Tíminn - 06.04.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.04.1984, Blaðsíða 1
Dagskrá ríkisfjölmiðlanna næstu viku - sjá bls. 13 FJÖLBREYTTARA OG BETTtA BLAÐ! Föstudagur 6. apríl 1984 83. tölublað 68. árgangur Sidumula 1S—Postholf 370Reykjavik -Rítstjorn86300- Augiysingar 18300- Atgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Ólga hjá undirmönnum á fiskiskipum vegna samninga við yfirmenn: FA 18-20% HÆKKUN TIL VK>- BÓTAR VIÐ ASf-SAMKOMULAG! „Munum alls ekki sætta okkur við þetta”, segir formaður Sjómannasambandsins ■ Samningamál undirmanna á fískiskipum eru nú komin í algeran hnút eftir að samningar hafa verið gerðir við yfirmenn sem túikaðir eru sem 18-20% hækkun kauptryggingar á ársgrundvelli til viðbótar við ASI/VSI samkomulag, eða alls um 32-34% hækkun á ársgrundvclli. Samningur við yfirmenn kveður á um 6% frá 1. apríl og síðan 2%, 3% og 3% áfangahækkanir eins og ASI/VSÍ samningarnir. ■ Jón Sigurðsson þjálfari og ieikmaður KR-inga „tolleraður" af félögum sínum eftir sigur KR i gær. Jóni er flugið ekki leitt, enda var hann og félagar hans vel að sigrinum í gær komnir. Jón blómstraði í leiknum í gær, sem og lærísveinar hans. Tímamynd Róbert. KR BIKARMEISTAM f KðRFUKNATTLEIK — vann Val 94-79 í úrslitum í gær - Sjá íþróttir bls. 10-11. En jafnframt var samið um að 1. sept. og 1. jan. n.k. muni hlutföll kauptryggingar yfir- manna miðað við háseta - þ.e. að skipstjóri og stýrimaður hafi hálfa aðra kauptryggingu - leið- rétt að fullu, en þau hlutföll skekktust með launajöfnunar- bótuni á árunum 1974-78. Petta mun metið sem 8% viðbót í hvorum áfanga auk þess sem samið var um ýmis önnur atriði sem Sjómannasambandið metur sem allt að 4%. „Þótt af okkar hálfu hafi verið viðurkennt að staðan væri ekki góð til stórra hluta töldum við að sjálfsögðu að þarna hefði opnast leið til að fá a.m.k. sambærilegar hækkanir til þeirra sem verst eru settir á skipunum, þ.e. háset- anna, en þá virtust allar dyr vera lokaðar fyrir því. í viðtölum við formann LIÚ var því ítrekað hafnað að nokkur geta væri af þeirra hálfu til að bæta hásetun- um það sem hinir hafa náð. Við komum að lokuðum dyrum. Við það munum við alls ekki sætta okkur. Þó svo að staðan sé ekki beysin fyrir sjómannastéttina að ætla sér að fara að standa í aðgerðum til að þrýsta fram leiðréttingu á sínum kjörum miðað við það sem aðrir hafa fengið, þá munum við svara fullum hálsi", sagði Óskar Vig- fússon, form. Sjómannasam- bandsins. Hann tók fram að í sjálfu sér fagnaði hann því að félagar þeirra hefðu náð fram betri kjörum en almennt hefur gcrst í samningum að undan- förnu. „En þeim sem lægst eru settir hlýtur auðvitað að svíða mjög að sjá kauptryggingarákvæði yfir- manna allt í einu taka stökk upp á við ef þeir einir eiga að sitja eftir og það á ég alls ekki von á að mínir menn sætti sig við." „Það er út í liött að túlka þessa leiðréttingu á þennan hátt. Þau launahlutföll að skipstjórar og stýrimenn hefðu hálfa aðra kauptryggingu höfðu gilt í ára- tugi þar til þau skekktust með láglaunabótunum 1978 og þessir menn eru síðastir allra í þjóðfé- laginu til að fá þetta leiðrétt", sagði Kristján Ragnarsson. „Sjómannasambandið kom til okkar og spurði hvort þessi leið- rétting á aukahlutum mundi ekki einnig gilda unt sína menn, mat- sveina, netamenn og bátsmenn, og við höfum sagt að þeir muni fá samskonar leiðréttingu. Ég get því ómöguiega skilið hvernig þeir ætla sér einnig að fara fram á einhverja extra hækkun fyrir háseta vegna þessa - slíkt væri hreinn útúrsnúningur", sagði Kristján. -HEI Sýslufulltrúinn og lögreglumaðurinn gerðu ekki góða ferð að Teigaseli: KÆRÐIR FYRIR AÐ VALDA SKARKALAVK) REFABÚIÐ —er þeir voru að eltast við meintan ölvaðan ökumann ■ Rannsókn á meintum ölvunarakstri austfirðings nokkurs um helgina snerist upp í kæru á hendur sýslufulltrúa N-Múlasýslu, lögreglumanns á Egilsstöðum og lögreglumanns á Héraði fyrir að hafa hugsanlega orðið þess valdandi með skarkala við refabú á Teigaseli nálægt Egilsstöðum, að pörun hjá tveim refalæðum hafi mistekist. Tildrög málsins voru þau að Björn Halldórsson lögeglumað- ur á Egilsstöðum var að svipast um eftir ökumanni sem hafði ekið bíl sínum út af nálægt Egilsstöðum en var ekki í honum þegar lögreglan kom á staðinn. Björn spurðist fyrir um manninn á Teigaseli og var sagt að hann væri þar inni sofandi og mætti ekki vekja hann. Þar sem þetta var á svæði sýslumannsins í N-Þingeyjar- sýslu, sendi Björn eftir Svein- birni Sveinbjörnssyni sýslufull- trúa á Seyðisfirði, sem kom yfir Fjarðarheiði á snjósleða þar sem hún var ófær bílum. Þeir fóru síðan heim að bænum ásamt lögreglumanni á Héraði en þegar enginn var heima fóru þeir að refabúi við bæinn og bönkuðu þar upp á. Bóndinn kom þá út og urðu einhver orðaskipti milli hans og komumanna. Bóndinn mun hafa viðurkennt að hafa sótt öku- manninn í bíl hans og var honum þá stefnt fyrir sakadóm N-Múla- sýslu daginn eftir. Eftir vitna- leiðslur þar bar bóndinn fram kæru vegna ónæðisins við refa- búið þar sem það hefði hugsan- lega valdið því að pörun hjá þrem læðum mistókst. Lögreglunni á Seyðisfirði var falið að rannsaka málið, þar sem lög um refabú kveða á um að ekki megi valda ónæði við þau. Til var kvaddur dýralæknir sem skoðaði læðurnar sem styrrinn stóð um. Þá kom í Ijós að þær voru aðeins tvær. Önnur hafði hugsanlega náð að festa fang en hin ekki. Þó er enn ekki ljóst hvort það var af völdurn ónæðis- ins eða ekki þannig að varla verður um frekari málarekstur að ræða. -GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.