Tíminn - 01.05.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 01.05.1983, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 Sjöundu tónleikar (slensku hljómsveitarinnar: Frumfhitt verk efljr KarðUhu Eiriksdóttur ■ Gratíkmyndin sem skreytir efnisskrá íslensku hljómsveitarinnar að þessu sinni nefnist Dúó og er gerð af Sigrid Valtingojer. ■ Sjöundu tónleikar íslensku hljóm- sveitarinnar verða í dag, laugardag 30. apríl, kl. 14 í Gamla bíói. Á efnisskrá er frumflutningur fimm laga eftir Karólínu Eiríksdóttur.tónskáld en einnig verða flutt lög eftir Jakop van Eyck, Jaques Ibert, Jean Sibelius, Johann Nedomuk Hummel og Koyo Nakamura. Einleikarar eru Camilla Söderberg, Sigurður Flosason og Ke- nichi Tsukada. Stjórnandi er sem fyrr Guðmundur Emilsson. Karólína kemst svo að orði um hið nýja verk sitt: „Formið er mjög einfalt: fimm stuttir kaflar þar sem dregnar eru upp smámyndir í fáum og einföldum dráttum. Þessar myndir eða hugmynd- ir eru látnar standa sem slíkar og ekki litið á það sem neina kvöð að vinna frekar úr þeim. Það má e.t.v. líkja þe'ssu við sýningu á mörgum smámynd- um sem eru tengdar hver annarri á vissan hátt án þess að skyldleikinn liggi í augum uppi; myndirnar eru hluti af sömu heild án þess að fjalla um sama efnið. Sama gildir um hijóðfærin, þau eru notuð á einfaldan og látlausan hátt, en ekki lögð nein áhersla á að gjörnýta möguleikíþeirra. Þóaðverk- ið sé einfalt hef ég engu að síður verið með það í huganum alveg frá því í haust.“ Tónverk Jakob van Eyck nefnist Amirilli Mia Bella Boffons. Um cr að ræða tvö stef og tilbrigði við þau ur lagasafninu Der fluiden Lusthof. Fyrra stefið er leikið á altblokkflautu endur- reisnartímans og hið síðara á sópran- ínó frá barokktímabilinu. Tónverk Jaques Ibert nefnist Conc- ertino Da Camcra og er fyrir altsaxó- fón og Kammersveit. Þykir það skemmtileg tónsmíð, litrík og glettin. Þó margir þykist heyra áhrif frá jazz- og bluestónlist í verkinu er frekar um að ræða stíl sem á sér rætur í impress- ionisma og nýklassík. Hraðar tónhend- ingar og synkópur eru hér nánar tengd- ar frönsku skapferli en einkennum jazztónlistar. Verk Sibeliusar nefnist Svanurinn frá Tuonela. Þetta er eitt af fjórum verk- um sem tónskáldið samdi upp úr Ijóðabálknum Kalevala. f finnskri goðafræði er Tuonela ríki dauðans. Þar renna myrkar ár og við fylgjumst með svaninum sem syngjandi lætur berasi með straumnum. Aðalstefið, rödd svansins, er leikið á enskt horn og hljómar það þegar í upphafi verksins. Einleikari er Daði Kolbeinsson. Ann- að stef sem í byrjun er leikið á knéfiðlu tengist upphafsstefinu og heldur áfram að þróast í leik enska hornsins. Breyti- legur hljómblær efri strengjahljóðfær- anna, sem skipt er niður í marga raddhópa, myndar bakgrunn. Verkið nær hámarki og hnígur hægt til stemmningar upphafstónanna. Tónverk Hummel nefnist Rondo og er þáttur úr kvartett fyrir klarinett og strengjatríó. Sigurður Snorrason leikur á klarinettu sem smíðuð var á fyrri hluta nítjándu aldar. Verk Koyo Nakamura