Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.05.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. maí 1987 Tíminn 7 Forsvarskonur gististaðarins Hof þær Jónína Ingvadóttir, Ásrún Lára Jó- hannsdóttir, Aðalbjörg Kristjánsdóttir og Ásdís Sigurðardóttir. (Tímamynd: BREIN) Gististaðurinn Hof: Fjórar konur hefja eigin hótelrekstur - í fyrrum húsnæði sjúkrahótels „Við höfðum unnið saman á Hótel Hofi í mörg ár en stóðum uppi atvinnulausar þegar Rauði krossinn keypti húsnæði hótelsins undir sjúkrahótel. Áður en við hættum fórum við saman út að borða áður en við tvístruðumst hver í sína áttina. Pá byrjuðum við að ræða hvað það væri erfitt að vera upp á aðra komnar um atvinnu. í kjölfar þess fæddist hugmyndin um að hefja sameiginleg- an rekstur á hóteli" sögðu þær stöllur Aðalbjörg, Ásdís, Ásrún Lára og Jónína en þær hófu rekstur gististað- arins Hof að Skipholti 21,1. maí síð- astliðinn. Þær stöllur sögðust engu kvíða í rekstri gististaðarins enda allar með áralanga reynslu í öllum hótelstörf- um, en þær reka Hof í sameiningu og á jafnréttisgrundvelli. Reksturinn hefur gengið vel fyrstu vikurnar, yfirleitt verið full nýting á herbergjum. Gestir hafa verið ánægðir með Hof, enda segjast stöllurnar leggja sérstaka áherslu á góðan anda á staðnum. Eins og áður segir er gististaðurinn Hof til húsa að Skipholti 21, þar sem sjúkrahótel Rauða krossins var starf- rækt um árabil. ÖIl aðstaða til hótel- reksturs er þar með ágætum. Þar eru 20 rúmgóð herbergi þar sem 30 manns geta notið gistingar á góðu verði. Á Hofi er að finna sérstaklega rúmgóða og notarlega setustofu þar sem hægt er að horfa á sjónvarp eða lesa dagblöðin í rólegheitum. Gestamóttakan er opin allan sól- arhringinn og veita þær stöllur gest- um sínum alla almenna upplýsing- aþjónustu auk þess sem þær bjóða þeim upp á léttar veitingar hvenær sólarhringsins sem er. Morgunverð- arhlaðborð er mjög fjölbreytt og öllum opið. - HM Núverandi stjórn BKR: Ragnheiður Viggósdóttir, Gunnlaug Emilsdóttir, Stella Guðnadóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Helga Guðmundsóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir og Erla Kristjánsdóttir. Undirbúningsnefnd að stofnun bandalagsins. Sitjandi f.v. Inga Lára Lárus- dóttir, Steinunn H. Bjarnason og Ragnhildur Pétursdóttir. Standandi f.v. Hólmfríður Pétursdóttir, Hólmfríður Árnadóttir og Ingibjörg Bencdiktsdótt- ir. Steinunn, Inga, Raguliildur og Hólmfríður Árnadóttir gcgndu formennsku ■ félaginu á árunum 1917 til 1943 Kristín Guðmundsdóttir núvera formaður Bandalags kvenna Reykjavík hatiðafundur í Gama Bioi og hefst hann kl. 14:00. Vigdís Finnboga- dóttir forseti íslands mun heiðra bandalagið með því að koma á fundinn. Að honum loknum verður opnuð sögusýning aðildarfélaganna að Hallveigarstöðum, en BKR er eigandi að Kvennaheimilinu Hall- veigarstöðum ásamt Kvenfélaga- sambandi íslands og Kvenréttinda- félagi íslands. Stofnendur BKR voru nokkrar þekktar þjóðmálakonur. Af þeim má nefna Aðalbjörgu Sigurðardótt- ur sem var formaður félagsins um rúmlega tuttugu ára skeið. Aðrir formenn hafa verið Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri, Geirþrúður Hildur Bernhöft ellimálafulltrúi, María Pétursdóttir skólastjóri og formaður Kvenfélagsambands ís- lands og Unnur Schram Ágústsdóttir fyrrv. form. Thorvaldsensfélagsins og núverandi framkvæmdastjóri Kvennaheimilisins Hallveigarstaða. ABS r ■■ KAUPFELOGIN | búhadardeilo ARMULA3 REYKJAVÍK SÍMi 38900 Bandalag kvenna í Reykjavík 70 ára í dag: Konur sameinast um góð málefni - þrátt fyrir ólík flokkspólítísk viöhorf segir Kristín Guömundsdóttir form. BKR. Bandalag kvenna í Reykjavík er 70 ára í dag, laugardag 30. maí. Bandalagið er samnefnari tuttugu og átta félaga kvenna í Reykjavík með um fjórtán þúsund félagsmönn- um. Bandalag kvenna í Reykjavík hef- ur nýverið gefið út afmælisrit þar sem rifjað er upp ýmislegt úr starf- seminni frá stofnun og viðtöl við fyrrverandi formenn BKR og núver- andi formann Kristínu Guðmunds- dóttur. Kristín segir m.a. í viðtalinu að sér finnist mjög merkileg sú sam- staða sem finna má meðal kvenna í samtökunum. Konur af mjög ólíku pólitísku sauðahúsi og með hinar margvíslegustu skoðanir á þjóðmál- um vinna saman að málefnum svo að til fyrirmyndar sé. Stóru málin séu sett á oddinn hverju sinni og barist fyrir framgangi þeirra. Kristín segir einnig að nauðsyn sé að koma upp aðstöðu fyrir konur til að undirbúa sig við að taka að sér ábyrgðarstörf í þjóðfélaginu. Sérstök fræðslumið- stöð þar sem konur geta sótt þekk- ingu, kraft og styrk væri mjög já- kvæð viðbót við það það starf sem BKR vinnur nú að í mannúðar og þjóðþrifamálum. í tilefni afmælisins verður haldinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.