Tíminn - 18.11.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.11.1983, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1983 umsjón: B.St. og K.L. erlent yfirlit ■ Richard Claydcrman harmar það mest, að hafa ekki auðgast fyrr. Sex mánuðum áður en hann fékk fyrstu stóru útborgunina dó faðir hans úr nýmasjúkdómi, sem e.t.v. hefði verið hægt að iækna með uppskurði. En peningrnir fyrir læknisaðgerðina voru ekki fyrir hendi. AUÐURINN KOM OF SEINT ■ Píanóleikarinn Richard Clayderman er nú orðinn veli- auðugur maður. Plötur hans hafa nú selst í u.þ.b. 300 milljón- um eintaka um allan heim og hafa malað honum gull. Richard ætti því að vera ánægður með lífið og tiiveruna þessa dagana. En einn skuggi hvílir þó yfir allri þessari velgengni hans. Hún kom of seint. Það var á árinu 1978, sem Richard fyrst vakti á sér athygli, og ekki ieið á löngu þar til hann hafði lagt allan heiminn að fótum sér. En 6 mánuðum áður en peningarnir tóku að streyma inn á bankareikning Richards, dó faðir hans. - Pabbi dó úr nýrna- sjúkdómi, sem kannski hefði verið hægt að lækna með skurðaðgerð. En á þeim tíma voru engir peningar til á heimil- inu. Ef ég hefði slegið í gegn 6 mánuðum fyrr, væri pabbi kannski enn á lífi, segir Richard, sem orðinn er 29 ára. Faðir Richards var fyrsti pían- ókennari hans, svo að Richard á honum margt upp að inna. Leo Sayer ■ Enski tóniistamaðurinn er kominn heim eftirfjögurra ára útiegð í Bandaríkjunum. Hann hefur grætt á tá og fingri, og nú finnst honum, hann skuldi ensku, skattstofunni það að koma heim, enda tekur hún honum áreiðan- lega opnum örmum. (í starfskynninugu: AÞ og JBB) Leo Sayer. hvernig við leysum þann vanda að troða þessari strjálbýlis- skepnu inn í þéttbýli.“ Þorbjörn sagði að þá þyrfti að líta á að í sveitinni hér áður fyrr hefðu menn búið í mikilli víð- áttu, en samt sem áður þröngt. Nú byggju menn í miklu þéttbýli, en byggju samt sem áður rúmt, í stórum húsakýnnum, með um 40 fermetra á mann. „Sem sagt,“ sagði Þorbjörn, „maðurinn sem áður kúldraðist með fjölskyldu sinni, en þurfti ekki annað en að stíga nokkur skref, þá átti hann alla víðáttuna fyrir sig, er allt í einu núna kominn með miklu meira rými innan dyra á hýbýlum sínum, en fær ekki þverfótað fyrir öðru fólki utandyra. Þetta er vandi sem ég efast um að hægt sé að leysa.“ - Þorbjörn, nú drepur þú á ýmsum skipulagsvandamálum, eru þessar hugrenningar þínar ekki einmitt ekta vandamála- fræði, sem engar lausnir finnast á? Til hvers er eiginlega verið að halda svona ráðstefnu, þar sem ekkert er gert nema velta upp vandamálunum? „Ja, ég held nú ekki ráðstefn- una, en maður getur samt sem áður verið býsna svartsýnn og ég er svartsýnn á að þetta gangi og ég held því fram að þetta sé mjög torleystur vandi, sem við erum að gera miklu torleystari vegna þess að við skipuleggjum um- ferðina með vitlausum hætti, við skipuleggjum byggðina með vit- lausum hætti, við flokkum til að mynda niður fólk eftir aldri, í ungar fjölskyldur, miðaldra fjöl- skyldur, gamalmenni á sér bás og börn á dagvistarheimilum á sér bás, sem gerir þetta að óeðli- legri tilveru. Það er ekki bara það, að búið sé að þjappa okkur óeðlilega mikið saman, heldur er einnig búið að búa til óeðlilega flokka af fólki, sem hafa tekið við af þeirri náttúrlegu, sam- ræmdu heild sem áður ríkti.