Tíminn - 26.04.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.04.1983, Blaðsíða 1
Dönsk dagblöð um leik Islands og Danmerkur í handbolta kvenna: ff Attu skilið að vinna”1 — Mbaráttugleði aðalsmerki íslenskra” ■ íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik fékk mjög góða dóma í dönsku blöðunum fyrir frammistöðu sína í Iands- leik íslands og Danmerkur á föstudag í Kaupmannahöfn, en leikurinn var liður í undankeppni B heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik. Þar er sagt að íslensku stúlkurnar hafi verið betri aðil- inn í leiknum og átt skilið að vinna, og um leið deilt á danska landsliðið, sem dönskum þótti ekki nógu gott. í danska blaðinu BT er grein sem mynd er af hér til hliðar. Þar er sagt að markverðir danska liðsins komi til með að kosta danska handboltasambandið 80 ■ Guðgeir Leifsson í búningi FH fyrir tveimur árum. Hann hefur nú tekið fram skóna á ný. Guðgeir byrjaður aftur ■ Guðgeir Leifsson, sem áður var leikmaður með íslenska landsliðinu, Víkingi, Fram, Charleroi í Belgíu og Edmonton í Kanada, hefur tekið fram fótboltaskóna að nýju. Hann hefur nú æft með Víkingum undafarið, og ætlar að vera með í sumar. Hinn nýi þjálfari Víkings, hinn belgíski Jean-Paul Colo- noval setti það að skilyrði, þegar Guð- geir samdi við hann um aðþjálfa Víkinga í sumar að Guðgeir yrði með.ColonOval þjálfaði Charleroi í Belgíu þegar Guð- geir lék þar, og þekkir því pilt. Enginn vafi er á því að Guðgeir mun styrkja Víkingsliðið, svo fremi sem hann kemst í gott form, margreyndur leikmaður, og er rétt um þrítugt. Töfðu leik til að mótmæla ■ Aðdáendur Oxford liðsins á Eng- landi töfðu þriðja deildarleik í 30 mínút- ur á laugardag með því að setjast niður á miðjan völlinn. Þetta var þegar leikur Oxford og Wigan átti að heljast í þriðju deild. Hundruð manna sátu á miðju vallar- ins, meðan aðrir áhangendur hrópuðu: „Maxwell burt“, og „Júdas“. Hróp þessi voru meint til eiganda liðsins Robert Maxwell, sem er margmilijóneri, og ætlar að steypa Oxford saman við nágrannaliðið Reading undir nafnið Thames Valley Royals. Lögregla var fengin til að koma fólkinu burtu og gekk það vandræðalaust. Leikurinn hófst hálftíma á eftir áætlun. þúsund danskar krónur, vegna þess hve þeir vörðu vel á lokamínútum leiksins gegn íslandi. fslenska liðinu er mjög hrósað, varnarleikurinn talinn frábær („strálende), og baráttan í liðinu að- dáunarverð. „Það var fyrst rétt fyrir leikslok að úrslitin réðust“, sögðu Dan- irnir, „Linda Meyer varði vítakast þegar staðan var 19-18, og Ulla Sörensen varði frábærlega, þess vegna vannst leikurinn. Þetta var það sem gerði það að verkum að stúlkurnar frá sögueynni voru slegnar út úr B-heimsmeistarakeppninni.