Tíminn - 19.02.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.02.1984, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 5 Þegar SVARTHÖFÐARNIR tveir taka völdin í geimnum Bandaríkjamönnum, að kort þau sem Sovétmenn lögðu að jafnaði fram voru full af blekkingum. Skotmörkin voru alltaf nokkra kílómetra frá hinum raun- verulegu skotstöðum. Pað tók Banda- ■ Hnöttur, sem varið getur sig og gert árás með laservopnum. jörðu og ekki síður varðandi byggingu eldflauga sem bera þá frá yfirborði jarðar. Hljóp á snærið hjá Astralíumönnum Það hljóp heldur betur á snærið hjá ástralska sjóhernum 16. mars í fyrra, þegar ljósmyndarar sjóhersins sáu sér til furðu, að lítil geimskutla Sovétmanna var að lenda í sjónum um 500 km utan við Kókóseyjar. Hjörtu þeirra tóku kipp, þegar geimskutlan skreið niður úr skýjunum og þeir náðu fjölda mynda af hcnni í sjónum. Geimflaugin gengur undir nafninu Cosmos 1445, en nafngift- in er ekki til annars en að blekkja andstæðingana. Nánast allir hnettir og geimför Sovétmanna ganga undir nafn- inu Cosmos. Cosmos 1445 er miklu minni en Colombía Bandaríkjanna, að- eins fimmtán tonn að þyngd og gæti tekið tvo farþega. Herfræðingar í Pent- agon gera ráð fyrir því að Sovétmenn fari úr skorðum neðanjarðar, þó að kjarnorkusprengja verði sprengd yfir fjallinu miðju. Ef byggingarnar í Kólorado væru sýnilegar á jörðu niðri má búast við, að áhorfendum yrði starsýnt á þær. Bak við dyrnar, sem vitanlega eru úr stáli og vega hvorki meira né minna en 25 tonn hver, hlusta fimmtán hundruð tækni- menntaðir menn á hljóð utan úr geimn- um, greina hljóð og myndir, og fylgjast grannt með öllu því, sem gerist utan við sjónsvið augans í geimnum. Parna hefur NORAD aðsetur, North American Aer- ospace Defence Command og frá 1. september svokölluð Space Command, eða geimstjórnstöð Bandaríkjanna. Þaðan yrði gefin skipun um að svara hugsanlegri árás annars kjarnorkuveldis í framtíðinni, ef sú ógnarlega stund rennur einhvern tímann upp. Radartæki Bandaríkjamanna á jörðu niðri og í Cheyennefjalli geta fylgst með um 200 gervihnöttuin í einu og greint hnött á stærð við venjulegan fótbolta í 36 þúsund kílómetra fjarlægð. Svo mikil- geimnum og fellur kjarnorkusprengja vissulega innan þess ramma Gera má ráð fyrir að mikil átök verði milli Bandaríkjamanna og Sovetmanna um vopnabúnað í geimnum á næstu árum. Á árunum 1978-79 meðan Jimmy Carter var við völd í Bandaríkjunum, fóru fram viðræður um hvernig væri unnt að takmarka vopnabúnað gervi- tungla og annarra fljúgandi hluta á sporbaug um jörðu. En ekki tókst að finna neinn (löt til samkomulags. Sovét- menn reyndust ófáanlegir til samninga, nema Bandaríkjamenn stöðvuðu geim- skutluáætlunina, en þeir litu á hana scm hreint hernaðartæki. Eflaust má gera ráð fyrir að þeir telji sig einmitt standa höllum fæti á þessu sviði geimíerða. Bandaríkjamenn eru nú að reyna nýtt kcrfi talsvert fullkomnara, sem byggist á því að eldflaugum er skotið frá flugvél- um F 15 á flugi og leita þær skotmörkin uppi og hæfa þau. Sovétmenn hafa árum saman gert tilraunir með mjögólíkt kerfi. Þarerallt byggt á gervihnöttum á sporbaug um um jörð í 36 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Laser-geislar til varnar Bæði Bandaríkjamenn og Sovétmenn gera ráð fyrir því í áætlunum sínum, að i reynt verði að fremja skemmdarverk á geimvopnum þeirra og eftirlitsstöðvum. Þess vegna hefur ýmiss konar varnarbún- aði verið komið fyrir á