Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.07.1983, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ1983 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ1983 13 12 íþróttir Knatt- spyman f kvöld: ■ Einn leikur er í 1. deild íslands- inótsins í knattspymu í kvöld. Er það leikur Knattspyrnufélags Reykjavíkur ug Þróttar og fer leikurinn fram á Laugardalsvellinum og hcfst kl. 20.00. Einn leikur er svo í 2. deildinni í kvöld. Er það leikur Víðis og Völsungs sem fram fer í Garöinum. Sá leikur hefst einnig kl. 20.00. Anton sendir Jóhannesi Svíana á vídeó- spólum: ■ íslcndingar og Svíar leika hér landsleik, miðvikudaginn 17. ágóst. Eins og alkunna er, þykja Svíarnir með mjög sterkt knatlspyrnulandsliö um þcssar mundir og náð fráhærum árangri gegn nokkrum sterkustu knatt- spymúþjóðum hcims. M.a. gert jafn- tefli við Brasilíu, 3-3. Anton Bjarnason, sem staddur er i Sviþjóð, hefór sent Jóhannesi Atlasyni landsliðsþjálfara, vidcóspólur, nicð 3 síðustu leikjum Svía, þar á meðal leiknum við Brassana eitruðu. Mun Jóhannes ætla að „stúdcra" lcik sænska liðsins, þannig að liægt sé að koma með krók á móti hragði en þcir hyggjást taka okkur Islendingana í karphúsið fræga! Oddur og Óskar ekki í stúði: ■ Á föstudagskvöldiö hljóp Oddur Sigurðsson í undanúrslilum 200 ni hlaupsins og hljóp á tímanum 21,65 sek og komst því í undanrásirnar. í undanrásunum hljóp lianu á 21,64 sck sem þvi miður nægði honum ekki til að koinast í úrslit. Óskar J akohsson komst auöveldlcga í úrslitakeppnina á kasti upp á 56,90 metra, en þcgar i úrslitakcppnina kom náöi hann aðcins að kasta kringlunni 54,36 metra, næstuin 10 metrum frá hans persónulega meti. liafnaði Skari í 12. sæti, en liann hcfur reyndar ekki æft kringlukastiö i lengri tima. Valsmenn með hópferð á bikaríeikinn ■ Valur og Akranes leika á miðviku- daginn að nvju i 16 liöa úrslitum bikarkeppni KSÍ, en liðin skildu jöfn í síðustu viku eftir framlcngdan leik. Nú verður leikið á Akranesi og hefst leikurinn kl. 20. VaLsmenn efna til hópferðar á leikinn ' og verður lagt af stað frá Valshcimilinu að Hlíðarenda kl. 18 stundvíslgga og ekið síðan til baka strax að leik loknum. Verð er kr. 150. 2. deiid... 2. deild... 2. deild... 2. deild... 2. deild... 2. deild... 2. deild... 2. deild... ■ Hér standa þeir Heimir Karlsson og Jóhann Grétarsson í ströngu. Tímamynd: Ari Baldur Scheving var ekki í essinu sínu í þessum leik. Megi Guð og gæfan nú fylgja framherjum sem varnarmönnum, miðvallarspilurum sem markvörðum, þannig að fleiri mörk fái að líta dagsins ljós í komandi leikjum. Skallaeinvígi Benna og Magga býður upp á svipbrigði! Tímamynd:Ari. Meistaramót Islands í sundi: GUÐRUN FEMA SEITI GuESUÐSr METI ■ Guðrún Fema Ágústsdóttir setti íslandsmet á Meistaramóti íslands í sundi, sem fram fór í Laugardalslauginni um helgina. Mikil afrekskona, Guðrún Fema, missti úr sex vikur í æfingar v/meiðsla en náði