Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.01.1986, Blaðsíða 10
lOTíminn Námskeið í náttúruvernd - Landvarðanámskeið - Náttúruverndarráð auglýsir námskeið í náttúruvernd. Tilgangur námskeiðsins er að gefa fólki innsýn í náttúru- vernd á íslandi, þjálfa það til að hafa eftirlit með friðlýst- um svæðum og fræða fólk um náttúru landsins. Þátttakendur í námskeiðinu skulu vera orðnir 20 ára og hafa staðgóða framhaldsmenntun. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður. Þátttaka í námskeiði sem þessu er skilyrði fyrir ráðningu til landvörslustarfa á vegum Náttúruverndarráðs, en tryggir þátttakendum þó ekki slík störf. Námskeiðið verður haldið á Akureyri og í Mývatnssveit og fer fram eftirfarandi daga: 14.15. og 16. mars á Akureyri, 4.5. og 6. apríl á Akureyri og 24.-27. apríl í Mývatnssveit. Skriflegar umsóknir, með heimilisfangi og síma; er greina frá menntun, aldri, störfum, áhugamálum og öðru sem máli skiptir, skulu berast Náttúruverndarráði, Hverf- isgötu 26,101 Reykjavík, fyrir 10. febr. 1985. IAGSBBUN Verkamannafélagið Dagsbrún Tillögur Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnáðarmenn félagsins fyrir árið 1986 liggja frammi í skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum 20. janúar 1986. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Dagsbrúnar fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 21. janúar 1986. Kjörstjórn Dagsbrúnar Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Vill ráða strax eða síðar eftir samkomulagi hjúkrunarfor- stjóra fyrir 15. febrúarn.k. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Egilsstaðir — Hjúkrunarfræðingar Viltu breyta til! Við auglýsum eftir hjúkrunarfræðingi til starfa frá 1. mars eða síðar eftir samkomulagi. Flutningur á staðinn ykkur að kostnaðarlausu. Bjóðum upp á húsnæði. Leitið frekari upplýsinga um vinnustað og launakjör, hjá hjúkrunarforstjóra í síma 97-1631 og 97-1400. Sjúkrahúsið Egilsstöðum Föstudagur 17. janúar 1986 Föstudagur 17. janúar 1986 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR HSÍ og Adidas bindast böndum: Stór samningur Oll landslið HSI munu leika í í fyrradag kynntu forráðamenn Handknattleikssambands íslands og Adidas-fyrirtækisins á íslandi stóran samning sem þcssir aðilar hafa gcrt með sér. Samningur þessi hljóðar lauslega áætlað uppá fimm og hálfa milljón oger reyndar þegar kominn í gagniö. í samningnum felst að Adidas verður bakhjarl HSÍ í búninga- málum og öðrunt fatnaði er lands- liðsmenn okkar og konur nota. Þá er einnig um skó að ræða. Þannig munu öll landsliö íslands spila í fatnaði frá Adidas Adidas næstu þrjú árin, en það er samningstíminn. Að sögn forráðamanna beggja eru þeir afar ánægðir með þennan samning. íslensku landsliðin hafa þegar spilað 25 landsleiki frá því í desember en þá tók samningurinn gildi. Einnig mun Adidas verða með getraun í sambandi við HM í Svissog felst hún í því að þátttakendur eru beðnir um að segja til um frá hvaða framleiðendum búningar þriggja efstu liðanna í HM eru. Verður get- raunin kynnt síðar. Meistarakeppnin í tennis: McEnroe úr leik í fyrstu umferð Brad Gilbert sigraði landa sinn McEnroe 2*1 í fyrradag hófst í New York svo- kölluð Mcistarakeppni í tennis (Masters). Til þessarar keppni er boðið þeim 16 tennisleikurum sem bestum árangri náðu á síðasta ári. í fyrstu umferð uröu úrslit þau að Johan Kriek frá Bandaríkjunum sigraði Stcfan Edberg frá Svíþjóð, Boris Becker sigraði Paul Annacone frá Bandaríkjunum, Mats Wilander sigraði Bandaríkjamanninn Scott Davis og Andres Gomez frá Ecua- dor sigraði Henri Leconte frá Frakklandi. Gomez kom inní keppn- ina vegna þcss að J immy Connors frá Bandaríkjunum veiktist rétt fyrir hana og verður því ekki með. Þá gerðust þeir undarlegu hlutir að Brad Gilbert frá Bandaríkjunum vann landa sinn John McEnroe 2-1. Nú, Jarryd frá Svíþjóð vann landa sinn Nyström og Lendl sigraði Tom- as Smid frá Tékkóslóvakíu. Þá vann Tim Mayotte sigur á Frakkanum Yannick Noah. Heimsbikarkeppnin á skíðum: Gutensohn er góð Hún sigraði í bruni í gær og er nánast óstöðvandi um þessar mundir Austurríska skíðakonan Katrín Gutensohn sigraði á brunmóti í heimsbikarkeppninni á skíðum sent haldið var í St.Vincent í Frakklandi í Atrennulaus stökk Meistaramót íslands i at- rennulausuni stökkuni fcr frani í K.R.-heiniilinu við Frostaskjól þann 26. janúar og hefst það kl. 13.00. Þátt- tökutilkynningar skulu lierast til Guðrúnar Ingólfsdóttur að Barónsstíg 43, Reykjavík ellegar í sínia 12891 fyrir 22. janúar næstkomandi. Boltarog bensín Eins og kunnugt er þá gerðu HSI og OLÍS með sér samning scm felur m.a. í sér að HSI fær ákvcðna upphæð af hverjum scldum hensín- lítra sem OLÍS selur. Þá eru á bensínstöðvum Olís gefnar myndir af landsliðsmönnuin Islands. Þeir sem ná að safna saman í heilt landslið fá hand- holta að gjöf frá OLÍS og HSI. Nú þegar hafa verið af- hentir um 150 handboltar af þcim 400 sem til ráðstöfunar eru. Það er því enn hægt að ná sér í handbolta. gær. Hún vann þar með sinn annan sigur í bruni á þessu tímabili og er nú orðin efst að stigum f þeirri keppni. Gutensohn, sem er 19 ára gömul, fór niður erfiða brautina á 1:31,17 en næst Itcnni kom svissneska stúlkan Brigitte Oertli á 1:31,23. Þriðja varð svo Lauric Graharn frá Kanada. „Ég vissi frá byrjun að éggæti unn- ið þessa keppni því ég var vel upp- lögð og fór niður án þess að gera nokkur mistök," sagði Gutensohn hoppandi kát eftir kcppnina, en hún sigraði einnig í bruni í Bagdenstein í Austurríki í síðustu viku. Oertli var ánægð með annað sætið: „Gutensohn er í þvílíku formi að annað sætið var sem sigur fyrir mig,“ sagði sú svissneska. Enski deildarbikarinn: Dregið í gær I gærdag var dregið í undanúrslit- unt enska deildarbikarsins. Aston Villa eða Arscnal leikur gegn Ox- ford eða Portsmouth og O.P.R. eða Chelsea leikur gegn Liverpool eða Ipswich. Eins og sést á enn eftir að útkljá allar viðureignirnar í átta liða úrslitum keppninnar. Fyrri leikirnir í undanúrslitunum fara fram þann 11. eða 12. febrúarog síðari leikirnir þann 4. eða 5. mars. Þjálfarafundur Handknattleikssamband Islands og landliðsnefnd kvenna hafa ákveð- ið að gangast fyrir þjálfarafundi með öllum þjálfurum kennaflokka hér á landi. Fundurinn verður á laugar- daginn 18. janúar og hefst kl. 10.00 fyrir hádegi í fundarsal ÍSÍ í Laug- ardal. Á dagskrá fundarins verdur: HM-B kvenna 1986. Hilmar Björnsson gefur yfirlit af undirbúningi og keppninni og sýndar verða videomyndir