“ - Þeir sem hafa áhuga á því að heyra meira um þetta og önnur þjóðfélagskreppuein- kenni geta litið inn á Borgina á morgun, en flutningur erinda á ráðstefnu Lífs og lands hefst kl. 9.30. -AB ■ Það var mikill viðbúnaður í Greenham Common, þegar C141 Starlifter-flugvélarnar komu með fyrstu stýriflaugamar þangað. Hvað tekur við ef Genfar- viðræðurnar misheppnast? Vígbúnaðarkeppni eða viðræður á breiðari grundvelli ■ SÍÐASTLIÐINN sunnudag var það aðalfyrirsögn margra enskra blaða, að stýrieldflaug- arnar bandarísku kæmu til Bret- lands á þriðjudaginn (Cruise comes on Tuesday). Vitað var, að þær yrðu fluttar til herstöðv- arinnar í Greenham Common, sem friðarkonur eru búnar að gera frægar með iðulegri þrásetu þar. Friðarkonurnar ætluðu líka að veita bandarísku stýriflaugum móttökur sem eftir yrði tekið. Þær ætluðu að mæta fjölmennar snemma á þriðjudagsmorgun og gera þennan atburð minnisstæð- an. Hernaðaryfirvöld Breta og Bandaríkjanna gerðu sér fulla grein fyrir þessu. Þau létu blöð og aðra fjölmiðla básúna það, að stýriflaugar kæmu á þriðjudag- inn. Það átti síður en svo að vera nokkurt hernaðarleyndarmál. Það skyldi sýnt svo ekki yrði um villzt, að hér væri opið þjóð- félag. Friðarkonurnar skyldu ekki hindraðar í því að láta vilja sinn í Ijós, þegar stýriflaugarnar kæmu. Vegna ástæðna, sem vel er hægt að skilja, breyttist áætlunin og stýriflaugarnar komu sólar- hring fyrr en tilkynnt hafði verið eða á mánudagsmorgun. Fáar konur voru þá viðbúnar til að taka á móti þeim. Móttökuhátíð- in fór því út um þúfur. Það voru risastórar flutninga- flugvélar, C141 Starlifter, sem fluttu stýriflaugarnar til Green- ham Common-herstöðvarinnar. Ætlunin er að þar verði sex stýriflaugakerfi, en hvert þeirra er með 16 kjamaoddum. Stýriflaugakerfunum er komið ' fyrir á vögnum, sem verður ekið um nágrennið, svo væntanlegir óvinir geti síður gert sér grein fyrir hvar þau er að finna. Hvert einstakt stýriflaugakerfi er á 22 vögnum. Friðarkonur hafa undanfarið unnið að áætlun um hvernig þær geti gert aðsúg að stýriflauga- vögnunum, þegar þeim verður ekið utan herstöðvarinnar. Greenham Common mun því áfram verða sögulegur staður, tengdur stýriflaugum og friðar- hreyfingum. ÞÓTT amerísku meðaldrægu ■ Friðarkonur ruðu rauðri málningu yfir Michael Heseltine varnarmálaráðherra, þegar hann kom til fyrirlestrahalds í Manchesterháskóla síðastliðinn þriðjudag eða daginn eftir að stýriflaugamar komu til Greenham Common. stýriflaugarnar séu komnar til Greenham Common, verður ekki hafizt handa um uppsetn- ingu þeirra fyrr en undir áramót. Ýmsir gera sér von um, að Rússar verði fáanlegir til að halda áfram viðræðunum í Genf þangað til, en þeir hafa lýst yfir því, að þeir muni hætta þátttöku í þeim strax og hafizt verði handa um uppsetninguna. Ann- ars var ætlunin að Ijúka þeim 22. þ.m. hvort sem samkomulag hefði náðst eða ekki. Eins og málin standa nú, eru engar horfur