Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.05.1986, Blaðsíða 3
Miövikudagur 21. maí 1986 Tíminn 3 Sætúnið lokað í allt sumar Timamynd-S verrir. Nú eru hafnar framkvæmdir við að endurbæta holræsakerfi Reykjavíkur. Fyrir neðan Sætúnið á að byggja dælustöð og síðan að leggja ræsi frá henni allt að Laug- arnesræsinu. Síðan er stefnt að því að framlengja það ræsi á haf út. Þetta er einn áfanginn í því að hreinsa fjörurnar í kringum Reykjavík. Sætúninu hefur verið lokað vegna þessa og mun engin umferð vera leyfð um það í allt sumar. Svæðið sem nú hefur verið afgirt verður athafnasvæði framkvæmd- anna. Malbikið á götunni verður ekki rifið 'upp, því allar fram- kvæmdirnar fara fram við fjöru- borðið. Stofnmæling botnfiska viö Island: Nýliðun með besta móti Útreikningar úr „stofnmælingu botnfiska á íslandsmiðum“, sem Hafrannsóknarstofnunin stóð fyrir í mars sl. liggja nú fyrir í aðalatriðum. Helstu niðurstöður varðandi þyngd, kynþroska og nýliðun hafa verið greindar og eru þessar helstar. Meðalþyngd einstakra aldurs- flokka á svæðinu fyrir norðan og austan land er talsvert meiri en fyrir ári og er um 20% þyngdar- aukningu að ræða hjá 2ja til 6 ára fiski, og um 40% aukningu hjá 7 til 9 ára fiski. Fyrir sunnan ogsuðvestan landið er um óverulega þyngdar- aukningu að ræða og samdrátt í þyngd 7 til 9 ára fisks. Kynþroskahlutfall þorsks á suður- svæðum hefur aukist hjá öllum aldursflokkum, einkum 5 til 7 ára þorsks, en á norðursvæðum hefur hlutfall kynþroska fisks í stofninum staðið í stað eða minnkað lítillega hjá yngri kynslóðum en hlutfallið hefur aukist hjá 7 til 9 ára fiski. Nýliðun eins til fjögurra ára þorsks virðist með betra móti. Ár- gangurinn 1985 virðist í meðallagi og árgangurinn 1984 f góðu meðal- lagi. I greinargerð Hafrannsóknar- stofnunarinnar er þó hafður sá fyrirvari á þessu, að hér sé um vísbendingar að ræða, sem þurfa frekari staðfestingar við á næstu árum. Árgangur 1983 er talinn sterkur með um 300 milljónir einstaklinga. Árgangurinn 1982 er hins vegar talinn vera einn sá lélegasti sem komið hefur í þrjátíu ár, og telur ekki nema um 100 milljónir einstak- linga. 1 rannsóknarverkefninu „stofn- mælingar botnfiska" voru leigðir 5 togarar, auk þess sem rannsóknar- skipið Bjarni Sæmundsson var f leiðangri til rannsókna á þorskung- viði fyrir norðan og austan land. Togararnir tóku alls 587 togstöðvar og var aflinn 290 tonn þar af 93 tonn af þorski, 120 tonn karfi, 34 tonn af ýsu. Samtais voru lengdarmældir 39 þúsund fiskar, átta tegundir voru kyngreindar og safnað var kvörnum til aldursgreiningar af 9 tegundum, samtals 10.400 kvarnir. Hitastig sjávar var mælt við botn og við yfirborð. -BG Póllinn tvítugur: STOFNA NÝTT FYRIRTÆKI - í framleiöslu rafeindabúnaöar Póllinn hf á ísafirði varð tvítugur fyrir skömnui, en fyrirtækið hefur einkum getið sér orðstír á undán- förnum árum fyrir rafeindabúnað sem fyrirtækið framleiðir fyrir sjá- varútveg. Á tvítugsafmælinu var fyrirtækinu skipt í tvennt og nýtt fyrirtæki stofnað um rafeindadcild þess. Nýja fyrirtækið heitir Póls hf.. en ýmis konar rafeindaþjónusta og raftækjavcrslun vcrður áfram rekin undir nafninu Póllinn hf. Framleiðslufyrirtækið Póls hf.. sem er í eigu Pólsins og hluthafa, sem