Tíminn - 09.08.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.08.1983, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1983 7 ■ Margir vilja nú feta í fótspor Gandhis. ■ Hin margverðlaunaða kvikmynd um Gandhi, sem nú eru að hefjasl sýningar á hér á landi, hefur haft áhrif á Ýmsum sviðum. Aðalleikarinn, Ben Kingsley, hefur nú ekki undan að taka við atvinnutil- boðum um hvert stórhluterkið á fxtur örðu. Og sjálft Indland hefur ekki farið varhluta af þeim vinsældum, sem myndin nýtur. Ahrifin koma fvrst og fremst fram í því, að ferðalög útlend- inga til Indlands hafa stórauk- ist. Einkum eru það Banda- ríkjamenn og Bretar, sem hafa fyllst skyndilegum áhuga á Indlandi og málefnum þess. T.d. hafa Bandaríkjamenn aukið ferðir sínar til Indlands um 20 prósent síðan farið var að sýna myndina. SUMIR BLÍSTRAMEÐ EYRUNUM! ■ Flestir geta blístrað meö því að beita vörunum. En þeir eru færri sem geta blístrað með eyrunum! Bandarískur vísindamaður notaöi sjálfan sig sem tilrauna- dýr til að komast að raun um, hvort nokkur hljóð fælust í mannseyranu. Hann stakk ör- smáum hljóönema inn i aðra hlust sína og það skipti engum togum, hann heyrði ofur háan tón, þrem áttundum hærri en mið c-ið. I fyrstu hélt hann að hann heyrði ofheyrnir. Það var ekki fvrr en hann hafði gert svipaðar prófanir á 30 sjálf- boðaliðum og komist að raun um að a.m.k. helmingur þeirra varö fyrir sömu reynslu, að hann sannfærðist um að hann væri með blístur í öðru eyranu! reyni ég að girða rúmið af. Mér hefur orðið það æ ljösara að það er hægt að gera heilmikið með rímið." Nú sé ég að eitt verka þinna hér sem ber heitið Adam og Eva, er nokkuð nýstárlegt og unnið úr áli. Hvernig vannstu það? „Já, að því er ég best veit er þetta fyrsta útiverkið hér á landi sem steypt er í ál, ef undan er skilin kúlan á þaki Heilsuvernd- arstöðvarinnar. Eins og við vit- um hefur það verið algengasta formið hingað til að steypt sé í brons, en mér þótti það þess virði að þreiía mig áfram með álið og sja hvað kæmi út úr því. Það voru þeir hjá Málmsteyp- unni Hellu sem steyptu í mótin fyrir mig eftir að ég hafði unnið verkið og voru mér mjög hjálp- legir. Eins og ég sagði hefur hér verið ákaflega lítið steypt í ál. en ég er nú með hugmyndir um að stækka ýmis fyrri verk mín og steypa í ál. og ekki skaðar það að nóg er til af hráefninu hér. Hefðin er að vísu í bronsinu, en ég held að í framtíðinni verði álið mun vinsælla og almennara en nú tíðkast." Er ekki gífurleg vinna sem liggur að baki verki eins og Adam og Eva? „Jú, þetta hefur verið gríðar- leg vinna. Mér reiknast til að í það verk hafi farið um 4 mánuðir og hafa vinnudagarnir verið langir. Verkið er soðið saman úr 20 pörtum og síðan slípað og rúnnað til. Það er mikil ná- kvæmni sem er fólgin í því að setja saman svona verk." Verk þín skreyta að sjálfsögðu öll helstu listasöfn landsins, ekki satt? „Ég veit nú ekki hvað ég á að segja um það. Það eru til tvær myndir í Listasafni íslands, fimm í eigu Reykjavíkurborgar og sjö í Listasafni Borgarness. Þá gerði ég veggmynd fyrir Vistheimilið að Vífilstöðum 