Tíminn - 23.09.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.09.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn HIÍÍrÚTLÖND Þriðjudagur 23. september 1986 FRÉTTAYFIRLIT STOKKHÓLMUR - Al- vopnunarráðstefnunni í Stokk- hólmi lauk formlega í gær eftir nærri þriggja ára samningavið- ræður. Arangurinn af við- ræðunum liggur í Stokk- hólmsskjalinu ’86, fyrsta samn- ingnum í Evrópu um vopnatak- morkun og vopnaeftirlit síðan í lokheimsstyrjaldarinnarsíðari. BRÚSSEL — Forvígismenn NATO lýstu yfir ánægju sinni með útkomuna af Stokkhólms- ráðstefnunni og sögðu að hið nýja samkomulag myndi gera vestrænum ríkjum kleift að fylgjast með mun fleiri her- æfingum Varsjárbandalags- ríkjanna. PARÍS — Jean-Marie Le Pen leiðtogi þjóðernissinna í Frakklandi gaf ekki þrátt fyrir beiðni ríkisstjórnar landsins eftk í áætlunum sínum um mótmælagöngur til að krefjast harðari aðgeroa gegn hryðju- verkamönnum. TEL AVIV — Vladimir Brodsky, gyðingur og læknir, og stofnandi óformlegs friðar- hóps í Moskvu á sínum tíma, kom til ísraels með fjölskyldu sinni eftir að hafa verið látinn laus úr þrælkunarbúðum í Sovétríkjunum. LUNDÚNIR — Talsmaður suður-afríska þjóðarráðsins (ANC) sagði að viðræður, sem fram fóru í Lundúnum um helg- ina, gætu leitt til fundar milli George Shultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og leið- toga þessarar helstu frelsis- hreyfingar svartra í Suður- Afríku á næstunni. Það yrði fyrst fundur milli þessara aðila. FRANKFÚRT — Dollarinn hækkaði, lækkaði og varð síð- an nokkuð stöðugur á gjaldeyr- ismörkuðum í gær þar sem streita var á milli bandarískra og vestur-evrópskra aðila um hvar ætti að ávaxta verðmæti. EVANDER, Suður-Afríka - Hundruð róttækra svartra námuverkamanna trufluðu minningarathöfn um bá sem, létust í mesta gullnámuslysi Suður-Afríku er banaði 177 mönnum. LUNDÚNIR - Kaffikaup- endur neituðu að samþykkja tillögu frá framleiðendum um að framlengja um eitt ár kvóta þann sem haldið hefur verðinu uppi að undanförnu. Fréttaskýring: Takmarkað samkomulag Þrátt fyrir fögur orö við undirskrift Stokkhólms skjalsins ’86 snýst samkomulagið aðeins um einn auðveldasta og minnsta þátt afvopnunarviðræðna milli austurs og vesturs Samningaviðræður 35 ríkja lauk á ánægjulegan hátt í Stokkhólmi í gær. Nú verður haldið til Hofburghallarinnar í Vínarborg til viðræðna sem gætu átt eftir að reynast snúnari en þær í Stokkhólmi. Ruutcr Þótt blekið hafi varla þornað á Stokkhólmsskjalinu '86, fyrsta meiriháttar vopnasamkomulaginu á þcssum áratug, hafa aðilar beggja vegna járntjalds þegar lýst yfir að samkomulagið sem varna á því að stríð brjótist út af misskilningi í Evrópu sé takmarkað að mörgu leyti. Stjórnarerindrekar frá 35 ríkum, þar á meðal Benedikt Gröndal sendiherra íslands í Stokkhólmi, voru viðstaddir undirskrift hins sögulega samkomulags í gærmorgun en það tekur formlega gildi hinn 1. janúar næstkomandi. En þrátt fyrir mikla gleði og fagrar yfirlýsingar í gær eftir næstum þriggja ára samingaþóf í Stokkhólmi skilur enn mikið á milli í samskiptum NATO og Varsjárbandalagsins. Að auki hafa báðir aðilar gefið í skyn að þeir muni reyna að ná aftur því sem þeir gáfu eftir í Stokkhólmi. Paul Garschignard sendiherra og aðalmaður frönsku sendinefndar- innar varaði við því að búst við of miklu af Stokkhólmsskjalinu ’86 og sagði þær viðræður hafa snúist um auðveldustu hlutina í vopnasamn- ingaþjarkinu þar sem lítið var um pólitíska hagsmuni. Oleg Grinevsky sem var í forsæti sovésku nefndarinnar tók undir orð Garschignards í gær þegar hann sagði að geimvopn, miðdrægar eld- flaugar, kjarnorkuvopnatilraunir og svæðaófriður væri það sem skipti höfuðmáli í samningum milli austurs og vesturs. En hver var þá árangur viðræðn- anna í Stokkhólmi? Jú, ekki lítill í sambandi við að koma í veg fyrir að stríðsátök brjótist út af hreinni slysni í Evrópu. Hin 35 ríki komust að samkomulagi sem í raun gerir allar