jafnframt eru eigendur Pólsins, mun nú leita eftir hlutafjáraukningu og einbeita sér að framlciðslu til útflutnings og vöruþróun. Fram- kvæmdastjóri hiníj nýja fyrirtækis er Ásgeir Erling Gunnarsson og sagði hann í samtali við Tímann að megin markmiðiö með félaginu væri að skapa öflugra útflutningsfyrirtæki. sem héldi áfram á þeim grundvelli sem Póllinn hf., var búinn að leggja varðandi vörúþróun og framleiðslu. Aðspurður um ástæður fyrir því að farið var út í stofnun þessa nýja fyrirtækis og hlutafjársöfnun í tengslum við hana, sagði Ásgeir að það hafi verið Ijóst að til þess að takast á við útflutningsverkefnin af Sunnlenskir hestamenn: Liðka hestana fyrir sumarið Sunnlenskir hestamenn eru farnir að liðka hesta sína fyrir mótin í sumar og fyrir skömmu komu 170 sunnlenskir hcstamenn saman í Félagslundi í Gaulverja- bæjarhreppi en Sunnlendingar hafa það fyrir sið að koma saman á vorin í félagsheimilum hvers héraðs. Aldursforseti hópsins er Þorlákur í Eyjarhólum, sem sést hér á myndinni, og hann sagðist ekki ætla að láta sig vanta á landsmótið á Hellu í sumar. Tímamynd: stjas. fullu afli hafi framleiðsludeild Póls- ins ekki verið nægjanlega öflug, og nýtt fé þurft að korna til. Ásgeir sagði að leitað hafi verið til valinna aðila um hlutafjáraukninguna, en stefnt væri að því að hlutafé hins nýja télags yrði um 30 milljónir. Núvcrandi eigendur Póls hf munu ekki gera það að skilyrði í hlutafjár- aukningunni að þeir cigi meirihluta í félaginu, ef það yrði til þess að hlutaléð safnaðist og staða fyrir- tækisins styrktist. Höfuð markaður fyrir fram- leiðsluvörur Póls er Noregur, og er samkcppnin hörðust viö Marcl ann- að íslenskt fyrirtæki sem framleiðir rafeiridabúnað fyrir sjávarútveg. -BG Ungurmaður lést í knatt- spyrnuleik Dánarorsök enn óljós Tuttugu og tveggja ára maður Þór Ragnarsson, lést eftir að hann hafði fengið fótbolta í bring- una á sparkvclli fyrir framan Fellaskóla í Breiðholti seint á sunnudagskvöldið. Ekki er enn vitað um dánarorsök og niður- stöður réttarkrufningar er ekki að vænta fyrr en að tveimur vikum liðnum. Þór var í fótbolta ásamt nokkr- um kunningjum sínum þegar knettinum var sparkað frá mark- inu og lenti liann á bringu Þórs sem stóð í um fjögurra metra fjarlægð frá markinu. Eftir það riðaði Þór, kvartaði undan þvf að hann ætti erfitt með andardrátt og féll síðan. Kunningjar hans hringdu á sjúkrabíl en Þór rcynd- ist látinn þegar komið var með hann á sjúkrahús. -gse. Sigrun Magnusdottir. Álfreð Þorsteinsson. Þruöur Helgadottir. Hallur Magnusson. nemi Margeir Danielsson. Sveinn Gretar Jonsson. Helgi S. Guömundsson. Siguröur Ingolfsson. kaupmaöur forstjori iönverkakona framkvæmdastjori verslunarmaöur markaösfulltrui deildarfulltrui HVERSVEGNA FRAMSÓKNARFLOKKINN? Guörun Einarsdottir. kennari • Framsóknarflokkurinn vill efla heimilishjálp, en hlutverk hennar verði jafnframt að rjúfa einangrun aldraðra og auka öryggi þeirra. • Framsóknarflokkurinn vill efla fyrirtæki til nýsköpunar og uppbygg- ingar á starfsemi sinni • Framsóknarflokkurinn vill auka og bæta upplýsingastreymi milli heimila og skóla Dr. Þor Jakobsson. veöurfræöingur ÞAU SKIPA IO EFSTU SÆTIN Á B LISTANUM í REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.