1973, minnis- merki látinna sjómanna á Húsa- vík 1981 og veggmynd fyrir Menntaskólann á ísafirði 1982," sagði Hallsteinn Sigurðsson að lokum. erlent yffirlit ■ ÞAÐ ER stundum komizt þannig að orði, að vopnin geti snúizt í höndum manns. Ýmsir íréttaskýrendur hafa heimfært þetta upp á Sovétríkin í sam- bandi við skæruhernað, sem hef- ur verið og er beitt gegn ríkis- stjórnum víða um heim. Sú var tíðin, að Sovétríkin studdu víða uppreisnarhreyfing- ar eða sjálfstæðishreyfingar, sem beittu skæruhernaði. Einkum gilti þetta, þegar um var að ræða hreyfingar, sem stóðu langt til vinstri. Þá studdu Rússar þær á margvíslegan hátt. Nú eru mun minni brögð að þessu en var um skeið. Ástæðan er m.a. sú, að Rússarhafa fengið ærið verkefni, þar sem er stuðn- ingur við ríkisstjórnir í fylgiríkj- um þeirra. sem eiga í höggi við hægri sinnaða skæruliða. Hægri menn hafa tileinkað sér í æ ríkari mæli þá starfshætti, sem Sovét- ■ Samora Machcl forseti Mósambík ar fóru þaðan, en beið þá ósigur. Hinum nýju valdhöfum í Ang- óla, sem hafði borizt liðsauki frá Kúbu, tókst þó ekki að vinna búg á Unita ti! fulls. Henni tókst að búa um sig í suðurhluta landsins. Á síðari árum hefur henni svo borizt margvísleg hjálp frá stjórn Suður-Afríku og hefur stöðugt veriö að færa út yfirráðasvæði sitt. Sumar fregnir frá Angóla herma, að Unita ráði nú að miklu eða mestu leyti yíir þriðj- ungi landsins og Kúbumenn hliðra sér hjá að lenda í átökum við hana. Þeir leggi meira kapp á að styrkja varnir í öðrum hlutum landsins. Rússar virðast hafa hægt um sig í Angóla og láta Kúbumenn að mestu cina um að .styðja stjórnina. Sumar heimildir telja, aö Rússar séu ekki mótfallnir Skæruhernadur beinist gegn fylgirlkjum Rússa Andstædingar kommúnista hafa lært af þeim vinnubrögðin ■ Jonas Savimbi leitogi skæruliða í Angóla menn voru upphafsmenn að um skeið. Bandaríkin hafa hér líka farið inn á þetta svið, þar sem mest kvað að Sovétríkjunum áður. Þau styðja nú t.d. eftir megni skæruliðahreyfingarnar í Afgan- istan. Annars staðar eru það ríki, sem eru í beinum eða óbeinum tengslum við Bandaríkin. sem styrkja urnrædd samtök skæru- liða. Mest kveður þar að Suður- Afríku, eins og síðar verður rakið. Kínverjar taka einnig þátt í því að efla skæruhernað, sem beinist beint eða óbeint gegn Sovétríkjunum. Mest kveður að þessu í Kampútseu, en þessa gætir einnig í sambandi við Af- ganistan. GLEGGSTA DÆMIÐ um skæruhernað, sem Bandaríkin styðja og beinist óbeint gegn Sovétríkjunum, erskæruhernað- urinn, sem verið er að skipu- leggja gegn Nicaragua, en náin tengsl eru milli Nicaragua og Sovétríkjanna. Sovétríkin styðja mjög eindregið stjórnina í Nicar- agua og þá stjórnmálaþróun, sem hefur orðið þar síðan Som- oza var steypt af stóli. Það væri pólitískt áfall fyrir Sovétríkin, ef skæruliðum tækist með öflugum stuðningi Bandaríkjanna að koma ríkisstjórn Sandinista frá völdum. Sumir fréttaskýrendur telja, að Rússar myndu telja sig þurfa að hefna þess á einhverju banda- lagsríki Bandaríkjanna, t.d. Pakistan. Þessir fréttaskýrendur telja jafnvel, að þctta valdi því, að