nefnist Mizu Santai og er samið fyrir Shakuhachif- lautu, sem Kentichi Tsukada leikur á, og hljómsveit. Verkið er samið í Bandaríkjunum og er hluti af doktors- verkefni höfundarins í tónsmíðum. Það er í þremur þáttum og eru þeir samtengdir. Þess má geta að verkið hlaut sérstaka viðurkenningu háskóla- ráðs Indiana University á sínum tíma. GM Nýtt leikrít á fjölunum hjá Iðnó: Ur lífi ánamaðkanna ■ Á miðvikudagskvöld í næstu viku frumsýnir Leikfélag Reykjavíkursíðasta verkefni sitt á þessu leikári. Það er sænska leikritið Úr líH ánamaðkanna eftir Per Olov Enquist.Verk þetta var frum- flutt í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn í fyrravetur og skömmu síðar í fleiri borgum Norðurlanda. Verk- ið hefur hvarvetna vakið mikla athygli og víðast hvar hlotið mikla aðsókn. Aðalpersónur leikritsins eru danska ævintýraskáldið H.C. Andersen og leikkonan Jóhanna Lovísa Heiberg, sem á síðustu öld var ekki bara primadonna dansks leikhúss heldur þótti einn besti listamaður Norðurlanda. Verkið gerist á einni kvöldstund og nóttu á heimili Heiberg hjónanna, en Jóhann Heiberg var mikill framámaður í dönsku menn- ingarlífi, leikhússtjóri Konunglega leik- hússins um skeið og einn vinsælasti leikritahöfundur Dana á síðustu öld. Hann cr einkum kunnur fyrir söngvaleiki sína, frægasta verk hans er Álfhóll, sem sýnt hefur verið oftar í Danmörku en nokkurt annað þarlent verk. Mörg leik- rita hans voru sýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur hér áður fyrr, m.a. Álfhóll í tvígang. Þýðandi leikritsins Úr lífi ánamaðk- anna er Stefán Baldursson, lýsingu ann- ast Daníel Williamsson, leikmynd og búninga gerir Steinþór Sigurðsson, um- sjón með tónlist hefur Snorri Sigfús Birgisson og dansa æfði Ingibjörg Björnsdóttir. Leikstjóri sýningarinnar er Haukur J. Gunnarsson og er þetta í fyrsta skipti sem hann starfar hjá Leik- félaginu en hann hefur áður getið sér gott orð fyrir Ieikstjórn bæði hér heima og í Danmörku, Finnlandi og Noregi þar sem hann hefur sviðsett fjölda sýninga á undanförnum árum. Leikendur eru fjórir: Guðrún Ás- mundsdóttir leikur Jóhönnu Lovísu Hei- berg, leikkonuna frægu, Þorsteinn Gunnarsson er H.C.. Andersen, Stein- dór Hjörleifsson leikur Jóhann Heiberg og Margrét Ólafsdóttir leikur fjórða hlutverkið, ónafngreinda gamla konu, sem er á sviðinu allan tímann. Höfundurinn Per Olof Enquist hefur á örfáum árum skipað sér í röð fremstu leikritahöfunda á Norðurlöndum. Fyrsta leikrit hans, sem verulega athygli vakti og fór þegar í stað víða um lönd var Nótt ástmcvjanna, sem sýnt var í Þjóðleikhús- inu 1976. Þar fjallaði hann um leikrita- skáldið Ágúst Strindberg. Meðal ann- arra leikrita hans niá nefna: Manninn á gangstéttinni, Chez Nous og leikritið Til Fedru. Áður en hann hóf að semja leikrit hafði hann hlotið viðurkenningu fyrir skáldsögur sínar, ein þekktust þeirra mun sagan Málaliöarnir cn fyrir hana hlaut hann bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1969. í leikriti því sem Leikfélagið tekur nú til sýninga byggir