert millibilsástand sé ríkjandi hjá þeim. Gamla liðið er að hverfa af vettvangi, en við taka aðrir yngri leikmenn. sh Janusfær guliúr ■ Landsleikurinn gegn Hollendingum í kvöld er tímamótaleikur hjá Janusi Guðlaugssyni. Fyrir þennan leik hefur hann 24 sinnum klæðst íslenska lands- liðsbúningnum og leikurinn í kvöld er því sá 25. á ferli hans. Fyrir það fær Janus gullúr að gjöf frá Knattspyrnu- sambandi íslands. En Janus hefur ekki eingöngu leikið landsleiki í knattspyrnu. Hann á nokkra handknattleikslandsleiki að baki og eiga þeir það sameiginlegt hann og Gunnar Gíslason sem er í landsliðshóp íslands í kvöld. sh Tekst íslendingum að sigra í kvöld?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.