Tíminn - 21.06.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.06.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Sunnudagur 21. júní 1987 Sunnudagur 21.júní 1987 Tíminn 9 Kvenfólkið auk húsmóðurinnar var ráðskonan, Steinunn Árna- dóttir, 47 ára, 5 vinnukonur og 3 ölmusukonur, þ.e. tvær ungl- ingsstúlkur og ein gömul kona. Það var því ekkert fámenni á heimilinu og hægt að geta sér þess til að Guðrún hafi viljað hafa full not hjúa sinna. KÚGUN LANDSETA Guðrún átti allar jarðir milli Skorar og Bjargtanga, en það er Rauðasandshreppurinn allur og voru því allir bændur þarna landsetar hennar. Auk þess átti hún helstu nytjajarðir alla leið sunnan frá Siglunesi vestur Barðastrandarsýslu, um Patr- eksfjörð að Vatneyri og Geirs- eyri og varð hver skattbóndi frá Skor til Geirseyrar að gjalda henni eina vætt til kirkjunnar á Rauðasandi, en það þætti ríflegt kirkjugjald nú til dags. Systir hennar Helga átti auk þessa nokkrar jarðir í Patreksfirði og hafði Guðrún umráð þeirra. Hún mátti því kallast voldug kona. Guðrún beitti landseta sína slíkri kúgun að með eindæmum má telja og var smátt og smátt búin að hneppa þá ánauð sem Árni Magnússon lýsir í jarðabók sinni. Um þetta skrifar hann á þýsku eða frönsku í bókinni, líklega til þess að gera það óaðgengilegra almenningi, en honum hefur blöskrað framferði kerlingar. Afgjöld jarða hennar voru misjafnlega há að vonum eftir stærð jarðanna, en yfirleitt fór hún það sem hægt var að komast í þeim efnum. Sérstaklega urðu þeim þung í skauti hin mörgu kúgildi og leigupeningar sem Guðrún þrengdi upp á þá, en pening þennan urðu þeir að ábyrgjast, yngja hann upp og skila fullgildum í fyllingu tímans. Hafði henni tekist að hlaða 77.5 kúgildum á kotin á Rauðasandi, eða sem svaraði 465 leiguám. Til frekari skýring- ar á hve þungbært þetta hefur verið bændum skal þess getið að á Lambavatni, lítilli jörð, voru hvorki meira né minna en 11 kúgildi, í Melanesi 8, á Stökkum 6 og annars staðar eftir þessu. Afleiðingin varð sú að bændum tókst ekki, þegar illa áraði, að heyja fyrir meiru en kúgildunum 2S g- ....u^táf ■ Eigendur skuldabréfa Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftir góðum skuldabréfum í umboðssölu. Helstu skuldabréf i sölu hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans Veðdeild Samvinnubankans 9,3% ávöxtun umfram verðbólgu yncl hf. 11,0% ávöxtun umfram verðbólgu Glitnir hf. 11,1-11,4% ávöxtun umfram verðbólgu Samvinnusjóður Islands 10,8% ávöxtun umfram verðbólgu Samband ísl. samvinnufélaga 10,8% ávöxtun umfram verðbólgu Fasteignatryggð skuldabréf 13—15% ávöxtun umfram verðbólgu Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð. Síminn er 20700. UERÐBREFAUHDSKIPTI SAMUINNUBANKANS og gátu svo enga skepnu átt sjálfir, enda varð líka endirinn sá að Guðrún átti svo að segja hverja skepnu í hreppnum. SKEPNURNAR LÁTNAR INN I BÆINN Ekki lét Guðrún sér nægja að setja allan þennan fjölda kúgilda á jarðir sínar. Auk þess skyldaði hún bændur til að taka fóður- pening hjá sér og lét hún flytja skepnurnar til þeirra, hvort sem þeir voru færir um að fóðra þær eða ekki. Ef þessar fóðurskepn- ur féllu svo úr hor var borgun fyrir þær heimtuð með harðri hendi. Ef menn mölduðu í mó- inn og vildu ekki veita skepnun- um viðtöku voru þeir beittir ofbeldi og skepnurnar látnar inn í bæinn hjá þeim og skildar þar eftir. Pá þorðu menn ekki öðru en að taka við þeim. Annars áttu þeir vísa óvild þessa vold- uga landsdrottins. Guðrún bannaði bændum að eiga hesta en vildu þeir hafa hross til afnota urðu þeir að taka þau á leigu