hann víða á staðreyndum um þessar frægu persónur, sem verkið fjallar um, svo sem æviminningum Andersens og Jóhönnu Lovísu en báðar þessar bækur hafa löngum þótt með merkilegri ævi- Sögum. Hann leyfir sér þó að sjálfsögðu frjálsræði rithöfundarins. Leikritið hefur sem fyrr segir vakið mikla athygli á Norðurlöndum, sýningar á því eru nú einnig í undirbúningi í París, víða í Þýskalandi og í Bandaríkjunum svo að eitthvað sé nefnt. ■ Þorstcinn Gunnarsson í hlutverki H.C. Andersen og Guðrún Ásmundsdóttir í hlutverki leikkonunnar frægu, Jóhönnu Lovísu Heiberg. Tímamynd: Guðjón. ■ Brynhildur Þorgeirsdóttir Skúlptúrar í Nýlistasafni í gær opnaði Brynhildur Þorgeirs dóttir sýningu á skúlptúrum í Nýlista- safninu Vatnsstíg 3b. Verkin á sýning- unni eru unnin úr mótuðu gleri, stein- steypu og járni. Brynhildur lauk námi í glergerð frá California College of Arts an Crafts í Oakland s.l. haust og öll verkin á sýningunni eru unnin í fyrra. Sýningin er opin alla daga frá kl. 16-22 og lýkur 8. maí. Þess má geta að í Gallerí Langbrók, Amtmannsstíg 1, stendur yfir yfirlitssýn- ing á eldri verkum Brynhildar sem eingöngu eru unnin úr gleri. ■ Myndlistarfólkið í Hamragörðum. SAM ’83 að ljuka ■ Nú stendur yfir í Hamragörðum, Hávallagötu 24, listsýning 35 félags- manna í aðildarfélögum Hamragarða, en það eru starfsmannafélög samvinnu- fyrirtækjanna í Reykjavík og Nemenda- samband Samvinnuskólans. tréskurð, hluti gerða úr stáli og beini, koparstungur og fleira. Hluti verkanna er til sölu. Sýningin er opin til 1. maí; nú síðustu sýningarhelgi er hún opin milli kl. 14 og 22. Alls eru 86 verk á sýningunni og er þar um að ræða olíumyndir, vatnslitamynd- ir, grafík, acrylmyndir, teikningar, Flestir sem taka þátt í þessari sýningu, sem heitir SAM 83, hafa ekki sýnt verk sín opinberlega áður, en hér er um tómstundaverk fólks áð ræða. Helgi Björgvinsson sýnir í Kúnígúnd ■ Þessa dagana stendur yfir sýning á sérunnum leirmyndum og leirmunum í versluninni Kúnígúnd Hafnarstræti 11, eftir Helga Björgvinsson leirkerasmið. Sýningin er opin á venjulegum verslun- artíma á virkum dögum en 14-22 um helgar. Sýningunni lýkur kl. 9.30 á sunnudagskvöld. SUNNUDAGUR 1. MAÍ1983 > Wímwn \ i'f ' 27 fólk í listum Einar Þorsteinn hönnuður: Sýning á hvolfþökum ■ Tilraunastofa Burðarforma, sem Einar Þorsteinn hönnuður rekur, efnir til sýningar á íslenskum hvolfþökum 1973-83 að Veltusundi 3b 2. hæð (hús- næði Handmenntasköla íslands) dagana 29. apríl til 2. maí n.k. milli kl. 14 og 20. Þar er ætlunin að gefa yfirlit yfir nokkur helstu hvolfþök og hugmyndir að öðrum sem Einar Þorsteinn hefur unnið að á Tilraunastofu Burðarforma s.l. 10 ár. Langflest hvolfþökin á sýningunni eru af þeirri gerð sem nefnist Geodesic Dóme eða Hringferlahvolf. í sýningaskrá kemst Einar Þorsteinn svo að orði: „Áhugi fer nú vaxandi á byggingu hvolfþaka til margvíslegra nota eins og ritið ber e.t.v með sér. Og má vænta ýmislegs góðs af þessu byggingar- formi, t.d. eins og auðveld framleiðsla húseininga, orkusparnaður í