Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.09.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1982 3 fréttirf Kristján Ragnarsson, formadur LIÚ 77 FISKVERÐ ÞURFT AÐ HÆKKA MINNST 40% — ef tryggja hefði átt vidunandi rekstur útgerdarinnar ■ -Fiskverö hefði þurft að hækka um minnst 40% til að tryggja útgerðinni viðunandi rekstrarskilyrði, sagði Krist- ján Ragnarsson formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna í viðtali við Tímann að loknum fundi trúnaðar- ráðs LIÚ. A fundinum var samþykkt samhljóða að stöðva fískveiðiflota ís- lendinga frá og með miðnætti 10. september n.k. hafi samningar við stjórnvöld um rekstrarskilyrði útgerðar- innar ekki tekist fyrir þann tíma. Kristján Ragnarsson sagði að þessi ákvörðun trúnaðarráðsins hefði verið neyðarráðstöfun, en ógjörningur væri að reka útgerðina lengur á þann hátt sem stjórnvöld ætluðust til. -Krafa okkar er einfaldlega sú að útgerðinni verði tryggð þau skilyrði að hægt sé að reka hana á viðunandi hátt og án þess gífurlega halla sem verið hefur á útgerðinni að undanförnu sagði Kristján og minnti á að eftir fiskverðs- ákvörðun væri það mat þjóðhagsstof- unnar að hallinn á rekstri stóru togaranna væri nú 19.3% af tekjum. 16% af tekjum á minni togurum og 13% á bátum. Sem fyrr greinir boðar trúnaðarráðið stöðvun flotans frá og með miðnætti 10. september, en skip sem þá kynnu að vera að vciðum mega þó Ijúka veiðiferð. Jafnframt er bátum sem landa daglega heimilt að halda veiðum áfram til 17. september. Sagði Kristján að þessi stöðvun væri boðuð með það góðum fyrirvara að ráðrúm ætti að gefast til að ■ Hvorki aðal-né varafulltrúi Bæjar- útgerðar Reykjavíkur í trúnaðarráði Landssambands íslenskra útvegsmanna, sat fund ráðsins er ákvörðunin um stöðvun fiskveiðiflotans var tekin. Sam- kvæmt samþykktum LÍÚ er BÚR þó bundin þeirri samþykkt sem gerð var á fundinum þar sem meira en 3/4 fundarmanna greiddu henni atkvæði sitt. Samkvæmt upplýsingum Björgvins Guðmundssonar, forstjóra Bæjarút- gerðarinnar átti Marteinn Jónasson, fyrrverandi forstjóri BÚR ekki heiman- gengt á fundinn og varamaður hans, ræða málin áðuren tilstöðvunar kæmi. Þess má geta að með þessari ákvörðun trúnaðarráðsins er í fyrsta skipti gripið til sérstakrar heimildar í samþykktum LÍÚ til stöðvunar flotans. Jafnframt var á fundinum skipuð sérstök viðræðu- nefnd til viðræðna við stjórnvöld, en nefnd þessa skipa auks Kristjáns Ragnarssonar, Vilhelm Þorsteinsson, varaformaður LÍÚ, Akureyri, Kristinn Pálsson, útgerðarmaður, Vestmanna- Einar Sveinsson, annar forstjóri út- gerðarinnar var erlendis. Það kom því í hlut annars varamanns, fulltrúa frá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar að sitja fundinn og stóð hann ásamt öðrum fundarmönnum að ályktun trúnaðar- ráðsins. Ekki var það þó í umboði BÚR, en Björgvin Guðmundsson sagði að ákvörðun ráðsins yrði væntanlega tekin fyrir á fundi útgerðarráðs Bæjarútgerðar Reykjavíkur um miðja næstu viku. Auk þess hvað Björgvin hugsanlegt að þetta mál yrði einnig að