Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.12.1986, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. desember 1986 Tíminn 5 Málþóf mistekst: Ferskfiskmati verður hætt um áramótin Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra hafði betur með frumvarp sitt maðurinn að þetta væri gott frum- Þegar íslenskir öldurhúsagestir voru að tínast heim eftir gleðskapinn aðfaranótt laugardags héldu þrír þingmenn, þeir Skúli Alexandersson (Abl.Ve.), Björn Dagbjartsson (S.N.e.) og Karl Steinar Guðnason (A.Rn.) upp einhvers konar málþófi í efri deild Alþingis. Málþófið beindist gegn frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem fól í sér þá meginbreytingu að ferskfiskmat á vegum ríkisins yrði lagt niður. Það merkilega við þetta málþóf var þó sú staðreynd að þau hagsmunasamtök, sem málið varðaði mest, Sjómanna- sambandið, Landssamband ís- lenskra útvegsmanna og sölusamtök í fiskvinnslu, voru öll sammála um að frumvarpið væri til góðs og breyt- ing tímabær. Enda var málflutningur mál- þófsmanna misjafn að gæðum. Karl Steinar Guðnason mælti þar fyrir breytingartillögu alþýðuflokks- manna um að fresta gildistökunni í ár og skoða framkvæmd málsins betur í þar til skipaðri nefnd. Virtist Karl Steinar helst finna málinu til foráttu að verið væri að koma upp „Félagsmálastofnun Framsóknar- flokksins" innan Ríkismats sjávar- afurða. Engu að síður sagði þing- Fjárlagaumræöan: NY LEID TIL FJÁRMÖGNUNAR Páll Pétursson vekur athygli á sérkennilegu heimildarákvæði Sjötta grein fjárlaga felur í sér gamla sjúkrahúsinu. Ríkissjóður ýmis heimildarákvæði, sem ríkis- stjómin getur nýtt sér Við umræðuna vakti Páll Péturs- son (F.N.v.) athygli á einum heim- ildarliðnum, lið 9.11, sem er þannig: „Ríkisstjórninni er heimilt að ábyrgjast með einfaldri ábyrgð lán sem kann að verða tckið á árinu 1987 vegna byggingar sjúkrahúss- ins á ísafirði til búnaðar og tækja- kaupa í þeim tilgangi að flýta fyrir því að legudeild spítalans verði' tekin í notkun og starfsemi hætt í mun endurgreiða lánið á fjárlögum 1988-1990." Páll sagði að svo opin hcimild gæti gefið hættulegt fordæmi, því hér væru í raun engin takmörk sett. Hægt væri að taka svo og svo stért lán og senda síðan ríkissjóði reikninginn. Sagðist Páll jafnvel sjá þarna leið til að byggja höfn á Blönduós. Páll gagnrýndi ekki efnisatriði heimildarinnar, heldur lýsti áhyggjum sínum yfir því fordæmis- gildi sem hún gæti haft. ÞÆÓ “Streitismáliö“: Ríkið fær ekki heimild til að selja eyðibýlið Heimildarákvæði fellt á jöfnum atkvæðum á Alþingi Það má með sanni segja að eyði- býlið Streiti í Breiðdalshreppi er óðum að verða frægasta jörð á íslandi. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 1986 var beitt málþófi undir forystu Hjör- leifs Guttormssonar (Abl.Au.) til að koma í veg fyrir sölu þessa litla eyðibýlis austur á fjörðum. Hafði spurst út að ónefndur Garðbæingur hygðist kaupa jörðina og nytja hana. Þar sem hreppurinn hugðist ekki nýta forkaupsrétt sinn varð uppi fótur og fit til að hindra þessi kaup. Tókst að bægja hættunni frá í það skiptið. Við lá að sami hamagangurinn endurtæki sig við afgreiðslu fjárlaga fyrir 1987 þegar glöggir þingmenn komu auga á ákvæði sem heimilaði ríkisstjórninni að ganga frá sölu á þessu margfræga eyðibýli. Þótti þingmönnum sem væri verið að reyna að plata sig með því að „lauma" inn heimildarákvæði sem leyfði söluna. Talsverð togstreita varð um málið og gekk sá flokkur, sem ekki er hvað kunnastur fyrir umhyggju fyrir mál- efnum landbúnaðarins, Alþýðu- flokkurinn, hvað harðast fram í að hindra að þetta ákvæði yrði að lögum. Byggðu alþýðuflokksmenn sem fleiri afstöðu sína á þeirri megin- forsendu að viðtekin venja væri að sérstök frumvörp væru flutt um sölu ríkisjarða. Að vísu upplýsti Pálmi Jónsson (S.N.v.) að mörg fordæmi væru fyrir slíku heimildarákvæði sem þessu í fjárlögum liðinna ára. Þá kom fram í máli Jóns Kristjánssonar (F.Au.) að hugsanlegt væri að Breiðdals- hreppur nýtti sér forkaupsréttinn að jörðinni. Við lokaafgreiðslu fjárlaganna var beðið um nafnakall um þennan stór- merka liðfjárlaganna. Fórþað þann- ig að heimildarákvæðið var fellt á jöfnum atkvæðum, 27 gegn 27. Al- þýðuflokkur og Kvennalisti stóðu einhuga gegn sölunni en þingmenn annarra flokka skiptust í afstöðu sinni. Lauk þar með öðrum kaflanum í