“ BT segir ennfremur: „íslensku stúlk- urnar léku mjög góðan handbolta (glimrende), miklu fjölbreyttari en okk- ar stúlkur. Og svo börðust þær stórkost- lega. Virðingin fyrir þessum baráttu- glöðu stúlkum eykst enn við það, að hver einasti leikmaður liðsins greiddi ferð sína úr eigin vasa. - Og þær áttu skilið að vinna leikinn í Kirke Hyllinge höllinni í gærkvöld." Umsögn um leikina er að finna hér á síðunni. Ulla og Linda ca. 80.000 kr. D*nmark-I»land 22-19 (11-11). Kvalifikationskainp til B-VM (or kvinder i hAndbold. Kirke Hyllin- f^nlWn 300 tilskuere. Dommere Wollganc Pnukow-Eberhard Glae- ner. DDR. (gltmrende). lillacorer Danmark: Láade B. Jenaen, Viby 6 (3). Birte Carlsen 4, Gerda Jenaen 4. Helle Pederaen 2. Vibeke Nieken 2. Dorthe P>l«aard 1. Jytte láeller Nielæn 1, Birgitte Volck 1, Joan Johneen 1. bland: Ingunn Bemoduadottir 7 (3). Gudridur GudjoœdoUir 4 (1), láagnea Prklrikadottú 3, Erla Raf- naeottir 2, Ema Ludvikadottir 1. Kriítuna Aradottir 2 (1). Straííekaat: Danmark 5, bland 7. Af John Bjerklund Lad det være et drilagtigt regnestykke, men det er ikke belt ved siden aí. Mðlpigeme Linda Meyer, Gladsaxe/HG. og Ulla So- rensen, FIF, kom i aftes til at koste Dansk H&ndbold For- bund ca. 80.000 kr. Nemlig udgifterne til del- tagelse i B-VM i DDR sidst p& 4ret. For Linda Meyer tog tre straffekast, og Ulla Sorensen stod s& glimrende i 2. halv- leg. at den isiandske sensa- tion udeblev. De islandske piger var nemlig klart bedst. Ude af form? Den farste kamp i Island vandt Danmark 21-17, og ærlig talt var ventet en dansk sejr p& omkring 10 m&l. Men det gik helt anderle- des. De islandske piger kæmpede str&lende i forsva- ret, og holdet fulgte med helt til 16-16. Det var ferst mod kampens slutning, at det lykkedes at vende det truen- de nederlag til sejr. Og kun fordi Linda Meyer ved stillingen 19-18 reddede et straffekast, og UUa Soren- sen havde nogle fremragen- de redninger. S& tæt var disse glimrende h&ndboldpiger fra Sagaeen fra at fravriste os en plads i B-gruppen. Det danske hold var en enorm skuffelse. Chancer var der sflmænd nok af, men afslutningerne var uhygge- ligt svage. Bolde blev tabt, og intet fungerede i forsvaret. »Flere af pigerne er belt ude af form,« sukkede træ- ner Flemming Skovsen. •Mange af klubbeme har holdt pause siden midten af D« fo mölpigor cUr gov ckansk kvlncWh&ndbold odgong tll B-VM I DDt sklst pó 6rot. Tll vonstro UHo Sartnsan, og H1 hsj- ro Lindo Moyor. (Foto Bjoms UMhcko). marts, og det er gáet ud over mine spillere.« Det kan selvfolgelig være en forklaring. Men næppe den hele. Holdet virker stift, og alt skal tilsyneladende kere i ganske bestemte ba- ner. Hvor er fantasien henne? Liso var god Af markspillere var Lise B. Jensen fra Viby klart den bedste. Hvis Flemming Skovsens teori skal holde, m& de træne yderst seriast i Arhus-klubben for liden. De islandske piger spiUede glimrende h&ndbold. Langt mere fataaifuldt end vore pi- ger. Og s& fightede de formi- dabeh. Og respekten for disse her- lige figntere bliver ikke mindre af. at hver eneste af de islandske spillere af egen lomme har m&ttet betale rej- sen til Danmark. Og de havde fortjent at vinde landskampen i aftes i Kirke HyUingehallen. Umsögn um lcikinn í BT. Myndin er af dönsku markvörðunum, sem Danir þökkuðu sigurinn og sætið í B-kepninnni. Gummersbach vann í Moskvu — Á