Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.12.1982, Blaðsíða 16
SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982. ..LIFIÐ VAR BLETTUR A HETJUNNI, MANNINUM...” Spurningaleikur fyrir þá sem hafa gaman af, og vit á, smáatriðum. Hinir fjölfróðu eru í essinu sínu. Aðrir láta bara gott heita. Við fiskum hér eftir tilteknu atriði: manni, landi, ártali, bíómynd, bók og þar fram eftir götunum og gefum fimm vísbendingar. Sú fyrsta á að vera erfiðust, þó náttúrlega sé misjafnt hvað mönnum þykir erfitt, og fyrir hana fást fimm stig. Fjögur fyrir þá næstu, þrjú fyrir þá þriðju, tvö fyrir fjórðu og hafi maður ekki rétt svar fyrr en í fimmtu og síðustu vísbendingu fæst ekki nema eitt einasta stig. Allt er þetta þó fremur óvísindalegt. Lesendum til samanburðar og skemmtunar höfum við þann sið að fá tvo keppendur í hvert sinn til að spreyta sig á keppninni og heldur sá áfram keppni sem bcr hærri hlut. Hefjum leikinn, hann er aftur eftir hálfan mánuð. Svör má finna við hlið krossgátunnar. 1. spurning Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriöja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending Nú telst þetta land vera lýð- veldi, en á árunum 1847-1859 var þar skammlíft keisara- dxmi. í þessu landi gerist skáldsagan Comedians eftir Graham Greene. Höfuðborgin heitir „Höfn prinsins“. Þama er voodoo-kuklið alls- ráðandi. Og þarna var Papa Doc, og nú Baby Doc. 2. spurning Haft er eftir þessum merkis- klerk: „Ef ég ætti að fá að ráða einn væri borin fram soðin ýsa kvölds og morgna alla daga ársins." í biskupskjöri árið 1954 varð hann þriðji í röðinni. Hann var löngum talinn soldið „rauður“... ...og því kannski ekki nema hæfilegt að tengdasonur hans sé ritstjóri Þjóðviljans. Annar tcngdasonur er aftur á móti prestur, alveg eins og þrír sona hans. 3. spurning í tíð Rómverja hét þessi borg Aquincum... ... en Rómverjar stunduðu heitu böðin þar ótt og títt. Þar er fræg kirkja heilags Matthíasar. 1 raun er um tvær borgir að ræða, sem sameinuðust 1872. Þar var gerð uppreisn fyrir 26 árum. 4. spurning Hann lýsti sjálfum sér sannan- lega á þessa leið: „Eg (er) fátækur, gamall, heilsuveikur og margvelktur ■' mótiæti, eymdum, og hrakningi...“ En annarsstaðar var haft eftir honum: „I rauninni er ég ekki nema þjófur." Hann er sagður hafa glímt við tröllkonu. Hann var gefinn fyrir kveðskap, einkum Pontus- rimur. Hann hjó niður klukku... 5. spurning Fyrsti maðurinn sem vitað er til að hafi samið tónverk fyrir þetta hljóðfæri var Fucnllana, það var árið 1554. En á áttundu öld hafði það flust með Márum til Spánar. Sveinbjörn Egilsson, rektor, líkti því við hörpu: „Held ég sem helgan dóm / hörpunnar sætan óm, / þann til að heyra hljóm / hleyp ég suður til Róm“ Einhver frægasti einleikari á þetta hljóðfæri hér áður var Segovia. En núorðið má nefna Eric Clapton, Jimmy Page og Bob Dylan. 6. spurning Um þennan mann samdi Moz- art óperu, 14 ára gamall. Hann var þjóðhöfðingi, kallaði sig „hinn mikla“ en var í raun númer sex. Hans bandamaður, ótryggur nokkuð, var Tígranes Ar- meníukóngur... ... en Pompeius sigraði hann. Hann er frægur fyrir að hafa tekið eitur til að gera sig ónæman. 