Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.04.1987, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 28. apríl 1987. Tíminn 19 Gífurlegar skaðabótakröfur vegna einnota kveikjara tegundum, s.s. Scripto og Cricket, geta líka valdið óhöppum. Flestum skaðabótakröfum virðist beint gegn Bic en á því eru tvær skýring- Einnota kveikjarar hafa verið á markaði í einn og hálfan áratug í Bandaríkjunum og eykst sala á þeim stöðugt. Hér á landi eykst salan líka stöðugt, það þykir mörg- um þægilegra að handleika kveikj- ara, sem treysta má að kvikni á, en eldspýtur, sem eru ótrúlega dynt- óttar. En eru einnota kveikjararnir hættulausir? Svo virðist síður en svo vera. Alþjóðlega stórfyrirtækið Bic, sem hefur verið með slíka kveikjara á markaði síðan 1972, hefur nú neyðst til að viðurkenna að upp hafi komið mál, þar sem kveikjarar frá þeim hafa valdið skaða, fólk hafi brennst við notkun þeirra og jafnvel látið lífið. Til þessa hefur fyrirtækið lagt áherslu á að ná sáttum við fórnarlömbin án þess að til kasta dómstólanna hafi komið og málin þess vegna ekki komist í hámæli, enda hluti samkomulags- ins að halda málsatvikum leyndum. 3,25 milljónir dollara í skaðabætur En síðastliðið haust var Bic ákært formlega, að því er virðist í fyrsta sinn, fyrir brunaskaða af völdum kveikjara frá þeim og kvið- dómur komst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið bæri sökina. Það varð að borga Cynthia Littlejohn, konu í Fíladelfíu, 3,25 milljónir dollara skaðabætur vegna þess skaða sem hún varð fyrir þegar skyndilega, og án tilefnis kviknaði á kveikjara, sem hún bar í brjóstvasa í útilegu. Eftir að uppskátt varð um þessa málaafgreiðslu hafa fleiri tilvik ver- ið leidd fram í dagsljósið, þar sem þessir kveikjarar hafa leitt til slysa. Sumarið 1985 sprakk t.d. Bic kveikjari í höndunum á konu einni í Pennsylvaniu, þegar hún ætlaði að kveikja sér í sígarettu, sam- kvæmt ákæru manns hennar. Kon- an dó tveim dögum seinna og maður hennar heldur því fram að hann hafi hlotið annars- og þriðja stigs bruna á höndum þegar hann hugðist slökkva í konu sinni. Hjnn krefst 11 milljóna dollara skaða- bóta. Á þessu stigi er ekki unnt að segja til um hversu mörg mál hafa verið höfðuð á hendur Bic-fyrir- tækinu. Skipta skaðabótakröfur hundruðum? Óformleg samtök lögfræðinga sem fást við slík skaðabótamál hafa látið þá skoðun í ljós að skaðabótakröfur á hendur fyrir- tækinu skipti hundruðum. I Little- john-málinu neyddist Bic til að leggja fram skjöl, þar sem skýrt er frá fyrri tilfellum þar sem samist hafði um skaðabætur vegna kveikj- araskaða þegjandi og hljóðalaust, og kom þá upp úr kafinu að í a.m.k. 50 tilfellum hafði samist um skaðabætur vegna bruna af kveikj- ara í vinstri brjóstvasa þolandans! Og þá segja lögfræðingarnir „Margfaldið það með hægri vösum, buxnavösum, öllum þeim sem eru með kveikjarana í hönd- unum og krökkum sem leika sér að þeim. Þá verða tilfellin talsvert mörg! Það má hiklaust reikna með a.m.k. 1000 tilfellum í Bandaríkj- unum og öðrum löndum þar sem kveikjararnir eru seldir." Á skrifstofu sambands evrópskra neytendafélaga í Brussel eru hins vegar gefnar þær upplýs- ingar að ekki sé vitað um nein slík tilfelli í hinum 12 aðildarlöndum Evrópubandalagsins. Gæðakröfum fullnægt Vegna frétta að undanförnu um öryggisleysi Bic-kveikjaranna hef- ur fyrirtækið snúist til varnar. For- stjóri þess hefur lýst yfir því að: Við fullyrðum, án allra fyrirvara, að Bic framleiðir besta kveikjarann á markaðnum. Gæðaöryggismat okkar fullnægir - og jafnvel meira til - þeim öryggiskröfum sem yfir- völd gera. Óg