Tíminn - 06.04.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.04.1983, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1983 2. deild: Cantbridge-Fulham 1-2 Charlislc-Bolton 5-0 Leicester-Middlesboro 1-0 Leeds-Oldham 0-0 STAÐAN enska knattspyrnan íþróttir Brighton, liðið sem er neðst í fyrstu deild og í fjögurra liða úrslitum bikar- keppninnar verðskuldað eftir sigra á stórliðum eins og Liverpool, náði að sigra Tottenham á heimavelli, Steve Gatting jafnaði úr aukaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok, eftir að Gra- ham Roberts hafði skorað fyrir „Spurs“ snemma í leiknum. Gerry Ryan skoraði sigurmark Brighton að- eins mínútu síðar. Petta var heilmikill hitaleikur, einn rekinn útaf hjá hvorum, Chris Ramsy hjá Brighton og Tony Galvin hjá Tottenham. Norwich náði í gulltrygg stig þegar það sigraði einn aðalkeppinautinn í botnbaráttunni, Luton Town 1-0, Dave Bennett skoraði. Swansea og Birmingham gerðu aftur á móti jafn- tefli, og það skoraði að sjálfsögðu Bob Latchford fyrir Swansea, en Byron Stevenson jafnaði fyrir Birmingham. Nottingham Forest sigraði Everton' 2-0, það voru Steve Hodge og lan Bowyer sem skoruðu. ". ■ John Barnes, einn margra efni- i legra leikmanna Watford, skoraði um | helgina. Á myndinni er hann í baráttu við bakvörð Everton, Brian Borrows. MANCHESTER CITY VANN LOKS SINN FYRSTA SIGUIt IÚRATÍMA — og Liverpool rétt hafdi Sunderland á laugardag ■ Það er líklegt að framkvæmda- stjórinn John Benson hafi verið orðinn langeygður eftir sigri hjá liði sínu Manchester City, sem ekki hafði unnið leik í óratíma, þegar þeir loks hristu af sér slenið á laugardag og náðu að sigra WBA. Það sem gerði sigurinn kannske enn merkilegri var að hann var unninn á útivelli. Þarna komu langþráð stig í safnið, og fallið ekki alveg eins við- blasandi. I Það voru þeir David Cross og Kevin Reeves sem skoruðu mörk City. Liverpool náði að kremja fram sigur gegn Sunderland, enda er víst ekki auðvelt að komast í gegnum mann- marga vörnina þá. Það var fyrirliðinn Graeme Souness sem skoraði eina mark Liverpool með þrumufleyg. Andstæðingar Liverpool í mjólkur- bikarnum um daginn voru ekki eins slappir, Manchester United lék nefni- lega vel og frísklega og skellti Coventry á hliðina. Frank Stapleton kom sínum mönnum á bragðið með sérstaklega fallegu marki, sem kom áhorfendum á Old Trafford til þess að öskra af fögnuði. 100. mark Stapletons í deilda- keppninni ensku. Annað mark United var sjálfsmark, og Lou Macari skoraði það þriðja, þá nýlega kominn inn á fyrir Norman Whiteside. Aston Villa krækti í sigurá Portman Road, Gary Shaw jafnaði á 45. mín- útu, eftir að Steve McCall hafði skorað fyrir Ipswich í byrjun leiksins. Hálofta- leikmaðurinn snjalli, Peter Withe skoraði sigurmark Villa. Watford tapaði fyrir West Ham, og kom það mörgum á óvart, og þarf ekki að líta lengra en til árangurs liðanna undanfarið til að finna orsökina fyrir því. Nigel Callaghan ýtti undir sigur- vomr Watford með því að skora fyrsta markið, en Van Der Elst jafnaði fyrir West Ham. Dave Swindlehurst skoraði síðan sigurmark West Ham. Stoke sigraði Notts County 1-0, náði þar 5. sæti í deildinni og hefur mjög farið fram seinnipart vetrar. Sammi Mcllroy skoraði mark Stoke úr víti. ■ Kevin Reeves skoraði fyrir Manchester City í langþráðum sigri á WBA. Á myndinni er hann í skugga Norwich lcikmannsins Dave Watson. 