Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.01.1986, Blaðsíða 9
Tíminn 9 Þriðjudagur 14. janúar 1986 Guðmundur Albertsson átti stórgóðan leik með nýbökuðum íslandsmeisturum Víkinga gegn KR. Hér er mark í uppsiglingu. Tinnmynd: Ami. íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: illlllllllllllll ÍÞRÓTTIR llllllllllllll slandsmeistarabikarinn hátt á lofti hjá Guðmundi Guðmundssyni fyrir- liða Víkings. Hann átti stjörnulcik gegn KR og skoraði grimmt. Snögg- ur sem köttur hann Guðmundur. Tímamynd: Heiniir. IÞROTTIR Umsjón: Þórmundur Bergsson Víkingur Islandsmeistari Vann öruggan sigur á KR í iokaleiknum - Guðmundur gerði 10 mörk - KR fallið ásamt Þrótti Víkingar eru íslandsmeistarar í handknattleik. Þeir tryggðu sér titil- inn með sigri á KR-ingum í Höllinni á sunnudag og er liðið vel að nafnbót- inni komið. Markvarslan, vörnin og frábær útfærsla á hraðaupphlaupum brugðust ekki að venju gegn KR- ingum. Lokastaðan? Jú, 34 mörk gegn 24 eftir að Víkingar höfðu leitt í hléinu, 15-11. KR-ingar hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu og þeir höfðu í fullu tré við Hæðagarðsliðið til að byrja með í fyrri hálfleiknum. Árni Lokamínúturnar í leik Vals og Stjörnunnar í 1. deildinni í handbolt- anum á sunnudaginn voru ekki bara spennandi heldur æsispennandi, ekki bara ótrúlegar heldur furðuleg- ar. Staðan var 21-19 fyrir Val þegar Sigurjón Guðmundsson minnkar muninn niður í eitt mark. Valsmenn hefja sókn en Garðbæingar komast í hraðaupphlaup, brotið á Magnúsi Teitssyni og dæmt víti. Hermundur Sigmundsson lætur Ellert í marki Lokastaðan Lokastadan í 1. deild karla í hand- Víkingur 14 12 0 2 stig 350-271 24 Valur 14 10 1 3 326-281 21 Stjarnan 14 8 3 3 346-290 19 K.A. 14 7 1 6 300-283 15 F.H. 14 7 0 7 336-335 14 Fram 14 5 1 8 334-331 11 K.R. 14 3 2 9 302-343 8 Þróttur 14 0 0 14 273-433 0 Markahæstu menn i 1. deildar- keppninni: Mörk Egill Jóhannesson, Fram 100 Þorgils Óttar Mathiesen, F.H, 90 Gylfi Birgisson, Stjörnunni 90 Valdimar Grímsson, Val 88 óskar Ármannsson, F.H. 85 Harðarson-var góður í markinu hjá Vesturbæingum og þeir leystu vel upp í sóknum sínum og opnuðu fyrir skot. Sent sagt gott. Um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan 8-7 fyrir Víkinga en þá sögðu þeir skilið við KR-inga og voru þægilega yfir er gengið var til leikhlés. í síðari hálfleiknum röðuðu Vík- ingar inn mörkunum en KR-ingar svöruðu aðeins stöku sinnum. Guð- mundur Guðmundsson fór á kostum, skoraði sex mörk í röð úr allskonar leikstöðum. Einu sinni Vals verja frá sér. Valsmenn með boltann en Stjörnumenn þjóta aftur upp og fá aftur víti - örlítið eftir - Hannes Leifsson skorar en Vals- menn hanga á jafnteflinu og tryggja sér annað sætið á íslandsmótinu og þar með sæti í Evrópukeppninni. Vanalega eru það útileikmenn sem skora mörkin en Ellert Vigfús- son. markvörður Vals, breytti útaf vananum og opnaði leikinn með langri sendingu sem fór yfir Brynj ar í marki Stjörnunnar. Þeir áttu báðir góðan dag og voru bestir á lokamín- útunum þegar mest gekk á. Leikur- inn var annars mjög jafn allan tím- ann og vel leikinn af beggja hálfu. Hermundur Sigmundsson Stjörnu- maður skoraði fimm fyrstu mörk síns liðs en eyddi reyndar eftir það nokkrum skotum í vitleysu. Hjá Valsmönnum var dreifingin jafnari. Júlíus Jónsson og Valdimar Gríms- son voru atkvæðamestir í fyrri hálf- leiknum en hins vegar var það hin sterka 6-0 vörn Hlíðarendapiltanna sem sá til þess að skæðir Stjörnu- menn voru undir mcst allan leikinn. Staðan í hálfleik var þó jöfn, 11-11. Valsmenn voru þetta 2-3 mörkum skoraði hann reyndar