fjögur mörk til góda fyrir heimaúrslitaleikinn f EM bikarhafa íhandbolta Frá Magnúsi Ólafssyni í Bonn: ■ Vestur-Þýska stórliðið í handknatt- leik, Gummersbach vann Zska Moskva 19-15 í Evrópukeppni meistaraliða í hand- knattleik um helgina. Leikurinn var í Moskvu um helgina. Þessi leikur var fyrri úrslitaleikur liðanna í keppinni, en síðari leikurinn verður í Þýskalandi nú í byrjun næstá mánaðar. Það var mál manna í Þýskalandi að Gummersbach hefði aldrei í annan tíma sýnt eins góðan leik. í liði Gummersbach er stór hluti Vestur-Þýska landsliðsins. Pihl, mark- vörður Gummersbach varði mjög vel í leiknum, m.a. fjögur vítaköst, og þrjú önnur vítaköst Sovétmannanna höfn- uðu f stöngum eða framhjá markinu. Wunderlich, stórskytta Gummersbach og'þýska landsliðsins var tekinn úr umferð allan leikinn, og oft tveir leik- menn við það eitt. Þetta opnaði feikilega vörnina hjá Rússunum, og leikmaður að nafni Frank Damman skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach, og var mjög góður. Þá var Brand, fyrirliði Gummersbach og þýska landsliðsins mjög góður. Ehglandsveran Ardiles erfið — meiddist aftur á laugardaginn Paris St. Germain hann. Þar var Ardiles frá því keppnistímabilið hófst í fyrra og ■frarn að áramótum. Þá fór hann heim til Tottenham, og dvölin þar hefur verið eins og áður var greint. Ekki nóg með það, heldur fékk Ardiles mjög kuldaleg- ar móttökur og mjög dónalega fram- komu áhorfenda í sinn garð á útivöllum í þeim fáu leikjum sem hann lék í janúar. Atvinnumennskan er ekki neinn dans á rósum. ■ Endurkoma Argentínumannsins Osvaldo Ardiles ætlar ekki að reynast honum sú heimkoma sem hann vonaðist eftir. Hann lék aðeins nokkra leiki með Tottenham Hotspur eftir áramótin þegar hann kom heim, þurfti hann reyndar fyrst að jafna sig eftir veikindi, síðan brákað- ist hann illa á fæti og var frá keppni frá þvi í byrjun febrúar og þar til nú, og í leik sem hann lék á laugardaginn með varaliði Tottenham meiddist hann svo að bera varð hann af velli. Ardiles lék með Tottenham frá heims- meistarakeppninni í knattspymu í Arg- entínu 1978, þar til undirbúningur arg- entínska landsliðsins fyrir HM 1982 á Spáni hófst. Stuttu eftir að Ardiles fór til Argentínu til móts við landsliðið, hófst Falklandseyjastríðið, og þar féll náinn frændi hans fyrir breskum byssum. Ardi- les varð svo svekktur yfir þessu að hann hét því aldeilis í heyrenda hljóði, að hann mundi aldrei leika á Englandi á ný. Sem málamiðlun varð það úr að Totten- ham, sem enn hafði samning við Ardiles tii nokkurs tíma, leigði franska liðinu Osvaldo Ardiles. Gódur leikur hjá stulkunum — töpuðu samt 19-22 í hörkuleik ■ „Fyrri leikurinn, það er leikurinn í undankeppni B heimsmeistarakeppn- innar var alveg frábær hjá stelpunum, engin kaflaskipti og jafnt þegar 5 mínút- ur voru eftir“, sagði Sigurbergur Sig- steinsson þjálfari íslenska kvennalands- liðsins í handknattleik í samtali við Tímann í gær, en íslensku stúlkumar iéku á föstudagskvöld við Dani í Kaup- mannahöfn og töpuðu naumlega 19-22. Töpuðu með 8 