Tíminn - 21.03.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.03.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. mars 1987 Tíminn 3 Helena Albertsdóttir „hershöfðingi í Hulduhernum“: „ Kem heim ef þörf krefur“ „Afar lúaleg framkoma Þorsteins" - „Hulduherinn“ fundar á veitingastað í í austurbænum klukkan 3 á morgun Hclena Albertsdóttir, dóttir iðn- aðarráðherra sem nefnd hefur verið „herforingi í Hulduhernum" íhugar nú að koma til íslands frá Tulsa í Bandaríkjunum vegna atburða nú er tengjast föður hennar. „Ég ætla að sjá hvað skeður um helgina og tala betur við föður minn þegar hann er kominn heim. í fram- haldi af því tek ég ákvörðun um hvort ástæða sé til að ég konti. Ef þörf krefur kem ég heim,“ sagði Helena í samtali við Tímann í gær. Hún lýsti hneykslan sinni á því hvernig Þorsteinn Pálsson hefði staðið að málinu og sagði það bera vott um litla siðferðisvitund for- mannsins að boða til blaðamanna- fundar daginn eftir að Albert færi úr landi. Hún vildi taka fram að sér sýndist framkoma Þorsteins vera afar lúaleg og ætti sér vart fordæmi í íslenskri stjórnmálasögu. „Ég er ekki í vafa um að flokk- smaskínan stendur á bak við þetta, en ég get ekki séð að þeint takist að koma honum af lista,“ sagði Helena. Hún var spurð hvort „Hulduherinn" væri í viðbragðsstöðu. Sagðist hún hafa verið í sambandi við sitt fólk hér heima og að það myndi ráðast um helgina hver viðbrögð þeirra yrðu. Heimildir Tímans segja að á morgun klukkan 3 verði fundur liðsmanna „Hulduhersins", þar sem málin verða rædd. -ES/BI) Hagnaður félagsins 434,2 milljónir kr. Hlutaféð aukið Rekstrarhagnaður Flugleiða á ár- inu 1986 án fjármagnskostnaðar var 349,8 milljónir króna og söluhagnað- ur af eignum varð 156,6 milljónir. Heildar- rekstrarhagnaður var því 434,2 mill- jónir króna og er þetta fjórða árið í röð sem hagnaður er af rekstri félagsins. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mik- ið á árinu, eða úr tæpum 287.000.000 króna árið 1985 í rúmar 801.000.000 króna á árinu 1986. Þrátt fyrir þenn- an rekstrarhagnað síðustu fjögur ár, er enn ekki búið að vinna upp hið mikla tap sem varð á rekstri félagsins árin 1979 - 1982. Tapið þau ár varð samtals 1.819 milljónir króna, en hagnaður síðast liðin fjögur ár er 1.277 milljónir. Enn vantar því um 541 milljón til að vinna tapið upp. Á aðalfundi Flugleiða í gær kom fram tillaga um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa og hljóðaði hún upp á aukningu hlutafjár úr 105 milljónum í 315 milljónir. Telur stjórn félagsins að hlutafé félagsins sé mjög lágt og vegna hinnar miklu verðbólgu sem geisað haft hér á landi um langan aldur, þá hafi hluthafar borðið skarðan hlut frá borði. Nefnir stjórn Flugleiða sem dæmi í 315 milljónir að ef hlutaféð hefði fylgt verðlagi, ætti heildarhlutaféð að vera 540 milljónir króna. í maí á síðast liðnu ári boðaði stjórn Flugleiða til hluthafafundar og var þar samþykkt þreföldun hlutafjár úr 35 milljónum í 105 milljónir. Þetta er því í annað skipti á einu ári sem hlutafé fyrirtækisins er þrefaldað. - SÓL Jón Helgason landbúnaðarráöherra og Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda undirrita nýja fjögurra ára samninginn í