með uppstökki utan af velli og þótti mörgum það kátlegt. Ungu leikmennirnir, Siggeir Magnússon og Bjarki Sigurðsson sáu um síðustu fjögur mörkin hjá Vík- ingum sem geta svo sannarlega horft björturn augum á framtíðina með kappa a borð við þá tvo sem framtíð- arleikmenn. Guðmundur Guðmundsson og Guðmundur Albertsson voru bestir í annars jöfnu og vel samæfðu liði ís- landsmeistaranna. Þeir eru báðir góðir hornamenn í vörn sem sókn og yfir mest allan síðari hálfleikinn en það dugði þeim þó ekki til sigurs þótt viljinn hefði svo sannarlega verið fyrir hendi. Jafnt 21-21, úrslit sem Valsmenn gátu betur sætt sig við. Þetta var góður leikur. Hraðinn var mikill, baráttan góð og leikflétt- ur hristar fram úr erminni þegar vel átti við. Hornamennirnir, þeir Valdimar Grímsson og Jakob Sig- urðsson hjá Val og Sigurjón Guð- mundsson og Skúli Gunnsteinsson hjá Stjörnunni voru allir í fínu formi og setja skemmtilegt yfirbragð á leik beggja liða. Einhverjir aðrir sem hrós eiga skilið? Jú, flestir ef ekki allir. Mörkin: Valur: Valdimar 6(1), Jón Pétur 4(2), Júlíus 4(2), Jakob 3, Geir 2, Þorbjörn Guð. 1 og Ellert 1. Stjarnan: Hcrmundur 8(5), Magnús 3, Hannes 3(1), Gylfi 2, Sigurjón 2, Skúli 2 og Einar 1. Þorgeir Pálsson og Guðmundur Kolbeinsson dæmdu, virkuðu nokk- uð óöruggir - sérlega á lokakaflan- um - og fengu fyrir það ljótar orð- sendingar. Það ætlar seint að fara af mönnum sú heimska að svívirða dómara. hb sérlega snjallir hraðaupphlaups- menn. Árni Haðarson markvörður var bestur KR-inga, varði ein fimmtán skot, og Haukur Ottensen var einnig drjúgur. Hann skoraði sjö mörk og barðist fram á síðustu sekúndu leiks- ins. Sigurjón fer í Val -enekkiíVíði Sigurjón Kristjánsson leikur líkleg- ast með Val á næsta sumri en ekki með Víði frá Garði eins og sums stað- ar heíur verið skýrt frá. Sigurjón hyggst hefja æfingar hjá Val og skipt- ir þá líklega yfir, líki honum dvölin að Hlíðarenda. Kappinn lék með Keflavík í knatt- spyrnunni á síðasta ári en eitthvað var hann óánægður með skipan mála hjá því liði og vitað var að hann ætl- aði sér að skipta yfir í annað félag. Víðismenn voru ákafir að fá hann í sitt lið en nú hyggst hann sem sagt hefja æfingar með Valsmönnum. Sigurjón er með leiknari leik- mönnum hér á landi og ætti að geta styrkt sóknaraðgerðir þeirra Vals- manna verulega. KA-menn skutu sér upp í 4>sætið í 1. deild á íslandsmótinu í handknatt- leik með stórum sigri á FH í hálf- gerðum miðnæturleik á laugardals- kvöldið. Leikurinn endaði 25-16 fyr- ir KA en það var þó ekki fyrr en í síð- ari hluta seinni hálfleiks sem KA hrúg- aði inn mörkum á steinhissa FH- Mörkin: Víkingur: Guðmundur Guö. 10, Guðmundur Alb. 7, Páll 4, Steinar 4, Siggeir 4, Bjarki 3, Árni 2. KR: Haukur Ott 7, Konráð 4, Stef- án 4 (1), Haukur Geir4(2), Bjarni 2, Páll Björns 2 og Páll Ólafs 1. Leikinn dæmdu Sigurður Baldurs- son og Björn Jóhannsson og fórst það vel úr hendi. hb Sigurjón Kristjánsson í búningi Breiðabliks úr Kópavogi. Þar er Sig- urjón upp alinn en á síðasta ári spil- aði hann bæði í Portúgal og með Keflavík. Sumir segja að hann ætli í Víði en við höllumst á Val. inga. Staðan í hlé var 11-10 fyrir KA og ekki breikkuðu KA menn bilið fyrr en í lokin. Þorgils skoraði 6 fyrir FH og Stefán Kristjánsson gerði 5. Erlingur og Pétur skoruðu 6 hvor fyrir KA en Guðmundur gerði 5. íslandsmótið í handknattleik: Æsispennandi í lokin - er Valur og Stjarnan gerðu jafntefli sem tryggði Val annað sætið Handknattleikur 1. deild: Miðnæturleikur - er KA vann FH og skaust í f jórða sætið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.