Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.10.1982, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982 iHliiíiÍÍ ''k'k'kit'k'k'k'kir'k'k'k'kif'k'k'k'k'k'k'k'k'kti'k'k'fc 'k'k'k'k'k'k'k'&'k'fc'k'k'k'k'k'k'k'k'kikit Erum með: VHS - og 2000 með ogántexta VIDEOSPORT Miðbæ Háaleitrsbraut 58-60 Sími 33460. Opiðalla daga kl. 13.00-23.00 Ævintýraheimurinn fréttirl BELU STEFNIR EIGIN- MANNI SÍNUM KORTSNOJ — krefst aukins framfærslueyris af manni sínum Frá Illuga Jökulssyni í Luzern: ■ Viktor Kortsnoj, stórmeistara í skák, hefur nú verið stefnt fyrir rétt í Sviss þar sem hann er búsettur. Stefnandinn er enginn annar en Bella Kortsnoj, eiginkona hans og krefst hún aukins framfærslueyris af manni sínum, en þau eru nú að skilja. Forsaga þessa máls er flestum kunn. Fljótlega eftir að Viktor Kortsnoj yfirgaf Sovétríkin árið 1976, sóttu Bella eiginkona hans og Igor sonur þeirra um leyfi til að flytja til Vesturlanda en fengu synjun. Notaði Kortsnoj þá synjun óspart í áróðursherferð sinni gegn sovéskum skákyfirvöldum og stóð í þessu stappi í mörg ár. Þann fjórða júlí síðastliðinn fengu þau Bella og Igor loks leyfi til að flytja vestur yfir jámtjald, en þá kom í ljós að ekki var allt með felldu í hjónabandinu. Viktor kom ekki til að taka á móti konu sinni og syni, og brátt fréttist að skilnaður væri í vændum. í gær slógu svissnesk blöð því upp að Bella hefði stefnt manni sínum og krafist aukins framfærslueyris. Undanfarið hef- ur Viktor Kortsnoj greitt þeim mæðg- inum þrjú þúsund svissneska franka á mánuði en það samsvarar rúmum 20 þúsund íslenskum krónum. Þetta telur Bella ekki nægja enda geti hún ekki notað verkfræðimenntun sína í Sviss og eins eigi Igor sonur þeirra eftir að ljúka námi, í efna- og stærðfræði. Viktor Kortsnoj, sem lét komu mæðginanna vestur á bóginn ekki hafa nein áhrif á sambúð sína og Petru Leeuwerik hefur ekkert viljað um málið segja, né ráðgjafar hans, en Petra Leeuwerik hefur aftur á móti lýst yfir áhyggjum sfnum vegna fjármálanna. Bella Korts- noj kveðst viss um að samkomulag muni nást en um skilnaðinn var hún fáorð. -ESE/U-Luzem Vélbáturirm Sif hætt kominn eftir brotsjó ■ Áttatíu rúmlesta fiskibátur, Sif ÍS 225, fékk á sig mikinn brotsjó þar sem hann var staddur úti af Hornvík á leið frá Siglufirði til Flateyrar aðfaranótt iaugardagsins. Þrír menn vom um borð í bátnum þegar brotið reið yfir. Skipstjórinn var í brúnni og kastaðist hann til svo hann hlaut mikið höfuðhögg og rotaðist. Hinir tveir sluppu ómeiddir. Brotið reið yfir af miklum þunga á stjórnborðshlið. Brúarvængur möl- brotnaði, svo og lunning á afturbóg. Lestarlúga rifnaði upp svo sjór komst í lestina. Öll ljós slökknuðu um borð en þó tókst að halda vélinni gangandi. Talstöð bátsins fór úr sambandi en skipverjunum tókst að ná sambandi við Bæjarfoss Eimskipafélagsins, sem var nærstaddur, um neyðartalstöð. Það var svo um klukkan fimm á laugardagsmorguninn að Bæjarfoss sigldi fram á Sif þar sem hún var hjálparvana. Var þegar hafist handa við að koma taug milli Sifjar og Bæjarfoss, en ekki tókst betur til en svo, að taugin fór í skrúfu Bæjarfoss. Þar með voru bæði skipin hjálparvana. . Hafði þá tilkynningaskyldan í Reykjavík samband við nærliggjandi báta og fóru varðskipið Týr og vélbáturinn Öm á vettvang. Náðu varðskipsmenn að koma taug í Sif þegar hún var stödd um 0,7 sjómflur frá landi og rak upp. Dró varðskipið Sif út af hættusvæði en síðan tók Öm við. Hélt varðskipið til aðstoðar við Bæjarfoss, en þegar að honum kom hafði skipverjum tekist að losa taugina úr skrúfunni og komst hann á eigin vélarafli inn til Flateyrar. Týr tók hins vegar skipverjana af Sif og flutti þá til ísafjarðar þar sem hinum slasaða var komið undir læknis hendur. Mun hann ekki alvarlega slasaður. Síðar kom Örn með Sif í togi til ísafjarðar. -Sjó ■ Mikill kraftur var í brotsjónum sem reið yfir Sif, náði hann að brjóta lunninguna á stjómborðshlið niður að mestu, auk þess braut hann stóran hluta stjómborðsbrúarvængs og reif upp hluta af lestarlúgu sem var tessuð niður.' Tímamynd Guðmundur Sveinsson/ísafirði. .