Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.03.1983, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 27. MARS 1983 ■ Skriðdrekar Rauða hersins aka eftir miðborg Búdapest. ■ Á flótta uiidan hörmungunum. ÞJÓÐARUPPREISNIN tUNGVERJALANDI ■ Hér er ætlunin að rifja upp uppreisnina í Ungverjalandi árið 1956, aðdraganda hennar og ástæður. Meginefni þessarar samantektar fjallar um fram- vindu stjórnmála í Ungverjalandi 1956, en til að skýra þá atburði og setja í sögulegt samhengi verð- ur stiklað á mikilvægum atriðum úr sögu Ungverjalands, Austur- Evrópu og Sovétríkjanna. Á árunum 1920-1945 ríkti í Ungverjalandi einræðisstjórn Nicholas Horthy. Stjórnin komst til valda eftir að verkalýðsbylting hgfði verið brotin á bak aftur og öll valdaár hennar einkennd- ust af grimmd og harðýðgi. Þjóðin taldi um þetta leyti á níundu milljón og allur þorri lifði á landbúnaði. Atvinnuhættir voru frumstæðir og efnaleg kjör alþýðufólks mjög slæm. Stjórnvöld höfðu ekki áhuga á neinum umbótum í innan- landsmálum og tóku bersýnilega mið af hagsmun- um landeigenda og fjármagnsmanna í borgum og bæjum. f Síðari heimsstyrjöldinni tókst samvinna með ungversku stjórninni og Öxulveldunum, Ítalíu og Þýskalandi. Réði því einkum tvennt: svipað stjórnarfar í þessum löndum og hitt að ungverska stjórnin hugði á landvinninga í austurvegi og taldi að bandalag við Hitler auðveldaði þá útþenslu. Á stríðsárunum varð til öflug og vel skipulögð andspyrnuhreyfing í Ungverjalandi. Kommúnist- ar voru þar framarlega í flokki, en einnig jafnað- armenn og frjálslyndir lýðræðissinnar. Austur-Evrópa eftir stríð Eftir stríðið jukust mjög áhrif kommúnista í Austur-Evrópu. Bæði var að þeir höfðu tekið virkan þátt í andspyrnuhreyfingu gegn nasistum og sýnt innrásarmönnum eindregna mótspyrnu og eins hitt að í stríðslok gerðu stórveldin með sér samninga um skiptingu heimsins í áhrifasvæði þar sem m.a. var kveðið á um rétt kommúnista og Sovétríkjanna til áhrifa á gang stjórnmála í nokkrum ríkjum Austur-Evrópu. Til þess kom yfirleitt ekki að íbúar þessara landa fengju sjálfir að ákveða framtíð sína í frjálsum kosningum. Kommúnistarbeittu áhrifum sínum og sovésku hernámsliði til að taka völdin í sínar hendur. Víðast hvar í þessum ríkjum var þegar eftir stríð hafist handa um víðtæka endur- sköpun atvinnuhátta, félagsmála og stjórnskipun- ar. Markmiðið var að gera kommúnistaríkin í Austur-Evrópu að sósíalískum iðnríkjum og í því skyni var ríkisvaldi beitt harkalega. Þótt vafalaust hafi margir íbúar hinna nýju kommúnistaríkja fagnað því að tekin væri upp félagsstefna er lagði áherslu á bætt kjör almenn- ings verður að ætla að allur fjöldinn hafi vænst þess að eftir hörmungar stríðsáranna og ógnar- stjórn nasista rynni upp tími aukins lýðræðis og frjálsræðis einstaklinga. Þessu fólki hlýtur að hafa orðið hin eindregna og ósveigjanlega áætlunar- stefna ríkisvaldsins sár vonbrigði. Nærtækast er að rekja til þessara viðhorfa þá ólgu og þann uppreisnarhug er setti svip sinn á Austur-Evrópu á árunum upp úr 1953 þegar