hnöttunum og verður eflaust enn frekar í framtíðinni. Unnt verður að setja hnettina á nýjá sporbauga og leggja á flótta ef með þarf. Þá cru efnablöndur notaðar í ytri veggi hnattánna, sem herða þá sérstaklega gegn höggum og geislun. Bæði Sovétmenn og Bandaríkjamenn hafa gert ráð fyrir þeim möguleika og gervihnettir þeirra verði eyðilagðir í skyndiárás, en þá eru til taks hnettir bæði á jörðu niðri og í kjarnorkukafbát- um, sem unnt er að skjóta á loft til að taka við hlutverki hinna fyrrnefndu með skömmum fyrirvara. ■ Geimskutla Bandaríkjamanna - Um þriðjungur af verkefnum hennar til hernaðarþarfa ■ Stálgormarnir undir Cheyennefjalli eiga að vernda byggingamar neðanjarðar ef dregur til karnorku- striðs á jörðinni... ■ Göngin inn í „borgina" undir Cheyenne fjalli i Koloradó fylki í Bandarikjunum. Þar verða hinar stóru ákvarðanir teknar um árás og vöm i geimnum i framtiðinni ef þar að kemur.... { ■ Reagan forseti flytur „Star Wars“ ræðu sína 23. mars í fyrra... Hann sagði það sem margir höfðu áður hugsað. ríkjamenn nokkurn tíma að finna t.d. Baikonour, Kennedyhöfða þeirra Sovét- manna, sem er í rauninni í bænum Tyuratam í Kazakhstan. Frá skotstöðvum sínum í Sovétríkjun- um hafa Rússar skotið meira en tvö þúsund gervihnöttum frá 1957, sem er meira en tvöfaldur fjöldi gervihnatta frá Bandaríkjunum á sama tíma. Er þetta sóun eða hvað? Sovétmenn senda gervi- hnött á loft til sérverkefna, einn í hvert skipti, sem þörf er á. Meðan á stríðinu um Malvíneyjar stóð, sendu þeir hvorki meira né minna en 16 hnetti á sporbraut. Malvíneyjar voru sannarlega undir smásjá þeirra meðan á átökum stóð. En þessi aðferð er ekki aldeilis ókeypis. Hún kostar mikið. Hins vegar skilar hún mönnum mikilli reynslu og tækni varðandi ferðir gervihnatta frá verði komnir svo langt í uppbyggingu vígvéla í geimnum eftir fimm til tíu ár, að þá geti þeir byggt fyrstu geimstöðina á sporbaug um jörðu með fullkomnum vopnabúnaði og eftirlitstækjum. En Bandaríkjamenn horfa alls ekki aðgerð- arlausir á þessa þróun eins og þegar hefur komið fram. Undir Cheyenne fjöllum í Kóloradó er heil borg í byggingu - neðanjarðar. Geta fylgst með tvö hundruð gervihnöttum Þarna undir nærri þrjú þúsund metra háu Cheyenne-fjalli hafa Bandaríkja- menn grafið út- granítið, byggt vegi og reist byggingar úr stáli, sem hvíla á geysiöflugum gormum í undirstöðunum. Gormar þessir eiga að tryggja, að ekkert ' gar eru stöðvar stórveldanna í geimn- um orðnar, að eyðilegging þeirra myndi samstundis þýða að fjarskiptakerfi og hernaðarmáttur myndi lamast á sömu stundu. Sem dæmi um þetta má nefna, að 80% af fjarskiptum Bandaríkja- manna á sviði hernaðar fara um gervi- hnetti. Þessi fjarskipti fara einnig um kjarnorkukafbáta, fylgst er með öllum helstu hafsvæðum jarðar, herflugvélum, herskipum en einnig með skriðdrekum og hermönnum á jörðu niðri. Svo ótrúleg er nákvæmni tækjabúnaðar Bandaríkja- manna um þessar mundir, að gervi- hnattastirni þeirra Navstar, sem saman- stendur af átta gervihnöttum, getur stað- sett sig eins og sjáandi auga í níu metra fjarlægð frá þeim stað, sem skoða á. Þegar Bandaríkjamenn freistuðu þess að frelsa gíslana í Teheran á árinu 1980, sem frægt varð á sínum tíma, þá var stuðst við allar megin upplýsingar utan úr geimnum. Þó að sú aðgerð mistækist hrapalega var ekki við gervihnettina að sakast. Þeir skiluðu sínu hlutverki full- komlega. Langöruggasta ráðið til að eyðileggja þessar stjórnstöðvar