Tíminn - 12.07.1983, Side 10

Tíminn - 12.07.1983, Side 10
ÍO ÞRIÐJUDAGUR 12. JULI1983 viðskiptalífið - 1BB§ umsjón: Skafti Jónsson Tekjur mínus gjöld á fjáríögum 1983 í % af vergri þjóðarframleiðslu Danmörk -13.5% Ítalía -11.9% Belgía . . -10.7% ■ Svíþjóð - 8.0% Kanada J - 6.5% Holland - 5.4% Bandaríkin - 5.1% V-Þýskaland - 4.1% Noregur - 3.9% Frakkland - 3.0% Austurríki - 2.4% Japan - 2.3% Bretland - 2.0% Samantekt Utflutningsmidstöðvar iðnaðarins — jan.—maí: Iðnaðarútflutningur jókst um 39 prósent — meðan heildarútflutningur drost saman um 7% ■ Iðnaðarvöruúlflutningur íslendinga jókst um 39% í tonnum talið fyrstu fimm manuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Samtals voru flutt út um 86.500 tonn á móti rétt rúmum 62.000 tonnum í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er uni 145%, eða úr 654 milljónum í fyrra í tæpar 1600 milljónir nú. Á þessu tímabili hefur gengi bandaríkjadalsins hækkað um tæp 100% miðað við ís- lensku krónuna. Heildarútflutningur landsmanna dróst saman um 7% fyrstu 5 mánuði þcssa árs miðað við sama tíma í fyrra, ef talið er í tonnum. Úr landi voru flutt um 230.400 tonn borið saman við 247.650 tonn. Eimskip athugar kaup á nýju stór- flutn- inga- skipi — hefur selt tvö skip á skömmum tima ■ Eimskip liefur nýverið undirritað samning um sölu á m/s Fjallfossi og m/s Bæjarfossi. Kaupendur m/s Fjallfoss eru þýskir, og er söluverð hans um 28 milljónir íslenskra króna. cn Ok h/f á ísafirdi, keypti Bæjarfoss fyrir um 11 milljónir króna. Eins og áður hefur verið greint frá hér á síðunni keypti Eimskip fyrr á þcssu ári stórflutningaskipið John Wulff, sem vcrður afhent félaginu í september cða októbcr í haust. John Wulff er með 225.000 rúmfeta lcstar- rými sem er um það bil helmingi stærra en á Fjallfossi og er burðargeta John Wulff um fjögur þúsund tonn. í nýju fréttabréfi F.ímskips kemur fram að félagið er með í athugun kaup á nýju stórflutnijigaskipi. Eimskip: Vikulegar áætlunar- ferðir á Imming- ham ■ Eimskip hefur nú hafið vikulcgar siglingar til Immingham i Bretlandi Sigla ekjuskipin Álafoss og Eyrarfoss nú beint frá Reykjavík með viðkomu í Immingham á hverjum sunnudegi. Im- mingham cr á töluvert miklu iðnaðar- svæði við Humbcrfljótið, en þetta svæði er einkum mikilvægt fyrir {slend- inga yegna fiskmarkaða í Hull ojf Grimsby. f fréttabréfi Eimskips segir að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hafi nýlega reist stóra fiskréttaverksmiðju í útjaðri Grimsby. Með fastri viðkomu í Im- mingham skapist möguleikar á flutn- ingi á ferskum fiski til hinna hefðbund- nu ftskmarkaða í Hull og Grimsby. Verðmætaaukningin milli ára er hins vegar sem næst 95%, eða úr rúmlega 2,9 milljörðum í rúma 5,6 milljarða. Útflutningur áls og álmelmis jókst í tonnum talið um 59% fyrstu 5 mánuði ársins, en alls voru flutt út tæplega 47.500 tonn á mót tæpum 30 þúsund tonnum á sama tímabili í fyrra. Verð- mætaaukning afurða álverkssmiðjunnar í Straumsvík var um 207%, úr 360 milljónum í 1,1 núlljarð. Útflutningur á vikri og gjalli jókst um 542%, talið í tonnum, útflutningur á þangmjöli um 285% og útflutningur á brotajárni um 63%. Hins vegar dróst útflutningur á kísiljárni saman um 47% í tonnum talið en 17% í verðmætum. Þá varð samdráttur í útflutningi á skinna- vörum og niðursoðnum sjávarafurðum, en ullarvöruútflutningur stóð í stað. Útflutningur á vörum til sjávarútvegs jókst um 31%. Eins og sjá má ráðgera Danir 13,5% halla á sínum ríkissjóði í ár, en það jafngildir um 7 milljarða halla á ríkissjóði íslands. Þrjú Norðurlönd áætla meiri ríkissjóðshalla — en gert er ráð fyrir að verði á ríkissjóði íslands 1983 ■ Eins og fram hefur komið í um- ræðum að undanförnu óar mörgum við þeim mikla halla, sem fyrirsjáanlegt er að verði á ríkissjóði Islands í ár. Er nú talið að hann muni verða að minnsta kosti 860 milljónir króna ef ekki koma til áformaðar sparnaðarráðstafanir, sem miða að því að koma hallanum nær 500 milljónum. Hallarekstur sem hér um ræðir er um það bil I til 2% af áætlaðri þjóðarframleiðslu. í fréttabréfi Verslun- arráðsins „Viðskiptamál" birtist með- fylgjandi tafla um rekstrarhalla ríkis- sjóðs í helstu iðnríkjum. Þá kemur fram í fréttabréfinu áð ef halli ríkissjóðs íslands væri hlutfallslega svipaður og hjá Dönum, sem hafa mest- an halla samkvæmt töflunni, væri um að ræða sjö milljarða halla, sem flestir myndu sjálfsagt túlka sem beina ávísun á efnahagslegt hrun hér á tandi. Eins og sjá má á töflunni er halli á ríkissjóði hinna 13 landa sem þar greinir meiri hlutfallslega en áætlaður halli ríkis- sjóðs íslands á þessu ári. ■ Eldi á regnbogasilungi og laxi er orðið stór atvinnuvegur í Noregi. Nú er stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna að kanna möguleikana á fiskeldi hér á landi. S.H.KANNAR MÖGU- LEIKAÁ FISKELDI ■ Stjórn sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna hefur verið heimilað að gerast hluthafi í eða beita sér fyrir stofnun hlutafélags um fiskeldi, ef könnun leiðir i ljós að slíkt gæti orðið til hagsbóta fyrir samtökin. I greinargerð, sem samþykkt var á aðalfundi S.H., segir: „Segja má að fiskeldi sé enn á tilraunastigi hér á landi. Þó er greinilegt að þessi starfsgrein er nú hröðum skrefum að þróast yfir í raun- hæfa framleiðslu- og útflutningsgrein. Fiskeldi er nú þegar orðinn veigamikill þáttur í útflutningi Norðmanna og þótt skilyrði hér á landi séu að ýmsu leyti óhagstæðari, þá má samt gera ráð fyrir að fjárhagslegur grundvöllur sé fyriri þessari atvinnugrein. Hér er um að ræða framleiðslu, sem tengist beint rekstri frystihúsanna - það er að segja fóðuröflun og geymsla þess og útflutningi S.H. - sölu - og markaðs- störfum fyrir þessar afurðir.-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.