mikilvægar heræfingar í Evrópu að opnum atburði. Slíkt samkomulag var mögulegt eftir að Sovétríkin féllust á að leyfa vestrænum fulltrúum að vera við- staddir heræfingar sínar, áður höfðu Sovétmenn ekki gefið mikið fyrir þann hlut og álitið slíkt eftirlit aðeins vera dulbúnar njósnir en ekki örygg- isatriði. Fulltrúar þjóðanna 35 halda nú næst til Vínarborgar þar sem Hels- inkisamkomulagið frá árinu 1975 verður meðal annars endurmetið en það kom í gang á sínum tfma heilmiklum samskiptaáætlunum sem Stokkhólmsráðstefnan var aðeins einn hluti af. Aukið öryggi er raunar það eina sem tekist hefur að þróa í viðræðum ríkjanna 35 síðan Madrídarráðstefn- an endaði á beisku nótunum árið 1983. Vestræn ríki hafa gefið í skyn að í Vín ætli þau að einbeita sér að málum sem hingað til hafa ekki verið mikið í sviðsljósinu í viðræðun- um s.s. mannréttindamálum. Ekki er víst að Sovétstjórnin hafi verulegan áhuga á slíku tali og hefur reyndar lýst yfir að hún vilji að Vínarviðræðurnar snúist um upp- hafssamninga í raunverulegri af- vopnun í Evrópu. Varsjárbandalag- ið tók af skarið í slíkum samningum í júní síðastliðnum þegar það lagði til að fækkað yrði í heröflum varnar- bandalaganna tveggja um milljón fyrir árið 1990 Margir Chilebúar geta átt von á hvenær sem er að verða hand- teknir, yfirheyrðir með hjálp pyndinga og jafnvel drepnir án dóms og laga. Þetta fólk kemur úr hinum ýmsu hópum þjóðfé- lagsins s.s. starfsmenn kirkjunn- ar, mannréttindasinnar, fátækt bændafólk og opinberir stjórnar- andstæðingar. Ógnarástandið í ríki Pinochets hershöfðingja hefur farið versn- andi eftir að bera tók á auknum kröfum um lýðræði í kringum árið 1983. Neyðarástandsiög hafa verið við lýði síðan herforingja- stjórnin tók völd árið 1973 og hafa stjórnvöld notfært sér þau í hvívetna til að berja niður allan óróa í landinu. Myndin sýnir ekki óalgenga sjón þegar kröfugöngur fara fram í Chile. Júgóslavía/Ítalía: SÍGAUNASMYGL ENN VID LÝDI Bclgrad-Kcuter Brask með sölu sígaunabarna frá Júgóslavíu til Ítalíu heldur áfram þrátt fyrir tilraunir lögreglu beggja vegna landamæranna til að koma í veg fyrir slíkt. Þetta kom fram í frétt eins helsta dagblaðsins í Júgóslavíu nú í gær. Dagblaðið Vecernje Novosti sagði að þrátt fyrir stranga landa- mæravörslu væri enn haldið áfram að smygla fátækum sígaunabörn- um frá Suður-Júgóslavíu yfir til Ítalíu. Blaðið sagði ítölsku lögregluna nýlega hafa haft hendur í hári tveggja smyglara eftir skothríð við ítalska landamærabæinn Podrice. Mennirnir tveir höfðu í haldi sínu fimm unga sígauna á aldrinum 14 til 18 ára. í marsmánuði síðastliðnum var gefin út handtökuheimild í Mílan á 77 Júgóslava og ítali sem allir voru grunaðir um að þjálfa unga sígauna í vasaþjófnaði, innbrotum og vændi. Yfirvöld landanna tveggja hafa skýrt svo frá að þrátt fyrir harðar refsingar til handa barnasmyglur- um hcfði hundruð sígaunabörnum verið smyglað yfir landamærin til Ítalíu á síðustu árunt. Sovétríkin: Blóðugt laugardagskvöld Moskva-Rcutcr Tveir vopnaðir menn skutu tvo sovéska lögreglumenn, réðust inn í Tupolev-134 flugvél og skutu tvo farþega til bana áður en þeir voru skotnir sjálfir. Það var fréttastofan Tass sem skýrði frá þessu í gær. Atburðurinn átti sér stað síðastlið- ið laugardagskvöld í borginni Ufa sem er um 1150 kílómetra austur af Moskvu. Mennirnir stálu leigubíl og skutu lögreglumenn þá sem ætluðu að stöðva bifreiðina. Þeir keyrðu til flugvallarins í borginni og réðust þar inn í flugvél sem hafði millilent á leið sinni frá Kænugarði til Nizhnevar- tovsk í Vestur-Síberíu. Þar skutu þeir niður tvo farþega áður en þeir voru sjálfir skotnir og endir bundinn á blóðbaðið. Tass sagði lögreglu og örygg- isverði hafa sýnt mikið hugrekki og fagmennsku í árás sinni á þrjótana sem sagðir voru hafa verið eiturlyfj a- neytendur. Ekki var minnst á kröfur þeirra ef nokkrar voru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.