þessu samt. Til hamingju vinan! HEPPNIN MEÐ ÍBV LIÐ- INU Á ÍSAFIRÐI ÞÓRSARAR UNNU ÖRUGGAN SIGUR Á SKAGAMÖNNUM A UTIVELLI, 2-0 100 M SKRKKSUNDI ■ Það verður að segjast eins og er að það sæmir illa Íslandsmeisturum að hafa aðeins skorað 6 mörk í 9 leikjum íslandsmótsins. Einn sigur, scx jafntefii og tvö töp er árangur liðsins. Nú síðast varð markalaust jafntefli í Kópavog- inum þar sem Víkingar og Breiðablik léku. Þó að leikurinn hafi verið ágætlega leikinn, vilja áhorfendur fá að sjá mörk. Víkingar voru ívið sterkari í leiknum án þess þó að miklu hafi munað á liðunum.Breiðablik lék undan vindi í fyrri hálfleik en náði þó ekki að nýta sér Kára nógu vel. Á 15. mínútu fékk Sigurður Aðalsteinsson dauða færi við markteig Breiðabliks eftir fyrirgjöf, en hitti ekki knöttinn. Það hlýtur að vera þessum ágæta leikmanni mikill höfuðverkur, hve hrikalega illa honum hefur gengið að nýta sér þau færi sem hann hefur fengið þegar hann spilar. það voru löngu innköstin hans Ómars Rafns- sonar sem sköpuðu mesta hættu við Víkings- markið, því það er ekki heiglum hent að ná að vinna skallaeinvígi gegn Jöni Gunnari Bergs, hinum risavaxna miðverði Breiðabliks. Það lifnaði dulítið yfir leiknum í síðari hálfleik og Blikarnir komu meira inn í leikinn og áttu 2-3 ágætis skot á Víkingsmarkið en Ögmundur sá við þeim og varði vel. Heimir og Ómar áttu líka skot að Blikamarkinu en þau fóru yfir. Síðustu mínúturnar voru Víkingar meira í sókn en náðu ekki að skora frekar en fyrri daginn, lokatölur sem sagt 0-0. ■ ísfirðingar og Vestniannacyingar skildu jafnir á ísafirði er liðin léku þar á laugardaginn. Hvort lið skoraði tvö mörk. Vestmannaeyingar léku undan vindi í fyrri hálfleik en höfðu þó ekki neina yfirburði umfram ísfirðinga. Var hálfleikurinn mjög jafn. Isfirðingar urðu fyrri til að skora og skoraði þá Kristinn Kristjánsson á 26. mín., en Vestmannaeyingar jöfnuðu með marki Tómasar Pálssonar á 37. mín. Staðan því 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var að mestu leyti eign ísfirðinga en Vestmannaeyingar áttu þó nokkur ágæt upphlaup og úr einu slíku skoraði Hlynur Stefánsson laglegt mark eftir aukaspyrnu. Renndi hann knettinum í bláhornið framhjá Hreiðari Sigtryggssyni, sem ekki átti möguleika í nákvæmt skotið. En ísfirðingar börðust og gáfu sig hvergi og léku oft á tíðum nokkuö vel. Á 25. mín. skoraði Jón Oddsson, en það mark var dæmt af vegna rangstöðu, sem var hárréttur dómur, en það tók Friðgeir dómara langan tíma að ákveða sig, alltof langan. En ísfirðingum tókst þó að jafna og gerðu það á 88. mín. leiksins. Benedikt Einarsson hét pilturinn sá er jafnaði metin. Skoraði hann eftir hornspyrnu. 