Tíminn - 01.10.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.10.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Titnirm MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjóri: Aðstoðarf réttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Guðmundur Hermannsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík, Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Eins dauði er annars brauð Bandalag jafnaðarmanna er nú gengið í Alþýðuflokkinn og er þar með komið í fjórflokkinn samkvæmt eigin skilgreiningu. F»ar með er lokið stuttri og hávaðasamri sögu stjórnmálaflokks sem boðaði gjörbreytingu á stjórnkerfinu og endaskipti á flokksræði og áhrifamætti flokkanna í stjórnsýslunni. t»rír af fjórum þingmönnum Bandalags jafnaðarmanna munu samsafnast þingflokki Alþýðuflokksins í þingbyrjun. Hver happadráttur þetta er fyrir Jón Baldvin og flokk hans verður reynslan að skera úr uni. Satt best að segja var Bandalag jafnaðarmanna ekki orðið annað en klofinn þingflokkur. Stuðningsmenn eru allir á bak og burt eins og margar skoðanakannanir sanna. Flokkurinn hefur veslast upp og ekki orðinn nema nafnið eitt og þingmennirnir án áhrifa eða stuðnings. Jón Baldvin talar digurbarkalega um sögulegar sættir og mikið fylgi flokks síns í komandi kosningum. Þótt hann hafi dregið nokkra þingmenn án kjörfylgis um borð í fley sitt ætti hann að varast að draga of víðtækar ályktanir af því. En vissulega er hér sögulegur atburður á ferð. Flokksbrot úr Alþýðuflokknum gengur aftur til liðs við hann eftir að áhrifamaður í flokknum hafði klofið sig út úr honum. ítrekaður klofningur Alþýðuflokksins er mikil hörmungar- saga, og hefur flokkurinn ekki borið sitt barr vegna daðurs einstakra forystumanna við kommúnista þegar verst gegndi. Á fjórða áratugnum klauf Héðinn Valdimarsson flokk- inn og gekk til liðs við kommúnista. Með þeim átti hann enga samleið nema skamma hríð. En skaðinn var skeður. Síðar lék Hannibal Valdimarsson svipaðan leik en sá síðar að sér, en Alþýðuflokkurinn lá í sárum. Síðasti klofningurinn varð er Vilmundur Gylfason sem var einn atkvæðamesti þingmaður flokksins, sagði skilið við hann og stofnaði eigin flokk, en gekk engum öðrum á hönd. Það eru því hægari heimatökin fyrir BJ að sameinast Alþýðuflokknum á ný en þeirra hinna sem um stundarsakir rugluðust um í herbúðum andstæðinganna. Bandalag jafnaðarmanna skilur ekki eftir sig djúp spor í stjórnmálasögunni. Flokkurinn var eins og blaðra sem blásin var snöggt út og síðan lak úr henni allur vindur og innantómar umbúðir um loft liggja einar eftir. Pær hefur Jón Baldvin hirt upp af götu sinni og eftir er að sjá hvort nóg loft er í til að þenja blöðruna út á ný. Formaður BJ sagði í útvarpsviðtali eitthvað á þá leið að það væri létt verk að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn vegna þess að hann hefði á síðustu árum sveigt stefnu sína mjög að baráttumálum BJ. Þar á hann við þá áherslubreyt- ingu sem orðið hefur á stefnumörkun Alþýðuflokksins í tíð núverandi formanns. Markaðshyggja og einstaklingsfram- tak skipa þar nú veglegri sess en félagshyggja og samvinna til úrlausnar þjóðþrifamála. Samkomulagið í þingflokknum ætti því að verða gott, hvernig svo sem jafnaðarmenn úti í þjóðfélaginu líta á málin. Um helgina heldur Alþýðuflokkurinn flokksþing og 70 ára afmælishátíð. Þar eru enn boðaðar sögulegar sættir. Þar munu Gylfi Þ. og Hannibal takast í hendur og fyrirgefa hvor