á að samkomulag náist fyrir þann tíma. Hvorugt risaveldanna virðist tilbúið til að semja og hafa því aðeins borið fram tillögu, sem vitað var að hitt þeirra vildi ekki fallast á. Bandaríkjastjórn vill bersýni- lega ekki semja fyrr en hún er búin að koma upp verulegum hluta af eldflaugunum. Sovét- stjórnin vill ekki semja, því að hún vill notfæra sér mótspyrnu friðarhreyfinganna í Vestur-Evr- ópu til hins ýtrasta. Margir spyrja nú milli vonar og ótta, hvað taki við, þegar viðræðum risaveldanna í Genf lýkur. Vissulega er mikil ástæða til ótta. Vígbúnaðarkapphlaupið mun magnast, a.m.k. fyrst um sinn. Bandaríkjamenn munu setja upp eldflaugar sínar í Vest- ur-Evrópu og Rússar munu svara með uppsetningu eldflauga í Tékkóslóvakíu og Austur- Þýzkalandi. Samfara þessu getur orðið mikið taugastríð, sem get- ur aukið vígbúnaðarkeppnina. Haukarnir í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum geta fengið byr í seglin ekki sízt á þeim stöðum, þar sem ákvarðanir eru teknar. Á móti kemur að friðarhreyf- ingarnar munu herða mótspyrnu sína og valdhöfum risaveldanna Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar getur orðið Ijóst, hversu dýrt og hættulegt þetta kapphlaup er. Eins og er stefna þeir að yfir- burðum. Því marki verður hins vegar seint náð, því að hvort risaveldið um sig gætir þess, að hitt verði ekki öflugra. VON manna verður því sú, að leiðtogarnir vitkist og skynsemin leiði þá að samningaborði áður en það er of seint. Það er heldur ekki með öllu illt, að viðræður um takmörkun meðaldrægra eldflauga í Evr- ópu, staðsettra á landi, fari í strand. Þótt slíkt samkomulag næðist, væri það engin trygging fyrir því að eitthvað drægi úr vígbúnaðarkapphlaupinu. Það gæti færzt meira út á hafið og ekki orðið síður hættulegt þar og uggvænlegt. Tvímælalaust væri æskilegast, þegar risaveldin taka upp við- ræður aftur, sem vonandi verður innan ekki alltof langs tíma, að þær taki til takmörkunar á öllum kjarnorkuvopnum, á landi, á sjó og í lofti. Á annan hátt fæst ekki trygging fyrir því að raunveru- lega dragi úr vígbúnaðarkapp- hlaupinu. Svipað má segja um þær hug- myndir, sem hafa verið uppi um kjarnavopnalaus svæði. Sam- komulag um þau getur orðið tvíeggjað, ef þau auka þrýsting- inn og vígbúnaðinn á öðrum svæðum. Kjarnavopnalaussvæði eiga því tæpast rétt á sér, nema sem þáttur í heildarsamkomu- lagi. Þótt árangurslaus endalok við- ræðnanna um takmörkun með- aldrægra eldflauga í Evrópu hljóti að valda vonbrigðum, mega menn ekki láta hugfallast. Þvert á móti er enn meiri ástæða til að herða baráttuna fyrir gagn- kvæmri afvopnun, sem varla get- ur þó orðið nema stig af stigi. Mikilvægasti áfanginn yrði sá, ef hægt væri að draga úr tor- tryggni milli austurs og vesturs, en hún er meginundirrót vígbún- aðarkapphlaupsins. Þess vegna binda nú margir vonir við Stokk- hólmsráðstefnu Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Kanada, sem mun hefjast eftir áramótin. Það verður fyrsta og helzta verkefni hennar að reyna að draga úr tortryggninni og vekja gagn- kvæma tiltrú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.