Tíminn - 13.07.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.07.1986, Blaðsíða 9
Sunnudagur 13. júlí 1986 LENNART NILSSON Tíminn 9 Fruma springur í frumeindir sínar þar sem veirur hafa fjölgaö sér óskaplega á skömmum tíma og með því breiðist sjúkdómurinn út. Þegar smæstu einingar líkamans gefast upp í baráttu þeirra við sýkinguna þrýstir Lennart Nilsson á myndatökugikkinn. Myndir Nilssons af frumum og smáum líffærum eru heimsfrægar en hann hefur einnig myndað hvítabirni, veiðimenn, kóngafólkog Hjálpræðis- herinn. Lennart Nilsson: HUUÐSHHMUR FRUMANNfl Margur veltir því'Iítið fyrir sér hvaða afleiðingar það geti haft að þrífa sig ekki fyrir borðhald eða eftir snyrtingu. Fæstir kippa sér upp við það, þó gleymist að bursta óhreinindi og matarleifar af tönnunum áður en gengið er til náða. Þó að menn viti, að með því að heilsa mönnum með handabandi, berist sýklar og veirur á milli, hugsa þeir ekki um þvílíkt, heldur láta athöfnina ganga fyrir í kurteisisskyni. Lennart Nilsson, ljósmyndari, sem hefur tileinkað rannsóknum og vísindum ævi sína, lítur öðrum augum á athafnir mannanna. Hann hefur um langan tíma fylgst með stríði mannslíkamans gegn ýmisskonar sjúkdómum og kvillum í gegnum ljósop. Hann myndar blóðugar orrustur blóðkorna og sýkla, fruma og veira og á ljósmyndum hans má sjá í mikilli stækkun blóði drifinn vígvöllinn, t.d. tungu stórreykingamanns eða frumudauða manns með kvef. Hér birtist viðtal og frásögn af stríðsfréttamanni líkamans. A Mt »LLT ER Á rúi og stúi í litlu vinnuherberginu á Karol- ínska Institutet í Stokkhólmi sem hýsir rannsóknarstofu Lennarts Nilssons. Skýrslur, ljósmyndir, tæki og vélar, símar, minnismiðar. Veggir og gólf eru þakin hjálpargögnum rannsókn- armannsins. Inn af þessu her- bcrgi er önnur stofa, þar sem cr talsvert þrifalegra. Þar bíður Lennart Nilsson, sem hefur get- ið sér frægðar af ljósmyndun líffæra og smárra einda líkam- ans, komu blaðamanns. Nilsson gefur sér vart tíma til að líta upp úr smásjánni þcgar ég geng inn í stofuna, en bendir mér að koma og skoöa þegar hann ljósmyndar lifandi vef. Pessa japönsku rafeindasmásjá tók þrjú ár að fullgera og hún er sú fyrsta sinnar tegundar sem var smíðuð. Hún getur stækkað mynd veiru 300.000 sinnum og með henni má greina línu eða rák, sem er einn milljónasti úr millimetra að vídd. Nilsson breytir stækkun smásjárinnar úr 100.000 í 300.000 sinnum stækkunina. Hann bendir á frumur og AIDS veirur á skjánum. Smásjáin hef- ur tvo sjónvarpsskerma, annar er til að skerpa og rannsaka myndina, en hinn er tengdur Hasselblad myndavél. Mynda- taka sem þessi tekur langan tíma og sífellt þarf að skipta um rannsóknarefni, þarsem lífrænir vefirnir tolla mjög skammt við, þegar þeim hefur verið kippt úr eðlilegu umhverfi og komiöfyrir í tækjum Nilssons. „En stundum gef ég mér eng- an tíma til að rannsaka og setja upp myndefnið. Ef ég rckst á eitthvað sem vekur athygli mína læt ég slag standa og tck myndir í gríð og erg. Það er eins og með hverja aðra ljósmyndun, - það er eins gott að mynda myndefnið á meðan það er til staðar!“ Nilsson hóf Ijósmyndastarf sitt 15 ára gamall og tók þá myndir af frægu fólki sem var á ferð um Stokkhólm. Hann eign- aðist fyrstu myndavélina sína 11 ára gamall: „Pabbi gaf mér mjög dýra myndavél. Hún kostaði tvær krónur. Hann kenndi mér að framkalla filmur og hvernig Mýfluga í loöinni eyöimörk mannshúðarinnar nærist á blóði sjálfboðaliða. Mýflugan lifði ekki af myndatökuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.