öðrum gamlan klofning. Nýdubbaður þingmaður Alþýðuflokksins, Guðmundur Einarsson, mun ávarpa flokkssystkini sín. Þá mun Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sitja krata þingið og ávarpa það. Gæti svo farið að nýrra tíðinda sé að vænta af því segulmagni Alþýðuflokksins sem dregur til sín menn og hugsjónir. Miðvikudagur 1. október 1986 GARRI Bónorði tekið Þá hefur krötuin bæst langþráð- ur liðsauki. Eftir marg ítrekuð bónorð formanns Alþýðuflokksins ákváðu 3 af 4 þingmönnum Banda- lags jafnaðarmanna að gefa frat í allt sem þeir hafa áður sagt og játa bónorði Jóns Baldvins. Til að það væri hægt lýstu þeir Bandalagið dautt en að þeir hefðu stofnað nýjan flokk, Félag frjáls- Ivndra jafnaðarmanna, og undir því merki gengju þeir í sæng með krötum. Stutt saga og skrýtin Bandalag jafnaðarmanna á ekki langa sögu að baki og segja má að eftir fráfall Vilmundar Gylfasonar sem stofnaði flokkinn hafi enginn vitað hvað það ætti að gera, fyrir hverju það berðist né hverju það tilheyrði. Upphaflega var B.J. sagt til- heyra grasrótinni og væri flatt að lögun. Þessi skýring hljómaði ein- kennilega i cyrum kjósenda og fljótlega breyttu þeir þessari lík- ingu og lyftu sér frá jörðu og kölluðu sig regnhh'f. Enn stóð þó við það sama og vesælir kjósend- ur botnuðu ekki neitt í neinu. Þá var gripið til þess ráðs sem fordæmt var i upphafi að hafa skipulag á apparatinu. Kosinn var formaður o.s.frv. eins og tíðkast hjá alvörustjórnmálaflokkum. Ekki tók þá bctra við og fjórð- |JJ GUÐMUNDUR OG STEFÁN. Áframhaidandi þingseta er meira virði en fyrri skoðanir. 2 f§ KOLBRÚN: KRISTÍN: Gerir það sem Stendur ein und- henni er sagí. ir regnhlífínni. ungur af þingflokknum klauf sig út úr og sagði skilið við félaga sína. Þetta var B.J. mikið áfall enda regnhlífin ekki til skiptanna. Nú er hins vegar staðan sú að Kristin Kvaran stendur ein uppi, haldandi á regnhlifinni og fyrirsjáanlegt slagveður framundan. Hvort hún leitar í hús er enn ekki vitað. uppgjöf Uppgjöf þingmanna B.J. þeirra Guðmúndar Einarssonar, Stefáns Benediktssonar og Kolbrúnar Jónsdóttur við málstaðinn kemur engum á óvart. Málflutningur þeirra hefur orðið falskari og falskari með hverri ræðunni sem flutt liefur veriö og hlýtur það t;a.m. að hafa verið hrein ömun að konia fram i út- varpsumræðum með sama staglið aftur og aftur. Eftir að þeir Guðmundur og Stefán gerðu sér Ijóst hve skemmti- legt það er að sitja á Alþingi hafa þeir um það eitt hugsað hvernig þeir geta tryggt áframhaldandi sétu sína þar. Að undanförnu hafa skoðana- kannanir sýnt að fylgi B.J. er ekkert og vonlaust fyrir þá að endurlífga það. Eina ráðið var að yfirgefa hið sökkvandi fley og treysta á annað, i von um þingsæti. Sé hins vegar litið til þeirra stóru orða sem þessir menn hafa látið falla um ijórflokkana, stefnu þeirra og vinnubrögð, hefði verið stór- mannlegra að draga sig til baka úr póiitík í stað þess að sameinast einum þeirra og lýsa því þar með yfir að allar fyrri skoðanir þeirra hafl verið rangar. Auðvitað sjá kjósendur i gegn um þannig vinnubrögð. Staðreynd- in er einfaldlega sú að þessa menn langar aftur á þing og eru tilbúnir að fórna málstað og virðingu fyrir það eitt. Tal þcirra um þreytta þingmenn annarra flokka veröur hlægilegt hér cftir. VÍTTOG BREITT Yfirlitsmynd af Suður-Mjódd, tekin í vor. Nýja Reykjanesbrautin (til hægri) er nú að verða tilbúin til notkunar. Suður-Mjóddin aftur á dagskrá Suður-Mjódd í