2-2 urðu því úrslitin, en ísfirðingar áttu nú frekar sigur skilinn ef eitthvað er, því þeir sóttu linnulítið allan síðari hálfleikinn og áttu mörg ágæt marktækifæri. Ámundi Sigmundsson átti ágætan leik í jöfnu ísafjarðarliði og Kári Þorleifsson stóð sig vel í ÍBV-liðinu. Ágætur dómari var Friðgeir Hallgrímsson. - EVK/- Jól. Frá Andrési Olafssyni á Akranesi: ■ Þórsarar komu heldur hetur á óvart er þcir sigruðu Skagamenn örugglega á Skipaskaga, með tveimur mörkum gegn engu, nú um helgina. Mörkin skoruðu þeir Halldór Áskelsson og Guðjón Guðmundsson. Sigurinn var mjög sanngjarn. Á 13. mínútu fékk Halldór Áskelsson stungubolta inn fyrir Skagavörnina og vippaði knettinum laglega yfir Bjarna markvörð, 1-0 varð staðreynd. Köld vatnsgusa framan í piltana af Skaganum! Skagamenn voru þó nærri því að jafna 4 mínútum síðar er Guðjón Þórðarson lét verja hjá sér af marklínu, skot hans frá markteig, sannkallað dauðafæri. Á 23. mín. átti Sveinbjörn ágætt skot en rétt framhjá Þórsmarkinu. Á 45. mínútu skoruðu svo Þórsarar síðara mark sitt og var það stórglæsilegt. Guðjón Guðmundsson tók þá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Skagamanna. Lét hann þrumuskot ríða af og sleikti það toppinn á varnarvegg ÍA og þaut í þverslána og inn. Rosalegt! Á 55. mín. myndaðist mikil þvaga við Þórsmarkið og ýmsir Skagamenn vildu fá vítaspyrnu, en fengu ekki. Tveim mínútum síðar tekur Guðjón aðra aukaspyrnu en nú fór knötturinn rétt yfir þverslána. Helgi Bentsson komst laglega gegnum Skagavörnina á 79. mínútu en skaut rétt framhjá. Leikslok: 2-0 fyrir Norðanmennina. Akureyringarnir voru mun betri en Skagamenn sem voru fjarri sínu besta. Bestu menn Þórs voru þeir Þórarinn Jóhannesson, miðvörður, Guðjón Guðmundsson og Helgi Bentsson sem Skagavörnin hreinlega réð ekkert við í leiknum. Sveinbjö.rn var skástur í slöku í A-liði og barðist vel. Óli Ólsen átti hreint afleitan dag og menn höfðu á orði að hann hefði verið lélegasti maður vallarins. - AÓl- Jól. ■ Meistaramóti íslands lauk nú um hclgina í Laugardalslauginni. Árangur yfir heldina varð ekkert sérstaklega góður, en taka ber með í reikninginn að hvasst og kalt var á meðan mótið fór fram nema síðasta daginn. Eitt íslands- met var þó sett og gerði það sundkonan duglega, Guðrún Fema Ágústsdóttir. Var það í 100 m skriðsundi sem metið kom og kominn tími til enda fyrra metið búið að standa frá árinu 1976. Guðrún synti vegalengdina á 1:03,18, en metið frá 1976 sem Vilborg Sverrisdóttir átti var 1:03,27. Einst og fyrr sagði var veðrið hvað skaplegast á sunnudaginn enda árangurinn mun betri þá en hina dagana. Tryggvi Helgason synti 100 m bringu- sund á mjög góðum tíma, 1:10,87 en met hans er 10/100 úr sekúndu betra. Tryggvi synti einnig mjög vel í 100 m flugsundi. Þar varð tími hans 1:02,44 mín, aðeins sekúndu frá meti Skagamannsins Inga Þórs. Pálsbikarinn, sem gefinn var af forseta íslands árið 1958, féll í skaut Tryggva fyrir besta afrek mótsins, þ.e. tíma hans í 100 m bringusundinu. Guðrún Fima sigraði í einum sex greinum á mótinu, hafi ég talið rétt. Hún sigraði í 400 m skriðsundi, 800 m skriðsundi, 100 m bringusundi, 100 m skriðsundi, 