Tíminn - 27.04.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.04.1986, Blaðsíða 7
Sunnudagur 27. apríl 1986 Tíminn 7 A ^Br^^^tramkvæmd á miðviku-degi. Þegar sonur hans, Klaus Otto, kom að heimsækja hann daginn eftir var líðan þess gamla orðin viðunandi. En á föstudegi hafði honum hrakað mikið. Hjúkrunarkona sem sonurinn ræddi við og minnist ekki lengur hvernig leit út, hughreysti hann: „Hafðu ekki áhyggjur, hann hressist við!" En morguninn eftir. þann 13. janúar 1985 var hringt í unga forstjórann frá sjúkrahúsinu: Otto Kirschbaum hafði andast klukkan sex um morguninn vegna bilunar í hjarta og æðakerfi. „Við urðum mjög hissa. cn sætturn okkur viðþaðóumflýjanlega," sagði Klaus Otto. Petrussjúkrahúsið, þar sem ganrli útfararstjórinn lést, heyrirtil St. Antoniusar sjúkrahúsakeðjunni, scm er í eigu kaþólikka. Tæpu ári síðar, eða hinn 8. desember 1985, fékk svo rannsóknarstofa sjúkrahússins óvenjulegt verkefni til athugunar. Sjúkraliðinn Stefan Judick, 23ja ára, sendi félögum sínum á rannsóknastofuna blóðsýni, sem hann bað þá að athuga fyrir sig upp á gamlan kunningsskap. Hann sagði það vcra úr hundinum sínum, sem ekki heilsaðist sem best. Rannsóknarmennirnir gerðu þetta fúslega og niðurstaðan lá fyrir sama dag: „Segið okkur eitt," spurðu þeir. „Lifir seppi karlinn enn? Hann ætti að vera löngu dauður, því það er mikið magn af kalíumklóríði í blóðinu. Engin skepna gæti lifað slíkt af." Þegar Judicke heyrði þetta kom skjálfti í hnén á honum: Blóðsýnið var nefnilega ekki úr hundinum. heldur úr 82ja ára gamalli konu, Mariu Klöpping, sem hafði látist óvænt og skyndilega, þar sem hún lá á gjörgæsludeild. Pað var um þessa konu sem hjúkrunarkonan Michaela Roeder hafði skrifað í skýrslu vaktar sinnar á deildinni þessakaldhæðnisleguathugasemd: . „Gáið að hvort sjúklingurinn liggur ekki kyrr í LH (líkhúsinu). Hún bað sjálf um að verða flutt þangað klukkan 22.18." Maria Klöpping hafði verið lögð inn vegna lærbrots, sem er slæmt áfall fyrir svo aldrað fólk. En banvænt er slíkt ekki nema við bætist nýir sj úkdómar í langri legu, einsog lungnasýkingt.d. En Maria Köpping þurfti ekki lengi að liggja, því hún var rétt komin úr aðgerðinni, þegar hún andaðist. Það sem fyllti Stefan Judick sli'kri skelfingu var hræðilegur grunur sem hann fylltist gagnvart Michaelu Roeder eftir rannsóknina, en Michaela var 27 ára og í miklum metum á vinnustað. í tvo mánuði geymdi Judick þeta með sjálfum sér. En hinn 23. september horfði hann á það ásamt starfsfélögum sínum er systir Roeder gaf sjúklingnum Willi Trepper, sjötugum manni er skorinn hafði verið vegna krabbameins í koki, sprautu. Hún dældi úr sprautunni í slöngu þá sem flutti næringu í æð á gamla manninum. J udioundraðist hvers vegna hún gaf sprautuna, þar eðenginn læknir hafði mælt svo fyrir. Þegar Trepper svo lést rétt á eftir, tók hann starfsfélaga sinn, Lutz Nebel, í trúnað sinn. Margir höfðu nefnilega veitt því athygli að fjöldi dauðsfalla þegar Roeder var á vakt var með ólíkindum. Á reglulegum fundum lækna um dauðsföll á sjúkrahúsinu ræddu menn líka þessi einkennilegu dauðsföll, að sögn yfirlæknisins, Rita-Renate. Einkum kom læknunum það spánskt fyrir sjónir að þeim hefði yfirsést um ásigkomulag sjúklinga sem þeir töldu aðeins haldna algengum og ekki lífshættuiegum krankleika. Systir Michaela var vön að bregðast skjótt við þegar dauðastríð sjúklinganna hófst