Breiðholti og samgönguleiðin þaðan til Keflavík- urflugvallar eru aftur komnar á dagskrá. Alfreð Þorsteinsson vara- borgarfulltrúi framsóknarmanna í Reykjavík ritaði grein um þessi efni í DV í gær. Þar rifjar hann upp hugmyndirnar, sent framsóknar- menn voru með í kosningabarátt- unni í vor leið, um sérstakan miðbæjarkjarna í Suður-Mjódd og flugmiðstöð þar, sem jafnframt yrði annar endapunktur sam- gangna til flugstöðvarinnar í Keflavík. Raunar gengur Alfreð nú lengra en í vor, því að hann gerir ráð fyrir lióteli í Suður-Mjódd og rafknúinni einteinungsbraut þaðan og suður- eftir. í kjölfar þess vill hann svo leggja Reykjavíkurflugvöll niður. Það eru vissulega byltingarkenndar hugmyndir, sem margir ntunu þurfa að hrista höfuðið yfir lengi áður en þeir fást til að taka þær alvarlega. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Sannleikurinn er sá að allt byggðajafnvægi, ef nota má það orð, innan Reykjavíkurhefurverið að gjörbreytast. íbúðabyggðin hef- ur verið að færast austur á bóginn. í dag er alls ekki fjarri lagi að halda því fram að þýðingarmesta íbúðar- byggð Reykjavíkur sé komin í austustu hverfin, en gamli bærinn sé að verða úthverfi. Jafnframt þessu hefur annað átt sér stað, sem er að allt suðvestur- hornið er sífellt að verða meir og meir að einu samgöngusvæði. Hverjum halda menn til dæmis að hefði dottið í hug að reisa hótel í Hveragerði eða á Selfossi fyrir útlenda ferðamenn fyrir svo sem tuttugu árum? Þetta er þó gert í dag og þykir ekki tiltökumál. Ást- æðan er sú að núna þykir ekkert mál að aka með útlendinga beint frá Keflavík og austur yfir fjall ef þörf krefur. Annað er líka að gerast einmitt þessa dagana sem kann að koma Suður-Mjóddinni í sviðsljósið. Það er að nú er verið að leggja síðustu hönd á kaflann af Reykjanesbraut- inni sem liggur frá Suður-Mjódd og tengist Keflavtkurveginum ofan við Hafnarfjörð. Það er alls ekki öruggt að menn hafi almennt gert sér grein fyrir því hvað þetta er í rauninni mikil samgöngubót. Það er ekki aðeins að allir hinir fjölmörgu íbúar Breiðholts og nærliggjandi hverfa ' losni við að aka krókaleiðir í gegnum Kópavog til að komast til Hafnarfjarðar og Suðurnesja. Þar er líka að opnast greiðfarin leið fyrir vöruflutninga frá Sundahafn- arsvæðinu og suðureftir. Það kæmi ekki á óvart að einhver sérfræð- ingurinn ætti eftir að reikna út verulega háar fjárhæðir sem þessi vegarspotti sparaði þjóðarbúinu í bensíni og brennsluolíum. Og svo eru það járnbrautirnar. Einteinungar eða ekki er spurning sem ekki skal tekin afstaða til hér. En ýmsir munu minnast þess að þegar orkukreppan stóð sem hæst fyrir svo sem tíu til finrmtán árum var þeirri hugmynd hreyft í fullri alvöru að leggja rafknúna járn- braut um suðvesturhorn landsins. Gott ef ekki var talað um leiðina Selfoss - Reykjavík - Keflavík í því sambandi. Menn gleyma því stundum að í kringum aldamótin síðustu kom það sterklega til greina að leggja járnbrautir um ísland, en síðan varð ofan á að láta bílvegi hafa forgang. En málið er hins vegar að járnbrautir má knýja með inn- lendri orku, meðan orkuna í bílana þarf að flytja inn. Þess vegna er járnbrautardæmið alls ekki út í hött og raunar vel þess virði að á því séu gerðir hagkvæmniútreikn- ingar öðru hverju. í þessum efnum verðum við að vera vel vakandi. Og kannski fer einhvern tíma svo að járnbrautarstöð Reykjavíkur rísi í Suður-Mjódd. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.