fara fyrir borgarráð. -ESE eyjum og Tómas Þorvaldsson, útgerðar- maður Grindavík. í samþykkt trúnaðarráðsins er ekki bent á neinar ákeðnar leiðir til að bæta stöðu útgerðarinnar, en viðræðunefndin mun taka þau mál upp við stjórnvöld. Kristján Ragnarsson sagði þó að víðtækar aðgerðir yrðu að koma til. Það eitt að lækka t.a.m. olíugjald dygði ekki til ef tryggja á útgerðinni sæmileg rekstrarskilvrði. -ESE „Fiskverd dugir nú hvergi” ■ „í ljósi þeirrar ákvörðunar um fiskverð sem tekin var í fyrradag gegn atkvæðum útvegsmanna og sjómanna, þá er sýnt að með þeirri ákvörðun hafa stjórnvöld afráðið að bæta í engu sjómönnum það tekjutap sem þeir hafa orðið fyrir vegna minni afla. En þegar vel hefur aflast hafa stjómvöld haldið fiskverði niðri. Þannig hafa stjórnvöld hafnað þeim rökum sem þau hafa sjálf beitt við fiskverðsákvarðanir á undan- förnum árum“, segir í ályktun frá stjórn Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands sem samþykkt var á fundi hennar í gær. í ályktuninni segir ennfremur: „Þessi verðákvörðun gengur mun skemur heldur en sjávarútvegsráðherra var búinn að lýsa yfir að hann væri reiðubúinn að styðja. Fiskverð nú dugir hvergi nærri til að bæta hag sjómanna og útgerðar og því fyrirsjáanlegar frekari aðgerðir. Þegar að þeim aðgerð- um kemur vill F.F.S.Í vara stórlega við því að gengið vcrði á hlut sjómanna til að rétta hlut útgerðar. Sjómenn munu ekki líða að fjármun- um verði ráðstafað utan skiptaverðs enda mundu aðgerðir af slíku tagi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér og kalla á hörð viðbrögð af hálfu sjómanna." ■ Frá fundi trúnaðarráðs LÍÚ sem haldinn var í gærdag, þar sem ákvörðun var tekin um að sigla fiskiskipaflutanum í land. Tímamynd: Róbert BÚR bundin af samþykkt LÍÚ? — segir stjórn FFSÍ Nýtt ÝPjó ______JÍ^BÍ^^Sö ^ Nýþjonusta I dag opnar Landsbankinn nýtt útibú aö Álfabakka ÍO, í Mjóddinni, Breiðholti. í Breiöholts- útibúi kynnum við ýmsar nýjungar í afgreiðsluhátt- um, sem bœta munu þjónustuna. RÁÐGJÖF OG EINFÖLDUN ÚTLANA: Viðskiptavinir Breiðholtsútibús geta tyllt sér niður hjá okkur og rœtt um íjármál sín og viðskipti. Við veitum ráðgjöf um ávöxtun sparjíjár og aðstoðum við gerð íjárhagsáœtlana. Vœntanleg lán má rœða við starís- menn útibúsins án þess að bíða þuríi eftir viðtali við útbússtjóra. HRAÐKASSL Hraðkassinn er nýjung, sem sparar viðskiptavinum okkar tíma og fyrirhöín. Þar er veitt skjót aígreiðsla t.d. þegar innleysa þarf ávísun eða greiða gíróseðil. ÖRYGGISGEYMSLA, NÆTURHÓLF: í Breiðholtsúti- búi eru öryggishólí og sérstök öryggisgeymsla þar sem koma má verð- mœtum munum í geymslu, t.d. meðan á íerðalagi stendur. Einnig minnum við á nœturhólfin, sem em íyrirtœkjum og öðrum til mikilla þœginda. Fyrir yngstu borgarana höíum við TINNA sparibauka og sitthvað fleira. Við vœntum þess, að sem ílestir notíœri sér þá auknu þjónustu, sem Breiðholtsútibú Landsbankans veitir. LANDSBANKINN Breiöholtsútibú, Álfabakka 10, Mjoddinni, Sími 79222

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.