>! V S'Ví V ■5ÍS 5 ■ Harður árekstur varð milli steypubfls og fólksbfls á gatnamótum Suðurlands- brautar og Skeiðarvogs um klukkan 14 í gær. Ökumaður fólksbflsins var fluttur á slysadeild. Ekki tókst að fá upplýsingar um hversu alvarlega hann slasaðist. Tímamynd Sverrir konur ■ Tvær fullorðnar konur kærðu rán lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Fyrra ránið átti sér stað á laugardags- kvöld. Gömul kona var á gangi nálægt versluninni Hamborg við Klapparstíg. Skyndilega viku sér að henni tveir unglingspiltar og hrifsuðu af henni handtösku. Hlupu piltarnir síðan á brott og hefur ekkert til þeirra spurst síðan. í handtösku gömlu konunnar voru sex hundruð krónur í peningum, auk gleraugna og skilríkja. Á sunnudagskvöldið var önnur gömul á gangi eftir Ægisgötunni þegar tveir ungir menn réðust skyndilega að henni. öamla konan er örlítið bækluð og gekk hún því við staf. Hrintu ungu mennirnir henni í götuna, rifu af henni veskið sem hafði að geyma gleraugu og skilríki og hlupu á brott. Skömmu síðar gekk maður fram á gömlu konuna þar sem hún lá á gangstéttinni. Kvartaði hún yfir eymsl- um í mjöðm og var hún flutt á slysadeild. Hvorugt málið hefur tekist að upplýsa. -Sjó Akureyri: Árekstur flugvéla ■ Talsvert tjón varð á tíu sæta flugvél af gerðinni MU 2, í eigu Flugfélags Norðurlands, þegar Fokker vél frá Flugleiðum lenti með vængenda í stýrisfleti vélarinnar á Akureyrarflug- velli um klukkan 9 í gærmorgun. „Þarna var greinilega um að ræða mismat á fjarlægð. Flugmaður Fokk- ersins hélt sig fjær litlu vélinni en raun bar vitni,“ sagði Gunnar Egilsson, flugumferðarstjóri á Akureyri í samtali við Tímann í gær. Aðspurður um tjónið sagði Gunnar að ljóst væri að flugvél Flugfélags Norðurlands kæmist ekki í loftið um óákveðinn tíma. Hins vegar sagði hann að Fokkerinn hefði ekkert skemmst. -Sjó í Iffshættu eftir fall af svölum á þriðju hæð ■ Liðlega fimmtugur maður hlaut miki l höfuðmeiðsl þegar hann féll niður af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Gnoðarvog í Reykjavík um hádegisbilið á laugardag. Maðurinn lenti á stein- steyptri gangstétt og er talið að hann hafi komið niður á höfðinu. Var hann fluttur á slysadeild og þaðan á gjörgæsludeild. Síðast þegar fréttist lá hann enn á gjörgæsludeild og var talinn í lífshættu. -Sjó Ólympíumótid í Luzern: sveitin tilkynnt ■ Sovéski útlaginn Viktor Kortsnoj mun tefla á fyrsta borði fyrir Sviss á Olympíumótinu sem hefst í Sviss n.k. laugardag. Að venju er sovéska sveitin talin sigurstranglegust og nú hefur verið tilkynnt hverjir skipa hana. Á fyrsta borði er Karpov heimsmeistari, á öðru borði hinn ungi Kasparov, á þriðja borði Beljavski, og á fjórða borði Poluga- jevsky. 1. varamaður er Mikael Tal en 2. varamaður Arthur Yusupov. Athygli vekur að Smyslov, einn áskorendanna átta, er ekki í liðinu, en það er hins vegar Polugajevsky, sém ekki hefur staðið sig ýkja vel undanfarin ár. Er hann meir að segja iekinn fraÉi yfir Tal, sem hefur unnið mörg mót upp á síðkastið. Ekki er vitað hvernig stendur á fjarveru Smyslov, en helst giskað á að hann sé þreyttur eftir millisvæðamótið í sumar og mjög sterkt skákmót í Hollandi nú í haust. JGK/U-Luzem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.