Tíminn - 16.09.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.09.1982, Blaðsíða 6
Réttaö í Skaft- holtsrétt í dag ■ f dag, fimmtudag 16. sept., verður réttað í Skaftholtsrétt í | Gnúpverjahreppi. Hún mun vera ein elsta rétt landsins og hefur verið á þessum stað frá því um 1200. Þar komu lengi til réttar um 12-15 þúsund fjár. Fram til ársins 1882 var hún aðalréttin fyrir allar suðursveitir Flóa og Skeiða en eins og kunnugt er byggði afréttarfélag Flóa og Skeiða Skeiðaréttir á einum degi 1881 og endurbyggðu þær svo í fyrra, þ.e. eftir 100 ár. Nú þegar Flóamenn hættu að rétta fé sínu í Skaftholtsrétt nema austur- leitarfé,voru Skaftholtsréttir allt of stórar og voru þær þá endurbyggðar og minnkuðu 1882. 1982 gaus Eyjafjallajökull. t'á. var Rjúpnafellir og fénaður rýr og magur. Átján hundruð cllefu tvennir cyddust flestar rjúpurnar á ösku jökuls öldin kennir þá urðu ei feitar rjúpumar. Sama ár var Skaftholtsrétt endur- byggð og minnkuð. Sama haust var sett í orðu sú hin gamla Skaftholtsrétt í byl svo varla bragnar þorðu að byggja hennar veggi rétt. Svo sagði Eiríkur Vigfússon dannebrogsmaður og hreppstjóri og bóndi Reykjum. Hann mun hafa verið réttabóndi Skeiðarétta. Skáftholtsrétt mun upphaflega hafa verið byggð á 12. öld. 1956 var hún endurbyggð í annað sinn í þjóðlegum stíl, hlaðin úr hraungrýti en allur dyraumbúningur steyptur og hefur hún lítið látið á sjá. Réttina teiknaði þá Sigurður Eyvindur bóndi Austurhlíð og nú ætlar undirritaður að vera í réttum í 55. sinn ef Guð lofar. Guðjón Ólafsson frá Stóra Hofi. „Síld út um allan sjó Síldveiðar í reknet máttu hefjast á miðnætti sl. ff ■ - Það má segja að það sé síld hér út um allan sjó þannig að horfurnar á sæmilegri reknetaveiði ættu að vera nokkuð góðar, að því tilskildu að stöðvun flotans setji ekki strik í reikninginn, sagði Ástvald Valdimarsson, verkstjóri hjá Sölt- unarstöð fiskimjölsverksmiðjunnar á Höfn á Hornafirði í samtali við Tímann. Ástvald sagði að 18 heimabátar frá Höfn myndu væntanlega stunda veiðarnar, en sex til sjö bátar væru nú tilbúnir til að hefja veiðarnar. Síldveiðar í reknet máttu hefjast í gær, en Ástvaldur sagði að menn færu sér frekar hægt. Ekki væri Ijóst hvað fiskveiðiflotinn stöðvaðist lengi, en samkvæmt ályktun trúnaðarráðs LÍÚ mættu þeir bátar sem landa daglega, þar með taldir síldarbátarnir, vera að veiðum fram að miðnætti nk. íöstudag. Þá væru ýmsar blikur á lofti varðandi síldar- verðið og því ekki gott að segja hvað margir bátar myndu halda út. Samkvæmt upplýsingum Sjávar- útvegsráðuneytisins hafa 55 bátar fengið leyfi til síldveiða í reknet og eru þeir flestir frá Höfn og Vest- mannaeyjum. - ESE Réttað í ná- grenni Reykjavíkur ■ Réttir eru nú hafnar víða um land og var réttaðá mörgum stöðum um síðustu helgi. Enn sem komið er hefur þó lítið verið réttað á sunnanverðu landinu. Fyrstu réttir í nágrenni Reykjavíkur verða um helgina er réttað verður í Kaldár- réttum við Hafnarfjörð fyrir hádegi, 19. sept. 19. sept. 20. sept. 20. sept. 20.sept. 20. sept. 20. sept. 21. sept. 21. sept. 22. sept. 22,sept. 22. sept. 23. sept. fyrir hádegi eftir hádegi fyrir hádegi fyrir hádegi fyrir hádegi eftir hádegi eftirhádegi fyrirhádegi fyrir eða um hádegi fyrir hádegi fyrir hádegi