frá keppninni. Erindi um íþróttaiökanir kvenna. Hvað erum við ad gera í dag - hvad þarf ad gera. Þjálfarar unglinga og deildarlida kvenna segja álit sitt á uppbyggingu og þjálfun í kvennahandknattleik. Valur - Fram, leikur i l.d.kvenna í Höllinni kl. 15.30. Kaffi - Umrædur. Landsliðsnefnd kvenna hvetur alla þjálf- ara og forrádamenn félaganna og aðra þá er áhuga hafa á uppbyggingu kvennahand- knattleiks á íslandi til að mæta. Atli Hilmarsson og félugar fengu ekki rönd við reist gegn sovéska birninum. Bikarkeppnin í körfu: Stélu sigrinum KR var yfir mest allan tímann Njarðvíkingar sigruðu KR-inga í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar í körfu í gærkvöldi. Leiknum, sem fram fór í Hagaskóla, lauk þannig að Suðurnesjamennirnir skoruðu 89 stig á móti 88 stigum Vesturbæinganna. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan jöfn 82-82 og því þurfti að framlengja, þar reyndust Njarðvíkingar sterkari. KR-ingar voru yfir mest allan tím- ann og voru nokkrir klaufar að missa niður forskotið í lokin. Þeir misstu þrjá menn út af með fimm villur. Jóhannes Kristbjörnsson skoraði 35 stig fyrir gestina og Valur Ingi- mundarson var með 21. Þeir tveir ásamt Helga Rafnssyni voru bestu menn Njarðvíkinga. Garðar Jóhannsson og Birgir Mik- aelson voru atkvæðamestir í KR-lið- inu. Garðarvarmeð 23 stigogBirgir með 21. Þess má geta að Þorsteinn Gunnarsson fyrirliði KR lék þatna sinn lOO.meistaraflokksleik. Sivebeck til Man.Utd. í gærkvöldi lét enska liðiö Man. IJtd. loks verða af því að gera samning við danska landsliðsmanninn Johnny Si- vebeck frá Vejle. Máliö hefur lengi vafist fyrir Ron Atkin- son framkvæmdastjóra Man. Utd. cn mikil meiðsl í liði hans hafa sjálfsagt valdið nicstu uni ákvörðun hans, að fá Sivebeck til liðsins. Sheff. Wed. sigraði Sheff. Wed sigraði W.B.A. með þremur mörkum gegn tveimur í ensku bikarkeppn- inni í gærkvöldi. „Llgluriiar" fara því áfram. Molar...V Molar...n Holar... ...Frönsk nefnd sem sér um verðlaun til handa íþróttamönnum kausJ í gær sovéska stangastökkvarann Sergei Bubka sem besta íþróttamann heims á síðasta ári. Bubka var fyrsti maðurinn til að fara yfir sex metra í stangarstökki, gerði það á móti í júlí síðastliðnum. Næstir í kjörinu voru millivegar- lengdahlaupararnir Steve Cram frá Englandi og Said Aquita frá Mar- okkó... ...Kanarnir slá ekki slöku við í körf- unni sinni og í fyrrinótt voru nokkrir leikir. Boston sigraði Nuggets 123- 100, Trail Blazers náðu sigri á Pacers 109-104 Nets unnu 76ers 123-89, Pistons unnu Bulls 123-115, Rockets náðu sigri á Spurs 119-113, Knicks sigruðu Dallas 116-112, Clippers mörðu Supersonics 110-103 ogGold- en State unnu sjaldgæfan sigur á Utah 150-104 sem er án efa eitt hæsta skor í NBA deildinni... ...Nú er búið að ákveða að verð- launaféið fyrir sigur á Opna Breska Meistaramótinu í golfi verði mun hærra en áður hefur þekkst. Mótið verður að þessu sinni í Turnberry í júlí. Sigurvegarinn fær í sinn hlut um 4 milljónir króna en sá sem hafnar í öðru sæti mun hafa með sér heim um 3 millur... ...Nokkrir leikir voru í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu, fjórðu untferð í vikunni: Sevilla-Castilla 1-1, Castellon-At. Bilbao 0-0, Lerida-Barcelona 0-1, Tenerife-Sabadell 1-0, Real Oviedo- Celta 1-0, Racing-At. Madrid 1-0 og Real Madrid-Huelva 5-0. Baltic Cup handknattleikskeppnin í Danmörku: íslendingarnir horfðu á stóra Sovétmenn raða inn mörkum Okkar menn skoruðu níu mörk í síðari hálfleik- Það eru góðufréttirnar-Sovétmenn gersigruðu íslenska liðið 27-12 Frá Magnúsi Magnússvni fréttaritara Tímans á Baltic Cup keppninni í Danmörku: Hvað er hægt að segja. Þetta var algjört „burst". Sovétmennirnir voru í miklum ham og ætluðu sér greinilega ekki að láta sama leikinn endurtaka sig og á móti Dönum ■ fyrrakvöld þegar þeir töpuðu óvænt. Þeir voru dulítið taugaóstyrkir í byrjun og varð einatt litið á varantanna- bekkinn á fyrstu mínútunum. Þar sátu þjálfari og fararstjórar og vildu greinilega að menn legðu sig alla í þessa viðureign. Það gerðu Sovétmenn líka. Þeir röðuðu inn mörkunum á meðan Islendingum gekk ekkert að skora og þegar upp var- staðið voru tölurnar 27-12 á markatöfl- unni, staðreynd sem ekki verður haggað. Það var byrjunin sem fór illa á móti A- Þjóðverjum en í gærkvöldi héldu okkar menn í Sovétrisana fyrstu tíu mínúturnr síðan ekki söguna meir. Kristján Arason skoraði á 7. mínútu 3-3 en eftir það gerðu íslensku strákarnir ekki mark í fyrri hálf- leik. Staðan þegar gengið var til leikhlés var 3-12. í síðari hálfleiknum náðu okkar menn að skora fyrsta markið. Það var líklega eina góða fréttin úr þeim hálfleik. Sovét- nrenn tóku til við fyrri iðju og skoruðu hvert markið á fætur öðru, sum hver mjög glæsileg. Þeir komust í 24-7 en íslending- ar náðu að klóra aðeins í bakkann undir lokin og tapa „aðeins" með 15 marka mun, 27-12. Sovétmenn eru ofar í handboltastigan- um en við íslendingar, það er engin spurning. Hins vegar var tapið í gær- kvöldi alltof stórt. Skýringar? íslenska liði var, jú, þokkalegt í vörn en sóknar- leikurinn var í molum og markvarslan nær engin. Kristján Arason var markahæstur leikmanna íslenska liðsins, skoraði fimm mörk og þar af voru tvö úr vítum. Þorgils Óttar Mathiesen kom næstur með þrjú mörk og þeir Atli Hilmarsson, Alfreð Gíslason. Jakob Sigurðsson og Þorbjörn Danir sigruðu Pólverja Frá Magnúsi Magnússyni fréttaritara Tím- ans á Baltic Cup keppninni í Danmörku: Danir hafa svo sannarlega náð sér eftir tapið gegn íslendingum í fyrsta leiknum á Baltic Cup. í gærkvöldi sigruðu þeir Pól- verja með 28 mörkum gegn 21 og var sá sigur sanngjarn. Leikurinn fór fram í íþróttahöllinni í Randers. B-landslið mætti hins vegar ofjörlum sínum er þeir kepptu við A-Þjóðverja í gærkvöldi. Hið frábæra lið Austur-Þjóð- verja sigraði örugglega með 24 mörkum gegn 17. Austur-Þjóðverjar eru eina liðið sem ekki hefur tapað leik í keppninni og eru af flestum álitnir vera með besta og skemmti- legasta lið keppninnar. Þeir eiga að vísu eftir að mæta „sovéska birninum" og ef sami kraftur verður í honum og gegn ís- lendingum mega jafnvel Austur-Þjóðverj- arnir vara sig. Jensson skoruðu eitt mark hver. Allir leikmenn okkar hafa yfirleitt ef ekki alltaf leikið betur en í íþróttahöllinni í Grá- steini í gærkvöldi. Jæja, verum nú jákvæð. Sovétmenn eru heimsmeistarar og með geysisterkt lið og sérlega hávaxið. Vörn þeirra er sú besía í handboltanum og það er því engin skömm aö tapa fyrir því, þó heldur