hjá henni. Frá því er sagt að Jón nokkur Steingríms- son á Siglunesi hafi tekið hest á leigu hjá Guðrúnu, en svo ila tókst til að hesturinn féll úr hor. En þar sem Jón gat ekki látið annan í staðinn, varð hann að borga leigur eftir hestinn í fimm ár. Þá gat hann loks borgað Guðrúnu verð hestsins og þurfti hann að láta sex vættir fyrir hann, sem var geypiverð. Jón þessi átti meiri viðskipti við Guðrúnu, sem ekki urðu honum ábatasöm. Hann hafði líka tekið tvær kýr og 12 kindur á leigu hjá henni og voru allar þessar skepn- ur líka horfallnar. Eftir kýrnar varð hann að gjalda leigur í fjögur ár og eftir ærnar í sautján ár. Þá loks hafði þessum vesa- lings manni tekist að koma sér upp skepnum, svo hann gat skilað Guðrúnu leigupeningi þessum ungum og fullgildum. ÁTTI ALLA ELDUNAR- POTTANA Enn ein kvöðin var sú að Sjúkraflutninganámskeið Vegna mikillar aðsóknar á sjúkraflutninganámskeið Rauða kross Islands og Borgarspítal ans verða hér með auglýst tvö námskeið eitt í haust og annað næsta vor. HAUSTNÁMSKEiÐ verður haldið 19.-30. október 1987 VORNÁMSKEIÐ verður haldið 14.-25. mars 1988. Innritun á bæði námskeiðin er hafin og er umsóknarfrestur til 1. ágúst n.k. Innritun og nánari upplýsingar eru veittar í síma 91-26722. Ef bændur þráuðust við að taka gripina frá Bæ á fóður lét hún vinnumenn sína flytja þá heim á kotin og ýta þeim inn um dyrnar. þyrfti Guðrún sjálf á fleiri hest- um að halda, voru hestar þeir sem hún hafði lánað bændum teknir umyrðalaust til nota fyrir hana og það án nokkurs gjaids. Var hún þó ekki ódýr á leigunni. T.d. varð bóndinn á Tóftavöll- um að gjalda henni heila vætt fyrir gamlan húðarjálk sem mun nema því að leigan hafi verið 40% af hestverðinu. Enginn mátti hafa þarfanaut í hreppnum nema Guðrún ein og urðu menn að gjalda henni eins dags slátt í bolatoll í túninu í Bæ. En verst þótti mönnum að nautin voru Íátin ganga laus í kúnum allt sumarið, sem varð til þess að oft spilltu þau kúm bænda. Þá var enn sú kvöð að hjáleigumönnum var gert skylt að flytja árlega einn hríshest heim að Bæ úr hríslandi, en var svo náðarsam- legast leyft að taka hrís á einn hest sjálfum sér til gagnsemdar án endurgjalds. Undir þessu harðbýli urðu menn sem eðlilegt er niður- beygðir og kjarklitlir, en örbirgð og fátækt bættist ofan á. Svo voru menn orðnir snauðir að sumir áttu ekki eldsgagn eða eldunarpotta, til þess að geta soðið ofan í sig matinn. Guðrún fór þá að leigja eldunarpotta með jörðunum og fór leigan eftir stærð þeirra. Þannig tók hún 1.5 til 4 fjórðunga í ársleigu fyrir pottinn og leikur vafi á að hver pottur, sem eins og tekið er fram var úr járni, hafi verið meira virði. En þá hefur leigan líka borgað pottinn á hverju ári. SKYLDAÐI MENN TIL SKIPSRÓÐRA Sumarið hjá mönnum fór að miklu leyti í það að vinna fyrir þessum sköttum, en þessi „dá- indiskona" réð líka yfir vor og haustvinnu landseta sinna. Hún átti nefnilega og hafði umráða- rétt yfir öllum veiðistöðvum á Barðaströnd, í Víkunum og Patreksfirði. Stundaði hún það- an útgerð, en landsetarnir voru skyldir til skipsáróðra á bátum hennar. Var hálf vætt fiska áskil- inn vertollur af hverjum manni. Því hefur hún haft umráð yfir vinnu hvers bónda árið um kring, því veturinn fór ekki í annað en að stunda leigupening hennar. Má með sanni segja að bændurnir voru þrælbundnir Guðrúnu. Með hverju skipi sínu leigði Guðrún ketil eða pott til soðningar fyrir skipshöfnina, en tók fjórðung af hverjum róðrar- manni í leigur. Katlinum skilaði formaðurinn svo í vertíðarlok heim að Bæ. Segl voru aldrei notuð á skip- um Guðrúnar, því