mörkum ■ íslensku stúlkurnar í kvennalands- liðinu í handbolta töpuðu síðari leiknum við Dani 18-26 á laugardag. Leikurinn var vináttuleikur, og íslenska liðið náði ekki þeirri einbeitingu sem var við lýði í leiknum daginn áður. Mörk fslands skoruðu Erla Rafnsdóttir 4, Erna Lúð- víksdóttir 3, Ingunn Bernódusdóttir 3, Kristjana Aradóttir 2, Guðríður Guð- jónsdóttir 2, Sigrún Blomsterberg 2, Ásta Sveinsdóttir 1, Sigrún Bergmunds- dóttir 1. KR, Valur, Pór eða Víkingur ður 1 ■ I kvöld verðúr það útkljáð hvaða lið það verða sem leika í úrslitum bikar- keppninnar í handbolta. íslandsmeistar- amir, Vfldngar fara til Vestmannaeyja og leika þar gegn annarrar deildar liði Þórsara, og Valur og KR keppa í Laugar- dalshöll. Hefbundin úrslit samkvæmt gangi Islandsmótsins í vetur væm þau að KR og Vðúngur mundu fá að bítast um bikarinn, en allt getur gerst í bikar- keppni... Leikur KR og Vals verður eins og áður sagði í Laugardalshöll í kvöld, og hefst klukkan 20.00 stundvíslega. Víkingur vann KR ■ Vfldngur vann KR 4-0 í Reykjavík- urmótinu í knattspymu í gærkvöld. Vík- ingar em nú orðnir efstir í mótinu með 7 stig. „Frammistaða stelpnanna vakti mikla athygli í Danmörku, og dönsku blöðin sögðu eftir leikinn að íslenska liðið hefði verið betra allan tímann ,“ sagði Sigur- bergur. „Það var greinilegt, að Danir voru búnir að vinna þennan leik fyrir- fram, og því gaman að veita þeim verðuga mótspyrnu." Leikurinn stóð í járnum allan tímann. Þegar 5 mínútur voru eftir var jafnt, og þá sigu Danir fram úr, og náðu að knýja fram sigur, 22-19 Jóhanna Pálsdóttir markvörður var besti maður íslenska liðsins, varði mjög vel að venju. Þá átti Ingunn Bernódusdóttir stórgóðan leik, og hefur varla leikið betur í annan tíma. Hún skoraði 7 mörk. Guðríður Guð- Jónsdóttir skoraði 4 mörk, Magnea Friðriksdóttir 3, Erla Rafnsdóttir 2, Kristjana Aradóttir 2, og Erna Lúðvíks- dóttir 1. í vörninni léku þær mjög vel Erla Rafnsdóttir ,og Sigrún Blomster- berg. íslenska liðið nýtti ekki 3 vítaköst. Síðari leikur liðanna var á laugardag, og var vináttuleikur. Danir sigruðu þann leik með 7 marka mun. Frakkland sigraði Júgósiavíu ■ Þao var vandræðalaus sigur sem franska landsliðið vann á því júgóslav- neska á laugardaginn var. Frakkamir sigruðu 4-0, og léku Júkkana sundur og saman, aðallega sundur. Franska liðið var mjög sannfærandi í leiknum, og virðist breidd liðsins vera með ólíkind- um, þar eð frægasta og að öllum líkind- um besta knattspymumann Frakka, Michel Platini vantaði í liðið, og auk þess lék Alain Giresse Bordeaux ekki með heldur. Franska liðið lék knattspyrnu sem það er þekkt fyrir, og gerði })að að einu alskemmtilegasta liðinu í HM á Spáni í fyrra að margra áliti. Fallegt einnar snertingar samspil var of mikið fyrir Júgóslavana, og á 22. mínútu skoraði nýliði LeRoux að nafni fyrsta mark Frakka. HM stjarnan Dominique Rocheteau skoraði tvö næstu á 31. og 48. mínútum, og annar nýliði, Toure, skor- aði síðasta mark leiksins á 73. mínútu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.