í geimnum, væri að koma af stað kjarnasprengingu utan gufuhvolfsins. Geislunin sem stafaði frá slíkri sprengingu myndi örugglega eyði- leggja hin hárfínu rafeindakerfi, sem gervihnettirnir eru búnir. En slík aðgerð hefði augljóslega mikinn ókost í för rrieð sér. Sá sem sendi slíkt gereyðingarvopn út í geim, tæki ekki aðeins ákvörðun um að eyðileggja stjórnstöðvar andstæðings- ins heldur einnig sínar eigin. Þar að auki er í samningi, sem Bandaríkjamenn og Rússar gerðu með sér um bann við kjarnorkuvopnum í geimnum, lagt bann við „stórvirkum eyðingarvopnum" í jörðu. Cosmos-hnetti er þá t.d. komið fyrir á sporbaug nálægt skotmarki sínu og með fjarskiptum má koma honum á ógnarhraða, allt að 7 kílómetra hraöa á sekúndu sem hann getur þá þotið í átt að skotmarkinu. Hann getur síðan cytt skotmarkinu með kúlnahríð eða með því að springa um leið og að markinu er komið. Ýmsir ókostir fylgja hinu sovéska kerfi, meðal annars þau að gervihnettir • eru þungir hlutir og það þarf að skjóta upp eldflaug með hvern hnött. Með þessari aðferð er heldur ekki hægt að ná til hæstu gervihnattanna. Sovétríkin geta ekki skotið niður hluti, sem eru yfir eitt þúsund kílómetra yfir jörðu. Bandaríska kerfið fullkomnara Kerfi Bandaríkjamanna er miklu full- komnara að sögn þeirra, sem til þekkja. Þeir hafa árum saman þróað upp kerfi með F 15 vélum sínum, sem sleppir litlum eldflaugum aðeins fimm metrum á lengd, er ná ógnarhraða á ótrúlega skömmum tíma, tólf kílómetra hraða á sekúndu eða nálægt 700 km hraða á mínútu. Þegar eldsneyti flaugarinnar er uppur- ið, heldur kjarnaoddur hennar áfram að skotmarkinu, sem hún finnur með hita- leiðni frá skotmarkinu. Frá því að skeyt- ið fer af stað frá F 15 vélinni og þar til það hæfir skotmarkið eiga ekki að líða nema í mesta lagi nokkrar mínútur og kjarnaoddurinn á að geta hæft mark í allt að 2000 kílómetra hæð. Þessar flaugar ná því heldur ekki til þéirra gervihnatta, sém lengst eru á sporbaug Auk þcss er unnið að smíði og hönnun ýmiss konar vopna í geimnum, lascr- vopna, geisla og eldflaugavopna af nýj- um gcrðum. Sem dæmi um þau ógnar- vopn, sem nú er verið að reyna má ncfna, að Bandaríkjamcnn gerðu í júlí á síðasta ári tilraunir með laser frá Boing KC 135, sem tókst að eyðileggja fintm Siewinder-flaugar á 3500 km. hraða á klukkustund. Þá eru Bandaríkjamenn að gera tilraunir með laserbyssur, sem nota á í návígi í hernaði. Hún getur blindað fyrir fullt og allt hermenn úr liði andstæðinganna og það sem meira er, unnt er að gera þetta frá mjög öruggum skotstað, skotheldum með aðstoð sjón- pípu; þannig má blinda andstæðingana í allt að tveggja kílómetra fjarlægð. Gera má fastlega ráð fyrir því að þessi ógnarvopn framtíðarinnar verði komin í notkun eftir svo sem tuttugu ár í geimnum. Og þarna uppi, þar sem misjafnlega samsett loftlög gufuhvolfsins vcrða ekki til að trufla miðun þeirra, verði unnt að nota laservopnin með öllum þeim möguleikum, sem þau bjóða upp á. Þarna uppi munu þeir þá standa andspænis hvor öðrum, Svarthöfðar stórveldanna tveggja með hin fullkomnu gereyðandi leikföng. Úr þeirri hæð er hætt við að mennirnir virðist litlir og smáir og léttvægir funtínir, þegar kerfin Alfa, Darfa og önnur háþróuð vopna- kerfi fylgjast með þeim úr hundruða og þúsunda kílómetra fjarlægð, reiðubúin til átaka hvenær sem óvinurinn sýnir klærnar. Hvrlík framtfð. ÞH tók saman/byggt á L’Express.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.