Tíminn - 09.10.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.10.1982, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982 erient yfirlit s s \ ■ Margaret Thatcher og Zhao forsætisráðherra rxðast við Thatcher fór erindis leysu til Peking Kínverjar ekkert smeykir við járnfrúna ■ Ríkisstjóri Breta í Hong Kong tekur á móti Thatcher ■ HEIMSÓKN Margarets Thatcher til Kína tókst bersýnilega ekki eins vel og hún hafði gert sér vonir um. Sumir fréttaskýrendur ganga jafnvel svo langt að gefa til kynna, að Tliatcher hafi farið hreinustu fýluför. Thatcher heimsótti Kína í síðari hluta september. Ferðalag hennar var fyrir- fram heilmikið auglýst í brezkum fjölmiðlum. Gefið var undir fótinn með að það gæti orðið svipaður áviliningur fyrir hana og sigurinn í Falklandseyja- stríðinu. Það, sem fjöimiðlar áttu hér við, var öðru fremur Hong Kong málið. Sam- kvæmt samningum, sem Bretar neyddu Kínverja til að gera við sig á síðustu öld, fengu þeir landsvæði það, þar sem Hong Kong nær yfir nú, til láns og leigu. Fyrst var samið um óákveðinn tíma, en 1898 náði st endanlegt samkomulag um, að leigutíminn rynni út 1997. t>á eiga Kínverjar að fá aftur full yfirráð yfir þessu svæði, sem mátti heita óbyggt, þegar Bretar settust þar að, en nú er þar ein fjölmennasta borg heimsins og ein mesta miðstöð viðskipta og fjármála í heiminum. Jafnt Bretar og íbúar Hong Kong geta ekki til þess hugsað, að borgin eigi að falla undir kínversk og kommúnístísk yfirráð innan fimmtán ára. Þess vegna setti Thatcher sér það markmið með Kínaförinni, að fá kínversk stjórnvöld til að fallast á einhvers konar áframhaldandi yfirráð Breta í Hong Kong. Meðal annars hafði þeirri hugmynd verið hreyft, að yfirráð Kína yrðu viðurkennd og Hong Kong innlimaðist þannig í Kína, en Bretar héldu samt áfram að fara með stjóm þar. ÞAÐ MUN skemmst frá að segja, að Kínverjar tóku þessum ráðagerðum Breta annað en vel. Þeir notuðu tækifærið til að lýsa því enn yfir, að þeir ætluðu sér að sameina Kínaveldi Hong Kong, Taiwan og Macao, sem er undir nýlendustjórn Portúgala, enda tilheyrðu umraddar eyjar Kína, þótt þær hefðu komizt undir erlend yfirráð vegna yfirgangs, sem Kína hefði verið beitt á sínum tíma, en hið nýja Kína myndi ekki sætta sig við. Það bætti ekki úr skák, að Thatcher þótti komast allt annað en vel að orði, þegar hún flutti ræðu í hófi, sem kínverski forsætisráðherrann hélt henni. Hún fór þá lofsorðum um hina góðu samvinnu Breta og Kínverja á 19. öld og fyrri hluta 20. aldarinnar, og sagðist vona einlæglega, að hún gæti hafizt á ný. Thatcher til vonbrigða klöppuðu Kínverjar ekki fyrir þessu, enda beittu Bretar Kínverja margvíslegum yfirgangi á umræddum tíma og fóru hvað eftir annað með her á hendur þeim. í yfirlýsingu, sem var birt eftir viðfæður Thatchers og Zhao forsætis- ráðherra Kína, fékk Thatcher því einu áorkað, að lýst var yfir því, • að ríkisstjórnir Bretlands og Kína myndu vinna að því í sameiningu að tryggja áfram velmegun og stöðugleika í Hong Kong. Þessari yfirlýsingu veifaði Thatcher, þegar hún kom til Hong Kong, og taldi sig hafa náð góðum árangri. Fjármála- menn í Hong Kong voru ekki eins ánægðir, og mátti bezt ráða það af því, að mikið verðfall varð á hlutabréfum í Hong Kong. ÞESSl viðbrögð urðu til þess, að Thatcher þótti nauðsynlegt að gera bragarbót. Hún birti yfirlýsingu þess efnis, að hún teldi samninga þá, sem Bretar gerðu við Kínverja á síðustu öld varðandi Hong Kong vera í fullö gildi. Samningar eru til þess, sagði Thatcher, að þeir séu haldnir. Það dróst ekki, að þessu yrði svarað í Peking. Utanríkisráðuneytið þar birti nær jafnharða yfirlýsingu þess efnis, að samningarnir um Hong Kong, sem höfðu verið gerðir á síðustu öld, hefðu verið gerðir með þeim hætti, að þeir væru ekki bindandi fyrir Kína. Kína myndi án tillits til þeirra taka sér yfirráðin í Hong Kong, þegar stjórnvöld Kína álitu tíma til þess kominn. Kínverska stjórnin lét ósvarað þeim hluta yfirlýsingar Thatchers, sem var á þá leið, að reynslan sýni, að Bretar brygðust ekki þeim, sem treystu þeim. Þá mun hún hafa haft Falklandseyja- stríðið í huga. Sennilega munu fáir íbúar Hong Kong treysta því, að Bretar hefji styrjöld við Kínverja vegn? Hong Kong. Vafasamt er því að Thatcher hafi bætt fyrir sér með því að tala svo digurbarka- lega. Að dómi ýmissa fréttaskýrenda hafa horfur sízt batnað varðandi lausn Hong Kong málsins við Kínaför Thatchers. Fram að þessu höfðu ýmsir gert sér vonir um, að þetta mál mætti leysa friðsamlega. Kínverjar hafa mikilla hagsmuna að gæta í sambandi við Hong Kong. Komið hafði til orða, að þeir gætu hugsað sér þá lausn, að yfirráð Kína yfir Hong Kong yrðu þegar viðurkennd, en síðan fengi Hong Kong vissan að- lögunartíma, t.d. 50 ár, þangað til Kína tæki stjórnina að fullu í sínar hendur. Eftir Kínaferð Thatchers eru frétta- skýrendur svartsýnir á slíka lausn. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Utsölustaóir DOMUS og kaupfélögin um land allt ^Baukn e clit Frystiskápar og kistur Fljót og örugg frysting. Örugg og ódýr í rekstri. Sérstakt hraðfrystihólf. Einangrað að innan með áli. Eru með inniljósi og læsingu. 3 öryggisljós sem sýna ástand tækisins. Greiðsluskilmálar eða staðgreiðsluafsláttur. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Simi 38900 ■A. / .— VÉLAVERSLUN m '‘V. r- Ármúli 8, 105 Reykjavík. S: 8-5840 Hverfisteinar Rafdrifnir hverfisteinar 220 volt. Steinninn snýst 120 snúninga á mínútu í báðar áttir. Verð kr. 1.728.- m/söluskatti. Sendum hvert á land sem er. Rafknúinn hverfisteinn á bak sem áfram Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.