rekstri hús- anna og jafnvel lækkaður byggingar- kostnaður. Rúmlega fimmtíu manns hér á höfuðborgarsvæðinu hafa myndað með sér félag til þess að reisa eina gerð af þessum húsum á kostnaðarverðiogverð- ur væntanlega innan tíðar hægt að bera saman raunverulegan kostnað þessara húsa við venjuleg hús. Erlendis en þó einkum vestanhafs ryðja þessi hús sér mjög til rúms, einkum sem íbúðarhús og hafa tugþúsundir þeirra þegar verið byggð þar. Hérlendis er við allt aðra veðráttu að eiga og þarf því mun vandaðri frágang á ytra byrði þessara húsa hér. En hvers vegna hvolfþök eða kúluhús? ‘ Það sem mælir fyrst og fremst með þeim er kostnaðarhliðin og í öðru lagi aðlað- andi innra rýmið. Það tekur vitaskuld sinn tíma að venjast húsum af nýrri gerð. Unga fólkið venst þeim fyrr, og því eru húsin oft sett í samband við ungæðisskap eða jafnvel heimspekilega lífsaðstöðu. Þetta er ástæðulaust því fyrst og síðast er þessi byggingaraðferð hagkvæm og getur jafnvel orðið til töluverðs sparnað- ar. Veitir nokkuð af því núna?“ Hér til hliðar birtum við til fróðleiks teikningu sem Einar Þorsteinn hefur gert fyrir þau Kristján Bogason og Jóhönnu E. Andersen í Vestmannaeyj- um af hvolfþaki eða kúluhúsi sem rýma á hvort tveggja íbúðarhús og verslun. Teikningin var samþykkt í -sqptember í fyrra og framkvæmdir munu vera hafnar. VERZLUN OG fBÚÐARHÚS/A STORE AND A' FLAT FOR KRISTjAN bogason og jOhanna e andersen f VESTMANNÁEYJUM SAMÞYKKT SEPT 1982 ROOF PLAN NORTH EAST ERECTION STARTED MARCH 1983 WEST SOUTH SECTION 2 trnl’.r V’9' 277 Sovéski lyftingakappinn Vladimar Martsjuk: ÆTLAR AÐ BÆTA EIGIÐ HEIMSMET Vlasov, Leonid Sabotinskí og Vasijí Alekseév. „Martsjuk hefur kraftana til verulegra átaka, - sagði Leonid Sabotinski, sem tvisvar hefur verið í ólympíuliðinu, - Þá er ég sérstaklega að tala um jafnhöttun- ina. Ef hann á að komast áfram svo um munar verður hann að auka sér tækni I snöruninni. Framfarir eru greinilegar þetta árið. Það er ekki einasta að hann geri þessa lyftu fagmannlegar, hann hefur einnig, í tveim síðustu viðureign- um, aukið þungann verulega: fyrst snarði hann 190 kg. og svo núna síðast fór hann upp með verulega mikið hlass; 200 kg.“ Martsjuk, að sínu leyti, álítur sig geta yfirstigið nýmörk innan tíðar. „Ef maður leggur þessi 200 kg. við það sem ég hef nú náð í jafnhöttun, þá passar það til qð fá út nýtt heimsmet", segir hann. Mart- sjuk langar að keppa við Anatoli Pisar- énko eftir meti í samanlögðu, annað- hvort í Vináttubikarkeppninni í Lvov í mars eða þá Spartak-leikunum í Moskvu í júlí. Framfarir sínar í snörun á Martsjuk að miklu leyti félögum sínum í landsliði SSSR og jafnvel keppinautum sínum að þakka. Fyrst var það Juri Vardanjan ólympíumeistari og nú síðast Anatoli Piserénko, sem hjálpuðu honum að ná valdi á þessari þraut. „Við æfðum mikið saman þetta haust, - segir hann, - og Piserénko gaf mér nokkur ráð sem að gagni komu við að bæta mína tækni." Hann ætlar nú að bæta nokkru við þyngd sína til þess að fá meiri hraða í snörunina. Á mótinu í