Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.12.1982, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 3 fréttir ■ Þetta hús þarfnast 2ja milljóna króna kápu eigi það ekki að grotna niður og verða ónýtt á nxstu árum. í þessu tilviki borga Reykvíkingar skaðann sameiginlega. En margir þeirra munu standa frammi fyrir áþekkum vandamálum vegna eigin húsa nú og á næstu árum. Tímamyndir G.E. Lögregl- an gerir „kínvetja” upptæka! ■ Meira hefur borið á alls- kyns hvellsprengjum - kínverj- um öðru nafni - nú fyrir áramótin en oftast áður. Lög- reglan í Reykjavík fór á stúfana í gær og gerði upptækt talsvert af sprengjum af flugelda- útsölum í borginni. „Þessum hvellsprengjum hefur verið komið fyrir í póst- kössum víða í bænum og þær hafa eyðilagt talsvert af pósti. Einnig höfum við orðið óvenju mikið varir við þær í miðbæn- um,“ sagði Bjarki Eiíasson, yfirlögregluþjónn við Tímann. „Híngað til hefur hvellsprengjum verið smyglað til landsins, aðallegu með skipum frá Þýskalandi, en nú bregður svo við, að einhverjir innflytj- cndur hafa komið þeim á markað án þess að leggja fram rétt sýnishorn við hiutaðeigandi yfirvóld,“ sagði Bjarki cnnfremur. Þegar Bjarki var spurður hvaða innflytjendur hann ætti við sagði hann að Hjálparsveitir skáta, sem eru stærsti innflytjandinn, kæmu þar ekki við sögu. Að öðru lcyti kvaðst hann ekki sjá ástæðu til að greina frá þvi. -Sjó. Ráðast þarf í tveggja milljón króna viðgerð áVist- heimili barna við Dalbraut vegna alkalískemmda: „ÞETTA HÚS LÍT- UR HRODALEGA ÚT — segir Stefán Hermannsson, forstöðumaður byggingadeildar borgarinnar ■ „Þetta hús lítur hroðalcga út og mikil viðgerð sem þarf að fara fram á því“, sagði Stefán Hermannsson for- stöðumaður byggingadeildar Reykjavík- urborgar. En Tíminn hafði samband við hann vegna svohljóðandi ummæla borg- arstjóra í ræðu á síðasta borgarstjórnar- fundi. „Sýnt er að ráðast þarf í miklar endurbxtur á Visthcimili bama við Dalbraut, þvi húsið liggur undir skemmdum". „Þetta er hluti af hinu fræga alkalímáli - eitt versta tilfelli sem við höfum. Allir útveggir á húsinu eru mjög illa farnir. Kostnaðaráætlun okkar við viðgerðir hljóðar upp á um tvær milljónir króna (miðað við verðlag á næsta ári - byggingarvísitölu 1800) og er þá miðað við allsherjarklæðningu á húsið utan- vert“, sagði Stefán. Ekki kvað hann húsið þó farið að leka enn sem komið er. En þar sem vatn komist inn í steypuna sé bendistál farið að ryðga og ryðið sé farið að leka út um sprungumar. „Haldi slfkt áfram endar það ekki með öðru en að svona hús hreinlega molni niður“, sagði Stefán. kvað hann flest búið að klæða að utan Þau önnur hús í borginni sem orðið hafa nú þegar. fyrir álíka miklum alkalískemmdum -HEI * ■ Niður undan gluggunum renna ryðtaumarnir og á veggnum hér má sjá gott sýnishom þess sprungunets sem þekur alla útveggi hússins er hýsir Vistheimili bama við Dalbraut í Reykjavík. Virðist því síður en svo ofsagt að húsið - sem aðeins cr 15-16 ára - liggi undir skemmdum. Brotist inn í flugeldasölu skáta í Kópavogi ■ Brotist var inn í flugeldasölu skáta í Kópavogi í fyrrinótt. Lögreglan varð vör við þjófana og elti þá upp í Breiðholt þar sem þeim tókst að komast undan. Hinsvegar urðu þeir að skilja við þýfið sem