Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.01.2009, Blaðsíða 10
10 10. janúar 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 138 Velta: 251 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 334 -3,18% 884 -5,51% MESTA HÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ 1,94% CENTURY ALUMIN. 1,77% MESTA LÆKKUN STRAUM.-BURÐA. 26,57% BAKKAVÖR 4,04% MAREL FOOD SYST. 3,29% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,15 +0,00% ... Atlantic Air- ways 171,00 +0,00 ... Atlantic Petroleum 626,00 -0,64% ... Bakkavör 1,90 -4,04% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,58 +1,94% ... Føroya Banki 117,50 -0,84% ... Icelandair Group 13,25 +0,00% ... Marel Food Systems 76,50 -3,29% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straum- ur-Burðarás 1,05 -26,57% ... Össur 96,70 -0,10% Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar auglýsir: P I P A R • S ÍA • 9 00 32 Styrkir til að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála Landsvirkjun er orkufyrirtæki sem leggur grunn að nútíma lífsgæðum. Fyrirtækið stefnir að því að verða öflugt á alþjóðavettvangi og starfar af ábyrgð í anda sjálfbærrar þróunar. Landsvirkjun er helsti raforkuframleiðandi á Íslandi og í forystu fyrir byggingu orkuvera sem hafa verið meðal stærstu framkvæmda á landinu. Landsvirkjun styðst við fjölbreytt rannsóknarstarf á sviði náttúruvísinda, verkfræði og orkumála, og rekur umfangsmikla fjármálastarfsemi á alþjóðamarkaði. Hjá Landsvirkjun og dótturfélögum starfa rúmlega 200 manns með fjöl- breytta menntun. Landsvirkjun vill vera í fararbroddi í framsækinni stjórnun og leggur áherslu á jafnrétti og tækifæri til starfsþróunar. Markmið sjóðsins er að veita styrki til námsmanna og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Styrkveitingar sjóðsins miða að því að gera fjárframlög Landsvirkjunar til rannsókna skilvirkari og sýnilegri, og tryggja að þær rannsóknir sem sjóðurinn styrkir samrýmist umhverfisstefnu Landsvirkjunar. Auglýst er eftir umsóknum um námsstyrki og verkefnastyrki. Styrkir til nemenda í meistara- eða doktors- námi: Styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála: Almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Styrkir eru veittir til hluta þess kostnaðar sem hlýst af vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema, og öðrum útgjöldum. Að þessu sinni eru í heild allt að 46 m.kr. til ráðstöfunar, allt að 38 m.kr. til rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkumála, og allt að 8 m.kr. til styrkja fyrir 10–15 nemendur í meistara- og doktorsnámi. Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á rannsóknarverkefni sínu, og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum sjóðsins. Tengingar við umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um þau gögn sem fylgja eiga umsókn er að finna á vefsíðu Landsvirkjunar, www.lv.is. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila rafrænt á netfang sjóðsins: orkurannsoknasjodur@lv.is. Fyrirspurnir má senda á netfangið orkurannsoknasjodur@lv.is. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2009. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trún- aðarmál. Umsóknarfrestur er til 15. janúar Stjórnvöld í Þýskalandi veittu Commerzbank neyðarlán upp á tíu milljarða evra, jafnvirði 1.700 millj- arða króna, úr sérstökum neyðar- sjóði fyrir fjármálafyrirtæki þar í landi í vikunni. Ríkið tók í staðinn fjórðungshlut í bankanum. Þetta er í annað skiptið sem bank- inn leitar ásjár þýska ríkisins eftir hremmingar í fjármálakreppunni. Að sögn þýska dagblaðsins Spieg- el reyndust kaup Commerzbank á Dresdner-banka í enda ágúst í fyrra erfiðari en til stóð og þurfti hann á auknu fé að halda til að laga lausa- fjárstöðuna. FL Group keypti rúman fjögurra prósenta hlut í nokkrum skrefum frá fyrrihluta árs 