1. deild: Liverpool 34 23 8 3 30 26 77 Watford 35 19 4 12 63 44 61 Man.Utd. 33 16 11 6 45 25 59 Aston Villa 35 18 4 13 52 42 58 Notth.Forest 35 15 7 13 47 43 52 Stoke 35 16 6 14 49 51 51 Southampton 35 14 9 12 46 48 51 Tottenham 34 14 8 12 49 43 50 Ipswich 35 13 10 12 53 41 49 West Ham 34 15 4 15 55 51 49 Everton 35 13 9 13 53 44 48 WestBromw.A 35 12 11 12 46 43 47 Arsenal 34 12 10 12 44 46 46 Cowentry 34 12 8 14 42 49 44 Sunderl. 34 11 11 12 40 47 44 Notts County 36 13 5 18 49 64 44 Manch.City 36 11 8 17 43 63 41 Norwich 34 9 10 15 36 52 37 Swansea 35 9 9 17 45 55 36 Brighton 35 8 11 16 33 60 35 Birmingham 34 7 13 14 31 46 34 Luton 33 8 10 15 52 70 34 2. deild: aP.R........‘ 34 22 5 7 66-28 71 Wolves ...... 35 19 10 6 60-36 36 Fulham ....... 34 17 8 9 56-38 59 Leicester .... 35 17 6 12 62-38 57 Barnsley .... 24 14 10 10 51-42 52 Leeds....... 34 12 16 6 43-37 52 Oldham...... 35 11 17 7 50-37 50 Shrewsbury . 35 13 11 11 44-44 60 Sheff.Wed.... 34 12 13 9 49-39 49 Newcastle ... 34 12 12 10 63-45 48 Blackbum ... 35 12 10 13 46-49 46 Grimsby .... 35 12 7 16 43-61 43 Csrlisle ..... 35 11 9 15 61-80 42 Chelsea..... 35 10 10 15 46-52 40 Cambridge .. 35 10 10 16 34-50 40 Middlesbro .. 35 9 12 14 38-62 39 Charlton .... 34 11 6 17 48-73 39 Bolton ....... 35 10 8 17 39-54 38 Rotherham .. 35 9 11 15 36-55 38 Derby....... 34 7 16 11 39-47 37 C.PaIace.... 34 8 12 14 33-42 36 Bumley...... 32 9 5 18 46-54 32 Úrslitin í gærkvöldi: WEST HAM GERÐI 5 ■ West Ham jarðaði Swansea á útivelli í gærvköld, skoraði 5 mörk gegn einu. Alan Dickens (2), Geoff Pike (2) og Alan Devonshire gerðu mörkin fyrir West Ham, en Ian Walsh skoraði fyrir Swahsea. Ian Wallace, og John Robertson skoruðu fyrir Mottingham Forest í 2-1 sigri á Coventry en Steve Whitton skoraði fyrir. Coventry. Carlisle rótburstaði Bolton 5-0 í annarri deild, en jafntefl- iskóngarnir Leeds og Oldham gerðu 0-0 jafntefli. Sjá dálkinn til hliðar. UVERP00L SLÆR EKKi AF ■ TOTTENHAM BURSTAM ARSENAL ■ Urslit á laugardag: 1. deild — Watford í 2. sætið eftir 5-2 ■ Þeir slá ekkert af, hinir nýbökuðu deildabikarmeistarar Liverpool. Á mánudag léku þeir gegn Manchester City á Maine Road, og var ekki að sökum að spyrja, 4-0, en aftur á móti kannske tíðindi að City tapi leik. Þó hafði liðið unnið sinn fyrsta leik í langan tima síðastliðinn laugardag gegn WBA, þá lék Liverpool gegn Sunderland á Ánfield Road, og sigr- aði. Það var hinn rauðhærði David Fair- clough sem var stjarna dagsins á Maine Road, skoraði tvö. Félagar hans Gra- eme Souness og Alan Kennedy settu inn eitt hvor. Þar með náði Liverpool 16 stiga forystu í fyrstu deild. Manchester United gerði marka- laust jafntefli við Sunderland á Roker Park Ground, og það notfærðu sér piltarnir frá Watford, skutust upp í annað sætið að nýju með því að sigra 5-2 heima nágranna sína frá Luton. Luton sem á í botnbaráttu, og þyrstir því í stig, komst í 2-1 snemma í fyrri hálfleik. En seinna í hálfleiknum var júgóslavneski miðvallarleikmaðurinn Raddy Antic rekinn útaf, og Luton tapaði þar með fjórða leiknum í röð. Lulher Blissetl skoraði tvö marka Watford, en Richard Jobson, John Barnes og Nigel Callaghan hin. Trevor Aylott og Brian Horton skoruðu mörk Luton. En tveir aðalkeppinauta Luton á botninum notfærðu sér illa þetta tap Lutonliðsins, Norwich gerði jafntefli 0-0 heima gegn Ipswich, og Birming- ham tapaði 0-1 fyrir Aston Villa, þar sigur á Luton sem Gary Shaw skoraði sex mínútum fyrir leikslok. Stærsti sigur í 73 ár! Tottenham vann sinn