Tíminn - 03.06.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.06.1986, Blaðsíða 20
 SOVÉTMENN skoruöu sex sinnum [ fyrsta leik sínum í HM í knattspyrnu i Mexíkó í gærkvöldi. Það voru Ungverjar sem fengu að finna fyrir klóm rússnesk'a bjarnarins. Argent- ínumenn unnu S-Kóreu létt 3-1 og skoraði Valdano tvö af mörkum þeirra í leiknum. Maradona lagði öll þrjú upp. Pólland og Mar- okkó gerðu síðan markalaust jafntefli. Þrtðjudagur 3. júní 1986 Freyr Ófeigsson á Akureyri: „Adalatriðið var að ná völdum" Úrslitin eru auðvitað áfall fyrir okkur og neyðarlegt að það skilja ekki nema örfá atkvæði á milli okkar 3. manns og 3. alþvðuflokksmanns- ins sem fór inn. Eg tel að margir samverkandi þættir hafi orðið til þess að svona fór þó kannski fyrst og fremst óréttlát gagnrýni andstæðinga okkar varðandi atvinnuástandið í bænum, sem þeir vildu kenna meiri- hluta bæjarstjórnar um. En þetta mótlæti hlýtur að stappa í okkur stálinu og þjappa okkur sarnan," sagði Úlfhildur Rögnvaldsdóttir bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri. En flokkurinn missti þar I bæjarfulltrúa. Varðandi nýjan meirihluta sagði Úlfhildur að sér fyndist eðlilegt að sigurvegararnir - Alþýðuflokkurinn - hefðu frumkvæðið í því máli. Henni heyrðist liggja í loftinu að þeir mundu fara í samstarf með sjálfstæðismönnum. En hverju þakka sigurvegararnir? „Við þökkum fyrst og fremst kjós- endum þennan góða árangur.Það tókst mjög góð vinna hjá okkur innbyrðis í flokknum og mikil sam- staða um listann og við virðumst hafa náð til fólksins með okkar málflutningi," sagði Freyr Ófeigs- son, efsti maður á lista Alþýðu- flokksins á Akureyri. Áhersluatriðið hjá flokknum sagði hann fyrst og fremst hafa verið „að ná völdum". Önnur áhersluatriði hafi verið af- skaplega lík hjá öllum flokkum. „Við skárum okkur í sjálfu sér ekkert úr í sambandi við bæjarmál- in,“ sagði Freyr. Fyrirhugaður var fundur hjá flokksmönnum í gærkvöldi þar sem Freyr sagði þá taka afstöðu til hvort þeir reyndu meirihlutamyndun með Sjálfstæðisflokknum, eða hins vegar Framsókn og Alþýðubandalagi. „Við eigum um þá tvo möguleika að velja.“ -HEI Reikningar Granda lagðir fram í dag Á fundi borgarráðs í dag, þeim fyrsta eftir kosningarnar verða hinir umræddu reikningar Granda hf. lagði fram og skýrðir af fram- kvæmdastjóranum, Brynjólfi Bjarna- syni. Eins og menn muna óskaði Kristj- án Benediktsson eftir því s.l. þriðju- dag að fá reikningana í hendur. Honum var synjað um það, en því lýst yfir af borgarstjóra, Davíð Oddssyni að reikningarnir yrðu lagð- ir fram á fyrsta borgarráðsfundi eftir kosningar. KALLAÐ Á KJÓSENDUR: „Ein mínúta eftir af kjörfundi“ kallar Bergsteinn Árnason fyrir framan Austurbæjarskólann í Reykjavík á laugardagskvöldið. Samt varð kjörsókn í borgarstjómarkosningunum heldur minni en oftast áður. (Tímam.vnd-Sverrir) Eldsvoði á Ketilsstöðum á Héraði: 24 skepnur brunnu inni Slökkviliðinu tókst að hindra að eldurinn breiddist út Mikið tjón varð er eldur kom upp í fjósi við bæinn Ketilsstaði á Héraði aðfaranótt síðastliðins laugardags. Fjósið brann til kaldra kola og 17 kýr og 7 geldneyti brunnu inni. Fólk á bæ hinum megin við fljótið varð vart við reyk á Ketils- stöðum og lét slökkviliðið á Egils- stöðum vita. Þegar það kom á staðinn var fjósið orðið alelda og skepnurnar dauðar. Slökkviliðinu tókst að varna því að eldurinn bærist í hlöðu sem var samtengd fjósinu og björguðu átta kálfum sem þar voru. Fólk var aldrei í hættu þar sem íbúðarhúsið á bæn- um er í um 60 metra fjarlægð frá fjósinu. Þakið á fjósinu féll niður og eftir standa tóftir einar. Fjósið og gripirnir voru tryggðir að hluta. Eldsupptök eru enn óljós, en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagni. -gse Starfsemi Rafafls og Stálafls lögö niður: Búa sig undir verkefnaleysi Stjórn Framleiðslusamvinnufé- lags iðnaðarmanna hefur samþykkt að leggja tímabundið niður starf- semi Rafafls og Stálafls vegna verk- efnaskorts. Þessi fyrirtæki hafa sér- hæft sig í stærri verkefnum og hafa aðallega unnið að verkefnum við virkjanir á hálendinu. Eins og kunn- ugt er hefur verið mikill samdráttur á þessu sviði og ekki búist við að úr rætist fyrr en framkvæmdir við Blönduvirkjun hefjast. Sökum þessa ákvað stjórn Fram- leiðslusamvinnufélags iðnaðar- manna að leggja starfsemi fyrirtækj- anna niður en félagið er eigandi þeirra ásamt nokkrum öðrum fyrir- tækjum. Stefnt er að því að hraða samdrættinum og hafa þeir rafvirkj- ar er unnu á vegum Rafafls í þéttbýli þegar tekið yfir starfsemi þess þar. Stjórnir fyrirtækjanna eiga nú í viðræðum við erlenda aðila um verk- efni. Einnig stendur til að Rafafl bjóði í raflagnir í Kísilmálmverk- smiðjunni á Reyðarfirði þegar á- kvörðun verður tekin um að reisa hana. Að sögn Sigurðar Magnússonar, stjórnarformanns Rafafls og Stálafls, eru fyrirtækin það stöndug að þau ættu að þola verkefnaleysi í tvö ár án þess að þurfa að selja fasteignir sínar. Hjá Rafafli vinna nú um 20 manns en ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort þeim verði sagt upp. Tvöfaldur bílaþjófur á ferð á Akureyri: Stal tveimur bílum og ók þeim báðum útaf Var gripinn í Skagafirði og látinn sofa úr sér á lögreglustöðinni Ungum manni sem staddur var á Akureyri á sunnudagskvöldið lá reiðinnar býsn á því að komst til Skagafjarðar og lét bílleysi sitt ekki aftra sér enda orðinn hreifur af víndrykkju. Hann tók Opel- bifreið traustataki og ók henni sem leið lá útúr bænum. En sökum ástands síns komst hann ekki lengra á henni en að Moldhaugum þar sem hann lenti útí móa. Opel- inn gereyðilagðist en ökumaðurinn slapp með skrekkinn. Ekki fékk þetta hann til að hætta við ferð sína heldur brá hann sér á næsta bæ og fékk sér þar nýjan bíl. Honum ók hann síðan útaf á Öxnadalsheiði, en bíllinn sem var af Subarugerð skemmdist mikið þó hann hafi farið betur en Opelinn. Þar sem engir bílar voru í nágrenni staðar- ins sem Subaruinn fór útaf varð maðurinn að sætta sig við að fara á puttanum til Skagafjarðar. Þegar þangað kom tók lögreglan á móti honum og færði hann í fanga- geymslurnar svo hann gæti sofið úr sér. Er maðurinn vaknaði aftur til lífsins gekkst hann við öllu en gat ómögulega skýrt hvers vegna hon- um lá svo á til Skagafjarðar. -gse -gse

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.