2007 en tók að losa sig við hann síðla árs með millj- arða tapi. Áætlað meðalgengi bréfa í bank- anum stóð í kringum 27,5 evrum á hlut þegar FL Group kom í hlut- hafahópinn. Þýska ríkið fékk bréfin hins vegar á sex evrur á hlut. Þau tóku þó ekki að lækka verulega fyrr en í ágúst í fyrra í kjölfar hremm- inga á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum. - jab Commerzbank þjóðnýttur að hluta „Meginregla skilanefndar Kaupþings í framvirkum gjaldmiðlasamingum almennt er að þegar þeir eru á gjalddaga sé miðað við skráð gengi Seðlabanka Íslands. Það er eina gengið sem við getum notað,“ segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar gamla Kaupþings. Kjalar er að lang mestu leyti í eigu Ólafs Ólafssonar. Hann krefst þess að fram- virkir gjaldmiðlasamningar sínir í gamla Kaupþingi, verði gerðir upp á gengi evrópska seðlabankans. Kjalar átti tíu prósent í Kaupþingi og er auk þess stór hluthafi í ýmsum félög- um. Gjalddagi samninganna var 14. október. Þá kostaði evran 305 krónur hjá evrópska seðlabankanum. Kjalar full- yrðir að í gjaldmiðlasamn- ingnum segi að miða eigi við markaðsgengi, en ekki hafi verið markaður með krónuna hjá Seðlabanka Íslands þenn- an dag, heldur hafi genginu verið handstýrt. Kjalar hafi átt 650 milljónir evra í þess- um samningum. Hefði Kaup- þing keypt evrurnar á fyrir- fram umsömdu gengi, þá hefðu margir verið tilbúnir til þess að kaupa þær þá. Kjalar hefði fengið hátt í 200 millj- arða króna og innleyst töluverðan gjald- eyrishagnað með því að selja áfram. Ekki hefur komið fram á hvaða gengi Kjalar keypti evrurnar upphaflega. „Við getum ekki staðið í því að vera að semja um vísitölur. Það verður eitt að ganga yfir alla,“ segir Steinar Guðgeirs- son. Til að mynda lífeyrissjóðir og sjáv- arútvegsfyrirtæki. Hagsmunirnir séu ólíkir og hugmyndirnar um vísitölu einnig. Kjalar segist ekki geta farið í mál vegna neyðarlaganna. Hins vegar ætli félagið að hætta að greiða af lánum sínum og bíða þess að farið verði í mál við félagið og þá muni það flytja sitt mál. Steinar Guðgeirsson bendir á skuld- bindingar íslenskra félaga við gamla Kaupþing hafi farið til nýja bankans. Hann geti ekki tjáð sig um málefni hans. - ikh Skilanefnd notar Seðlabankagengið Fjármálamarkaðir eru enn viðkvæmir þrátt fyrir samhentar og stórtækar aðgerðir ríkisstjórna og seðlabanka heimsins til að slá á lausafjárþurrð fjármálakerfisins. Þetta sagði Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, á ráðstefnu um framtíð alþjóðavæðingarinnar sem haldin var í París í Frakklandi í gær. Trichet sagði, að þrátt fyrir að ástandið á evrópskum fjármálamörkuðum sé enn viðkvæmt hafi aðgerðirnar reynst vel og komið í veg fyrir hrun fjármálakerfisins. Bankinn hafi í hyggju að auka eftirlit með fjármálageiranum með það fyrir augum að styrkja kerfið svo það geti staðið af sér viðlíka högg og hafi dunið á því síðasta árið. „Á þessu stigi erum við aðeins að skoða málið,“ sagði seðlabankastjórinn og bætti við að möguleik- inn á því væri fyrir hendi náist samstaða um málið. Reuters-fréttastofan segir ekki samstöðu um hlutverk seðlabankans um málið. Í nokkrum löndum sé svo litið á að hlutverk seðlabankans sé að sinna eftirlitshlutverki með fjármálageiranum á meðan aðrir telji það eiga að vera á hendi sérstakra stofnana. - jab Seðlabanki Evrópu vill auka eftirlit með fjármálageiranum STEINAR ÞÓR GUÐGEIRSSON FUNDAÐ UM BANKAKAUPIN Kaup Commerzbank á Dresdner-banka í ágúst reyndist þungur baggi og neyddist hann til að sækja sér aur í neyðarsjóð þýska ríkisins í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FUNDAÐ UM KAPÍTALISMANN Bankastjóri evrópska seðlabankans, sem hér sést á stórum skjá, segir bankann íhuga að auka eftirlit með fjármálageiranum. Slíkt geti varið fjármálafyrirtæki gegn áföllum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.