Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.03.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. mars 1987 3 Tíminn Miklar líkur á verkfalli - nýr sáttafundur hefur ekki verið boðaður. Krafa um 45 þúsund króna lágmarkslaun. Verkfall frá miðnætti annað kvöld . ^0 „Verkfall hefst frá og nieð mið- nætti á ntiðvikudag ef ckki semst fyrr og verð að telja litlar líkur á að samkomulag náist fyrir þann tíma. Síðasti sanmingafundur var haldinn á föstudag og það hafðist lítið sem ekkert upp úr honum. Samninga- nefnd ríkisins var falið að boða til næsta fundar en það héfur ekki gerst enn,“ sagði Hildur Einarsdóttir, for- maður samninganefndar og kjara- nefndar háskólamenntaðra hjúkrun- arfræðinga, í samtali við Tímann í gær. Landsbankinn: Hagnaður nam 174 milljónum Matthías Bjarnason viðskiptaráð- herra hefur undirritað ársreikninga Landsbanka íslands fyrir árið 1986. Rekstrarafgangur eftir afskriftir, framlög í sjóði og áætlaða tekju- og eignaskatta nam 174 milljónum króna. Er rekstrarhagnaðurinn 1986 talsvert minni en árið áður þegar hann var 260 milljónir. í frétt frá Landsbankanum kemur frant að minni hagnaður í fyrra stafar fyrst og fremst af minni mismum innláns- og útlánsvaxta og jafnframt af því að rekstrarkostnaður hækkaði meira en gjaldskrárhækkanir bankans. Innlán jukust meira í fyrra en útlán og hefur það komið fram í verulega bættri lausafjárstöðu bankans. Heildarútlán jukust aðeins um 8% í fyrra og námu í árslok 28.126 milljónum króna. Vegna minni útflutningsbirgða t' landinu lækkuðu afurðalán bankans en önn- ur útlán bankans jukust um 24%. Innlán nántu í árslok samtals 16.902 milljónum króna og var heild- araukning innlána 33,5% á árinu. Mest varð aukningin í sparilánunt, einkunt á Kjörbókum og Afmælis- reikningum. Gjaldeyrisinnlán minnkuðu hins vegar nokkuð. Unt helmingur útlána til atvinnu- lífsins kemur frá Landsbankanum og lánar bankinn t.d. 78% af því scm lánað er til olíuverslunar í landinu. Hlutdeild bankans í útlánum til annarra greina er einnig mikil. Þann- ig lánar bankinn 66% af því sem lánað er til sjávarútvegs, 45% af því sem lánað er til landbúnaðar, og 51% a því sem lánað er til iðnaðar. ins mætti skipta í þrjá aðalþætti. { fyrsta lagi ákveðin lágmarkslaun og væri gerð krafa um að þau næmu 45.500 krónum, miðað við 148 námsstig og frá I. desember, í öðru lagi vildu hjúkrunarfræðingar að lciðréttur yrði sá launamunur sem viðgengst á almennum markaði ann- ars vegar og hjá ríkinu hins vegar. í þriðja lagi væri gerð krafa um breyt- ingar á starfsaldurskerfinu. Hildur sagði að launanefnd ríkis- ins hefði litlu svarað öðrum kröfum en um lágmarkslaunin, en þar bæri hins vegar ntikið á milli. „Það skapast alvarlegt ástand hjá ríkisspítölunum og heilsugæslu- stöðvunum, sérstaklcga á hand- lækningadeiid Landspítalans.