Jósep Stalín, einvaldur Sovétríkjanna, féll frá. Sovétríkin að Stalín látnum Jósep Stalín, sem ríkti sem einvaldur og harðstjóri í Sovétríkjunum frá því 1924 lést í mars 1953. Fráfall hans táknaði nýtt tímabil í sögu ráðstjórnarinnar, vaxandi markaðsbúskap og auk- ið frelsi í andlegu lífi. Sú þíða hófst þó ekki að verulegu marki fyrr en 1956 þegar þáverandi forsætisráðherra Sovétríkjanna og aðalritari kommúnistaflokksins, Nikita Krúsjev, afhjúpaði fólskuverk Stalíns á 20sta flokksþingi kommún- ista, sem frægt er orðið. Þegar eftir lát Stalíns hófst barátta í komm- únistaflokknum um eftirmann á valdastól. Þáver- andi ritari koinmúnistaflokksins og forsætisráð- herra Georgi Malenkov var sá maður sem flestir bjuggust við að tæki við forystunni. Af því varð ekki. Malenkov hélt um sinn stöðu forsætisráð- herrá, en Nikita Krúsjev varð aðalritari flokksins. Helstu andstæðingar Malenkovs voru gamlir stal- ínistar er nutu forystu L. Bería, yfirmanns leyniþjónustunnar, og V. Mólotovs, utanríkisráð- herra. En þegar Bería var sviptur áhrifum og tekinn af lífi 1954 styrktist staða Malenkovs um hríð. Árið 1955 varð Búlganin forsætisráðherra í stað Malenkovs og með atfylgi Krúsjevs. í valdabaráttunni í Moskvu naut Krúsjev einkum stuðnings þeirra M. Sukhovs, varnarmálaráð- herra, og A.I. Mikoyans, aðstoðarforsætisráð- herra. Því er á þetta minnst hér að valdabaráttan í Sovétríkjunum endurspeglaðist að nokkru í öðrum kommúnistaríkjum. Þegar „harðlínu- menn“ sem vildu fylgja stcfnu Stalíns voru í meirihluta í Moskvu voru skoðanabræður þeirra í hinum kommúnistaríkjunum styrkari í sessi. En þegar „frjálslyndari" kommúnistar fóru með völd- in í Moskvu jukust áhrif þeirra kommúnista í Austur-Evrópu sem vildu slaka á og taka upp hófsamari iðnvæðingu og aukið frjálsræði. Þess er og að geta að í kjölfar fráfalls Stalíns 1953 töldu margir andstæðingar kommúnista- stjórnanna að nýtt tímabil hlyti að renna upp. Eins og Stalín væri dauður ætti hin kommúníska harðstjórn að deyja. Þessi viðhorf áttu víða greiðan aðgang að alþýðu manna í Austur-Evrópu sem bjó við kröpp lífskjör á sama tíma og lífshættir bötnuðu verulega í lýðræðisríkjum Vest- urlanda. Ungverjaland eftir stríð í stríðslok tóku þau öfl við forystu stjórnmála í Ungverjalandi sem leitt höfðu andspyrnuhreyfing- una á stríðsárunum. Þar komu saman ólíkir hópar með mismunandi markmið. Allir voru þó sam- mála um að vinda þyrfti bráðan bug að efnahags- legri og félagslegri endurreisn í Ungverjalandi og draga verulega úr hinum augljósa mun á efna- legum kjörum fólks. Samsteypustjórnin boðaði til kosninga strax 1945. Niðurstaða þeirra varð sú að flokkur smábænda fékk 57% atkvæða, kommún- istar 17% og flokkur jafnaðarmanna litlu meira. Kjörfylgi kommúnista segir lítið um raunveruleg völd þeirra. Þeir beittu óspart fyrir sig ýmsum samtökum launafólks og voru manna mest áber- andi í félags- og stjórnmálalífi. Eins nutu þeir tengslanna við Sovétríkin, sem höfðu átt þátt í að fella stjórn Horthys og geymdi enn herlið í Ungverjalandi. Forysta