stjórnarformaður- inn, sem hefur aðsetur í París, hefur engu þar við að bæta. Kveikjararnir eru seldir í mörg- um heimshlutum. Þeir sem eru á markaði í Bandaríkjunum eru framleiddir þar, í Frakklandi, Grikklandi, Mexíkó og á Spáni. Lögfræðingur í Flórída sem safn- ar saman upplýsingum um skaða- bótakröfur á hendur fyrirtækinu í Bandaríkjunum og Kanada, segir að slysin verði oftast þegar gasleki leiðir til þess að loginn þýtur upp í allt að 1,2 metra hæð þegar kveikt er á kveikj aranum, eða það slokkn- ar ekki alveg á kveikjaranum, sem leiði til „eftirbruna" sem kannski er ekki tekið eftir þegar gengið er frá kveikjaranum. En það eru líka dæmi um skaðabótakröfur vegna bruna þegar kveikjarinn sprakk í höndum notandans, lá í kjöltu hans eða jafnvel lá á mælaborði bíls eða á cldhúshillu. Aðrar tegundir einnota kveikjara Einnota kveikjarar af öðrum Fimmtudaginn 9. apríl frum- sýndi leikhópur grunnskólans á Hólmavík leikritið „Lísa í Undra- landi“ eftir Klaus Hagerup. Leikurinn fjallar um nútíma- stúlkuna Lísu, sem kemur til Undralands, en þar þykir hún afar einkennileg vegna þess að hún er ekta. í Undralandi á enginn að vera það sem hann er, heldur það sem hann gæti litið út fyrir að vera. Efni leikritsins tengist því sérstak- lega tískukapphlaupi nútímans. Aðalhlutverkið, Lísu, lék Sunn- efa Árnadóttir, en auk hennar tóku þátt í sýningunni 15 leikarar ar. 1 fyrsta lagi er meirihluti mark- aðarins í höndum þess fyrirtækis. á aldrinum 13-16 ára. Öll komust þau vel frá hlutverkum sínum, jafnt leik sem söng, en mikið er um söngva í verkinu. Húsfyllir var á frumsýningunni í félagsheimilinu á Hólmavík, og einnig á næstu sýningu, sem haldin var daginn eftir. Flciri sýningar hafa ekki verið ákveðnar, en verið er að kanna mögulcika á að sýna verkið utan Hólmavíkur. Leikstjóri á sýningum Hólma- víkurskóla á Lísu í Undralandi var Arnlín Óladóttir, en söngstjóri Anna María Guðmundsdóttir. Stefán Gíslason en sérfræðingar benda líka á að hönnun þeirra kveikjara er frá- brugðin annarra í veigamiklum atriðum. Talsmaður Scripto-fyrirtækisins japanska er ófáanlegur til að gefa upp hversu margar skaðabótakröf- ur hafa borist á hans íyrirtæki, en hann bendir á að þeirra kveikjarar eru búnir ýmsum öryggisbúnaði, s.s. sérstöku öryggisloki, ogfylling- in er kvoða sem slokknarsjálfkrafa og bráðnar ekki fyrr en við 230 stiga hita á Celsius. Talsmaður sænska fyrirtækisins Swedish Match Co. segist ekki vita til að neinar skaðabótakröfur hafi borist á hendur hans fyrirtæki, sem framleiðir einnota kveikjara undir merkjunum Cricket, Feudor og Poppell. Öruggir kveikjarar ekki til Það er scm sagt Bic-fyrirtækið sem spjótin standa helst á. Það er ekki nóg með að dynji yfir það skaðabótakröfum vegna gasleka úr kveikjurunum þeirra, það eru líka farnar að hcyrast kröfur um að kvcikjararnir verði endurbættirsvö að þeir verði öruggir börnum. Opinber nefnd í Bandaríkjunum sem fer með öryggismál neytenda, segir 200 dauðsföil á ári tengjast mcðhöndlun kveikjara, þar af eru 125 börn. Því svarar fyrirtækið þannig að enn sem komið er sé ekki næg þekking fyrir hendi til að framleiöa kveikjara scm fullorðnir eigi auðvelt með að nota en börn ráði ekki við, nema nieð því móti að eyðileggja notagildi þeirra al- gerlega. Því er svo við að bæta að öðru hverju hefur verið bent á það að varhugavert sé að bera slíka kveikjara með sér um borð í flugvél, þeir geti sprungið þegar minnst vari og afleiðingarnar þá verið hroðalcgar. Enn sem komið er hefur þó ekkcrt flugfélag bannað farþegum sínum að bera slíka kvcikjara á sér, en er ekki allur varinn góður? Það má allt eins notast við eldspýtur í flugferðinni. (Stuftst við Hcrald Tribunc) Frá frumsýningarkvöldinu. Leiklist á Hólmavík: Lísa í Undralandi Þriðjudagur 28. apríl 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin-Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynning- ar eru lesnar kl. 7.25,7.55 og 8.25. Guðmundur. Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.03 Morgunstund barnanna: „Antonía og Morgunstjarna“ eftir Ebbu Henze Steinunn Bjarman þýddi. Þórunn Hjartardóttir les (7). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forustugreinum dag- blaðanna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tið Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Félagsleg þjónusta. Umsjón: Hjördís Hjartardóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Fallandi gengi“ eftir Er- ich Maria Remarque. Andrés Kristjánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (5). 14.30 Tónlistarmaður vikunnar. Duane Eddy. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Frá Vesturlandi. Umsjón: Ásþór Ragnarsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar. a. „Sinfonia del Mare“ eftir Knut Nystedt. Norska unglingasinfóníu- hljómsveitin leikur; Karsten Andersen stjórnar. b. „Nætur í görðum Spánar" eftir' Manuel De Falla. Arthur Rubinstein leikur á píanó með F í ladelf í uhljómsveitinni; Eugene Ormandy stjómar. 17.40 Torgið - Neytenda- og umhverfismál Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. Tónleik- ar. 20.00 Lúðraþytur. Umsjón: Skarphéinn H. Einars- son. 20.40 Höfuðsetrið höfuðskáld. Emil Björnsson segir frá lesandakynnum sínum af Halldóri Laxness. (Fyrri hluti). 21.15 Létt tónlist. 20.30 Útvarpssagan: „Truntusól“ eftir Sigurð Þór Guðjónsson. Karl Ágúst Úlfsson les (11). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Leikrit: „Sitthvað má Sanki þola“ eftir James Saunders í útvarpsleikgerð eftir Guð- mund Ólafsson. Þýðandi: Karl Guðmundsson. Leikstjóri: Guðmundur Ólafsson. Leikendur: Erlingur Gíslason, Róbert Arnfinnsson, Guðrún Þ. Stephensen, Sólveig Pálsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Steindór Hjörleifsson, Rand- ver Þorláksson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Viðar Eggertsson, Margrét Guðmundsdóttir og Jóhann Sigurðarson. Tónlist er eftir Árna Harð- arson. Páll Eyjólfsson leikurágítar. (Endurtekið frá fimmtudagskvöldi). 24.10 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp á samtengdum rásum til 00.05 Næturútvarp Gunnar Svanbergsson stend- ur vaktina. 06.00 í bítið Rósa Guðný Þórsdóttir léttir mönnum morgunverkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morg- unsárið. 09.05 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Tónlistargetraun, óskalög yngstu hlust- éndanna og fjallað um breiðskífu vikunnar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir lótt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiðan Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Nú er lag Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög. (Þátturinn verður endurtekinn aðfaranótt fimmtudags) kl. 02.00). 21.00 Poppgátan. Gunnalugur Sigfússon og Jónatan Garðarsson stýra spurningaþætti um dægurtónlist. (Endurtekinn þáttur frá laugar- degi). 22.05 Steingerður Þáttur um Ijóðræna tónlist í umsjá Herdísar Hallvarðsdóttur. 23.00 Við rúmstokkinn. Guðrún Gunnarsdóttir býr fólk undir svefninn með tali og tónum. 24.00 Næturútvarp Óskar Páll Sveinsson stendur vaktina til morguns. 