og aðstoðaði við að allt væri gert þeint til bjargar, meira að segja áður en læknirinn konr á vettvang. Þannig var það með útfararstjórann Otto Kirschbaum og líka Willy Trepper, sem meðhöndlaður var vegna krabbameins í koki. Meðal þeirra sem dóu svo óvænt var líka rennismiður á eftirlaunum, Johannes Schmidt, 67 ára. Hann lést þann 29. október sl. þótt ekki amaði að honum annað en viðbeinsbrot, sem hann hlaut eftir bílslys. Nú er komið á daginn að þessir sjúklingar hlutu afar óeðlilegan dauðdaga og meira að segja fleiri. Sannað er að Trcpper hafði verið gefin eitursprauta, sem Michaela Roeder lagaði úr kænlega samsetlri settri blöndu af blóðþrýstingslyfinu „catapresan" og kalíumklóríði. Blóðþrýstingslyfið hefur þau áhrif, þegar það ergefið í of stórum skammti, að æðarnar þenjast svo mjög út að hjartað nær ekki að dæla blóðinu um líkamann og brátt orsakar þetta heiladauða. Hins vegar veldur kalíumklóríð því að hjartslátturinn veikist og um síðir eru líkur á að hjartað hætti alveg að slá. Gagnsemi þess þegar moröingi notfærir sér það er sú að kalíumklóríð myndast alltaf í líkum og er ekki unnt að greina hvort þaðorsakist af inngjöf eða af eðlilegum sökum. Þess vegna mátti segja að úrskurður rannsóknamanna um eitraða blóðið úr hundinum sannaði lítið, þótt hárréttur væri. Aðeins nýlega hefur það vitnast að hinn 6. desembersl., eftir dauða Maríu Klöpping, gerðu hjúkrunarmcnnirnir Judick og Nebel yfirlækninum Adrian Albu aðvart um grunsemdir sínar. Þeir sögðu honurn líka að þeir hefðu fundið í sorpfötu tóm hylki undan blóðþrýstingslyfinu „catapresan". Dr. Albu tók blóðsýni úr líkinu og fékk það hjúkrunarmönnunum í hendur. Hjúkrunarmennirnir skiptu sýninu í þrennt, settu tvo hluta til geymslu inni í kæliskáp heima hjá sér (sem hugsanlegt sönnunargagn) en létu greina þriðja hlutann sem „hundsblóð". Systir Michaela gat róleg haldið áfram inngjöfum sínum. Þann 7. janúar sendi hún 76 ára gamla hjúkrunarkonu, Anny Joedicke. inn í eilífðina, en hún hafði verið skorin upp við meinsemd í kviðarholi. Daginn eftir, þann 8. janúar, var svo röðin komin að ellilífeyrisþeganum Emil Schulz. Þótt hann væri 95 ára og hefði orðið fyrir því að lærbrotna hafði hann samt verið „glaður og reifur", eins oglögmaðurhansorðaði það. Loks þásádr. Albu sérekki annaðfært en láta yfirlækninn, dr. Ritu Tenate, vita um illar grunsemdir sínar í garð eftirlætishjúkrunarkonunnar þeirra. En ekki batt það enda á fcril þeirrar góðu konu. Yfirlæknirinn hafði slíkar mætur á henni að hún gat ekki hugsað sér að láta hana sæta lögreglurannsókn vegna misskilnings. Því lét hún nægja að ræða við lögmann sjúkrahússins, Eberhard Wels. Hann flýtti sér hins vegar að gera forstöðumanni sjúkrahúsakeðjunnar, Bernhard Stöhr, aðvart. Stöhr varð ekki heldur til þess að kalla til lögregluna, en skipaði fyrir um að málið væri rannsakað innan sjúkrahússins. Yfirlæknirinn kallaði nú Michaelu á eintal og tókst þeirri síðarnefndu að sannfæra htna um að svo stæði á lyfjahylkjunum í ruslafötuni, að þau hefðú verið orðin of gömul. Hún sagði einnig að það hefði verið saltupplausn sem hún dældi í slönguna hjá Willi Trepper og hefði hún ætlað það til aðhreinsa slönguna, Yfirlæknirinn trúði henni. Hjúkrunarkonan taldi sig svo örugga eftir þetta að þan 5. febrúar sprautaði hún 77 ára gamla konu. Mariu Horch, með citrinu og tleygöi hylkjunum í ruslið eins og ekkert