7. spurning Þetta ár var Blái engilinn með Marlene Dietrich frumsýndur. Og Tombaugh fann plánetuna Plútó eftir fyrirsögn Lowells. Júnas frá Hriflu var lýstur geðveikur af Helga Tómassyni; „Stóra bomban“. Loftskipið Graf Zeppelin kom hingað til lands... Og á Þingvöllum var haldin Alþingishátíð... 8. spurning Rithöfundur þessi fékk Nóbelsverðlaun árið 1929. Móðir hans var að hluta hrasi- lísk; það er talið mikilvægt. Tengdasonur hans, ólíklegur, var W.H. Auden. Hann skrifaði m.a. þjóðsöguna um Fást upp á nýtt. Einnig skrifaði hann bók um glæframanninn Felix Krull sem kemur út á íslensku um þessi jól. 9. spurning Um hann var ort: „Lífið var blettur á hetjunni, manninum. / Skap hans þann dug og þá djörfungu gaf honum. / Dreng- skapinn lífsclskan níddi ei af lionum. Hann er grafinn að Reykjum á Reykjaströnd en fæddur í Miðfirði. Siðustu orð hans voru: „Nú réðuð þér það af, er mér var nær skapi." Faðir hans var Ásmundur hærulangur Þorgrímsson. Hann gætti bróður síns. 10. spurning Höfundur kvikmyndarinnar ætlaðist aldrei til að hún yrði tekin alvarlega, en samt þótti hún af ýmsum marka tímamót á sínu sviði. Atburðarásin gerist öðru frem- ur í gömlu, afskekktu húsi. Dúttir aðalleikkonunnar hefur fetað í fótspor móður sinnar og lcikiö í mörguin hrollvckjum. Þann lærdóm má draga af myndinni að ungum mönnum sé hollast aö grafa móður sína þcgar hún hefur gefið upp öndina. Mjög var kvartað undan því víða í Bandaríkjunum, að ung- ar stúlkur ncituðu vikum sam- an að fara í steypibaö eftir að í hafa séð myndina. sigraði Ævar Stefán ■ Þá hefjum við spurningakeppnina að nýju. Mannaskipti hafa verið all tíð, cnda eru spurningarnar að margra hyggju heldur þungar. Um hríð hafa menn varla náð meira en 30 stigum og svo er nú. Síðast bar Ævar Kjartansson, dagskrárfulltrúi, sigur úr býtum, en hann lýtur í lægra haldi í dag fyrir Stefáni Hermannssyni hjá straumfræðideild Orkustofnunar. Stefán hefur raunar áður getið sér gott orð sem garpur mikill á sviði spurningakeppna af ýmsu tagi og ckki þótt árennilegur. Fyrsta spurning: Ævar hlýtur hér eitt stig, en Stefán þrjú. Önnur spurning: Ævar var nokkru kunnugri málum klerkastéttarinnar en Stefán og hlýtur hann þrjú stig, en Stefán tvö. Þriðja spurning: Báðir. hljóta þeir félagar eitt stig. Fjórða spurning: Þennan gamla ref þekkti Ævar fyrr og hlýtur hann þrjú stig, en Stefán tvö. Fimmta spurning: Ævar hlýtur fjögur stig, en Stefán tvö stig. Sjötta spurning: Þessi var ekki auðsóttur. Ævar hafði alls ekki við honum, en Stefán fær tvö stig. Sjöunda spurning: Ævar hlýtur fjögur stig, en Stefán þrjú. Áttunda spurning: Ævar þekkti skáld- ið ekki, en Stefán í öðru skoti og hlýtur fjögur stig. Níunda spurning: Ævar tvö stig, en Stefán fimm. Tíunda spurning: Ævar var betur heirna í kvikmyndunum og fær þrjú stig, en Stefán ekkert. Þar með er Stefán sigurvegari okkar í dag með 24 stig, en Ævar fær 21 stig. ■ Stefán Hermannsson. ■ Ævar Rjartansson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.