stærsta sigur á erkióvini sínum Arsenal á mánudag- inn, þegar liðið náði að skora 5 mörk gegn engu á White Hart Lane, í 73 ár. Þessi sigur glæddi einnig vonir Totten- ham til að ná sæti í Evrópukeppni að ári. Fátt gleður áhangendur Tottenham eins og stór sigur á Arsenal, og þessi stærsti sigur í 73 ár gerði áhangendur Tottenham ærða af fögnuði. „Spurs“ voru komnir með þriggja marka forskot eftir aðeins 18 mínútur, eitthvað sem ekki er mjög vanalegt þegar hin annars ágæta vörn Arsenal á í hlut. írski landsliðsvarnarmaðurinn Chris Hughton og framherjinn Mark Falco settu inn tvö mörk hvor, og Alan Brazil það fimmta, hans fyrsta fyrir Tottenham, síðan hann kom frá Ips- wich í síðasta mánuði. Þessi sigur færði Tottenham upp í sjötta sæti í deildinni, og þar með er Lundúnaliðið komið í baráttuna um UEFA sætið að nýju, á þessu tímabili sem héfur einkennst af vandræðum og meiðslafaraldri hjá félaginu. Arsenal, sem síðast tapaði (95 fyrir Tottenham á keppnistímabilinu 1911- 1912, virðist nú þurfa að taka sig heldur betur saman í andlitinu fyrir undanúrslitaleik bikarsins gegn Man- chester United eftir 10 daga. Nágrannar stjörnuliðsins í Liver- pool, Everton sigruðu Stoke, sem þó situr enn í fimmta sæti, 3-1, mörk Everton gerðu Kevin Sheedy tvö, og Graeme Sharp eitt. Læti í Lancashire Það voru heilmikil vandræði í viður- eign Lancashire liðanna Blackburn og Burnley, vegna óláta aðdáenda Burn- leyliðsins. David Hutchinson, dómari leiksins stöðvaði leikinn og fór með leikmenn liðanna til búningsherbergj- anna, eftir að áhorfendur, flestir frá Burnley höfðu farið upp á þak áhorf- endasvæðanna og köstuðu flestu laus- legu inn á völlinn. Flaska hafði lent í markverði Blackburn, Terry Gennoe, og reyksprengja hafði lent inni á vellinum. Frank Gasper framkvæmda- stjóri Burnley fór undir sterkri lög- regluvernd í hljóðnema og talaði til áhorfenda. „Þeir sem þessum vand- ræðum valda, eru skömm fyrir Burn- ley-knattspyrnuliðið, og eftir daginn í dag viljum við ekki sjá þá. Þetta er það versta sem ég hef orðið vitni að síðan ég kom fyrst til Burnley fyrir löngu, og ég skammast mín fyrir þessa fram- komu ykkar“. Leikurinn tafðist í 16 mínútur vegna þessara óláta, og lauk honum síðan með 2-1 tapi Burnley. Annað sem helst bar til tíðinda í annarri deild á mánudag var að Queens Rark Rangers náðu að auka forystu sína í deildinni í 4 stig, meðan Wolves tapaði tveimur dýrmætum stigum í 2-2 jafntefli við Shrewsbury. Arsenal - Southampton Birmingham - Swansea Brighton - Tottcnham Ipswich - Aston Villa Liverpool - Sunderland Luton - Norwich Man. Utd. - Coventry Nott. For. - Everton Stoke - Notts C. WBA - Man. City West Ham - Watford 2. deild: Bamsley - Leicester Bolton - Leeds Bumíey - Wolves Chr. Palace - Cambridge Fulham - Chelsea Middlcsbro - Carlisle Newcastle - Grimsby Oldham - Blackburn Rotherham - Sheff. Wed. Shrewsbury - Derby Úrslit á mánudag: 1. deild: Aston Villa - Birmingham Everton - Stoke Man. City. - Liverpool Norwich - Ipswich Notts. County - W.B.A. Sunderland - Man. United Tottenham - Arsenal Watford - Luton 2. deild: Blackburn - Burnley Charlton - C. Palace Chelsea - Q.P.R. Derby - Newcastlc Grimsby - Rotherham Sheff. Wed. - Bamsley Wolverhampton - Shrewsbury ■ Úrslit í gærkvöld: 1. dcild; Coventry-Nott. For. Swansea-West Ham Southampton-Brighton 1-0 3-1 04 0-0 2-1 0-0 5-0 5-2 1-0 2-1 0-2 0-2 1-2 0-1 2-2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.