Bandaríkjastjórn hiki við að láta til skarar skríða í Nicaragua. Innrás í Pakistan gætu Rússar réttlætt á svipaðan hátt og Bandaríkin innrás í Nicaragua. Bandaríkjastjórn telur sig þurfa að fella stjórn Sandinista vegna stuðnings hennar við skæruliða í E1 Salvador. Rússar gætu sagt, að þeir neyddust til að ráðast inn í Pakistan til að koma í veg fyrir þá aðstoð, sem skæruliðum í Afganistan berist þaðan. Eins og áður segir berst skæru- liðum í Afganistan mikil aðstoð frá Bandaríkjunum og er ekki farið neitt dult mcð það. í Afganistan er langsamlega öflug- asti skæruhernaðurinn, sem beinist gegn Sovétríkjunum sjálfum. Skæruliðahernaðurinn þar getur haldizt árum eða áratugum saman meðan skæruliðum berst hjálp utan frá. Það er vafalítið eitt mesta vandamál rússncsku valdhafanna, hvernig þeir eiga að komast úr þeirri klípu, sem þeir hafa sett sig í þar. í Afríku er það Suður-Afríku- stjórn, sem styður skæruhernað- inn, sem beinist óbeint gcgn Sovétríkjunum. Þessum skæru- hernaði er beint gegn Angóia og Mósambik, cn bæði þessi ríki eru mjög hliðholl Sovétríkjun- um. Stjórninni í Angóla hefur, þrátt fyrir stuðning Kúbumanna. ekki tckizt að vinna bug á Unita-samtökunum svoncfndu, sem eru undir forustu Jonas Savimbi. Þessi hreyfing var ein þeirra þriggja, sem börðust um völdin í Angóla, þegar Portúgal- því, að Angóla semji við Suður- Afríku og Bandaríkin á þeim grundvclli. að þessi ríki hætti stuðningi við Unita gcgn því að Kúhumenn haldi heim. I Mósambík, þar sem ríkis- stjórnin er nijög hliöholl Rússum og hcfur notið mikils stuðnings þeirra, hefur Suður-Afríku- stjórn cflt skæruliðasamtök, sem stöðugt eru að gerast umsvifa- nteiri með tilstvrk hcnnar. Sumir fréttaskýrcndur telja, að þessi samtök séu undir stjórn manna, sem voru í nýlcnduhcr Portúgala, en misstu atvinnu sína, þcgar yfirráðum Portúgala lauk. Undanfarna mánuöi hafa þcssir skæruliöar unnið skcmmd- arverk og hryðjuvcrk víða um landiö, en aðallega þó í suður- hlutanum, Þau hafá valdiö ntiklu efnahagslegu tjóni og mátti þó Mósambík sízt vjð því, þar sem þurrkar hafa veriö miklir og horfir því víða til hungursncyðar í landinu. Yfir höfuðborginni vofir að verða vatnslaus. SÍÐAST, en ekki sízt er svo að nefna Kampútseu, þar sem skæruliðar Pols Pot og hægri manna hafa sameinazt og tekizt að halda nokkrum hluta landsins viö landamæri Thailands. Frá Kína og Bandaríkjununt hefur skæruliðum borizt svo mikil aðstoð, að samcinuðum her Kampútseu og Víetnams hefur ekki tekizt að brjóta þá á bak aftur. Þá vofir stöðugt yfir Víetnam, að Kínvcrjar cfni til átaka við landamærin og konti þannig í veg fyrir, að Víetnamstjórn geti sent aukinn herstyrk til Kam- pútseu. Það. sem hér hefur verið rakið, gefur ótvírætt til kynna, að skæruhcrnaði er nú beint gegn Sovétríkjunum og fylgiríkj- um þeirra í vaxandi mæli. Kommúnistar cru ekki lengur einir um að beita skæruhernaði, eins og oftast var áður. And- stæðingar þeirra hafa lært vinnu- brögðin og njóta stuðnings Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar - ÞB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.