væri, líkt og hún fyrr hafði gert. Þar fundust þau strax. Nú var yíirlækninum og Stöhr forstöðumanni alvarlega brugðið og þau leystu systur Michaelu frá störfum um sinn. En áfram vaiðist það fyrir þeirn hvað gera skyldi. Stöhr fór á fund vinar síns, forstöðumanns lögreglunnar í Wuppertal. Sagði Stöhr að mcnn hefðu grun um að „lyfjamisnotkun hcfði átt sér stað á sjúkrahúsinu. Vildi hann vita hvort ckki mætti finna fingraför á lyfjahylkjunum. Það var loks er lögreglumaðurinn gekk fastar á hann aö hann skýrði fullkomlega frá grunsemdunum. Loks nú var morðdeildinni gert aðvart. Michaela, sem orðið hafði að taka sér frí og vissi að lögreglan var komin í spilið, var samt svo viss um ágæti aðferðar sinnar aö húti brá sér á skíði til Brig í Sviss og skildi eftir heimilisfang og símanúmer hjá vinkonu sinni, - „ef brýn þörf krcfði". Saksóknarinn í Wuppertal og yfirmaður morðdeildarinnar. Karl Hermann Majorowsky, sáu nú aö þeir urðu að beita kænsku. Þcir fengu staðfest að engar rannsóknir voru fyrir hendi um það hvernig kalíumklóríð myndast í blóði á líki. Fyrir vikið yrði ekki fullyrt um hvort vera þess þar stafaði af eðlilegum orsökum eða ekki. (Nú cr samt fundin sérstök aðferð til að rannsaka þetta). En það tók skamman tíma að finna blóðþrýstingslyíið „clonidin" í líkunum. Johannes Schmitz, sá sem lent hafði í bílslysinu og brotnað höfðu í rifbeinin, var krufinn. Fyrst ogfremst til þess að vita hvort aðrarmeinsemdirhefðu hrjáð hann. Svo reyndist auðvitað ekki. En þá var prófað fyrir „clonidini" og reyndist þaö til staðar í ríkum mæli. Meðan lögreglan kynnti sér verkun blóðþrýstingslyfja þjálfaði Michaela Roedcr sig áfram á skíðum í Brig. Vitni hafa borið að hún hafi leikið á alsoddi. Hún kom í heimsókn á lögreglustöðina strax eftir heimkomuna og spurði hvað málinu liði. Þegar lögrcglan sótti hana heim í snotra íbúð hennar og lagði fyrir hana sönnunargögnin dæsti hún aðeins: „Ég hélt að þiö rnunduð aldrei sjá við mér,“ sagði hún. Hún viðurkenndi luslega að hafa stytt sex manneskjum aldur með inngjöfum sínum. Hún kvaðst hafa viljað binda enda á þjáningar þeirra. En vegna þcss hve dauðsföllum hafði fjölgað ótrúlega á deild hcnnar. álítur lögreglan að hún hafi myrt miklu fleiri. Af þeim 29sem létust þar 1985, sáluðust 23 meðan Michaela vará vakt. Ýmsa hefurgrunaö að hún hafi gcrt þetta til þess að létta sér vinnuna. En gegn því mælir það að bæði starfsfélagar og læknar votta að starfið hafi verið líf og yndi Michaclu. Hún tók glöð aukavaktir, fór á fjölda endurmenntunarnámskciða og kcnndi við hjúkrunarskólann. Hún hafði svo örugga yfirsýn yfir allt á sjúkrahúsinu að yfirlæknarnir reiddu sig fullkomlega á hana. í tárhreinni og fallegrr íbúð hcnnar rákust lögreglumcnnirnir á ritsafn uppáhaldsrithöfundar hennar, Hans Konsalik og einnig lærð fræðirit læknisfræðiprófessorsins Júlíusar Hackcntals. Lögum samkvæmt vcrða fleiri ákærðir cn Michaela. Þau Stöhr forstöðumaður, Adrian Albu, yfirlæknir og Rita Renate Hesselnberg verða líka ákærð fyrii kæruleysi, eftir að grunsemdir höfðu kviknað. Rita Rcnate cr a< auki grunuð um að hafa verið í meira en starfssysturlegum kærleikum við hjúkrunarkonuna. Hún þverneitar þó þeir.i áburði. Hún var yndi og eftirlæti starfsfélaga og lækna. Myndin er tekin meðanalltvar enn ígóðugengiog engan grunaði neitt. Á leið úr réttarsalnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.