02.00 Tilbrigði. Þáttur í umsjá Hönnu G. Sigurðar- dóttur. (Endurtekinn frálaugardegi). Fréttir eru sagðar kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 Trönur. Umsjón: Finnur Magnús Gunnlaugsson. Fjallað um menningar- líf og mannlíf almennt á Akureyri og í nærsveit- um. Þrlðjudagur 28. apríl 18.00 Villi spæta og vinir hans. Fimmtándi þáttur. Bandarískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Ragnar Ólafsson. 19.00 Fjölskyldan á Fiðrildaey. 21. þáttur. Ás- tralskur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævintýri á Suðurhaíseyju. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur Bjarni Harðarson, Ragnar Halldórsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Samsetning: Jón Egill Bergþórs- son. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu 1987. Lögin í úrslitakeppninni. Kynnir Kolbrún Harðardóttir. 21.00 Fjórða hæðin. Lokaþáttur. Breskur sakamálamyndaflokkur í þremur þáttum. Þýð-. andi Kristmann Eiðsson. 21.50 Þáttur um erlend málefni. 22.20 Vestræn veröld. (Triumph of the West) 7. Nýi heimurinn. Heimildamyndaflokkur í þrettán þáttum frá breska sjónvarpinu (BBC) Umsjónar- maður er John Roberts sagnfræðingur. Þýðandi og þulur er Óskar Ingimarsson. 23.10 Fréttir í dagskrárlok. Þriðjudagur 28. apríl 17.00 Gríski auðjöfurinn (Greek Tycoon). Banda- rísk kvikmynd frá 1978 með Anthony Quinn og Jacqueline Bisset í aðalhlutverkum. Leikstjóri er J. Lee Thompson. Myndin fjallar um unga og fagra ekkju bandarísks forseta og grískan skipakóng. 18.50 Fréttahornið. Fréttatími barna og unglinga. Umsjónarmaður er Sverrir Guðjónsson.________ 19.05 Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Návígi Yfirheyrslu og umræðuþáttur í um- sjón fréttamanna Stöðvar 2._________________ 20.40 Húsið okkar (Our House). Bandarískur gamanþáttur með Wilford Brimley í aðalhlut- verki. 21.25 Púsluspil (Tatort) þýskur sakamálaþáttur. Tvær fjölskyldur eiga í blóðugum illdeilum og fellur það í hlut Shchimanski og Tanner að taka á málinu. 22.55 Gríma (Mask). Bandarísk kvikmynd frá 1985 með Cher, Eric Stoltz og Sam Elliot í aðalhlut- verkum. Leikstjóri er Peter Bogdanovich. Mynd þessi er byggð á sannsögulegum heimildum um táning, Rocky Dennis, og litrika móður hans. Það var ekki síst móðurinni að þakka að Rocky lét engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm sem afmyndaði andlit hans. 00.25 Dagskrárlok. 28. apríl 07.00-09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 07.00, 08.00 og 09.00. 09.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðj- ur, mataruppskriftir og spjall til hádegis. Síminn er 61-11-11. Fréttir kí. 10.00, 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi. Fréttapakkinn. Þorsteinn og fróttamenn Bylgj- unnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, spjalla við fólk og segja frá í bland við létta tónlist. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spilar síðdegispoppið og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Forstjórapopp eftir ki. 15.00 Fréttir kl. 15.00,16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavík síðdegis. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00-20.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamark- aði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 20.00-21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Jón Gú- stafsson kynnir 10 vinsælustu lög vikunnar. 21.00-23.00 Asgeir Tómasson á þriðjudags- kvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Þægileg tónlist og frétta- tengt efni í umsjá Bjarna Vestman fróttamanns. Fréttir kl. 23.00. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upplýsingar um veður, flugsamgöngur. Fréttir kl. 03.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.