þinglegri sögu eyðibýlisins Streitis í Breiðdalshreppi. Ríkið verður nauðugt að hafa býlið áfram í eigu sinni a.m.k. næsta árið. Bíður nú íslensk alþýða spennt eftir þriðja kapitula þessa merka máls, „Streitismálsins" svonefnda því vart má til annars hugsa en að málið komi aftur á dagskrá háttvirts Alþingis við næstu fjárlagagerð. Á meðan geta svo „háttvirtir kjósend- ur“ velt fyrir sér hvaða forgangsröð sumir þingmenn nota þegar þcir í síbylju tala um „ bráðnauðsynlegu vandamálin“ sem séu látin sitja á hakanum. ÞÆÖ varp og þakkaði sjávarútvegsráð- herra fyrir vel unnin störf varðandi þetta frumvarp sem og í öðrum málum sjávarútvegsins. Gagnrýni annarra þingmanna var á svipuðum nótum. Frumvarpið var síðan samþykkt sem lög og taka þau gildi 1. janúar næst komandi. ÞÆÓ Vökutörn h]á þmgmönnum: Alþingi samþykkir fjárlög fyrir 1987 Það voru þreytulegir alþingis- menn sem sátu og réttu upp hendur við atkvæðagreiðslu um fjárlög fyr- ir 1987. Einn og e,inn ruglaðist endrum og cins og gekk í lið með andstæð- ingunum en slík mistök voru snar- lega leiðrétt af árvökulum liðsfor- ingjum þingflokkanna. Enda vart að undra þótt þing- menn væru ekki alltaf með á nótun- um í atkvæðagreiðslunni sem tók heilarþrjár klukkustundir. Fundað hafði verið um fjárlagafrumvarpið í Sameinuðu þingi langt fram eftir nóttu. Eftir það hófust fundir í deildum þingsins og var fundi lokið klukkan fjögur í neðri deild og klukkan hálf sex í efri deild. Fjárlögin voru síðan afgreidd með 2,8 milljarða króna halla með 38 atkvæðum stjórnarsinna gcgn 8 atkvæðum Alþýðuflokksmanna. Þingmenn Alþýðubandalags og Kvennalista greiddu ekki atkvæði, en slíkt hcfur verið hefð hjá stjómarandstöðunni við afgreiðslu fjárlaga í gegnum tíðina. Nánar verður fjallað um fjárlög- in fyrir 1987 f blaðinu á næstunni. ÞÆÓ „Braskarar verndaðir af Seðlabankanum“ Við þriðju umræðu um fjárlög vék Guðrún Helgadóttir (Abl.Rvk.) að þeim dómi sem Hæstiréttur kvað í okurmálinu svonefnda á föstudag. Gagnrýndi Guðrún harðlega þátt Seðlabankans í þessu máli, en sú staðreynd að Seðlabankinn auglýsti ekki hámarksvexti leiddi til sýknu- dóms í málinu. Þingmaðurinn sagði að það væri með eindæmum að á meðan þing- menn stæðu í því að skipta fáeinum milljónum milli bráðnauðsynlegra verkefna þá lægju braskarar á hundr- uðum milljóna króna og væru svo fundnir saklausir eingöngu vegna þess að Seðlabanka hefði láðst að auglýsa lögleyfða hámarksvexti. Vikli hún að Seðlabankinn og stjórnendur hans væru kallaðir til ábyrgðar fyrir að bregðast skyldu sinni varðandi auglýsingu hámarks- vaxta enda hefði bankamálaráð- herra, Matthías Bjarnason, heimild til að víkja bankastjórum bankans úr starfi fyrir vanrækslu og það bæri að gera í þessu tilfelli. Fátt varð um svör hjá Matthíasi Bjarnasyni, en eini þingmaðurinn í bankaráði Seðlabankans, Davíð Aðalsteinsson brást snarlega við og fór fram á fund í bankaráðinu um málið. Á bankaráðsfundi í Seðlabankan- um í gær var fjallað um dóm hæsta- réttar í okurmálinu svonefnda og þá' gagnrýni sem komið hefur fram að bankinn hafi brugðist skyldu sinni að auglýsa hæstu lögleyfðu vexti frá því 2. áagúst 1984. Bankaráðsmenn vörðust allra frétta í gær og vísuðu til þess að bankinn rnyndi gefa frá sér yfirlýsingu um málið í dag. -ÞÆÓ JÓLABÆKUR DYNGJU Úr lífi verkamanns. Rímur, Ijóð og lausavisur eftir Sigurð Óla Sigurðsson verkamann og sjó- mann frá Vigur við Djúp. I » 1 N N, S 0 C D lt I T M VMSA MEXN OC VIDBDKUI, LYSISU LAKDA OC l’JÓDA. 00 KÁTTCBUMÍAU. GÓÐAR BÆKUR FRÁ DYNGJU Ferskeytlur. Úr safni Jakobínu Johnson skáldkonu í Seattle. Tilvalin gjöf til vina og frœnda í Vesturheimi. Aðalheiöur Tómasdóttir KAt'KAÐ, ÍSU'.SZKAD Od K031AU HEFIIl SIGIRDDR GUXNARSSON. AKUUEYRI 1860. Iðunn. Sögurit um ýmsa menn og viðburði, lýsing landa og þjóða og náttúrunnar. Þetta er Ijósprentuð útgáfa af elstu Iðunni sem kom út 1860 og var kostuð af Sigurði Gunnarssyni presti og alþingis- manni á Hallormsstað og Desjamýri. DRAUMAR OQ ÆÐRI HANDLEIÐSLA Skrásett aI Ingvari Agnarssyrí Draumar og æðri handleiðsla. Ingvar Agnarsson skráir í þessa bók af hógvœrð og vandvirkni frásagnir Aðal- heiðar Tómasdóttur eiginkonu sinnar. . bókaútgáfa, Borgartúni 23,105 Reykjavík, box 5143,125 Reykjavík. S 91-28177,91-36638 og 91-30913 Dyngja,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.