gær. Timamvml l’jeiur Landbúnaðarráðherra kynnti nýjan samning um verðábyrgð ríkissjóðs: Ekki frekari samdráttur í landbúnaði til 1992 „Ég tel að þessi samningur sé stærsta einstakt átak sem gert hcfur verið til eflingar byggðar út um land. Með honum er mörkuð sú mikilsverða stefna að ekki komi lil frekari samdráttar á samningstím- anum - frcmur að framleiðslan geti farið upp á við. Ekkert styrkir betur stöðu sveitanna en að sauð- fjárræktin geti haldið áfram að dafna,“ sagði Jón Hclgason, land- búnaðarráðhcrra sem í gær kynnti nýjan samning um magn mjólkur og kindakjöts scm ríkið tryggir fullt verð fyrir næstu 4 vcrðlagsár, cða til haustsins 1992. Ríkið ábyrgist fullt verð fyrir 11 þúsund tonn af kindakjöti á ári þessi fjögur ár og 103 milljónir lítra af mjólk fyrsta áriö og 104 milljónir lítra síðustu þrjú ár samningstím- ans. í samningnum er gengið út frá 9.000 tonna innanlandssölu á ári, þ.e. um 200 tonnum minna en selt var á síðasta verðlagsári. Veröi salan vcrðlagsárið 1990/91 meiri en w 1500 tonn af kindakjöti til Sovétríkjanna? Af ramhald viðræðna um kjötsölu í Moskvu „Ég geri ráð fyrir að fara til Moskvu á þriðjudaginn til að skoða hvort grundvöllur er fyrir því sem nú er búið að vera í gangi á milli okkar og Prodintorg. Það er auð- veldara að komast til botns í tækni- legum atriðum með því að vera á staðnum heldur en með fjarskipta- tækjum á milli landanna," sagði Magnús G. Friðgeirsson fram- kvæmdastjóri Búvörudeildar að- spurður um framgang samninga- þreifinga við Sovétmenn um sölu á ca 1500 tonnum af kjöti. „Ég held að það sé þokkalega góður vilji úr öllum áttum í þessu máli, það er bara spurning um tæknileg atriði, heilbrigðis- og hreinlætisatriði. Magn kjötsinsyrði að öllum líkindum um 1500 tonn. Það gæti orðið ærkjöt eingöngu eða dilkakjöt að litlum hluta með ærkjötinu," sagði Magnús. ABS 9.000 tonn skal verðábyrgð ríkis- sjóðs árið cftir aukast um þriðjung þess scm umfrant er, en þó svo fremi að innanlandssalan hafi ckki veriö undir 27.500 tonnum samtals verðlagsárin 1987/90. Fari innanlandsneysla á mjólk fram úr áætlun búvörusamninga tvö verðlagsár eykst veröábyrgð rtkissjóðs um 2/3 hluta aukningar- innar. Landbúnaðarráðherra kvaðst hafa orðiö var við að vakin hafi veriö viss tortryggni um aö þessurn samningi væri stcfnt gegn frani- lciðendum landbúnaðarafurða, en það væri algert öfugmæli. Þcssi samningur nái til framleiðslu scm cr að verðmæti um 7 milljarðar króna á ári að núvirði. Við samningsgcrðina sagöi Jón cinkum þrjú mcginatriði höfö í liuga: Aö ná jafnvægi á milli frarn- boðs og eftirspurnar mjólkur og sauðfjárafurða og að koma birgða- stöðunni í eðlilegt horf. Að sam- hliða verði nýttir mögulcikar til útrýmingar riðuveiki í landinu og nýtt lögbundið útflutningsbótafé það skipulega, að unnt vcrði að láta fjármuni Framleiðnisjóðs landbúnaðarins eingöngu renna til búháttabreytinga og cflingar nýrra búgreina í landinu. -HEI Jol ' ■ &;:t « r . A'ÚMpA igiá V'* t Lt/ ’l'.'i-í . #*&&& Þ5»í^ífta • SKRIFBORÐ fjölbreytt úrval Efni: Fura - eik - teak - beyki og hvítt með beykikanti m HUSGÖGN OG *■* INNRÉTTINGAR oo oq flO .SUÐURLANDSBRAUT 18 OO OiJ V\/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.