þó það fari að einhvcrju leyti eftir fjölda sjúklinga á deildum o.s.frv.,“ sagði Hildur þegar hún var spurð hverjar hún teldi hugsanlegar afleiðingar verkfalls, ef til þess kæmi. - phh Barry Wordsworth, Andreas Bach, Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Islands: 19 ára einleikari Á tólftu áskriftartónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í vetur, fimmtudaginn 19. mars, koma tveir ungir og afar efnilegir tónlistarmenn viðsögu. Einleik meðhljómsveitinni leikur Andreas Bach og stjórnandi verður Barry Wordsworth en þeir hafa getið sér afar gott orð að undanfömu. Á efnisskrá sveitarinnar á fimmtudagskvöldið verða fintm verk: Rómeó og Júlía, forleikureftir Tsjaíkofskí, Píanókonsert nr. 1 í C-dúr, op. 15, eftir Ludwig van Beethoven, og loks Tilbrigði um eigið stef, fyrir hljómsveit, Gátutil- brigðin, eftir enska tónskáldið Edward Elgar. Einleikarinn, Andreas Bach, er aðeins 19 ára gamall. Hann er fædd- ur í Þýskalandi og hefur spilað á píanó frá sex ára aldri. Síðan 1980 hefur hann verið nemandi hjá Karl- Heins Kammerling í Hannover. Hann vann í annarri Evróvísjón- keppni ungra hljóðfæraleikara sem haldin var í Genf 1984. Píanótón- leikar sem hann hélt í Múnchen á síðasta ári voru valdir merkasti tón- listarviðburður ársins af dagblaði þar í borg. í vetur fer Andreas Bach fyrstu tónleikaför sína til Bandaríkj- anna og Japans og leikur með ýms- um þýskum hljómsveitum, m.a. Ríkishljómsveitinni í Bæjaralandi, sem Wolfgang Sawallisch stjórnar. Barry Wordsworth hefur aðallega starfað sem hljómsveitarstjóri við Konunglega ballettinn í London og ferðast með honum víða um heim. Árið 1974 varð hann aðalstjórnandi Konunglega ballettsins og 1975 stjórnaði hann fyrst í Covent Garden óperunni. í vetur kemur hann fram með Konunglegu fílharmóníusveit- inni í Liverpool, sinfóníuhljómsveit- inni í Bournmouth, Ulsterhljóm- sveitinni, Konserthljómsveit BBC, Konunglegu fílharmóníusveitinni, hljómsveitinni Fílharmóníu og Lundúna fílharmóníunni. Á tónleikunum á fimmtudags- kvöldið átti upphaflega að frumflytja píanókonsert eftir Áskel Másson með Ástralann Roger Woodward í einleikshlutverkinu. Tónleikunum varð að fresta vegna anna píanó- leikarans heima fyrir, en þeir verða 15. október á hausti komandi. Olvunarakstur ekki minni en fyrir ári I Kópavogi heldur lögreglan uppi afar ströngu eftirliti með ást- andi ökumanna um helgarnætur. Nú um helgina var minna um ölvunarakstur en oft áður. Aðeins tveir voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Samtals frá áramótum hefur 31 ökumaður orðið uppvís að ölvun- arakstri í Kópavogi. Pað eru jafn raargir og á sama tíma fyrir ári. Aðspurð hvort áróðurinn gegn ölv- unarakstri hefði misst marks kvað lögreglan já við. „Hann virðist ekki minnka svo ekki er hægt að segja að áróðurinn hafi borið tilætl- aðan árangur." Ekki eru néin áform um að herða eftirlitið, enda telur lögregl- an það þegar nógu strangt. „Við köllum út tvo aukamenn um hverja helgi til að sinna þessum málum." Pað vita þeir, sent hafa átt leið um Kópavog um helgar, að þar er gaumgæfilega fylgst með öku- mönnum. Samt sem áður hefur enginn árangur náðst gegn ölvun við akstur á undanförnu ári. Þj DRÁTTARVELAKEÐJUR frá Ovako Finnlandi Eigum til á lager eftirtaldar stærðir: 12.4/11-28 13.6/12-28 14.9/13-24 14.9/13-28 16.9/14-28 16.9/14-30 9 mm 9 mm 9 mm 9 mm 11 mm 11 mm Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. 23.181.- 25.974.- 23.842.- 25.273.- 36.747.- 37.282.- settið settið settið settið settið settið Einnig þverbönd og hlekki BUNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMULA3 REVKJAVlK SlMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.