lögreglan náði, eina sjö poka af flugeldum. -FRI Flugelda- sýning pylsu- vagnsins — Hrafn Gunnlaugs* son stjórnar ■ í dag mun Pylsuvagninn gangast fyrir flugeldasýningu á Arnarhóli og mun Hrafn Gunnlaugsson stjórna henni. íþróttafélagið KR leggur til flugeldana. Eftir borgarstjórnarkosningarnar í vor voru þeir heiðursmenn Hrafn og Ásgeir eigandi pysluvagnsins handteknir fyrir flugeldahúllumhæ á svipuðum slóð- um sem m.a. nærri kveikti í Stjórnarráð- inu en samkvæmt heimildum Tímans mun þessi flugeldasýning ekki beinast að því mæta húsi. -FRI Ávfsanafals upp á 52 þúsund kr. írannsókn á Akureyri ■ Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur nú til rannsóknar ávísanafals upp á 52 þúsund kr. að sögn Ófeigs Baldurs- sonar fulltrúa rannsóknarlögreglunnar komu tveir menn í tvær verslanir þar skömmu fyrir jól. Keyptu þeir sjónvarp í annarri og myndsegulband í hinni og í báðum tilvikum borguðu þeir með falsaðri ávísun samtals áð upphæð 52 þúsund kr. Enn hefur ekki tekist að hafa upp á mönnunum og eru allar upplýsingar sem leitt geta til lausnar málsins velþegnar. -FRI Sigldi á trillur og sökkti einni ■ Vélbáturinn Klængur ÁR 2 frá Þorlákshöfn sigldi á nokkrar trillur við Verbúðabryggj umar undan Kaffivagnin- um í Reykjavíkurhöfn, stórskemmdi nokkrar og sökkti einni þeirra. Þessi atburður átti sér stað síðdegis í fyrradag og var Klængur þá að koma úr slipp í Bátanausti í Elliðavogi. Er hann kom að bryggjunum mun bakgír báts- ins hafa bilað með fyrrgreindum afleið- ingum. -FRI „Hef ekki skilað tilkynningu í prófkjörið” — segir Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður Sakadómur f ávana* og fíkniefnamálum: Málafjöldinn minnk að f rá því í fyrra — en mun minna af gömlum málum tekin fyrir f ár ■ „Ég hef ekki skilað þátttökutilkynn- ingu í prófkjörið og ég sé enga ástæðu til að ræða það nánar að svo stöddu," sagði Guðmundur G. Þórarinsson, al- þingismaður þegarTíminn spurði hann hvort hann ætlaði ekki að taka þátt í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík vegna komandi alþingiskosninga. U m ástæðumar fyrir þessari ákvörðun sinni vildi Guðmundur ekkert segja og þegar hann var spurður hvort hún þýddi að afskiptum hans af stjórnmálum væri lokið svaraði hann: „Það eina sem má hafa eftir mér er að ég sé ekki ástæðu til að ræða þessi mál nánar. Það er fréttin sem þið fáið,“ sagði Guðmundur. -Sjó. ■ Guðmundur G. Þórarinsson. ■ Málafjöldinn hjá sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum varð 255-60 í ár miðað við 294 mál sem komu til meðferðar hjá dómnum í fyrra en þetta er minnkun um nær 40 mál á milli áranna. Ásgeir Friðjónsson sakadómari í ávana- og fíkniefnamálum sagði í sarritali við Tímann að helstu ástæður þessarar minnkunar væru þær að ekki hefði verið um nærri eins mörg gömul mál sem tekin hefðu verið upp í ár og á sama tíma í fyrra og taldi hann að málafjöldi nýrra mála hjá dómnum í ár hefði verið svipaður og í fyrra. „Vegna þessara gömlu mála sem við unnum í fyrra varð tala mála hjá okkur þá nokkuð óraunhæf,, sagði Ásgeir. „Við höfum unnið þessi gömlu mál að mestu upp og því safnaðist lítið fyrir af þeim í ár og löguðum við þannig stöðuna hjá okkur“. _FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.