hinnar nýju ríkisstjórnar landsins var því falin Matyasi Rakosi, leiðtoga kommúnista, og hófst með því óslitið valdaskeið kommúnista í Ungverjalandi. Enn fóru fram kosningar 1947. Þá fékk Kom- múnistaflokkurinn mest kjörfylgi eða 22,7% at- kvæða. Smábændur fengu 15,4% og aðrir flokkar minna. Enn voru kommúnistar í miklum minni- > hluta miðað við atkvæðafylgi. i Stjórnmálaáhrif þeirra jukust hins vegar ár frá ári og 1947 höfðu þeir fengið því framgengt að stórjarðir voru teknar eignarnámi og þeim skipt'. upp á milli smábænda. Þungaiðnaður var þjóð- nýttur, sv» og námur og bankar. Kommúnistar beittu ýmsum ráðum til að auka áhrif sín og stjórnmálavöld. Haft er fyrir satt að á þessum árum hafi þeir bruggað launráð gegn stjórnmálaandstæðingum sínum innanlands og m.a. látið myrða forystumann Smábændaflokks- ins. Ábyrgð á þeim glæpaverkum er Matyas Rakosi einkum talinn bera og rnunu mörg þeirra hafa verið unnin án vitundar og vilja annarra leiðtoga kommúnista. Árið 1949 var valdataka kommúnista innsigluð með stofnun Alþýðufylkingar, en í orði kveðnu sameinuðust allir stjórnmálaflokkarnir um hana. Starfsemi annarra flokka var bönnuð. 1 „kosning- unt" 1949 fékk Alþýðufylkingin 95,6% atkvæða. ' Stefna Rakosis og andóf Stjórn Rakosis, stjórn hinnar nýju Alþýðufylk- ingar, hófst þegar handa um iðnvæðingu Ung- .verjalands og stefndi að umbreytingu efnahags- og félagslífs á fáum árum. Ekkert mátti hefta þá framþróun. Því var andstaða við stjórnina hvort sem var á sviði trúmála, menningarmála eða stjórnmála stranglega bönnuð. Herferð var farin gegn stjórnarandstæðingum og minntu aðfarirnar, harkan og grimmdin, óneitanlega á stjórnarhætti Horthys áður. Einyrkja í landbúnaði var bönnuð og samyrkju- búum komið á fót um allt land. Mæltist það misjafnlega fyrir. Eins hóf stjórnin víðtæka þjóð- nýtingu og árið 1952 voru öll helstu atvinnutæki landsins komin undir forsjá ríkisins. Ekki voru stjórnarandstæðingar einir um að sæta ofsóknum. Innan Alþýðufylkingarinnar og kommúnistaflokksins fóru fram „hreinsanir", til að halda uppi aga og „réttum“ skoðunum. í maí 1949 var t.d. einn helsti leiðtogi stjórnarinnar, nánasti samstarfsmaður Rakosis, L. Rajk að nafni, handtekinn. Honum var gefið að sök að vera erindreki Títós, forseta Júgóslavíu, sem þá átti í útistöðum við Sovétríkin ogönnur kommún- istaríki. Eins var Rajk sakaður um að hafa gengið erinda fasista á þeim árum þegar hann hafði forystu fyrir ungversku andspyrnuhreyfingunni. Hann var dæmdur til dauða og dómnum fullnægt. Stefnubreyting Árið 1953 var svo komið að lífskjör manna í Ungverjalandi höfðu versnað til muna frá því sem var á fyrstu árum eftir stríð. Efnahagsstefna stjórnarinnar hafði mætt vaxandi erfiðleikum og áætianagerð ekki staðist. Eins hafði stjórnarstefn- an sætt mikilli óánægju meðal almennings og hennar gætti einnig í kommúnistaflokknum. Fregnir þessar bárust til Moskvu en þar stóð þá yfir valdabarátta eftir fráfall Stalíns eins og fyrr var að vikið. Foringjar Ungverja voru kallaðir til skrafs og ráðagerða í