Moskvu vóg hann 148,25 kg. en er sjálfur 178 sm. hár. Martsjuk er minni vexti en heimsmeist- arar undanfarandi ára; Sabotínski eða Alekseév og svo auðvitað Pisarénko. Hann er afturámóti kvikur miðað við þyngd: hundrað metra hleypur hann á 13 sekúndum og stekkur 3 m. í langstökki án atrennu. Þessi árangur Vladimirs Martsjuk er annað heimsmet hans. Vorið 1981 lyfti hann 257,5 kg. á Vináttubikarkeppninni í Lvov og hirti þarmeð heimsmetið af Vasilí Alekseév, sem menn héldu, eftir öllum sólarmerkjum að dæma að mundi þá halda metinu lengi enn. Síðan var Martsjuk eltur af óhöppum og meiðsl- um, sem af þessari lyftu leiddu, þannig að byrjunarlóðin, tiltölulega létt, létu honum ekki einu sinni að stjórn þegar til keppni kom. Martsjuk fæddist og ólst upp í Fílí, gömlu og grónu hverfi í Moskvu, sonur járnbrautarverkamanns. Hann kynntist íþrótt sinni fyrir tilstilli sjúkdómsgrein- ingar sem á honum var gerð í bernsku og hljóðaði upp á gallað hjarta og eftir það var honum ráðlagt að stunda íþrótt- ir. Hann hefur stundað lyftingarnar í þrettán ár. Árið 1969 gekk hann í lyftingadeildina í Fili. Fimm síðustu árin hefur hann æft undir handleiðslu Mikha- ils Akopjanéts lyftingaþjálfara. Lengi vel var ekki álitið að Martsjuk næði langt en Akopjants tókst að sann- færa nemanda sinn um að hann gæti náð miklum árangri. Meginreglan í vinnu þeirra eru langar og strangar æfingar. Stundum lyftir Martsjuk allt að 100 tonnum á einni æfingu. „Ég vinn sannar- lega mikið, - segir hann, - ég reikna með því að ég eigi árangur minn meira óaflátanlegri vinnu að þakka en með- fæddum íþróttamannshæfileikum". Hann sló fyrst í gegn árið 1980, þegar hann varð SSSR-meistari, að vfsu voru Aleksejev og Rakhmanov báðir fjar- staddir. Juri Khromov APN ■ Eftir andartak fýkur metið. Vladimir Martsjuk safnar kröftum fyrir átökin. ■ Hinn 28 ára gamli sovéski lyftinga- maður Vladimir Martsjuk, sem í des- ember 1982 setti sitt einstæða heimsmet í jafnhöttun með því að lyfta 260 kg. talar um það eins og ekkert sé að á næstu fjórum til fimm árum verði trúlega lyft um tíu kílóa meiri þunga. í þessu kann að vera ályktun heilbrigðrar skynsemi, því jafnhöttunarmetið hefur þyngst um fjögur kg. á síðasta einu og hálfu ári. Martsjuk stefnir að ákveðnum mörkum á næstunni: „Ég ætla að reyna að slá metið (tvíþrautinni sem er 457,5 kg. og sett af vini mínum Anatoli Piserénko“. Bjartsýni hans á sér fullan rétt því sjálfur lyfti hann í sömu keppni 450 kg. sem er annar besti árangur sem náðst hefur í heiminum. Þessum árangri Martsjuks var fagnað í Ismaílovo íþróttahöllinni, áf tveim þúsundum áhorfenda, þeirra á meðal voru Piserénko sjálfur, Sultan Rak- hmanov olympíumeistari í yfirþungavigt (hann var með í keppninni og náði ■ Vladimir Martsjuk heimsmethafi í jafnhöttun. Hann lyfti 260 kg'á Bikarmóti aðeins átturida sæti með 400 kg.) Juri Sovétríkjanna í desember á síðasta ári. FLOOR FIRST FLOOR THE FLAT *lri ibú6 n»6ri vwrlun SECTION 3 miö dyr GROUND

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.