fyrirhádegi fyrir og eftir hádegi en síðar um daginn verður réttað í Fossvallaréttum við Lækjarbotna. Hinar vinsælu Hafravatnsréttir verða síðan nk. mánudag og hefjast þær fyrir hádegi. Réttir í nágrenni Reykjavíkur verða annars sem hér segir: Kaldárréttir við Hafnarfjörð Fossvallaréttir við Lækjarbotna Hafravatnsréttir í Mosfellssveit Þingvallaréttir í Þingvallasveit. Þórkötlustaðaréttir við Grindavík Húsmúlaréttir við Kolviðarhól Nesjavallaréttir í Grafningi Kjósarréttir í Kjós Kollafjarðarréttir í Kjalarneshreppi Selvogsréttir í Selvogi Vatnsleysustrandarréttir á Vatnsl.str. Selflataréttir í Grafningi Ölfusréttir við Hveragerði ■ Davíð G. Diego í einum Go-Kart bflanna sem hann vill gera brautir fyrir í vestanverðri Öskjuhlíðinni. Tímamynd Róbert. MINI-KAPPAKST- UR í ÖSKIUHLÍD? Sótt um leyf i til borgaryf irvalda til að koma upp „Go-Kart” bílabraut ■ „Það er hægt að fá þessa bfla af öllum stærðum og gerðum. Þeir minnstu eru jafnvel barnamcðfæri,“ sagði Davíð G. Diego, ungur Reykvikingur, sem nýlega hefur sótt um leyfi hjá borgar- yfirvöldum til að setja upp brautir fyrir „Go-Kart“-bfla, sem eru litlir kapp- akstursbflar. Lóðirnar sem Davíð hefur falasl eftir undir þessa starfsemi eru vestanvert í Öskjuhlíðinni, til móts við Flugskóla Helga Jónssonar. Þar eru fyrir steypt plön og að sögn Davíðs þarf ekki að kosta miklu til að gera þarna góðar brautir. „Þetta eru litlir byrjenda kappaksturs- bílar sem eiga vaxandi fylgis að fagna um allan heim. Ég hef trú á því, að hér eins og annarsstaðar þar sem ég hef kynnst, geti notkun þeirra orðið að fjölskyldusporti," sagði Davíð. „Eins og fólk veit, hefur Jón Hjaltason í Óðali, sótt um og fengið lóð til að reisa frístundahöll við Öskjuhlíð- ina. Sú starfsemi sem ég hef í huga á vel heima nálægt frístundahöll. Hún gæti orðið til þess að sem flestir finndu eitthvað við sitt hæfi sér til afþreyingar,“ sagði Davíð. Davíð sagði, að lítil hætta væri samfara notkun „Go-Kart“-bíla. „Ég ■ Dagana 13.-17. þessa mánaðar verður haldin í Færeyjum ráðstefna verkalýðssamtakanna á Grænlandi, ís- landi og Færeyjum. Alþýðusamband íslands, Alþýðusamband Grænlands og stærstu verkalýðsfélögin í Færeyjum munu eiga fulltrúa á ráðstefnunni. Samtökin hafa ákveðið að koma á reglubundnu samstarfi sín á milli og er tilgangur ráðstefnunnar að setja starf- seminni fastan ramma og ákveða samstarfsverkefni næsta árs. Fulltrúar Islands á ráðstefnunni verða: Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands, Guðmundur hef mikið lesið og heyrt um þessa bíla og veit ekki til að banaslys hafi orðið á þeim,“ sagði Davíð. J. Guömundsson formaður Verka- mannasambands íslands, Óskar Vigfús- son formaður Sjómannasambands is- lands, Þórunn Valdimarsdóttir fram- kvæmdastjóri Verkakvennafélagsins Framsóknar og Snorri Konráðsson starfsmaður Menningar-og fræðslu- sambands alþýðu. í tilefni ráðstefnunnar verðurhaldin sýning á íslenskri myndlist í Þórshöfn. Myndirnar eru allar í eigu Listasafns ASÍ og annast forstöðumaður þess, Þorsteinn Jónsson, uppsetningu sýning- arinnar. Hér mun vera um að ræða fyrstu yfirlitssýningu á verkum íslenskra listamanna í Færeyjum. - Sjó. Islensk myndlist sýnd í Færeyjum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.