Moskvu. Þar var hart lagt að Rakosi að söðla um, falla frá hóflausri iðnvæðingu og taka upp nýja stefnu í efnahagsmálum. Eins var hann hvattur til að dreifa æðstu völdum, en Rakosi gegndi bæði starfi aðalritara kommúnistaflokksins og forsætisráðherra. En Rakosi hafði orðið þess var í Moskvu að þar voru menn ekki á eitt sáttir og harðlínumenn gáfu í skyn að ekki væri mark takandi á fyrirmælunum. Þegar heim kom lét Rakosi því eins og ekkert hefði í skorist og hófst handa um nýja fimm ára áætlun, þvert gegn ráðleggingum frjálslyndra í Moskvu og vilja hinna hófsamari í ungverska flokknum. ■ Sovéska vaidið í Búdapest; svipillur sovéskur herforingi. R Imre Nagy meðal fólksins. Hann veitti þjóðinni aukið frjálsræði eftir harðstjórn Stalíns-tímans og gaf henni nýja von. Um aðdraganda og ástæður fyrir atburðunum í Ungverjalandi 1956 þegar innrásarher Sovétmanna og innlendir leppar þeirra hrifsuðu völdin Stuttu eftir þetta braust út alvarleg uppreisn gegn kommúnistastjórninni í Berlín. Ráðamenn í Sovétríkjunum óttuðust að víðar í Austur-Evrópu kynni að sjóða upp úr vegna óánægju rneð einstrengislega stjórnarstefnu. Hinir frjálslyndari ráðamenn töldu ástæðu til að fyrirbyggja nýja Berlínaruppreisn og þar sem menn væntu hennar helst í Ungverjalandi var enn boðað til fundar með ungverskum ráðamönnum í Moskvu. Þetta var í júní 1953. Auk Rakosis sóttu m.a. fundinn E. Gerö ráðherra og Farkas yfirmaður leyniþjón- ustunnar. Einnig var boðaður Imre Nagy, sem var talsmaður andstæðinga Rakosis í ungverska flokknum og hafði verið í ónáð um hríð. Á þessum fundi var Rakosi neyddur til að söðla um, segja af sér embætti forsætisráðherra og samþykkja hófsamari atvinnu- ogefnahagsstefnu. Imre Nagy varð forsætisráðherra, en Rakosi hélt stöðu sinni sem aðalritari flokksins. Valdataka Nagys var mikill sigur fyrir frjálslynd öfl í kommúnistaflokknum og boðaði gerbreytta stjórnarstefnu. í júlí 1953 ávarpaði Nagy ungverska þingið og las stefnuskrá sína. Hún kom verulega á óvart, fyrir marga var hún eins og þruma úr heiðskíru lofti. Nagy lýsti því yfir að næsta fímm ára áætlun yrði tekin til endurskoðunar, iðnvæðingu settar skorður, léttaiðnaður hefði forgang, matvæla- framleiðsla yrði aukin og auknú fjármagni beint j til landbúnaðarins. Eins lýsti Nagy því yfir að samyrkjubúskapur yrði að byggjast á áhuga bænda. Hann samþykkti að samyrkjubú yrðu leyst upp ef meirihluti íbúanna óskaði þess. Þá, lofaði Nagy í stefnuræðu sinni frjálsræði í menn- ingarmálum, stjórnmálum og umburðarlyndi | gagnvart minniháttar einstaklingsframtaki í at- vinnulífi. Stefna Nagys mun hafa mælst vel fyrir hjá almenningi. En innan kommúnistaflokksins voru áhrifamikil öfl undir forystu Rakosis, Gerö o.fl. óánægð. Þau töldu frjálsræðið of mikið og efna- hagsstefnuna alranga. Þessi öfl unnu óspart gegn stjórn Nagys og beittu áhrifum sínum innan flokksins og utan til að grafa undan stjórninni. Allt þar til í mars 1955 má segja að þjóðlíf Ungverja hafi einkennst af baráttu milli harðlínu- manna, fylgismanna Rakosis, og