illa hefði farið í gærkvöldi. íslendingar leika gegn liði Pólverja í kvöld og cr von að betur takist nú til. Pól- verjar töpuöu fyrir B-landsliði Dana og okkar menn eiga að geta haft í fullu tré við þá. Sigur, og tapið gegn Sovétmönn- uni fellur í gleymskunnar dá. Evropukeppni landsliða í knattspyrnu: Þær sjö sterku valdar Heimsmcisturunum sjálfum ítölum mun ekki verða raðað niður meðal sjö sterkustu þjóðanna þegar dregið verður í riðla Evrópukeppni landsliða í febrúar næstkomandi, að því er heimildir innan knattspyrnusambands Evrópu hernta. Dregið verður í sjö riðla og munu sjö sterkustu þjóðirnar, að dómi knattspyrnu- sambands Evrópu, ekki lcnda saman í riðli. Þessar þjóðir hafa þegar verið valdar að sögn heimildarmannsins og var farið eftir riðlaárangri í síðustu Evrópukcppni svo og árangri í undanriðlum heimsmeistarakeppninnar. Þjóðirnar sjö sem forréttindanna njóta eru Danir og Englcndingar sem voru fyrst settar í þennan hóp. Hinar fimm eru Evrópumeistararnir sjálfir Frakkar, Belgíumenn, Hollendingar, PortúgalarogSpánverjar. Þær þjóðir sem vinna sína riðla munu komast í úrslitin sem haldin verða í V- Þýskalandi í júní 1988. Gestgjafarnir Þjóðverjar komast beint í úrslitakeppnina. Saunders sagðiaf sér Ron Saunders framkvæmdastjóri enska 1. deildarliðsins Birmingham sagði af sér í gærdag, aðeins tveimur sólarhringum eftir að lið hans beið ósigur gegn utan- deildarliðinu Altrincham í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Saunders kom til Birmingham frá nágrannaliðinu Aston Villa fyrir fjórum árum en Aston Villa leiddi hann til sigurs í 1. deildinni árið 1981. Uppsögn Saunders kemur ekki á óvart - Birmingham er í næst neðsta sætinu í 1. deildinni og á við mikla fjárhagsörðugleika að stríða. Tíminn 11 Ski-doo Formula MX. Óvenju skemmtilegur alhliða sleði. Þýður, kraftmikill. Verð ca. 315.000. Ski-doo Tundra. Traustur, léttur, lipur, sparneytinn, með löngu belti og farangursgrind. Verð ca. 175.000. Aktiv Panther. Langur, er meiriháttar sleði, e.t.v. það fullkomnasta á markaðnum: 500 cc. Rotax- motor. Beltið 16“, lengd 397 sm, 2 gírar, áfram (hár og lágur) og 1 afturábak. Verð til björgunarsveita 186.000, aðrir 368.000. Með rafstarti Einnig fyrirliggjandi aftansleðar og not- aðir sleðar og mikið af varahlutum. Gísli Jónsson & Co. hf., Sundaborg 41, sími 686644 Ski-doo Skandic 377 R með afturabakgir. Lang- mest seldi sleðinn til björgunarsveita og þeirra sem þurfa að ferðast af öryggi. Traustur, léttur, lipur og sparneytinn. Verð f. björgunarsveitir 128.000, aðrir 268.000. St. Jósefsspítali Landakoti Aðstaða sérfræðings í geislagreiningu við Röntgen- deild St. Jósefsspítala, Landakoti, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar n.k. Viðkomandi þarf að hafa starfsreynslu við „Nuclear Medicine11. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf skal senda til yfirlæknis spítalans. St. Jósefsspítali, Landakoti. Ársstaða aðstoðarlæknis við barnadeild, St. Jósefs- spítala, Landakoti, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júní 1986. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf skal senda til yfir- læknis barnadeildar. St. Jósefsspítali, Landakoti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.