200 m bringusundi, auk þess að vera í sigursveit Ægis í 4x100 m fjórsundi kvenna. Tryggvi og Hugi Harðarson, báðir frá Selfossi, voru einnig mjög sterkir á mótinu sigruðu í mörgum greinum hvor. Miklir afreksmenn. Elin Harðardóttir sigraði í 200 m baksundi á tímanum 2:56,07. Eðvarð Eðvarðsson sigraði svo í 100 m baksundi eftir mikla keppni Við Huga, Eðvarð fékk tímann 1:06,08 en Hugi synti á 1:07,71. Anna Gunnarsdóttir varð ís- landsmeistari í 200 m flugsundi, synti á 2:46,16 mín. Bryndís Ólafsdóttir, Þór, sigraði í 100 m flugsundi og 100 m baksundi og varð önnur í 100 m skriðsundinu, á eftir Guðrúnu Femu auðvitað. Sveit Selfoss sigraði í 4x100 m fjór- sundi karla og sveit HSK sigraði í 4x100 m skriðsundi kvenna. Bestu menn voru þeir Jóhann og Ómar hjá Breiðabliki en Ögmundur og Gunnar Gunnars- son bestir í Víkingsliðinu, sem var þó frekar jafnt. ■ Viðar var á skotskónum VIDAR SKORADITVÖ BEINT ÚR AUKA- SPYRNUM OG TRYGGÐIFH SIGURINN! Víðir-KS 1-1 ■ Siglfirðingar jöfnuðu 1-1 á elleftu stundu í leiknum við Víði sem fram fór í Garðinum á laugardagskvöld. Þrátt fyrir það hefði ekki verið ósanngjarnt að þeir hefðu farið með sigur af hólmi. Norðanmenn sóttu linnulítið í upphafi fyrri hálfleiks og voru klaufar að skora ekki mark eða mörk, en gegn gangi leiksins voru það Víðismenn sem urðu fyrri til. Þeir skoruðu á 16. mínútu. Var þar að verki Guðmundur Knútsson, sem skallaði knött- inn glæsilega í marknetið hjá Siglfirðingum. Eins og fyrr sagði jöfnuðu Siglfirðingar á elleftu stundu með marki Mack Duffield. Fram-Reynir 3-1 ■ Framarar unnu öruggan og sanngjarnan sigur á Sandgerðingum á Laugardalsvelli í fyrrakvöld. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörkin, á 17. og 54. mín og í bæði skiptin var að verki Kristinn Jónsson, miðvallarspilarinn afar- knái. Reynismenn minnkuðu svo muninn á 60. mínútu með bananaskoti Jóns Guðmars- sonar, („af ávöxtunum skulu þið þekkja þá“). Hafþór Sveinjónsson skoraði sfðan 3. mark Fram á 87. mínútu úr vítaspyrnu. Þess má geta að Marteinn Geirsson kom inn á í leiknum og er þetta fyrsti leikur hans í sumar, en hefur verið frá vegna meiðsla. FH-Fylkir ■ Fh-ingar eru greinilega komnir á mikinn skrið. Þeir sigruðu nú síðast Fylki, með þremur mörkum gegn einu á Kaplakrikagras- inu. Fylkismenn urðu fyrri til að skora. Orn Valdimarsson fékk stungu inn fyrir vörn FH á 51. mínútu og skoraði fram hjá markverði FH. Eftir þetta sóttu FH-ingar nær látlaust en gekk erfiðlega að komast í gegnum „þykka“ vörn Fylkis. En Viðar Halldórsson kom þá eins og frelsandi engill á 81. mín. er hann skoraði úr aukaspyrnu. Aðeins tveim mínútum síðar skoraði hann annað og enn úr aukaspsyrnu. Helgi Ragnarsson skoraði svo 3 markið úr vítaspyrnu á lokamínútunni. 3-1, lokatölurnar. Marteinn mættur í slaginn BRBMBUKSMENN 0G VIK- INGAR STBNGLEYMDÚ AÐ RENA SKOTSKÓNA SMA s O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.