frjálslyndra, fylgismanna Nagys. Stjórnvöld áttu í erfiðleikum á ýmsum sviðum, einkum í efnahagsmálum, og harðlínumenn notuðu hvert tækifæri til að vcga að stjórninni. Þegar valdabaráttan í Moskvu tók á sig nýja mynd með falli Malenkovs 1955 notuðu Rakosi og stuðningsmenn hans tækifærið og kröfðust afsagnar Nagys. í mars 1955 samþykkti meirihluti miðstjórnar ungverska kommúnista- flokksins að víkja honum frá. Þá höfðu valdamenn í Moskvu gefið samþykki sitt fyrir breytingunni. Enn skipast veður í lofti Rúmu ári síðar, í júlí 1956, komu tveir sendimenn Sovétstjórnarinnar, A.l. Mikoyan og M. Suslov, til Búdapest. Koma þeirra táknaði umskipti í stjórnmálum Ungverjalands. Rakosi var vikið frá og samstarfsmaður hans Gerö tók við. Frjálslyndari menn komust á ný til áhrifa, en þeir voru ekki í meirihluta. Ástæðan fyrir þessum breytingum var megn og sívaxandi óánægja í Ungverjalandi með harð- stjórn Rakosis. Sérstaklega bar á óánægju stúd- enta og menntamanna, sem höfðu m.a. með sér samtök sem nefnd voru Petöfi-hópurinn, í höfuðið á þjóðskáldi Ungverja. Stúdentar og Petöfi-hópur- inn efndu til funda, leynt og ljóst, og ræddu ástandið í landinu. Þar kom fram hörð gagnrýni á harðlínumenn í kommúnistaflokknum og stuðn- ingur við Imre Nagy. Um þetta leyti höfðu enn orðið breytingar á völdum í Sovétríkjunum. Krúsjev og félagar hans höfðu styrkt stöðu sína. Þeir voru fylgjandi hófsamari stefnu í Ungverjalandi. Þegar Gerö tók við forystu sendi Imre Nagy miðstjórn kommúnistaflokksins bréf og minnti á stefnuskrá sína, en vottaði flokknum jafnframt trúnað sinn. Ljóst var að komin voru fram tvö sterk öfl sem greindi á um framtíðarstefnu í landinu: Gerö og stuðningsmenn hans og Nagy og fylgismenn hans. Lið Rakosis fylgdi Gerö að málum. I júlí og fram í október 1956 jókst spenna og æsingur í þjóðlífi Ungverja. Breytingar lágu í loftinu. Enginn hópur var enn nógu öflugur til að láta til skarar skríða eða taka ótvíræða forystu. í september efndi Rithöfundasamband Ungverja- lands til fundar og hafnaði stefnu Gerös. Jafnframt var kraftist óskoraðs frelsis í bókmenntum og listum. Um haustið ákvað ríkisstjórnin að veita L. Rajk uppreisn æru, en hann hafði verið tekinn af lífi fyrir meintan stuðning við Tító, eins og áður var að vikið. Þetta haust hafði ágreiningur Títós við kommúnistaríkin verið jafnaður og æruuppreisn Rajk var tekin sem merki um batnandi sambúð kommúnistaríkja við Júgóslavíu. Opinber minningarathöfn um Rajk fór fram 6. október. Andstæðingar Gerös litu á hana sem tækifæri til að sýna stjórninni eindregna mót- spyrnu. Meira en 300 þúsund manns fylktu liði í minningargönguna. Nagy gekk fremstur og leiddi ekkju Rajks. Gangan var mikill sigur fyrir hann og sýndi að stjórnarandstæðingar gátu kallað fjöldann út á göturnar og þó haft hemil á honum. Þegar þetta gerðist sat Gerö á fundi í Moskvu og ræddi ríkismál við raunverulega yfirboðara sína. Hann hafði alist upp við það í kommúnista hreyfingunni fyrir og eftir stríð að lykillinn að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.