Tíminn - 08.08.1986, Page 16

Tíminn - 08.08.1986, Page 16
Þormóður Einarsson lýsti leik Þróttar og KA í 2. deildar- keppninni í knattspyrnu í gær- kvöldi norður í gegnum síma. Þrátt fyrir snjalla lýsingu Þormóðs tapaði KA leiknum óvænt með fimm mörkum gegn engu. Sjá nánar á íþróttasíðu Tímans í dag. Akureyri 24838 Aðgerðahópur þjóða við N-Atlantshaf gegn kjarnorkuúrgangslosun í undirbúningi Kjamorkumengun vofir yfir Norður-Atlantshafi Stærsta endurvinnslustöð á plútoníum í heimi fyrirhuguð sést það hafsvæði sem í hættu væri yröi kjarnorkuslys í Skotlandi, og örin bendir á svæðið þar sem kjarnorkuverið í Dounreay er og Pentlandflóa. á Skotlandi Frá David Keys, fréttaritara Tímans í London: Hópar kjarnorkuandstæðinga munu hittast á íslandi í næsta mán- uði. Er hér um lið í aðgerðum að ræða sem miða að því að þjóðir við Norður Atlantshaf myndi með sér bandalag gegn losun Bretlands á geislavirkum úrgangsefnum úti fyrir norðurströnd Skotlands. Tíminn hefur heimildir fyrir því að kjarnorkuandstæðingar frá Nor- egi, Orkneyjum og Hjaltlandseyjum hafi ákveðið að hittast í Reykjavík um miðjan septembermánuð og að íslenskir umhverfisverndarmenn vonist til að geta sett á fót íslenskan aðgerðahóp fyrir 19. september. Þegar hafa verið stofnaðir hópar sem berjast gegn losun breskra yfir- valda á kjarnorkuúrgangi í sjó frá kjarnorkuverinu og endurvinnslu- stöðinni í Dounreay í Norður Skot- landi. Hópar hafa verið myndaðir í Noregi, Orkneyjum, Hjaltlandseyj- um sem og í Skotlandi sjálfu. Þá er stefnt að stofnun aðgerða- hóps í Færeyjum um miðjan þennan mánuð. Athuganir Tímans í Bret- landi hafa leitt í ljós hverjir eru hugsanlega helstu hættuþættir sem eru samfara kjarnorkuverinu í Dounreay. f fyrsta lagi er geislavirku úrgangs- efni í fljótandi formi sleppt út í Pentlandflóa, en hann skilur Orkneyjar frá Skotlandi. í öðru lagi draga veiðarfæri báta og skipa í sig geislavirk efni og opinber skýrsla um geislavirkni í strandsjó með Bret- landsströndum segir að af þessu leiði að sjómenn verði fyrir geisla- virkni, „aðallega frá Beta-ögnum sem hefur fyrst og fremst áhrif á hendur og upphandleggi“. í þriðja lagi er alltaf fyrir hendi hættan á meiri háttar kjarnorkuslysi við Dounreay-kjarnorkuverið,sem líkst gæti stórslysinu í Chernobyl. Slíkt gæti eytt lífi í stórum hluta Norður- Atlantshafs, og hefur það ýtt undir starfsemi þeirra hópa sem beina spjótum sínum að Dounreay-kjarn- orkuverinu. Árið 1984, en síðustu tölur sem liggja fyrir eru frá því ári, urðu 194 kjarnorkuslys við Donreay-kjarn- orkuverið og voru átta þeirra opin- berlega skilgreind sem „alvarleg“ eða „meiriháttar". Og á átta ára tímabilinu frá 1977 til 1984, áttu 1262 slys sér stað, sem opinberlega voru kölluð „atvik“ og var 41 þeirra skilgreint sem „alvarlegt“ eða „meiriháttar11. Síðastliðið haust op- , inberuðu verkamenn við kjarn- orkuverið að 25 kíló af plútóníum hefðu týnst í „kerfinu" í kjarn- orkuverinu, og af því hefði leitt að upp hafi safnast kljúfanlegt efni, í því magni að nálgaðist hættumörk. í fjórða lagi er stöðug hætta á að meiriháttar kjarnorkuslys eigi sér, stað á hafi úti. Tíminn hefur fregnað að mjög geislavirkt fljótandi plútón- íumnítrat sé flutt með 2400 tonna skipum frá höfninni í Scrabster ná- lægt Dounraey til kjarnorkuversins og endurvinnslustöðvarinnar í Sellafield í Norðvestur-Englandi. Á milli þessara staða liggur hættuleg siglingaleið, sérstaklega svæði sem kallað er Minches, en þar hafa 18 skip lent í vandræðum á undanförn- um fjórum árum og þurft á hjálp strandgæslunnar að halda. Á döfinni eru ráðagerðir um að stækka endurvinnslustöðina við Do- unraey frá núverandi endurvinnslu- getu sem er 5 tonn af plútóníum á ári upp í 80 tonna framleiðslugetu af plútóníum á ári á næsta áratug. Þar með yrði Dounraey stærsta endur- vinnslustöð á plútóníum í heimin- um. Mótmælendur staðhæfa að magn geislavirks úrgangs sem sleppt er í Atlantshafið, og hættan á meirihátt- ar kjarnorkuslysi, muni aukast í réttu hlutfalli við framleiðslu- aukningu, það er 16-falt. Það er einnig fullvíst að hafstraumar eru nægilega sterkir til að bera geisla- virka mengun um allt Norður- Atlantshaf og danskar rannsóknir hafa sýnt að geislavirk mengun frá Sellafield í Englandi hefur borist alla leið til Grænlands. phh

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.