hún var ófá- anleg að leggja þau til, þótt sjómennirnir æsktu þess mjög að fá þau. Ein hlunnindi höfðu sjómenn í verstöð hennar í Keflavík, en þau voru að þeir máttu rífa lyng ókeypis sér til eldiviðar. Þegar illa fiskaðist kom það oft fyrir að aflinn nægði ekki nema til þess að fullnægja hinum miklu kvöðum og sköttum og urðu menn þá að ganga slyppir úr skipsrúmi. Margar verstöðva hennar voru hættulegar vegna erfiðrar lend- ingar og voru manntjón tíð af skipum hennar. JÓK SINN MIKLA AUÐ Guðrún í Bæ hefur átt ekki færri en 25 skip og báta og á þeim hafa róið 150-200 menn, sem aðallega voru landsetar hennar og vinnumenn þeirra. Af hverjum tók hún hálfa vætt í vertoll sem hefur því numið 75-100 vættum fiskjar, sem var ekki smáræði. Safnaðist Guð- rúnu líka mikill auður í viðbót við sitt mikla erfðafé. Þannig var það líka hjá flestum auð- mönnum við Breiðafjörð fyrr á öldum að einkum auðguðust þeir á útgerð. Daði í Snóksdal og síðar Oddur lögmaður áttu mesta útgerð undir Snæfells- jökli. Staðarhóls Páll og síðar Skarðsmenn áttu útgerðina í Bjarneyjum, Flatey og Odd- bjarnarskeri, en Bæjarmenn á Rauðasandi áttu útverin í Barðastrandarsýslu. Á öllum þessum stöðum sátu ríkismenn yfir hlut kotunganna, héldu þá þrælatökum og söfnuðu auði mann fram af manni um aldarað- ir. Um eitt var Guðrún þó á undan sinni samtíð, því hún mun hafa látið leggja braut eða veg um endilangan hreppinn, til þess að geta gengið þurrum fótum milli bæja, þegar hún var að líta eftir hjá landsetum sínum. Ekki hefur þessi vega- gerð samt verið vönduð og sér þess engin merki nú hvar braut þessi hefur legið. Þó segja megi að landsetar Guðrúnar hafi ekki verið þrælar í lagalegum skilningi, þá voru þeir það í reynd. Hún átti jarð- irnar, skepnurnar að mestu, eldunargögnin, bátana og veið- arfærin og loks réði hún yfir allri vinnu þeirra. Hún hafði því allt ráð þeirra í hendi sér. Skattar og gjöld sem hún var búin að leggja á þá voru þessi: 1 vætt af hverj- um skattbónda til kirkjunnar í Bæ, landskuld af ábúð, leigur af kúgildum og öðrum leigupen- ingi, leigur eftir eldunarpottana heima, hálfrar vættar skipsrúms- gjald af hverjum háseta, hestlán í ferðalög, dagsláttur í túni fyrir bolatoll, ferðalög í kaupstaðar og skreiðarferðir og fleira. Öllum þessum tekjum sínum safnaði Guðrún saman í þau 45 ár sem hún bjó í Bæ í ekkju- standi sínu og að lokum var hún orðin langsamlega ríkasta kona landsins á sinni tíð. Þegar hún lést, 88 ára gömul, gaf hún Þrúði frænku sinni allt eftir sig. Áþján Barðstrendinga mun hafa haldið áfram um sinn, en hversu lengi er órannsakað mál. Annars má ætla að margvísleg kúgun hafi átt sér stað víðar hér á landi, þar sem svo hagaði til að þéttbýlt var í kring um verstöðvar og einn maður hafði umráð allra jarðarnytja. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrír tölvuvinnslu. i PRENTSMIOIAN■ édddu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 KM Vél 24 hestöfl Sprengirúm 348 cc. 4-gengisvél. 5 gíraráfram 1 afturábak Hátt og lágt drif Rafstart/handstart Læsist sjálfkrafa í fram- drif þegar þörf krefur Fjöðrun á öllum hjólum Tengill fyrir 12 volt Hæð frá jörðu 18 cm Grindur framan og aftan Þyngd 252 kg. Y-FM 350 4x4 FJÓRHJÓL Fyrírliggjandi Góð lausn fyrir þá sem þurfa að fara um óslétt land. Hefur ótrúlega dráttarhæfileika. Góð varahlutaþjónusta Hafið samband og fáið nánari upplýsingar. Kaupfélögin og ÁRMÚLA3 REÝKJAVÍK SÍMI 38900 £ Fleiri vörutegu^1 l Fljótari afgreiðsla & Nægbíiastæöi KBÓKHÁLSI 7 SÍM. 672088

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.