Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.04.1984, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR I. APRIL 1984 „Undir teppinu hennar ömmu“ á Loftleiðum Vorkonur Alýðuleikhússins sýna um þessar mundir á Hótel Loftleiðum, „Undir teppinu hennar ömmu“, nýtt íslenskt leikverk eftir Nínu Björk Árnadóttur. Átta leikkonur og tveir hljóðfæraleikarar koma fram á sýningunni. en aðalhlutverk eru leikin af Sigurjónu Sverrisdóttur, Sólveigu Halldórsdóttur, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Kristínu Bjarnadóttur. Leikstjóri er Inga Bjarnason, tónlist er. eftir Mist Þorkelsdóttur, en leikmynd og búninga hannaði Guðrún Svava Svavarsdótt- ir. Verkið er þrískipt, og lýsir tilvist og nærvist þriggja kvenkynslóða og áhrifum bælingar og ótta á líf þeirra, MEÐ KÓM- ISKU ÍVAFI. Vorkonur bjóða upp á umræður við leik- húsgesti að loknum sýningum. Næstu sýningar verða: Föstudaginn 30. mars, og laugardaginn 31. mars kl. 21.00. Frá Leikfélagi Akureyrar Um helgina eur síðustu sýningar á „Súkku- laði handa Silju", eftirNínu Björk Árnadótt- ur í Sjallanum á Akureyri. Leikurinn fjallar um iðnverkakonuna Önnu (Sunna Borg) og unglingsdóttur hennar Silju (Guðlaug María Bjarnadóttir) ást þeirra og samskipti við kunningja sína. Alls taka 9 leikarar þátt í sýningunni og auk þess flytja tónlistarmennirnir Inga og Ingimar Eydal tónlistina, sem er eftir Egil Ólafsson. Leikstjórn Haukur Gunnarsson, leikmynd Guðrún S. Haraldsdóttir. Sýningar verða í Sjallanum kl. 20.30 á föstudags- og laugardagskvöld. Og þá er allra síðasta sýning á leiknum. Um næstu helgi frumsýnir Leikfélag Akur- eyrar barnaleikritið Kardemommubæinn í leikstjórn Theódórs Júlíussonar. Kvikmyndir um Prokofév og Ulanovu í MÍR-salnum Nk. sunnudag, 1. apríl kl. 16, verða tvær heimildarkvikmyndir sýndar í MÍR-salnum, Lindargötu 48, önnur um tónskáldið Sergei ' Prokofév og hin um dansmeyna Galinu Ulanovu. Þau Prokofév og Ulanova voru góðir kunningjar, hann var mikill aðdáandi ballerínunnar og hún tónskáldsins. Reyndar dansaði Ulanova aðalhlutverkin í flestum þeim ballettum, sem samdir voru við tónlist Prokofévs, t.d. Rómeó og Júlia og Ösku- busku. Þegar tónskáldið samdi síðarnefnda ballettinn, sem nú er verið að sýna í Þjóðleikhúsinu, hafði hann Galínu Ulanovu í huga í titilhlutverkinu. Sýningar Þjóðleikhússins um helgina: Sveyk i síðari heimsstyrjöldinni eftir Brecht og Eisler er að sjálfsögðu á dagskrá um helgina. Tvær sýningar verða á þessari stór- brotnu uppfærslu, á föstudags- og laugar- dagskvöld. Það er Bessi Bjarnason sem leikur Sveyk. óborganlega góðdálann sem leikur á alla þýsku hermaskínuna. Meðal annarra leikenda eru Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Gísli Rúnar Jónsson og Baldvin Halldórsson. Amma þó! eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur á greiða leið að börnunum, sem hafa sótt sýninguna mjög vel. Því miður getur aðeins orðið ein sýning á þessu vinsæla barnaleikriti nú um helgina og verður sú sýning á sunnudag kl. 15.00. Skvaldur eftir Michael Frayn verður sýnt í 50. og allra síðasta sinn á sunnudagskvöld. Aukasýningar verða engar. Þessi farsi hefur notið gífurlegra vinsælda í allan vetur og eru áhorfendur orðnir 20.000. Leikstjóri er Jill Brooke Árnason. en í hlutverkunum eru Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Sig- urður Sigurjónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Bessi Bjarnason, Sigríður Þorvaldsdóttir, Rúrik Haraldsson, Þórhallur Sigurðsson og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Túmasarkvöld, dagskrá byggð á Ijóðum og æviatriðum Tómasar Guðmundssonar, verð- ur frumsýnd á Litla sviðinu á sunnudags- kvöld. Herdís Þorvaldsdóttir hefur umsjón með dagskránni, en auk hennar koma fram Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Edda Þórarinsdóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Helgi Skúlason og Róbert Arn- finnsson; undirleikari á píanó er Bjarni Jónatansson. Þetta er Ijúf skemmtun með upplestri og söng, flutt verða lög eftir Sigfús Halldórsson og Gylfa Þ. Gíslason. Létt máltíð er innifalin í verðinu, en því er mjög stillt í hóf. Nú qetur husbyqqjandi í Hafnarfirði verslað í BYKO án þess að fara í Kópavoq BYKO verslun opnuö í Hafnarfirði Við bjóðum ykkur velkomin í nýja byggingavöru- verslun BYKO í Hafnarfirði. Þar ætlum við okkur að þjóna húsbyggjendum og öðru ágætu athafnafólki í Hafnarfirði og ekki síður Garðabæ, Álftanesi, af Suðurnesjum og víðar. Markmið okkar er að BYKO í Hafnarfirði verði í engu eftirbátur BYKO í Kópavogi sem er rómuð fyrir glæsilegt vöruval, vörugæði, sanngjarnt verð og góða þjónustu. Þeir sem búa á þessu svæði og standa í stórum sem smáum framkvæmdum geta nú sparað sér um- talsverðan tíma og fyrirhöfn með heimsókn í BYKO í Hafnarfirði. VIÐ VONUMST TIL AÐ SJÁ YKKUR BYKO BYGGINGAVÖRUR HAFNARFIRÐI DALSHRAUN115 SiMAR: 52870/54411 Þar sem fagmennirnir versla er þér óhætt Ritari Utanríkisráöuneytiö óskar aö ráða ritara til starfa í utanríkisþjónustunni. Krafist er góörar kunnáttu í ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli auk góörar vélritunarkunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráöuneytinu má gera ráö fyrir aö ritarinn veröi sendur til starfa í sendiráðum íslands erlendis. Eiginhandarumsóknir meö upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkis- ráöuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykavík, fyrir 10. apríl n.k. Utanríkisráðuneytið VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Siðumúli 13 — P.O. Box 5295 — 125 Reykjavik Laus er til umsóknar staða Upplýsinga- og fræðslufulltrúa Viökomandi skal hafa staögóöa menntun og starfsreynslu á sviði upplýsinga- og fræöslumála eöa hliðstæðra starfa. Umsóknir meö upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu sendar Vinnueftirliti ríkisins, Síðumúla 13 Reykjavík, eigi síðar en 24. apríl nk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.